Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 19
sem tryggja að ekki verði hróflað við peningaútgáfunni, nema að vel ígrunduðu mati og með samþykki fullveldishafans – almennings. Þetta fyrirkomulag peningamála er kennt við »myntráð«. Myntráð hefur með höndum eftirfarandi verkefni: a) Gefa út og viðhalda innlendum gjaldmiðli, sem hægt er að nefna krónu ef menn vilja. b) Sjá um að ávaxta varasjóð Myntráðsins í erlendum gjald- miðlun, svo nefndum stoðmyntum. c) Sjá um skipti á erlendri stoð- mynt fyrir innlenda gjaldmiðilinn og öfugt. Spurningin er þá hvaða varnagla þarf að setja í Stjórnarskrána, til að stjórnmálamönnum takist ekki að eyðileggja peningakerfið við fyrsta tækifæri. Nauðsynlegt er að vanda undirbúning nýrrar pen- ingastefnu. Mikilvæg atriði sem binda verður í Stjórnarskránni:  Verkefni Myntráðs er að gefa út innlendan gjaldmiðil og viðhalda honum með föstu gengi gagnvart stoðmyntunum USD og EUR.  Skiptihlutfall innlenda gjald- miðilsins (IGM) skal vera 1,0IGM = 0,5USD + 0,5EUR.  Innlendi gjaldmiðillinn skal vera lögeyrir á Íslandi og sömuleið- is stoðmyntirnar báðar.  Myntráðið heldur gjaldeyr- issjóð sem hverju sinni nemur 115% af útgefnum IGM. Skal sjóð- urinn vera til helminga í USD og EUR.  Gjaldmiðlaskipti skulu und- anþegin öllum sköttum og vera við- skiptavinum að kostnaðarlausu.  Myntráðið skal hafa lögheimili í Svisslandi.  Stjórn Myntráðsins skal að meirihluta skipuð erlendum mönn- um. Stjórnlagaþingið þarf dirfsku til að koma fram með tillögu um að »alvöru peningakerfi« verði fest í stjórnarskrána. Samt er einungis verið að leggja til, að útgefnar ávís- anir í formi peninga uppfylli sjálf- sagðar kröfur um eðli »alvöru pen- inga«. Innlendi gjaldmiðillinn þarf að vera fær um að miðla verðmæt- um, að varðveita verðmæti og gera samanburð verðmæta mögulegan. Þessi markmið nást með reglu- bundinni peningastefnu undir stjórn Myntráðs. Þessu pen- ingakerfi fylgja þeir kostir, að verð- bólga verður lág, vextir lækka, eignabruni stöðvast og vísitölu- trygging verður óþörf. » Verðbólga hefur þá sérstöðu að vera mikilvirkasta tæki hinna fáu ríku til að verða ríkari og hinna mörgu fátæku til að verða fátækari. Höfundur er verkfræðingur og vísindakennari. UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Ég skrifaði grein í Mbl., sem birtist 26. október sl. undir fyr- irsögninni „Frumsýn- ing númer 300“ og fjallaði hún um Leik- félag Akureyrar (LA). Grein þessi vakti mikla athygli hér á Akureyri og urðu fjöl- margir til að þakka mér fyrir og sögðu sumir orð í tíma töl- uð. Einnig fékk ég símtöl úr Reykjavík frá brottfluttum Ak- ureyringum, sem þökkuðu mér fyr- ir skrifin. Öllu þessu fólki fannst ótækt að enginn akureyrskur leikari væri lengur á fjölum Samkomuhússins. Hvað er um að vera? Það er af sem áður var. En það fór aldrei svo að ekki heyrðist hljóð úr horni því maður nokkur að nafni Tómas Jóhann- esson, sem titlar sig starfsmann innan Búsetu-deildar Akureyrar, sá ástæðu til að senda mér tóninn nokkrum dögum seinna í grein í Mbl. þar sem hann finnur grein minni flest til foráttu. Auðvitað eru ekki allir alltaf sammála, en lágmark er að menn skilji innihald þess, sem þeir eru að svara og fjalla um áður en þeir missa pennann úr höndum sér. Við lestur greinar Tómasar fannst mér eins og hann legði mest kapp á að taka mig persónulega í gegn frekar en að fjalla efnislega um málefnið. Sumir, sem til þekkja, vilja jafnvel meina að Tómas hafi ekki skrifað greinina sjálfur svo greinilega sem hampað er ákveðnum aðilum, ann- ars vegar úr reykvískri leikarastétt og hins vegar úr gisti- og veit- ingahúsageiranum hér á Akureyri. Og þar sem Tómas sakar mig um bæjarrembing er ég mjög stoltur af því þar sem ég er fyrst og síðast borinn og barn- fæddur Akureyringur, sem tekur vel á móti öllu aðkomufólki og eru til sannanir fyrir því. En tók tók steininn úr þegar Tómas leyfði sér að biðja alla landsmenn afsökunar á orðum mín- um í fyrri grein minni, en þegar vitið er ekki meira en guð gaf þá er lítið við því að gera. Um framhaldið hjá LA Innihald fyrri greinar minnar fjallar m.a. um óánægju mína og annarra með að ekkert leiklistarlíf er orðið til með heimafólki í menn- ingarbænum Akureyri. Hér er töluvert af ungu fóki og eldra sem hefur sótt leiklistar- námskeið, sem þó ekki veitir rétt til starfa í atvinnuleikhúsi. Margt af þessu fólki langar að spreyta sig á sviði en Leikfélag Akureyrar býð- ur ekki upp á það þar sem þetta fólk hefur ekki réttindi til að leika hjá atvinnuleikhúsi eins og fyrr greinir. Við getum verið sjálfum okkur nóg að mestu leyti hér á Akureyri því hér eru ennþá til nokkrir at- vinnuleikarar, sem gætu leiðbeint hinum og tekið með sér á fjalirnar. Ljósamenn og leikmyndamenn ásamt öðru aðstoðarfólki höfum við, sem ekki hefur fengið vinnu í Sam- komuhúsinu frekar enn heimaleik- ararnir. Allt hefur þetta fólk verið úti- lokað frá Leikfélagi Akureyrar, þó svo eftir hafi verið sótt, því allt efni sem þar hefur verið flutt er aðkom- ið. Hver ræður? Þessu verður tafarlaust að breyta og til þess er auðveld leið, að gera Leikfélag Akureyrar aftur að áhugamannaleikfélagi, eða að fara þá leið, sem tíðkast mikið annars staðar á Norðurlöndum, að gera LA að hálfatvinnumannaleikhúsi og þar með fengju þeir vinnu, sem hafa staðið úti í kuldanum. Þrátt fyrir framangreint er næg aðstaða fyrir aðkomna leikhópa í Hofi og einnig í Rýminu. Aftur um Leik- félag Akureyrar Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms » Það er auðvelt að gera Leikfélag Akureyrar að áhuga- mannaleikhúsi aftur, eða eins og mikið tíðkast annars staðar á Norður- löndum, að gera LA að hálfatvinnumanna- leikhúsi. Höfundur er framkvæmdastjóri og áhugamaður um leikhús. Þann 25. október söfnuðust 50 þúsund konur í miðbæ Reykjavíkur á kvennafrídegi til að mótmæla ójafnrétti í samfélaginu. Voru drottningarviðtöl all- an liðlangan daginn í fjölmiðlum þar sem m.a. var talað um það sem kallað er skrifræðislegt jafn- rétti. Meiningin með skrifræðislegu jafnrétti er sú að jafnréttið sé reynd í lögum og reglum en ekki í praxís. Hvergi í heiminum eru konur jafn sjálfstæðar og á Íslandi, og hvergi í hinum vestræna heimi er foreldrajafnrétti jafn bágborið og á Íslandi. Eitt af því sem gerir for- eldramisrétti alvarlegt er að fem- ínísk hagsmunafélög, sem hafa fest rætur víða um stjórnkerfið, hafa barist eins og hýenur á móti for- eldrajafnrétti. Foreldrajafnrétti er kynbundið vandamál þar sem langflestir með- lagsgreiðendur eru karlar. Staða fráskilinna feðra lýtur einnig að kynbundnu ofbeldi þar sem karl- menn eru sviftir almennum mann- réttindum, eðlilegri umgengni við börn, barnabótum, vaxtabótum, húsaleigubótum og öðrum rétt- indum foreldra við skilnað. Einnig má nefna skertar fyrirgreiðslur frá LÍN og hvers kyns ívilnanir og til- slakanir hjá opinberum stofnunum vegna þeirrar stöðu sem foreldrar hafa gagnvart velferðarsamfélaginu og opinberri þjónustu. Ef hjónabandið í dag er ónýt stofnun, eins og stundum er haldið fram, er það vegna þeirra aðgerða stjórnvalda sem hafa gert það hverri konu óhagstætt. Dæmin eru sláandi. Fráskilinn faðir tveggja barna sem leig- ir íbúð á 130 þúsund krónur og er með 300 þúsund krónur í laun, hefur 47,145 þúsund krónur í framfærslu þegar dregnir hafa ver- ið skattar, meðlög og húsaleiga af launum. Þá er eftir matur, bílrekst- ur, uppeldi, og mögu- leikinn til að stofna nýja fjölskyldu, sem er nær enginn. Einstæð móðir tveggja barna sem leigir íbúð á 130 þúsund krón- ur og er með 300 þúsund krónur í laun, hefur hins vegar 206,972 krónur í framfærslu að sköttum frádregnum og viðbættum með- lögum, sérstökum húsaleigubótum, mæðralaunum og sérstökum barna- bótum. Allir siðsamir menn og konur hljóta að sjá að hér er um mann- réttindabrot að ræða. Þeir sem sjá það ekki hafa ekki hæfileikann til samkenndar eða búa við skort á vitsmunum. Þrátt fyrir þetta slá- andi dæmi þarf faðir með sameig- inlegt forræði að standa straum af jafn miklum kostnaði vegna upp- eldis barnanna að frádregnum meðlögum. Fráskilinn faðir þarf að eiga herbergi fyrir börnin sín, og þarf að sjá um samgöngur til og frá móður, auk þess sem lækna- kostnaður, tannréttingar, tóm- stundir og annað tilfallandi deilist jafnt á foreldra. Þá er ótalinn kostnaður við uppeldið heima hjá föðurnum sjálfum. Í greinargerð frá velferðarráði Reykjavíkurborgar segir að ein- hleypir karlmenn séu í miklum meirihluta þeirra sem leita sér hjálpar, en einstæðir feður í mikl- um minnihluta. Ástæðan fyrir því er sú að fráskildir feður eru aldrei skilgreindir sem einstæðir feður, heldur sem einhleypir karlmenn. Einstæðir feður eru aðeins þeir sem eiga sama lögheimili og börn þeirra. Fjölmiðlar og almenningur mega ekki láta blekkjast af þessum tölufölsunum opinberra stofnana. Föðurréttur fráskilinna feðra er nær enginn og er umgegni þeirra við börnin háð heilsu og dyntum barnsmæðranna. Af þeim og öllum öðrum þjóðfélagshópum standa ein- stæðir fráskildir feður höllustum fæti í samfélaginu. Konur stjórna nær eingöngu um- ræðu og stefnumörkun stjórnvalda í jafnréttismálum. Það eru líka konur sem berjast eins og hýenur gegn auknu foreldrajafnrétti. Foreldramisrétti er kynbundið vandamál og löglegt kynbundið of- beldi gagnvart feðrum og börnum þeirra. Á meðan málum er þannig háttað hlýtur að skapast makleg og réttvís nauðsyn þess að allir feður sniðgangi konur í öllum prófkjörum og kosningum til sveitarstjórna og Alþingis. Foreldramisrétti kemur öllum feðrum við, og á meðan konur inn- an stjórnkerfisins berjast á móti foreldrajafnrétti er nauðsynlegt að kjósa þær ekki til valda. Fráskildir feður krefjast skrif- ræðislegs réttlætis. Skrifræðislegt jafnrétti Eftir Gunnar Kristin Þórðarson » Á meðan femínískar hreyfingar og konur innan stjórnkerfisins berjast á móti foreldra- jafnrétti, hljóta feður að sniðganga konur í kosn- ingum. Gunnar Kristinn Þórðarson Höfundur er guðfræðimenntaður. Þau tæpu tvö ár sem liðin eru frá því að ég tók sæti í stjórn VR hafa verið athygli- verð. Ekki síst vegna þeirrar hörðu mót- spyrnu sem við höfum mætt af þeim sem stýrt hafa félaginu á undanförnum árum af metnaði sem snýr fyrst og fremst inn á við en ekki gagnvart félagsmönnum. Meðferð þeirra á peningum okkar launafólks er ekki með þeim hætti sem við verðskuldum. Getur verið að helstu forvígismenn VR hafi óhreint mjöl í pokanum og berjist því af krafti gegn nauðsynlegum lýðræðisumbótum? Þann 9. apríl 2001 lagði Rannveig Sigurðardóttir, stjórnarmaður í VR, fram tillögu er hljóðaði upp á að for- maður og framkvæmdastjóri yrðu leystir undan starfsskyldum sínum og þeir færu í launalaust leyfi. Hafin yrði rannsókn á alvarlegum misbresti í meðferð fjármuna. Misbresti er snýr að kaupum á jörð á Snæfellsnesi, hús- næði á Smiðshöfða og lífeyrismálum þeirra. Tillagan var felld með miklum meirihluta, þrátt fyrir að stjórn- armenn beri ábyrgð á fjármunum fé- lagsins. Það sem gerist síðan, er að stofnuð var rannsóknarnefnd um hinn meinta misbrest. Formaður nefndarinnar var nýkjörinn varaformaður félagsins á þeim tíma, Stefanía Magnúsdóttir. Niðurstaðan varð sú að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar en reglur um meðferð fjármuna félagsins yrðu hertar. Nú vitum við að reglurnar voru ekki hertar þrátt fyrir yfirlýs- ingar um annað. Formaðurinn og framkvæmdastjórinn létu báðir af störfum á næstu misserum. Kristinn Örn formaður og ég höfð- um undirbúið vorið 2009 að hefja vinnu við skoðun fjármála félagsins, með það að leiðarljósi að birta op- inberlega hvernig farið hafði verið með peninga félagsins. Hafði ég þegar fengið til liðs við okkur löggiltan end- urskoðanda sem engum er háður nema réttri niðurstöðu. Þann 7. ágúst 2009 er ég boðaður á fund hjá formanni þar sem hann legg- ur fyrir mig hugmyndir um að við hættum skoðun okkar og fenginn verði endurskoðandi félagsins til að taka stikkprufur úr bókum félagsins. Hafði formaður þá átt fundi með Rannveigu Sigurð- ardóttur sem alfarið var á móti þessu. Kom hún fram sem talsmaður hóps sem kallar sig VR skugga. Í fundargerðum mið- stjórnar ASÍ frá vorinu 2009 má sjá að vinna hafði verið hafin á „vinnureglum um skyldur stjórn- armanna aðildarsamtaka og starfs- manna þeirra“. Þær reglur hafa nú verið samþykktar af stjórn VR. Eins hafa „vinnureglur stjórnarmanna um aðgang, umgengni og notkun bók- haldsupplýsinga“ verið samþykktar. T.d. er bannað að tjá sig um meirihátt- ar brot nema í ársskýrslu og á aðal- fundi. Minniháttar eyðsluatvik sem er tengt við 0,03%, ca. 300.000 kr. af veltu eða minna þarf ekki að ræða og er bannað að ræða málið frekar. Allar þessar reglur eru nýtil- komnar þrátt fyrir að í ljós hafi komið að formaður rannsóknarnefndar um misbrest á fjármunum hafi fullyrt að reglur um meðferð fjármuna hafi ver- ið stórhertar árið 2001 og þrátt fyrir það voru fyrst settar reglur árin 2009 og 2010 og hún sjálf með eftirlitslaust kreditkort á kostnað félagsins allan tímann. Er nema von að við segjum „stopp, hingað og ekki lengra“ eins og ASÍ sagði á ársfundi sínum á dögunum, þegar ég les bréf frá Rannveigu Sig- urðardóttur sem er eiginkona for- manns Atlanefndar Alþingis þar sem hún fer fram á að Ragnar Þór Ingólfs- son og ég látum af einkaáhugamálum okkar á lífeyrissjóðsmálum og fornleifauppgreftri eins og hún orðar það? Fjármálamis- brestur VR? Eftir Bjarka Steingrímsson Bjarki Steingrímsson » Getur verið að helstu forvígismenn VR hafi óhreint mjöl í pokanum?... Höfundur er verslunarmaður og stjórnarmaður í VR. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.