Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Vísbendingar eru um að heimabrugg hafi færst í aukana að undanförnu, þótt enn sem komið er liggi engar tölur fyrir því til staðfestingar. Þetta segir Sigurbjörn Víðir Egg- ertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, spurður um tilfinningu lögreglu fyrir bruggstarf- semi. Eins og komið hefur fram var maður á fertugsaldri handtekinn í vesturbæ Kópavogs í gærmorgun vegna umfangsmikillar landafram- leiðslu, en á heimili hans fundust 850 lítrar af gambra og 400 lítrar af landa. Hann játaði fyrir lögreglu að hafa verið að framleiða og selja framleiðslu sína í nokkra mánuði. Aðspurður hvort bruggarinn sé góðkunningi lögreglu svarar Sigur- björn Víðir því til að viðkomandi hafi aldrei áður komist í kast við lögin vegna hegningarlagabrots. Margfalt ódýrari en vodka Hvað snerti verðmæti framleiðsl- unnar segir Sigurbjörn Víðir erfitt að áætla það eða hversu mikið mað- urinn hefði getað bruggað á mánuði. Hjá Aðalsteini Aðalsteinssyni, rann- sóknarlögreglumanni á höfuðborg- arsvæðinu, fengust þær upplýsingar að landi seldist á 2.000-2.500 kr. Má til samanburðar nefna að lítri af Absolut vodka með 40% styrkleika kostar 6.998 kr. í verslunum ÁTVR. Samkvæmt því hefði verðmæti landans, alls 400 lítrar, numið allt að milljón króna á götunni. Má því ætla að veltan af brugguninni hefði numið tugum milljóna á ári. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum og er málið talið upplýst. Vísbendingar um aukið heimabrugg  Stórtækur bruggari hafði aldrei komist í kast við lög  Brugg fyrir allt að milljón kr. á heimili hans Morgunblaðið/Kristinn Sviðsett mynd Ekki er vitað hvort maðurinn hafi selt unglingum. Með þeim stærstu » Lögreglan segir verksmiðj- una sem lokað var í Kópavogi hafa verið eina þá stærstu sem um getur hér á landi. » Verksmiðjan var búin full- komnum tækjum en ekki er vit- að til þess að bruggarinn hafi búið yfir sérþekkingu sem gagnaðist við framleiðsluna. Hæstiréttur hefur staðfest gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Þorvarði Davíð Ólafssyni sem játað hefur stórfellda líkamsárás á föður sinn, Ólaf Þórð- arson, 14. nóvember sl. Þorvarður verður því í gæsluvarðhaldi til 27. desember nk. Við skýrslutöku hjá lögreglu hefur Þorvarður viðurkennt að hafa farið að heimili föður síns og borið þá til hans mjög þungan hug. Hafi þeir átt nokkur orðaskipti en í kjölfarið hafi Þorvarður misst stjórn á sér með þeim afleiðingum að hann hafi sparkað í kvið föður síns og þá barið hann í höfuðið með hnúajárni sem hann hafi borið á sér. Eftir það hafi hann sparkað í höfuð hans og hoppað ítrekað á því. Annað talið óforsvaranlegt Að mati lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðisins er brotið talið þess eðlis að nauðsynlegt sé að halda Þorvarði í gæsluvarðhaldi þrátt fyrir játningu, enda óforsvaranlegt að hann gangi laus þegar sterkur grunur leiki á að hann hafi framið svo alvarlegt brot sem honum sé gefið að sök. Brotið varðar 16 ára eða ævilöngu fangelsi. Morgunblaðið/Sverrir Hæstiréttur Ólafur Þórðarson er úr lífshættu en líðan hans er óbreytt. Árásin var hrottaleg  Þorvarður Davíð í haldi til 27. des. Skemmtanahald er að venju tak- markað um jólin, eins og lögreglan minnti á með til- kynningu sem hún sendi frá sér í gær. Þar kemur fram að allt skemmtanahald á aðfangadag er bannað frá kl. 18.00. Á jóladag er allt skemmtanahald bannað til klukkan sex að morgni 26. desember en þá er skemmtanahald leyft samkvæmt skilyrðum leyfis að- faranótt 27. desember en þó ekki lengur en til þrjú, samkvæmt máls- meðferðarreglum borgarráðs. Jafnframt er minnt á að áfeng- isveitingar eru háðar tímatakmörk- unum sem koma fram í vínveit- ingaleyfum viðkomandi vínveitingastaðar. Skemmtana- hald taki til- lit til jólanna • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu hitaveitu í heimi www.or.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 52 52 8 12 /1 0 Opið hús hjá Orkuveitu Reykjavíkur laugardaginn 4. desember Komdu í heimsókn. Í tilefni 80 ára afmælis hitaveitunnar bjóðum við hjá Orkuveitunni alla velkomna til okkar á Bæjarhálsinn milli klukkan 13:00 og 16:00. Skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna: • Klukkan 13:15 verður tekin í notkun ný hitaveita frá Hellisheiðarvirkjun, sem hingað til hefur aðeins framleitt rafmagn. • Fræðsla um heita vatnið á staðnum. • Skráðu þig í Orkuna mína og þú gætir dottið í lukkupottinn. • Teiknisamkeppni fyrir börnin sem fá glaðning fyrir þátttökuna. Fimm myndir úr teiknisamkeppni barnanna fá sérstök verðlaun. • Jólasmákökur með kaffinu fyrir gesti og gangandi. • Skipulagðar ferðir verða um húsið þar sem innviðir fyrirtækisins verða skoðaðir. Hellisheiðarvirkjun verður opin á sama tíma og þar verður hægt að fræðast um allt varðandi virkjunina. Einnig eru allir velkomnir í dælustöðina í Öskjuhlíðinni (fyrir ofan bensínstöð Skeljungs á Bústaðarvegi) og í ventilhúsið í Öskjuhlíðinni (fyrsta beygja til hægri áður en þú kemur á bílastæðin við Perluna). Nánari upplýsingar um opið hús er að finna á www.or.is. Hlökkum til að sjá þig, starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.