Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Eggert Bið Sumir bíða daglega eftir því að klukkan hringi og þeir sömu bíða væntanlega eftir því að kirkjuklukkur hringi inn jólin en á Hlemmi bíður fólk yfirleitt bara eftir næsta strætó. Þegar Evrópusinnar kalla eftir málefnalegri umræðu um aðild- arumsókn Íslands að ESB, hefði mátt ætla að um leið fylgdi gott fordæmi úr þeirri átt. Þess í stað virðast sömu aðilar temja sér að halda aðeins því til haga í málflutningi sín- um, sem best hentar þeirra skoðunum, jafnvel með nokk- uð ýktum áherslum. Samanber grein í Fréttablaðinu þ. 27. okt. sl. þar sem fyrsti stýrimaður núverandi aðlög- unarferlis, sjálfur utanrík- isráðherra, reynir að telja lesendum trú um að við getum átt von á tvö- földun erlendra fjárfestinga hér á landi í kjölfar innlimunar í ESB. Þessu til stuðnings nefnir hann og tí- undar reynslu þessara ríkja: Möltu, Kýpur, Slóveníu, Slóvakíu og Eist- land. Nú vill svo til að þrjú þessara ríkja voru aðeins rúmum áratug áð- ur að losna undan annarri miðstjórn- arkrumlu, nefnilega kommúnism- anum, þar sem þeim var haldið í algerri einangrun gagnvart um- heiminum og þar með mögu- leikanum á fjárfestingum erlendis frá. Þá er þess að geta að ekkert þessara ríkja var aðili að EFTA, síð- ar EES, eins og utanríkisráðherra er líkast til kunnugt um að við höfum verið um nokkurt skeið. Og eins tíð- rætt og ESB-sinnum hefur verið um að með þessari aðild okkar að EFTA/EES höfum við þegar að miklu leyti aðlagað okkur að reglu- verki ESB, þá mætti einnig ætla að áhrif þessara evrópsku fjárfestinga hafi gætt nú þegar hjá okkur, af sömu ástæðu. Er t.d. skemmst að minnast gríðarlegra fjárfestinga undanfarinn áratug í tengslum við virkjana- og álversframkvæmdir. Hversu margir, fyrir utan hörðustu ESB-sinna, sjá nú fyrir sér tvöföld- un í þessum fjárfestingum frá því sem verið hefur? Og í hverju verður þá fjárfest nema þá e.t.v. fiskinum okkar eða þeim fossum sem enn er eftir að virkja? Og hversu kræsilegt þykir okkur að sjá eftir þessum auð- lindum okkar undir erlend yfirráð? Hefði svo ekki verið nær að bera möguleika okkar í þessum efnum saman við þau ríki, sem eins og við, voru áður í EFTA/EES en hafa síðan innlimast í ESB? Eða er niðurstaða slíks samanburðar síður hagfelld okkur? Mér segir svo hugur að hugtökin „tvöföldun“ og „helmingsaukning“ eigi þá síður við. Þá er athyglisvert að ráðherrann gefur í skyn að aðild okkar að hinu miðstýrða og yfirþjóð- lega ríkjabandalagi muni minnka at- vinnuleysi hjá okkur, á sama tíma og almennt atvinnuleysi í þessu sama ríkjabandalagi í heild er slíkt að jafnvel í okkar kreppuástandi kom- umst við hvergi með tærnar þar sem það hefur hælana. Mér þykir því sem ráðherrann taki stórt upp í sig í þessari grein sinni, en það er sosum ekkert nýtt. Enn annað dæmi um málefnalega orðræðu er það hversu túlkanir stækkunarskrifstofu ESB annars vegar og ráðuneytis Össurar hins vegar, á viðræðuramma ESB varð- andi innlimun okkar þangað, virðast tilheyra sínum veruleikanum hvor. Um leið og ráðuneytið fullyrti að Ís- land væri ekki bundið af honum var haft eftir Brussel að Íslendingar yrðu að hlíta viðræðuramma ESB og „Sérhvert land verður aðili þegar það er 100% tilbúið“! Ég vil enda hér á að taka undir með þeim sem kalla eftir málefnalegri umræðu um evr- ópumálin en verið hefur. Blaðagrein- ar eins og t.d. sú sem ég vitna hér til sýna að ekki veitir af. Eftir Þorkel Á. Jóhannsson »Hefði ekki verið nær að bera möguleika okkar í þessum efnum saman við þau ríki, sem eins og við, voru áður í EFTA/EES en hafa síð- an innlimast í ESB? Þorkell Á. Jóhannsson Höfundur er flugstjóri og situr í stjórn Heimssýnar, hreyfingar sjálfs- stæðissinna í Evrópumálum. Ráðherra með evru- merki í glyrnum Það er þyngra en tárum taki að fylgjast með heilbrigð- isráðherra leggja til stórfelldan niðurskurð á fjárveitingum til heil- brigðismála á lands- byggðinni. Áætlað er að um 84% af nið- urskurðinum fari fram úti á landi. Þeir sem komu að því að leggja fram tillögurnar höfðu ekki fyrir því að setja sig í samband við heima- menn eða stjórnendur þeirra heil- brigðisstofnana sem sparnaðinum er ætlað að ná til. Svona vinnubrögð eru ámælisverð svo ekki sé meira sagt. Glórulaus niðurskurður Allt frá fæðingu hef ég sótt lækn- isþjónustu á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga líkt og aðrir Þingeyingar sem er annt um sína mikilvægu stofnun. Samkvæmt tillögum heil- brigðisráðherra stendur nú til að rústa starfsemi stofnunarinnar þar sem boðaður hefur verið 40% niður- skurður á framlögum til HÞ. Niður- skurðurinn nemur um 375 milljónum til viðbótar þeim skerðingum sem komið hafa til á síðustu árum. Reyndar tel ég að ráðuneytið hafi ekki reiknað sparnaðinn til enda og því sé hann aðeins brot af þessari tölu. Gangi tillögurnar eftir mun 60 til 70 starfsmönnum verða sagt upp störfum sem jafngildir um 43 stöðu- gildum. Þegar þetta er skrifað er málið til meðferðar á Alþingi en kröftug mót- mæli víða um land hafa kallað eftir endurskoðun á þessum glórulausa niðurskurði. Þrátt fyrir að væntan- lega verði dregið úr þeim mikla nið- urskurði sem boðaður hefur verið er samt mikið áhyggjuefni þegar ráðist er að þeirri grunnheilbrigðisþjón- ustu sem vera þarf í hverju sveitar- félagi og veitir íbúum svæðanna ákveðið öryggi. Það er ekki svo að heilbrigðisstofnanir hafi ekki tekið á sig verulegar skerðingar og orðið að hagræða í rekstri til að halda úti lög- bundinni heilbrigðisþjónustu. Á Húsavík hefur verið dregið úr þjón- ustu með lokun deilda, s.s. fæðing- ardeildar sem þýðir að flestir Þingeyingar fæðast í Eyjafirði. Heimamenn eru alls ekki að krefjast þess að fullkomið hátækni- sjúkrahús verði starf- andi í héraðinu eða að þjónustan verði aukin miðað við núverandi aðstæður í þjóðfélag- inu. Þingeyingar krefj- ast þess hins vegar að hafa aðgengi að heilbrigðisþjónustu í heimahéraði með sambærilegum hætti og verið hefur með tengingu við hátæknisjúkrahúsin á Akureyri og í Reykjavík. Heimamenn reiðir Ég skal fúslega viðurkenna að maður reiðist svona hugmyndum sem ógna öryggi fólks og rýra þar með búsetuskilyrði á viðkomandi stöðum þar sem mikilvæg þjónusta mun flytjast í burtu. Þingeyingar hafa sýnt reiði sína í verki með því að fjölmenna á mótmælafundi sem boðaðir hafa verið vegna málefna Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Vonandi gera allir sér grein fyrir því að staðan í þjóðarbúskapnum er ekki glæsileg og við þurfum að sýna aðhald í ríkisrekstrinum. En við eig- um að byrja á því að spara í öðru en grunnþjónustu í heilbrigðismálum. Þegar fjárlagafrumvarpið er skoðað er athyglisvert að sjá að á sama tíma og skorið er inn að beini í heilbrigð- isþjónustu stendur til að fjárfesta í sendiherrabústöðum erlendis og fjölga mánaðarlegum lista- mannalaunum svo dæmi séu tekin. Er það virkilega svo, að norræna velferðarstjórnin forgangsraði með þessum hætti? Verður læknisþjónusta lúxus? Sem formaður í stéttarfélagi lág- launafólks hef ég miklar áhyggjur af framvindu þessara sparnaðar- tillagna verði þær að veruleika og hef ég því óskað eftir aðkomu land- læknis að málinu. Með þessum sparnaðartillögum er verið að færa töluverðan kostnað frá ríkinu yfir á herðar fólks og mismuna fólki þann- ig eftir tekjum. Ég sé fyrir mér að fólk með lágar tekjur hafi ekki leng- ur efni á því að sækja sér læknis- þjónustu fjarri heimabyggð. Not- endur þjónustunnar sem áður gátu sótt hana í heimabyggð koma nú til með að þurfa að sækja hana um langan veg með tilheyrandi kostn- aði. Sjúklingar sem áður gátu legið á sjúkrahúsum í heimbyggð eftir erf- iðar aðgerðir verða nú að liggja á há- tæknisjúkrahúsum í stað þess að liggja á sínum heimasjúkrahúsum. Hvað sparast við það að láta menn liggja í dýrustu sjúkrarúmunum? Óþægindi og aukið vinnutap sjúk- linga og aðstandenda mun stórauk- ast við þessar breytingar. Ég spurð- ist fyrir um það hjá Sjúkra- tryggingum Íslands hvort til stæði að auka þátttöku í ferðakostnaði fólks sem eftir breytingarnar yrði gert að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg til Akureyrar eða Reykjavíkur. Fram kom að slíkar tillögur væru ómótaðar en engar ákvarðanir hefðu verið teknar varð- andi breytingu á reglum um fjölda ferða, né að auka niðurgreiðslu per ferð sem er mjög ámælisvert. Sjúkratryggingum Íslands verður ekki hrósað fyrir reglurnar eða að- gengi að þeim eins og þær eru í dag en almennt er greitt fyrir tvær ferð- ir nema um sé að ræða erfiðari veik- indi. Ef stjórnvöld ætla að halda sig við niðurskurðartillögurnar verða þau að stórauka niðurgreiðslur vegna ferðakostnaðar sjúklinga svo ekki fari illa, sérstaklega hjá þeim efnaminni, þar sem þeir ráða ein- faldlega ekki við þennan viðbótar- kostnað. Þá er sorglegt til þess að vita að líklega verður ársins 2010 minnst með þeim orðum að þá hafi heilbrigðisþjónusta á Íslandi verið skilgreind fyrir ákveðna landshluta og sem lúxus fyrir þá efnameiri. Eftir Aðalstein Á. Baldursson »Ef stjórnvöld ætla að halda sig við niður- skurðartillögurnar verða þau að stórauka niðurgreiðslur vegna ferðakostnaðar sjúk- linga svo ekki fari illa … Aðalsteinn Baldursson Höfundur er formaður Framsýnar- stéttarfélags. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.