Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 02.12.2010, Síða 23
skugga á okkar samskipti og vinskap þau mörgu ár, hvorki í starfi eða leik. Ég vil þakka honum og hans fjöl- skyldu kynni öll og ánægjustundir. Kennarinn ljúfi, stjórnandinn far- sæli, smiðurinn hagi, veiðimaðurinn ástríðufulli, fjölskyldufaðirinn trausti og vinurinn góði, voru hver öðrum sterkari þættir í hans heilu og ógleymanlegu persónu. Eftirminnileg og einkennandi fyrir Ragnar verður mér afstaða hans til lífsins og tilverunnar alla tíð, en eink- um eftir að ljóst varð að hverju stefndi varðandi heilsuna. Þar mælti þroskaður heimsmaður. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hann að félaga. Samúðarkveðjur til fjölskyldu hans og vina. Marinó Þ. Guðmundsson. Ragnar Guðmundsson, samstarfs- maður okkar og vinur, hefur kvatt og horfið yfir móðuna miklu. Þegar hann hóf störf við Árbæjarskóla haustið 1969 var stærstur hluti kenn- aranna ungt og reynslulítið fólk og í okkar augum var Ragnar reyndur og ráðsettur maður. Hann féll þó strax vel inn í hópinn en viðurkenndi seinna að í fyrstu hefði hann átt í vandræðum með að henda reiður á öllum stuttpilsunum á kennarastof- unni enda vanur síðklæddara kven- fólki á fyrri vinnustað. Haustið 1970 varð Ragnar yfir- kennari skólans. Að mörgu var að hyggja, skólinn í byggingu og nem- endum fjölgaði sífellt. Ragnar var af- ar viðmótsþýður maður og gott að leita til hans. Allt yfirlæti var honum fjarri, hann var fyrst og fremst sam- starfsmaður og félagi. Ragnar hafði þann ágæta eiginleika að taka hvorki sjálfan sig né aðra of hátíðlega. Hann var gamansamur og hafði næmt auga fyrir spaugilegum hliðum tilverunn- ar og kunni vel að meta þá eiginleika hjá öðrum. Hlátur hans var gjarnan svo innilegur að hann hristist allur í sæti sínu. Vafalaust hefur hann orðið fyrir mörgum vinnutöfum vegna þess hve kennurum varð tíðförult inn á skrifstofuna til hans. Oft var erindið ekki annað en eiga við hann orða- skipti á léttum nótum. Allmikið félagslíf var í skólanum á þessum árum. Þau hjón, Ragnar og Didda, voru sjálfsagðir og nauðsyn- legir þátttakendur í árshátíðum, leik- húsferðum og öðrum samkomum á vegum starfsmanna. Vor- og haust- ferðir voru nánast árlegir viðburðir og eitt vorið leiddi Ragnar okkur um sitt sögufræga heimahérað, Dalina. Ekki var minnst gaman á ferðum þegar hann hélt upp á stórafmæli sitt í veiðihúsi norður í Húnavatnssýslu. Því fór fjarri að Ragnar sæti auð- um höndum þegar hann hætti kennslu. Hann var góður smiður og naut þess að fást við slíka vinnu. Mörg heimili og sumarbústaðir kennaranna og eflaust margra ann- arra geyma handaverk Ragnars og starfsfélaga hans úr Árbæjarskóla. Aldurinn færðist yfir Ragnar en lengi hélt hann góðri heilsu. Fyrir nokkrum mánuðum greindist hann með þann sjúkdóm sem nú hefur lagt hann að velli. Við kveðjum Ragnar með söknuði og þökk fyrir góð kynni. Í hugum okkar lifir minningin um hlýtt viðmót hans, holl ráð, trausta vináttu og glaðværar samverustund- ir. Við sendum Diddu og fjölskyldu þeirra Ragnars innilegar samúðar- kveðjur og óskum þeim alls góðs á komandi tímum. Anna, Auður, Ásta, Bára, Guðrún, Halldóra, Kristín, Pálína og Ruth. Þegar æskuvinir eldast breytist sýn hvers og eins á fjölskyldu hver annars. Foreldrar sem stundum virkuðu e.t.v. strangir eða fjarlægir verða vinir og kunningjar þegar ung- lingsárin eru að baki og þroski mann- dómsáranna tekur yfir. Með Ragnar var þetta á annan hátt, hann var vin- ur allra og þar með okkar félaganna frá fyrstu kynnum. Þau kynni hófust við skólagöngu okkar félaganna í Ár- bæjarskóla. Þar var Ragnar yfir- kennari sem með sínu rólega og vina- lega yfirbragði ávann sér traust og vináttu allra sem til hans þekktu. Eftir því sem árin liðu kynntumst við Ragnari betur í gegnum Loga og Val, vináttan dýpkaði og breikkaði. Hann kom á margan hátt við líf okkar allra í gegnum árin. Hann tók til við smíðar eftir að hann hætti kennslu, var eftirsóttur verkmaður. Það var nærtækt að fá hann til að smíða fyrir okkur þegar við stóðum í húsbygg- ingum. Við fengum listasmið og í kaupbæti skemmtilegar stundir við spjall og pælingar um hin ólíklegustu málefni. Þá var oftar en ekki staldrað við á þann hátt að Ragnar sagði stundarhátt með kankvíslegu brosi: „Jæja það er kominn tími á eina sígó“ og síðan kom oftast góð saga í kjöl- farið. Hann lét sig margt varða, var með- al annars veiði-, græju- og bíladellu- kall fram í fingurgóma. Þegar við fé- lagarnir fórum saman í rjúpnaveiði var hann fyrstur til að hringja og fá fréttir, þá yfirleitt til að gera góðlát- legt grín að okkur, því yfirleitt var veiðin nokkuð rýr. Þegar við lítum til baka yfir kynni okkar af Ragnari stendur eftir fyrirmynd sem er okk- ur öllum til eftirbreytni. Hans per- sónuleiki, lífsgleði, óþrjótandi áhugi á lífinu og öllum þeim gæðum sem við getum notið í lífinu þótt aldurinn fær- ist yfir. Ragnar sýndi okkur að kyn- slóðabil væri ekki til. Það mætti hafa áhuga á öllum hvort sem það væri fjórhjól, pólitík, menn og málefni, smíðagræjum, bílum, að vera kominn yfir áttrætt er engin fyrirstaða. Um leið og við sendum samúðar- kveðjur til okkar kæru vina, fjöl- skyldu Ragnars, þökkum við vinátt- una í gegnum áratugina. Þau kynni hafa mótað okkur á jákvæðan hátt og skilja eftir minningu um frábæran persónuleika. Vertu sæll, Ragnar, og takk fyrir samferðina. Ellert Berg, Haukur og Oddgeir. Þegar vinur hverfur á braut verð- ur eftir skarð. Þegar góður vinur til langs tíma hverfur á braut verður eftir stórt skarð. Ragnar Guðmundsson var góður vinur í fjörutíu ár. Hann var vinnu- félagi og líka veiðifélagi og það var alltaf kaffi á könnunni hvort sem var heima hjá honum og Diddu eða í bíl- skúrnum í Hraunbæ 131. Þar sagði hann okkur frá sjúk- dómsgreiningunni og að hann vildi taka því sem að bæri og vonaðist til að verða ekki lengi upp á aðra kom- inn. Diddu, Loga, Val og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Við erum þakklátir fyrir að hafa átt Ragnar að nánum félaga allan þennan tíma. Smíðarnar og veiðiferð- irnar voru stór partur af lífi okkar allra og við sjáum fyrir okkur endur- fundi í öðrum bílskúr. Þar verður ný- lagað kaffi á litla borðinu, hvítur molasykur í krukku og jafnvel pilsn- er í ísskápnum. Jóhann, Ketill og Björgvin. Kynni mín af Ragnari Guðmunds- syni hófust í æsku þegar leiðir mínar og Vals lágu saman. Ragnar var mik- ill úrvalsmaður og eftir því sem ára- tugirnir liðu þá varð manni ljóst að maður hafði í raun fengið tvo fyrir einn, ef svo má að orði komast. Ekki einasta traustan æskuvin heldur fylgdi pabbi með sem varð félagi þeg- ar maður var kominn til einhvers vits og þroska. Samband Ragnars við syni sína, Loga og Val, var náið og þeir voru miklir vinir. Eftirminnilegt er þegar þeir tvímenningar voru á sínum yngri árum að reyna að hafa föður sinn undir í svokölluðum ganni- slag á stofugólfinu í Hraunbænum. Hláturinn var þar alltaf sigurvegari. Þegar Valur fékk bílpróf var stund- um hægt að fara á jeppa á fótboltaæf- ingar í boði Ragnars, en jepparnir voru í gegnum tíðina, sannast sagna, misstórir. Og við ökumanninn að sak- ast þegar við sátum nánast fastir á jafnsléttu í smávægilegum snjó. Ástkær eiginmaður, traustur faðir, frábær afi og langafi hefur kvatt þennan heim. Farsælu lífi er lokið. Megi minningin um góðan og vand- aðan mann verða ættingjum og vin- um huggun á erfiðri stundu. Loftur Ólafsson. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 ✝ Guðjón Guð-mundsson fæddist að Bæ á Selströnd 18. mars 1916. Hann lést á Hrafnistu 21. nóv- ember 2010. For- eldrar hans voru Ragnheiður Halldórs- dóttir, f. 2. feb. 1876, d. 4. des. 1962, og Guðmundur Guð- mundsson, f. 27. júlí 1872, d. 5. ág. 1942. Systkini hans voru: Vigdís, f. 26. okt. 1895, d. 14. okt. 1977, Halldór, f. 1. okt. 1897, d. 13. feb. 1975, Guðmundur Ragnar, f. 11. jan. 1900 d. 7. maí 1973, Þuríður, f. 4. nóv. 1901, d. 9. apríl 1992, Björn, f. 25. sept. 1903, d. 27. jan 1980, Matthildur, f. 19. júlí 1905, d. 3. des. 1986, Gunnar, f. 12. júlí 1907, d. 21. júní 1976, Ágústa, f. 4. ágúst 1909, d. 12. jan. 1985, Karl, f. 2. sept. 1911, d. 5. nóv. 2001, Ingvi, f. 70 talsins þar af 14 barnabarna- barnabörn. Guðjón ólst upp í Bæ á Selströnd. Á unglingsárum varð hann fjár- gæslumaður í Grímsey. Árið 1936 fluttu hann og Vilhelmína að Kambi. Á þeim árum var byrjað að byggja síldarverksmiðjuna í Djúpa- vík og vann hann við það og seinna unnu þau bæði í síldinni, sem sagt tóku þátt í þessu mikla síldaræv- intýri. 1939 fluttu þau að Bæ og 1943 fluttu þau í nýja bæinn sinn í Bakkagerði. Guðjón stundaði bú- skap til ársins 1969 en búið var ekki stórt á nútíma mælikvarða. Hans megin ævistarf var sjó- mennskan og í hafið sótti hann sín- ar mestu tekjur. Á seinni árum starfsævinnar vann hann yfir há- veturinn hjá Garðari Gíslasyni hf. við frágang og vinnslu á ull og gærum en vor, sumar og haust dvöldu þau hjón í Bakkagerði ásamt syninum Sævari en eftir að hann dó, með syninum Heiðari svo lengi sem heilsa og kraftar leyfðu. Útför Guðjóns verður gerð frá Seljakirkju í dag, 2. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 9. nóv. 1913, d. 12. mars 1996, Hermann, f. 22. des. 1914, d. 5. júní 1980, og Jóhann, f. 13. júní 1921, d. 15. júlí 1989. Guðjón giftist 14. maí 1954 Vilhelmínu Pálínu Sæmunds- dóttur frá Kambi í Árneshreppi, f. 18. júní 1913, d. 30. maí 2003. Foreldrar hennar voru Kristín Jónsdóttir, f. 29. júlí 1892, d. 26. jan. 1978, og Sigurgrímur Sæmundur Ingi- mundur Guðbrandsson, f. 17. okt. 1889, d. 30. júlí 1938. Börn Guðjóns og Vilhelmínu: Sæunn Sigríður, f. 3. júlí 1936, Sævar, f. 1. des. 1937, d. 27. jan. 1992. Birgir, f. 27. júlí 1940, Guðmundur Heiðar, f. 29. maí 1945, d. 26. des. 2009. Björn Guðni, f. 20. okt. 1950. Afkom- endur þeirra hjóna munu vera um Margs er að minnast, margt að segja, en stiklað á stóru, í stuttri grein. Við kveðjum í dag ástkæran föð- ur sem með einstakri velvild, visku og alúð reyndist okkur systkinun- um alla tíð stoð og styrkur. Hann faðir okkar var ákveðinn húsbóndi þegar vinna var annars vegar, enda vinnusamur með ein- dæmum, en alltaf sanngjarn og svo einstaklega hjarthlýr og um- hyggjusamur. Í sárri fátækt byggði hann bæinn okkar í Bakka- gerði þar sem við ólumst öll upp til fullorðinsára. Hann var ekki stór en hlýr og bjartur. Bæinn byggði hann að mestu leyti sjálfur, þó með eilítilli aðstoð við erfiðustu verkin. Vann hann að því jafnt virka sem helga daga, og má segja að hann hafi verið sívinn- andi allt sitt líf meðan kraftar og heilsa leyfðu. Seinna byggði hann, ásamt bræðrasonunum Tómasi og Bjarna, bryggjuna í Selsvör sem hefur verið hreint og klárt afrek þeirra því þá var ekkert vélarafl, bara handaflið. Sem unglingur varð hann fjár- gæslumaður í Grímsey ásamt full- orðnum manni. Stundum var vistin þar erfið og jafnvel lífshættuleg. Oft sagði hann frá því þegar hann hrapaði í Lambahillu en náði með ótrúlegri heppni að stöðva sig á bjargbrúninni. Ekki var heldur alltaf logn þegar farið var yfir sundið milli lands og eyjar. Við höfum líka oft heyrt söguna af því þegar brotsjór hálffyllti litla ára- bátinn sem hann og Jón heitinn Jensson voru að róa út í eyju. Foreldrar okkar kynntust þegar móðir okkar kom að Bæ til föð- ursystur sinnar Margrétar Guð- brandsdóttur og Guðmundar Ragnars. Fljótlega fluttu þau norður að Kambi á þeim tíma þeg- ar síldarævintýrið í Djúpavík var að byrja. Faðir okkar vann við byggingu verksmiðjunnar og þar unnu þau bæði eftir að síldarsöltun og vinnsla hófst. 1939 fluttu þau aftur að Bæ og fjórum árum seinna í Bakkagerði. Búið var lítið í fyrstu en faðir okk- ar stundaði sjóróðra af miklu kappi. Guðmundur afi hafði smíðað fyr- ir hann litla Sæfinn sem reyndist hin mesta happafleyta og fleytti þeim í raun úr sárri fátækt til bjargálna. Á þessum árum reru mest með honum Skarphéðinn, systursonur hans, og Bjarni Elíasson frá Mýr- um. Seinna eignaðist faðir okkar stærri bát sem hét Guðmundur. Þá voru þeir orðnir stálpaðir Sævar og Birgir og reru með honum. Þess má geta að faðir okkar var einn af þeim fyrstu til að veiða grásleppu í atvinnuskyni. Flestu af því sem hér kemur fram, lýsir hann svo vel í æviminningum sín- um sem hann handskrifaði 90 ára gamall. Meira kemst ekki að en okkur systkinunum er efst í huga þakk- læti fyrir allt það sem faðir okkar gerði og kenndi okkur á langri lífs- leið. Síðast en ekki síst viljum við koma á framfæri innilegu þakklæti til starfsfólks Hrafnistu sem ann- aðist hann af alúð og umhyggju. Líf þitt nú á enda er elli brostinn klafi, til átthaga þinn andi fer ekki nokkur vafi, fögur sveit mun fagna þér fyrir opnu hafi. Alltaf fast þú sóttir sjó svo þig flestir muna, vinnan hörð þér velferð bjó við það máttu una, hjartagæskan helst mun þó heiðra minninguna. (Björn Guðni Guðjónsson.) Hvíl þú í friði og Guð geymi þig um alla eilífð. Fyrir hönd systkinanna frá Bakkagerði og fjölskyldna þeirra, Björn Guðjónsson. Elsku afi minn. Minningar streyma fram í hugskotið er ég skrifa þessi orð. Ég minnist þess fyrst að kirkjubækurnar segja þú sért fæddur 1917. Þú hafðir hins vegar hitt ljósmóðurina sem tók á móti þér, og hún var viss um að það hafi verið 1916. Presturinn hafði skrifað vitlaust. Það var þér líkt að treysta heldur lífinu sjálfu en kenningunni, ljósmóður fremur en presti. Þið Vilhelmína amma sýnduð mér inn í annan heim er ég fékk að dvelja hjá ykkur í Bakkagerði. Það var heimur hinnar íslensku al- þýðumenningar, en það var líka innsýn inn í líf allra forfeðra í þessu landi. Þið voruð landnáms- fólk og jafnframt síðasta fólkið af þeirri gerð. Þú byggðir bæinn sjálfur, þú rerir á skektunni þegar gaf og dróst fisk á hneifa og varst brautryðjandi í grásleppuveiðum. Ég minnist þess hvað var á borð- um hjá ykkur: Reyktur rauðmagi, sigin grásleppa, siginn fiskur og selspik, saltfiskur, heimabakað rúgbrauð og lambakjöt á sunnu- dögum. „Hér borðum við bara það sem drottinn gefur, Bergsveinn minn“, hafðir þú sagt við mig, og hafðir áhyggjur af því að dreng- urinn gæti ekki borðað matinn ykkar. Ekkert var keypt í búð nema sykur og hveiti, það óþarfa jukk. Það er alltaf hátíð ef ég kemst í mat eins og var á borðum ykkar. Líf sjávarbóndans var marg- brotið og ríkt. Ég sit með þér við skúrina í sólbjartri norðaustanátt að skera af netum. Ég hafði lesið við þig viðtal í minningarbók og skildi að sögurnar sem þú sagðir undir skúrinni voru allt aðrar en þær sem voru settar á pappír. Ég gerði mér far um að hlusta á þess- ar sögur. Sagnalistin var svo sam- ofin eðli þínu að þú tókst ekki eftir henni sjálfur. Eitt sinn bað ég þig um að segja mér sögu, en þú varðst bara vandræðalegur og sagðist ekki kunna á slíkt. Elsku afi minn. Ég tók mig sam- an og gaf út litla bók sem gerist í sveitinni þar sem svo margt er haft eftir þér. Viðbrögðin hafa ver- ið góð, og mér skilst bókin seljist á við glæpasögur. Hitt vita fáir að bókin hefði aldrei orðið til án þín. Fólk ætti að þakka þér. Kæri afi. Nú þegar þú ert horf- inn yfir móðuna miklu veit ég að margir deila þeirri tilfinningu með mér að nú sé síðasti móhíkaninn fallinn. Þar féll ekki aðeins sá síð- asti af hinni upprunalegu Bæjar- fjölskyldu, þar er líka fallin sú manngerð sem á fáa sína líka með- al núlifenda. Við sem lifum ættum að halda á lofti þeim gildum heið- arleika og hreinskilni, þeirri ríku verkmenningu, þeirri gegnheilu hugsun og þeim sagnaranda sem einkenndu líf þitt og persónuleika út í gegn. Farðu heill, afi minn, á vit hins nýja lífs, hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst mér. Bergsveinn Birgisson. Nú er látinn vinur minn og læri- faðir Guðjón Guðmundsson frá Bakkagerði á Selströnd, síðastur þeirra Bæjarsystkina af börnum Guðmundar og Ragnheiðar frá Bæ sem kveðja þessa jarðvist. Guðjón reisti býli í landi Bæjar sem hann nefndi Bakkagerði. Þetta voru ná- grannar mínir og var mjög kært á milli heimilanna á Bæ, Mýrum og Bakkagerði. Það má segja að það hafi verið forréttindi fyrir mig að alast upp og starfa í nálægð þessa fólks, í smalamennsku, sjóferðum, fara á trillubátum út í Grímsey með sauðfé, sækja hey og tína kríuegg. Í minningunni var alltaf glatt á hjalla hjá þessum fjölskyld- um. Sjóferðirnar urðu nokkuð margar sem ég fór með Guðjóni mínum á trillubátnum Guðmundi, fyrst á handfæri og svo var róið með lóðir á haustin fram undir jól. Af Guðjóni lærði ég margt, hann sagði mér vel til verka og margar sögur sagði hann mér með sínum hrífandi töktum. Guðjón var mjög laghentur maður, heitfengur mjög og var aldrei kalt á höndum þó að frost væri. Slík var lífsorka hans og hreysti að af bar. Hann blóðg- aði fiskinn af gogg með hnífinn í vinstri hendi, oftast berhentur og með bros á vör. Tóbakspontan og vasaklúturinn í seilingarfjarlægð á vélarhúskappanum. Sporin hverfa, en minningin lifir um góðan og skemmtilegan mann. Blessuð sé minning hans. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Börnum og ættingjum votta ég innilega samúð. Bjarni Elíasson. Guðjón Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.