Morgunblaðið - 02.12.2010, Side 8

Morgunblaðið - 02.12.2010, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Virtasti stjórnmálamaður sósíal-ista á Spáni, Felipe Gonzalez, fyrrum forsætisráðherra, er svart- sýnn á ástand evrunnar.    Hann sagði í gærað myntin myndi hrekjast úr einni ógnarstöðunni í aðra, uns hún spryngi í loft upp nema Seðlabankinn sem ber ábyrgð á henni gripi kröftuglega inn í og það án tafar.    Vill hann að bankinn kaupi uppskuldabréf á veikluðustu evru- ríkin í stórum stíl.    Vandinn hefur verið sá að bank-inn hefur þegar keypt upp svo mikið af vondum skuldabréfum að hann er í flimtingum ekki kallaður ECB heldur EBB. (European Bad Bank).    Þar að auki er fyrirstaða innanbankaráðsins og standa einkum Þjóðverjar á bremsunni.    Þeir segja að slík kaup sendi útvond skilaboð (moral hazard).    Og hafa að auki efasemdir um aðsvo víðtæk inngrip standist Lissabon-sáttmálann.    Gonzalez varð þó að nokkru aðósk sinni því Jean-Claude Trichet bankastjóri ECB gaf til kynna í gær að bankinn færi í aukin uppkaup og varð hlutabréfamark- aður strax kátari.    En eftir situr spurningin hvort íþví felist nokkuð annað en gamla aðferðin við að verma upp skóinn skjálfandi manns. Felipe Gonzalez Skammgóður vermir? STAKSTEINAR Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 22 dagar til jóla Jólakortasala Lionsklúbbsins Kald- ár í Hafnarfirði er hafin. Ingibjörg Eldon Logadóttir listakona hannaði kortið í ár. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. Kortin verða seld 7 í pakka, ým- ist með eða án texta og kostar 1.000 krónur pakkinn. Kortin verða seld í Verslunarm. Firði í Hafnarfirði um næstu helgi. Jólakort Kaldár Sveitamarkaður Hlöðunnar í Vog- um á Vatnsleysu- strönd verður laugardaginn 4. desember frá kl. 12-17. Á boð- stólum er ým- islegt matarkyns og einnig fatn- aður og margskonar handverk. Markaðurinn er haldinn í hlöðu við bæinn Minni-Voga, Egilsgötu 8. Sveitamarkaður Hlöðunnar í Vogum Sölu- og markaðsstemming verður í Tryggvagarði í Árborg fram að jól- um. Verður hægt að skoða og kaupa íslenskt handverk sem og að fá sér heitt kakó og með því. Garð- urinn verður opinn fram að jólum alla fimmtudaga frá 18-21 og um helgar frá 13-18. Næg bílastæði eru í kringum garðinn. Markaðsstemning í Árborg til jóla Veður víða um heim 1.12., kl. 18.00 Reykjavík 4 skýjað Bolungarvík 3 léttskýjað Akureyri 5 skýjað Egilsstaðir -3 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 5 léttskýjað Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 2 léttskýjað Ósló -16 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 léttskýjað Stokkhólmur -10 þoka Helsinki -7 skýjað Lúxemborg -7 skýjað Brussel -6 snjókoma Dublin 1 skýjað Glasgow -2 léttskýjað London 0 alskýjað París -2 snjókoma Amsterdam -5 léttskýjað Hamborg -7 heiðskírt Berlín -8 skýjað Vín -3 snjókoma Moskva -20 léttskýjað Algarve 13 léttskýjað Madríd 5 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 20 skýjað Winnipeg -16 léttskýjað Montreal 10 skúrir New York 15 alskýjað Chicago -5 snjókoma Orlando 16 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:49 15:47 ÍSAFJÖRÐUR 11:25 15:20 SIGLUFJÖRÐUR 11:09 15:02 DJÚPIVOGUR 10:26 15:09

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.