Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Elsku amma mín. Um þetta leyti árs er ég vön að setjast nið- ur og skrifa bréf til þín um hvað hefur drifið á daga okkar í fjölskyldunni yfir árið. Ég hef fengið fregnir af því að þetta hafi glatt þig mikið, svo að þetta er orðinn hluti af jólaund- irbúningi hjá mér. Margar minning- ar hafa verið að koma fram und- anfarna daga, eftir að ég fékk þær fréttir að þú hefðir kvatt þennan heim. Fyrstu minningarnar tengjast Bankastrætinu þegar þið afi bjugg- uð þar og var ég oft hjá ykkur og hafði alltaf gaman af. Þið voruð allt- af svo dugleg að leika við mig og spila en afi var mikið fyrir að spila á spil og virtust þið alltaf hafa nægan tíma. Einnig man ég vel eftir þegar þú fórst með mér að heimsækja systur þína, hana Hildi í Fljótshlíð- inni, og vorum við í viku hjá henni. Þetta var nú eina skiptið sem ég fór í sveit svo það var nú ekki langur tími en þetta var mikil upplifun hjá mér. Ég hef sjálfsagt verið sjö ára þá.Um 1970 fluttuð þið afi svo til Danmerkur en ég held að Danmörk hafi togað mikið í þig og skil ég það vel þar sem þú varst alin upp þar. Eftir að þið fluttuð út skrifuðumst við alltaf á og svo komuð þið líka stundum til Íslands. Þegar ég var 14 ára eftir að ég fermdist ákvað ég að fara til Dan- merkur og vera hjá ykkur afa á Møllevej í einn mánuð og var það yndislegur tími og alltaf sól og blíða í minningunni. Nokkrum árum síðar eða þegar ég var 18 ára fór ég að vinna ásamt Fjólu vinkonu minni á SAS-hóteli í Kaupmannahöfn í nokkra mánuði og það varst þú sem útvegaðir okkur þá vinnu. Ég minn- ist þess þegar við fórum að heim- sækja þig og gistum hjá þér að Fjóla átti ekki orð yfir hvað þú vær- ir hress. Við fórum gangandi að heimsækja afa á elliheimilið og lang- ömmu mína, móður þína, sem þá var orðin 100 ára. Og við höfðum varla í við þig á göngunni. Ég er mjög þakklát að hafa alltaf getað haldið sambandi við þig þó að við værum hvor í sínu landinu. Og fékk fjölskyldan mín líka að kynnast þér. Ég minnist 80 ára afmælisins þíns en eftir matinn var slegið upp balli og dansað og sungið og mikið fjör. Einnig kom ég sumarið þegar þú áttir 100 ára afmæli. Það var með kór Landsvirkjunar sem pabbi syngur líka í og gerir enn og sung- um við fyrir þig. Hressleiki, hreinskilni og lífsgleði eru orð sem lýstu þér best og held ég að það sé hluti af þínu langlífi en ekki er langt síðan þú varst ennþá að syngja í kór og spila á píanó. Þú náðir að verða 103 og hálfs árs og átt ennþá systur á lífi sem er 101 árs og bróður sem verður 100 ára á næsta ári. Já þetta er bara ótrúlegt. Elsku amma, þetta er síðasta bréfið sem ég skrifa til þín, ég veit þú varst sátt þegar þú kvaddir og er gott að hugsa til þess. Ég ætla að taka þig til fyrirmyndar í ellinni ef aldur og heilsa leyfa það. Elsku besta amma mín, nú komið er að kveðjustund. Ávallt var kært milli mín og þín, munum við gleðjast við endurfund. Þín Ágústa Guðný. Fyrstu minningar mínar um Edel langömmu eru úr áttræðisafmælinu hennar en þá var ég lítil tæplega fimm ára stelpuskotta. Þá var slegið upp heljarinnar veislu þar sem var sungið og dansað og langamma sjálf tók þátt í öllu saman líkt og hún Edel Einarsson ✝ Edel fæddist í Sla-gelse í Danmörku 13. júní 1907. Hún lést í Skælskør í Dan- mörku 18. nóvember 2010. Útför Edelar fór fram frá Skælskør kirke í Danmörku 27. nóvember 2010. væri unglingsstúlka en ekki áttræð kona. Við tókum lagið sam- an og dönsuðum og ég man hvað mér þótti gaman að allri athygl- inni sem ég fékk þarna þó svo að hún væri auðvitað aðal- stjarnan. Þarna var líka Bjarni bróðir hennar, þá rúmlega sjötugur en gat vel staðið í kaðlarólu líkt og 10 ára drengur. Þetta hefur einhvern veginn einkennt þau systkinin, hreysti, orka og langlífi og þess vegna er hálfskrýtið að hugsa til þess að núna sé hún farin frá okkur. En góðu og skemmtilegu minning- arnar fá að lifa með okkur og mér er minnisstætt þegar hún leyfði mér að gramsa í alls kyns fötum og klæða mig upp í kjóla af henni og setja skemmtilega hatta á höfuðið. Ég kom svo út úr herberginu í hverju dressinu á fætur öðru. Þar sem við bjuggum alltaf hvor í sínu landinu gat ég ekki heimsótt hana eins og oft og ég hefði viljað en fór þó í nokkrar dansferðir til Kaup- mannahafnar og að sjálfsögðu mætti langamma að horfa á mig, þá rúm- lega níræð. Ég fylltist alltaf stolti þegar ég tilkynnti fólki að þessi stórglæsilega kona væri langamma mín og hversu gömul hún væri orðin og að hún væri enn í kór. Hún sýndi öllu sem ég tók mér fyrir hendur mikinn áhuga og spurði út í flesta hluti og krafðist hreinskilinna svara. Hún var sérlega lífsreynd kona í ótrúlega góðu jafnvægi alveg fram á allra síðustu árin. Það er stórkost- legt að vera orðin 100 ára eins og hún varð og gott betur og enn með öll ljós kveikt í kollinum. Mér fannst líka gaman að fylgjast með því hvað hún var stolt af honum afa mínum. Sumarið 2005 dvaldi ég hjá honum í níu daga en þá starfaði hann hjá fyr- irtæki sem sá um hjólaferðir í Dan- mörku. Við heimsóttum að sjálf- sögðu langömmu og þá hafði hún einmitt á orði að hann afi væri nú svo unglegur að hann gæti bara ver- ið bróðir minn. Ég leyfði þeim nú bara báðum að halda þetta. Það er síðan ómetanleg minning þegar ég fór með dóttur mína hana Ágústu Rut í heimsókn til hennar haustið 2007. Þá var Ágústa Rut nokkurra mánaða gömul og langamma 100 ára. Að sjá manneskjur með 100 ára aldursmun tengjast á einhvern hátt var dásamlegt og mér þykir mjög vænt um að langamma hafi náð að hitta Ágústu Rut þó svo að það hafi verið þetta eina skipti. Þegar ég hugsa um langömmu geri ég það með miklu stolti. Hún var kjarnakona sem er auðveldlega hægt að taka sér til fyrirmyndar, hún lifði hófsömu og heilsusamlegu lífi og var annt um fólkið sitt. Ég fann líka hvað það gladdi mig þegar samstarfsfólkið mitt sá mynd af henni í blöðunum og sá svip með okkur tveimur enda ekki leiðum að líkjast. Mér finnst gott að vita af því að hún hafi sagt rétt áður en hún dó að nú væri hún tilbúin að fara til guðs, það passar vel við þessa reglu- sömu konu og ég kveð hana með söknuði en eftir lifa allar þessar góðu minningar sem ég mun með stolti koma áfram til næstu kyn- slóða. Linda Heiðarsdóttir. ✝ Sendum innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU SIGURÐARDÓTTUR. Færum starfsfólki á deild 5 á Hrafnistu í Kópavogi sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Sigþór Másson, Kristín Arnþórsdóttir, Björk Hafliðadóttir, Magnús B. Óskarsson, Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Ingvar Óskarsson, Soffía Karen Magnúsdóttir, Þórdís Björt Sigþórsdóttir, Óskar Magnússon, Arnþór Freyr Sigþórsson, Einar Anton Birgisson. ✝ Eiginmaður minn, faðir, afi og tengdafaðir, SIGURÐUR SIGURÐARSON vígslubiskup, Skálholti, verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 4. desember kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Þorlákssjóð í Skálholti, banki: 151 - 05 - 60468, kt. 610172-0169. Arndís Jónsdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Sigurður Edgar, Dagbjört og Sigríður Pála, Jón Magnús Sigurðarson, Sigurþóra Hauksdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir og tengdafaðir, ERLINGUR Þ. JÓHANNSSON sundþjálfari og fyrrverandi íþróttafulltrúi Reykjavíkur, Engjaseli 52, Reykjavík, sem lést laugardaginn 27. nóvember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 6. des- ember kl. 13.00. Hrafnhildur Hámundardóttir, Jóhann Erlingsson, Lise Tarkiainen. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systurdóttir, mágkona og vinkona, INGIBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR formaður LÍV, Starhaga 14, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Bjarni Jónsson, Jenný N. Sigurðardóttir, Andrés Jón Esrason, Jón Eiríksson, Timothy David Creighton, Ruth Barnett Creighton, Irina S. Ogurtsova. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, SVEININNU ÁSTU BJARKADÓTTUR, Hólagötu 47, Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks göngudeildar krabbameinssjúkra á Landspítalanum við Hringbraut og starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Fyrir hönd aðstandenda, Hjálmar Guðmundsson, Hafsteinn Hjálmarsson, Reynir Hjálmarsson, María Ásgeirsdóttir, Bjarki Hjálmarsson, Birna Karen Björnsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN GUÐMUNDUR BERGMANN fyrrv. aðalgjaldkeri, áður til heimilis að, Ljósvallagötu 24, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Andreas Bergmann, Guðrún Gísladóttir Bergmann, Ingibjörg Bergmann, Þorbergur Halldórsson, Halldór Bergmann, Anna Lára Kolbeins, Guðrún Bergmann, Gísli G. Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir minn, tengdafaðir og afi, JAKOB PÁLSSON frá Upsum, síðast til heimilis á Dalbæ, Dalvík, sem lést þriðjudaginn 23. nóvember, verður jarð- sunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 4. desem- ber kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans, láti Dvalarheimilið Dalbæ njóta þess. Jarðsett verður í Upsakirkjugarði. Ari Snorrason Jakobsson, Dilla Guðjónsdóttir, Páll Arason, Pollý Aradóttir, Kristján Arason. ✝ Elskuleg sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSA RAKEL JAKOBSDÓTTIR, Höfðagrund 18, Akranesi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 28. nóvember. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju föstu- daginn 3. desember kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð um Jakob Rósinkar Elíasson, reikningsnr. 1176-15-550655, kt. 680191-2479. Þorkell Kristinsson, Jakob Halldór Sverrir Ragnarsson, Elísabet María Pétursdóttir, Sveinbjörn Kristinn Ragnarsson, Jensína Ólöf Sævarsdóttir, Arnar Smári Ragnarsson, Daðey Steinunn Einarsdóttir, Bjarni Karvel Ragnarsson, Árný Hulda Friðriksdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.