Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 ✝ Þórður Eiríkssonfæddist í Reykja- vík 16. október 1940. Hann lést á Land- spítalanum 9. nóv- ember sl. Foreldrar hans voru Margrét Ólafs- dóttir Hjartar, hús- móðir, f. 2. júlí 1918 á Þingeyri, d. 19. desember 2008 í Garðabæ, og Eiríkur Pétur Ólafsson, stýrimaður, f. 19. desember 1916 í Reykjavík, d. 11. apríl 1975 í Reykjavík. Þórður eignaðist 7 börn, þau eru: 1) Jónína og 2) Gréta, dætur Erlu Soffíu Jósepsdóttur, fyrri eiginkonu Þórðar. 3) Úlfar Ægir, sonur Eyglóar Björnsdóttur. 4) Kristínu Önnu og 5) Júlíu Björk á Þórður með Björku Sigurbjörgu Júlíusdóttur, 6) Eyrún og 7) Ólöf Björg. Móðir þeirra er Lissy Halldórs- dóttir, seinni eig- inkona Þórðar. Síð- astliðin 16 ár hefur Þórður búið með Guðbjörgu Haralds- dóttur, en börn hennar eru Hart- mann Kristinn Guð- mundsson og Magn- ús og Elín Ólabörn. Barnabörn Þórðar og Guðbjargar eru 29 og barna- barnabörnin eru 11. Þórður var til sjós fyrri hluta starfsævi sinnar, eftir að hann kom í land starfaði hann sem at- vinnubílstjóri. Síðasti vinnustaður Þórðar var byggingarfélagið Eykt, en þar ók hann sendiferða- bifreið um fjögurra ára skeið. Útför Þórðar fór fram í kyrrþey frá Víðistaðakirkju 18. nóvember 2010. Elsku pabbi, þegar ég hugsa til baka um alla þá tíma sem við eydd- um saman þá kemur svo margt upp í huga mér og ef ég ætti að fara að skrifa það allt þá væri það efni í eina bók. En þær sem standa uppúr eru allar þær ferðir sem við áttum sam- an á mjólkurbílnum fyrir norðan þegar við keyrðum um sveitirnar til að sækja mjólkina, sá tími sem þú fórst með okkur á skíði og þegar ég var næstum búin að keyra þig niður þegar ég var að sýna þér hvað ég var klár. 17 ára flutti ég svo suður til þín, pabbi minn, því að ég gat ekki hugsað mér að vera án þín, svo mikil pabbastelpa var ég. Mér er minnisstætt þegar ég kom frekar seint heim einn morguninn og var ekki búin að láta vita af mér og mætti þér á Breiðholtsbrautinni þar sem þú komst akandi niður göt- una á strætóinum sem þú keyrðir þá og ég sá bara höndina á lofti þegar þú barðir í stýrið, vá hvað þú varst reiður. Nú þegar ég er sjálf komin með börn þá skil ég af hverju. Veikindin þín síðustu ár voru þér erfið og að lokum sigruðu þau þig. Elsku pabbi, ég veit að þú vakir yfir okkur öllum og þá sérstaklega henni Guðbjörgu þinni sem var eins og klettur við hlið þér í gegnum þín veikindi. Elsku pabbi, nú kveð ég þig með miklum söknuði. Ég elska þig, pabbi minn. Þín dóttir, Eyrún. Nú þegar Þórður var að taka sinn síðasta andardrátt fyrir um klukku- tíma síðan þá get ég ekki með góðu lagi skýrt hvers vegna mér verður hugsað til dægurlagatextans „Lífið er stutt og dauðinn þess borgun“. Það er þó víst að lífsstrengur hans var höggvinn of snemma af þeim vá- gesti sem krabbameinið er og dauð- inn var þess borgun. Það vildi ég óska að við mennirnir hættum að berjast hver við annan og einbeitt- um okkur heldur að því að sigrast á þeim sameiginlega óvini sem sjúk- dómur á borð við þennan er. Þórður kom inn í líf mitt árið 1993 þegar hann og móðir mín felldu hugi saman. Þó hann væri nú kannski ekki það sem maður kallar jákvæð- asti maður í heimi þá varð mér fljótt ljóst að hann hafði hjartað á réttum stað og vildi allt fyrir alla gera. Besta dæmið um það er kannski það að allir synir mínir kölluðu hann afa þó sumir hafi verið orðir hálfstálp- aðir þegar þeir kynntust honum. Undanfarin 12 ár bjuggum við Þórður hvor í sínu landinu en yf- irleitt hittumst við á hverju ári og mörg árin oftar en einu sinni þar sem ég gisti yfirleitt hjá mömmu og honum þegar ég kom til landsins. Við hittumst núna síðast í október og hafði ég þá sterklega á tilfinning- unni að það yrði okkar síðasti fund- ur sem því miður reyndist rétt. Okk- ar viðkynni voru alla tíð einstaklega góð og aldrei fór styggðaryrði okkar á milli. Hann var alltaf boðinn og búinn til að aðstoða á hvern þann hátt sem hann gat og var öðlingur heim að sækja. Líf mitt er ríkara fyrir viðkynningu mína við hann og fátækara nú sökum þess að hann er horfinn á braut. Ég talaði við Þórð í símann fjór- um dögum áður en hann yfirgaf þetta líf þar sem hann lá mjög veik- ur á spítalanum. Hann var mjög brattur að heyra og var himinlifandi yfir því að hafa fengið bónorð fyrr um daginn. Hann sagði mér að hann hefði sagt „já, já, já, já“. Hann vissi þó að hann átti stutt eftir ólifað og sagði orðrétt við mig eftirfarandi setningu sem ég á aldrei eftir að gleyma. „Vertu ekkert að koma til Íslands út af þessu, Magnús minn. Við hittumst bara handan við læk- inn.“ Ég fæ enn tár í augun þegar ég hugsa um þetta og mun sjálfsagt gera alla ævi. Ég kvaddi Þórð í gegnum símann daginn áður en hann dó og þó hann ætti óhægt um mál þá veit ég að hann skildi það sem ég sagði við hann þegar ég þakkaði honum fyrir viðkynnin og það hversu vel hann hefði reynst móður minni. Eftir það símtal sat ég lengi úti í vegarkanti langt inni í Brasilíu og grét yfir óréttlæti heimsins. Við erum öll mótuð af umhverfi okkar og því fólki sem við hittum á því ferðalagi sem líf okkar er. Sumt fólk dvelur stutt við en aðrir hafa meiri áhrif á líf okkar. Ég er ríkari maður eftir mín viðkynni við indæl- an mann sem reyndist móður minni svo vel í svo langan tíma og hluti af honum mun alltaf búa innra með mér svo lengi sem ég geng þessa jörð. Ég sendi móður minni, börnum og afabörnum Þórðar ásamt öllum öðrum aðilum honum tengdum, mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Eft- ir lifir minningin um góðan mann. Við sjáumst handan við lækinn, Þórður. Magnús Ólason. Elsku Þórður, afi. Við sjáum ekki alveg framtíðina fyrir okkur án þín, þú ert búinn að vera svo stór hluti af lífi okkar und- anfarin 16 ár. Jólin, páskarnir, ára- mótin, sumrin, útilegurnar, matar- boðin, og að sjálfsögðu guli fiskurinn, þetta verður tómlegt án þín. Þú átt svo stórt pláss í hjarta okkar. Þú hefur reynst okkur svo vel, og okkur börnunum sá besti afi sem hægt er að hugsa sér. Bónbetri mann er erfitt að finna, þú vildir allt fyrir okkur gera, varst fyrstur á staðinn ef einhvern vantaði hjálp. Við erum betri manneskjur eftir að hafa haft þig í lífi okkar. Þetta verð- ur erfitt án þín en við erum óend- anlega þakklát fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Auðvitað varstu ekki fullkominn en við elskuðum líka gallana þína. „Þórður er rosa- lega góður kall,“ sögðum við hjónin oft, þetta er nú bara lítil setning en segir svo margt um þig. Við elskum þig. Elín, Freyr, Óli Tómas, Tinna og Adam. Elsku besti afi minn, það er ekki hægt að útskýra það með einhverj- um orðum hversu mikið ég elska þig og hversu stór partur af mér þú og amma eruð. Ég er bara svo fegin að hafa fengið þig sem afa minn, allar minningarnar sem ég á með þér og ömmu. Ég man þegar ég var lítil þá fannst mér ekkert skemmtilegra í öllum heiminum en að fá að gista hjá þér og ömmu og vera með ykkur hverja einustu helgi. Ekki breyttist það samt með árunum, mér leið allt- af svo vel í kringum ykkur því þið eruð svo yndisleg. Það er alltaf efst í minningunum þegar þú hringdir heim og ég svar- aði í símann og þú sagðir „jóla hvað?“ og ég trompaðist í símanum og hélt að jólasveinninn væri í sím- anum, svo var ég svo fúl að þetta hefði ekki verið hann, svo hlógum við að þessu í mörg ár. Það er svo skrítið að þú sért allt í einu farinn, skrítið að hugsa að þú verðir ekki hjá okkur um jólin og áramótin, en þú verður með okkur í anda og í hjörtum okkar. Þegar ég hugsa um þig þá get ég ekki annað en brosað og hugsað um allar þær minningar sem ég á með þér, ég mun aldrei gleyma þeim. Ég man líka þegar við Hallur komum í mat til ykkar á laugardeg- inum áður en þú fórst á spítalann, mér þykir svo vænt um þá minn- ingu, þú varst svo hress þá og það var svo gaman hjá okkur og mat- urinn var svo góður. Þú varst svo yndislegur maður og ég veit að þú veist að ég elska þig svo mikið, ég á alltaf eftir að sakna þín svo mikið. Ég elska þig alltaf, elsku besti, fallegi afi minn. Jóla hvað? Þín, Tinna. Þórður frændi minn varð fyrstur okkar barnabarna afa og ömmu á Þingeyri til að kveðja þennan heim. Við Dúddi hittumst fyrst á Bal- anum hjá afa og ömmu. Hann var þar í stuttri heimsókn að sunnan og ég að norðan. Nokkrum árum seinna, þegar pabbi og mamma fluttu til Reykja- víkur, kynntist ég Dúdda frænda betur og áttaði mig fljótlega á því að þar ætti ég góðan að. Hann kenndi mér, utanbæjarstelpunni, t.d. hvernig hægt væri að komast lifandi yfir Njálsgötuna þrátt fyrir bíla- straum stórborgarinnar. Hann mis- kunnaði sig líka yfir mig í minni fyrstu skautaferð á Álftanesið þegar hann sleppti ekki af mér hendinni fyrr en ég gat, í öllu falli, staðið á skautunum. Minningar um hann frá bernsku og unglingsárunum eru margar og góðar enda var mikið og gott samband milli foreldra okkar. Dúddi byrjaði sitt fullorðinslíf meðan ég var enn skólastelpa og lengst af síðan hefur verið úthaf á milli okkar en samt hafa ótal góðar minningar um hann bæst við og vin- áttuböndin styrkst með árunum. Það var alltaf gaman að hitta þennan góða frænda. Hann var ræð- inn og skemmtilegur, hógvær, nær- gætinn og orðvar í samræðum, fróð- ur um menn og málefni enda vel gefinn og bókhneigður, gæddur sterkri réttlætiskennd og með mikla og margbreytilega reynslu af lífinu. Við hér í Hollandi erum þakklát fyrir minningarnar um Dúdda og vináttuna sem hann sýndi okkur æv- inlega og sendum ykkur öllum, vin- um hans og vandamönnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur á þess- ari kveðjustund. Jóna Björg Hjartar. Elsku Þórður, það er svo sárt að sætta sig við að þú sért farinn frá okkur fyrir fullt og allt. Lífsgleði þín, vonin og trúin á framtíðina var svo ótrúlega sterk. Vonleysi og upp- gjöf var aldrei til staðar hjá þér. Okkur langar til að þakka fyrir allar góðu samverustundirnar þessi síðustu ár, bæði á heimili ykkar Bubbu, í fjölskylduafmælum, á Sandaragleðinni og ættarmótinu síðastliðið sumar, eins heima hjá börnunum ykkar. Þetta voru dýr- mætar stundir með ykkur öllum. Það var auðséð hvað þið nutuð þess að vera saman. Ég vildi að allar fjöl- skyldur gætu verið eins og þið. Það er ómetanlegt. Við sáum Þórð síðast þegar öll fjölskylda hans kom saman og hélt honum veislu í tilefni 70 ára afmælis hans. Þannig munum við muna hann, glaðan og kátan, umkringdan af sinni stóru samstilltu fjölskyldu. Elsku Bubba, þið hafið misst mik- ið og við samhryggjumst þér og fjöl- skyldum ykkar beggja og vonum að þið finnið styrk á þessum erfiðu tím- um. Við munum sakna Þórðar mik- ið. Minningin um góðan mann lifir. Þín frænka, Sigríður og Sveinn Þórðarson. Þórður Eiríksson HINSTA KVEÐJA Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín dóttir, Jónína og fjölskylda. Mig langar að minn- ast elsku frænku minnar í örfáum orð- um. Það sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til hennar er orðið kærleikur. Þetta orð lýsir henni á allan hátt og hugs- aði hún um aðra fyrst og fremst í góðvild sinni. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í hálfgerðu fóstri hjá henni þegar ég var lítill og kom í bæinn í heimsóknir eins og t.d. á unglingsár- unum. Alltaf var gott að koma til Nínu frænku og dvaldi ég hjá henni og Halldóri manni hennar í þrjú ár á framhaldsskólaárunum þegar ég var í Flensborg. Á sumrin vann ég hjá Bæjarsímanum í vinnu sem elsku frænka útvegaði mér og fór með mér og sótti um hjá verkstjór- anum. Jónína Guðrún Andrésdóttir ✝ Jónína GuðrúnAndrésdóttir fæddist í Hafnarfirði 27. nóvember 1932. Hún lést 10. nóv- ember 2010. Útför Jónínu Guð- rúnar fór fram frá Þjóðkirkjunni í Hafn- arfirði 18. nóvember 2010. Aldrei minnist ég þess að hún hafi skammað mig þótt ég hafi brotið blómavasa eða gert eitthvað ann- að af mér. Oft var stutt í húmorinn hjá henni og minnist ég þess einu sinni þegar ég kom í bæinn eftir fermingu, frekar lítill eftir aldri og Nína frænka fór með mig í fermingarmyndatök- una í alltof stórum jakkafötum, þá sagði hún: „Heldurðu að þú getir ekki bara gift þig í þessum fötum frændi sæll?“ Ég vil þakka þér af öllu hjarta elsku góða frænka mín fyrir alla góð- vildina sem þú sýndir mér alla tíð með þessum orðum: Elsku góða frænka mín, þú farin ert frá okkur. Þú átt þér stað í hjarta mér sem ég mun ávallt geyma. Þegar ég kem á eftir þér, ég veit þú verður heima. Elsku Áslaug, Ásdís, Andrés, Rúnar Þór, Gunnar Þór, Halldór Örn og fjölskyldur, góður guð styrki ykkur í missi ykkar. Andrés Þorgeir Garðarsson. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, DANFRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR frá Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 29. nóvem- ber. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Brynjólfur John Gray, Valur Einarsson. ✝ Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, ELÍNBORG KJARTANSDÓTTIR, er látin. Nína Björg Knútsdóttir, Árni Valdimarsson, Sesselja Berndsen, Frans Jezorski. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGURBJÖRN SIGURJÓNSSON, lést á Putnam Hospital Center, Bandaríkjunum, sunnudaginn 14. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í Bandaríkjunum. Fyrir hönd eiginkonu hans, Vilborgar Elísdóttur, og fjölskyldu í Bandaríkjunum. Sóley Sigurjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.