Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 10
Við erum eins og ein stór fjölskylda Kátir krakkar Það væsir ekki um eina karlkyns nemandann meðal stúlknanna á haustönn 2010. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er aðeins einn karlkynsnemandi í skólanum núnaog hann er alsæll eins oggefur að skilja. Vissulega eru yfirleitt færri strákar í nem- endahópnum en flestir voru þeir átta sem voru hér á sama tíma,“ segir Þráinn Lárusson, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað, en skólinn hefur starf- að í 80 ár, lengst allra skóla af þessari gerð hér á landi. „Þessi skóli er eins og köttur með níu líf. Menn hafa oft haldið að hann væri að lognast út af en hann hefur staðið af sér alla erfiðleika. Það sem hefur bjargað honum er að fólkið sem hefur staðið að skólanum hverju sinni hefur verið opið fyrir nútíman- um og framtíðinni, skólinn hefur allt- af verið í naflaskoðun og þróun. Nafni skólans var breytt á níunda áratugn- um úr húsmæðraskóla í hússtjórn- arskóla, því þá var hann opnaður fyr- ir strákum, sem var jafnréttismál. Fyrir nokkrum árum var handverk- inu bætt framan við nafn skólans, til að höfða enn frekar til beggja kynja, en líka til að leggja áherslu á fjöl- breytnina í náminu hérna. Og það skilaði sér mjög vel, skólinn sé í stöð- ugri sókn.“ Fá að njóta sín og þroskast Þráinn segir að skólinn sé öðru- vísi skóli, í raun listaskóli með mat- reiðslukennslu. „Þetta er ekki „gam- aldags“ búmannsskóli þar sem krakkarnir staga í sokka, þó að við höldum vissulega í gömul gildi, við tökum til dæmis slátur. En námið er framsækið og í matreiðslunni læra krakkarnir til dæmis matargerð frá ýmsum heimshornum alveg frá grunni, hvort sem það er frá Mexíkó eða Japan. Þau læra að búa til sushi, arabískan mat og mexíkóskan, svo fátt eitt sé nefnt. Hér er mjög metn- aðarfullt nám og faglegt, við erum með eitt besta textíl- og saumanám á landinu og hér er líka kenndur vefn- aður. Í þessum skóla hefur ævinlega verið gríðarleg fagmennska og aldrei slegið slöku við. Skólinn hefur alltaf leyft sér að breytast,“ segir Þráinn og bætir við að þar sem skólinn sé heimavistarskóli séu nemendur og kennarar eins og ein stór fjölskylda. „Enda halda krakkarnir sem hafa verið hér mjög góðu sambandi og hittast jafnvel árlega eftir að þeir fara héðan. Félagslegi þátturinn er stór hluti af því að vera í þessum skóla og hér læra krakkarnir að umbera ann- að fólk, taka tillit og sjá um sig sjálfir. Áherslan hér er á að einstaklingurinn fái að njóta sín og þroskast.“ Umfangsmikið og töff nám Handverks- og hússtjórnar- skólinn á Hallormsstað er framhalds- skóli og góður undirbúningur fyrir frekara nám, til dæmis fyrir þá sem ætla sér að verða matreiðslumenn eða klæðskerar. Einnig er hægt að nota námið sem kjörsvið í mennta- skóla, allt að 24 einingar. „Krakk- arnir eru flestir um tuttugu ára, en þau yngstu eru 16 ára. Nemendurnir eru fæstir héðan að austan, þeir koma flestir af Suður- og Norðurlandi. Núna er fullsetinn bekkurinn en við tökum ekki fleiri en 24 nemendur í einu. Námið er einnar annar nám, en þetta er stíft nám, 31 eining, enda byrjar dagurinn hér á morgunmat klukkan átta og krakkarnir eru ekki búnir í skólanum fyrr en klukkan sjö á kvöldin, nema á föstudögum, þá hættum við fyrr. Þetta er umfangs- mikið og töff nám sem ekki er hrist fram úr erminni. En þetta er skemmtilegt. Þeir sem vilja taka þetta rólega og eru að finna sig, geta tekið þetta á tveimur önnum.“ Vilja fleiri stráka í skólann Þráinn hefur verið skólameistari á Hallormsstað í tíu ár, en hann er Krakkarnir eru alsælir á heimavistinni og með námið, enda fá einstaklingarnir að njóta sín og þroskast í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Skólinn hefur starfað í 80 ár, lengst allra skóla af þessari gerð hér á landi. Fatagerð Brynja Rut, Margrét Ástrós og fleiri í saumatíma 2010. Slátur Berglind Þóra og Kristjana Valdís í sláturgerð haustið 2010. Andrúmsloftið er frá- bært og það er gaman að gera skemmtilega hluti og vinna með höndunum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Bökunarilm leggur úr nánast hverju húsi um þessar mundir. Rætt er um fátt annað manna á milli en smá- kökubakstur og smakk gefið. Þótt uppskriftirnar hennar mömmu séu alltaf vinsælar er ekkert að því að prófa að baka nýjar tegundir. Á vefsíðunni Joyofbaking.com má finna fjöldann allan af uppskriftum, bæði fyrir jólin sem og aðrar árstíð- ir. Á forsíðu síðunnar hafa síðu- haldarar sett inn topp uppskriftir fyrir desembermánuð, eru þær allar jólalegar; smákökur, konfekt og rauð svampkaka. Í valdálkinum vinstra megin á síðunni má velja frekari jólauppskriftir eftir flokk- unum; jólakökur, jólabakstur og jólanammi. Á forsíðunni má sjá lista yfir þær uppskriftir sem voru valdar þær bestu árið 2009, allar girnilegar. Síðan var stofnuð í maí 1997 af Stephanie Jaworski sem vildi kom- ast í samband við annað fólk sem hafði bakstur að áhugamáli. Síðan hefur undið upp á sig, hefur nú að geyma fjöldann allan að upp- skriftum, er mjög vel sett upp og frábær fyrir þá sem hafa bakstur að áhugamáli. Það verður enginn uppi- skroppa með uppskriftir ef hann fer inn á Joyofbaking.com. Vefsíðan www.joyofbaking.com Morgunblaðið/Valdís Thor Bakstur Jólasmákökur. Girnilegar kökuuppskriftir Önd í appelsínusósu eða Canard à l’Orange er einhver besta og þekktasta uppskrift franska eldhússins. Það er hægt að fara margar leiðir, mismun- andi flóknar, þegar appelsínuöndin er annars vegar. Hér er ein gömul og klassísk uppskrift. Fyrir fjóra þarf eina stóra önd eða tvær meðalstórar. Athugið að þótt endurnar kunni að virðast stórar er kjötið sem við not- um fyrst og fremst á bringunum og lær- unum, hitt er mikið til bein. Best er ef nota franskar endur, t.d. Barbary, sem hafa ver- ið til frosnar í íslensk- um stórmörkuðum. En hráefnin fyrir öndina eru eftir- farandi: 1 stk. 4-5 kg önd eða tvær minni 2 gulrætur, grófsaxaðar 2 laukar, grófsaxaðir 2-3 timjan stönglar 2 lárviðarlauf 1,5 dl hvítvín 2 dl andarkraftur (Oscar) 2 msk. sykur safi úr 2 appelsínum safi úr einni sítrónu 1 dl Grand Marnier 2 appelsínur, hreinsið börkinn og bútið niður í báta Ef öndin er frosin þíðið hana í ís- skáp í 2 sólarhringa og takið úr ísskápnum 1-2 klukkutímum áður en þið eldið. Saxið gulræturnar og laukinn og setjið í ofnskúffu ásamt timj- anstönglum og lárviðarlaufum. Ef háls- inn af öndinni fylgir með eða önnur innyfli látið þau einnig í skúffuna – að lifur undanskilinni. Látið 2-3 dl af vatni fylgja með. Setjið öndina/endurnar í skúffuna og eldið í 200 gráða heitum ofni í um 1 klukkustund eða skemur ef öndin er lítil. Önd er best ef kjötið er enn nokkuð bleikt. Takið öndina frá og haldið heitri, t.d. með því að vefja hana í álpappír. Hellið fitunni sem hefur runnið af henni í ofnskúffuna frá. Setjið síðan ofnskúff- una á gashellu eða eldavél, leysið upp skófarnar með hvítvíninu og bætið síð- an kraftinum við. Látið malla í um fimm mínútur. Síið í gegnum fínt sigti og geymið. Hitið sykurinn á pönnu, um það Uppskriftin leyti sem hann er að bráðna hellið þið edikinu og ávaxtasafanum út í. Hrærið í og bætið síðan soðinu úr ofnskúff- unni saman við. Látið malla um stund þar til sósan fer að þykkna. Bætið í lokin Grand Marnier og appels- ínubátum saman við. Sneiðið öndina niður, setjið á fat eða diska, setjið appelsínubáta á diskana og hellið smá sósu yfir. Berið fram með kartöflukrókettum, spínati og appelsínusósunni. Kartöflukrókettur 1 kg kartöflur 100 g smjör 5 eggjarauður 1 dl matreiðslurjómi rifinn börkur af einni appelsínu hveiti egg rasp Sjóðið kartöflurnar, flysjið og rífið niður á grófu rifjárni eða maukið með gaffli. Blandið smjörinu saman við með gaffli, rjómanum og loks eggja- rauðunum, einni í einu. Hrærið rifna appelsínuberkinum saman við. Mótið litla sívalninga úr kartöflumaukinu og veltið þeim upp úr hveiti, svo pískuðu eggi og loks raspi. Hitið olíu í potti og djúpsteikið kartöflusívalningana, einn til tvo í einu, þar til þeir fá á sig fal- legan gullinbrúnan lit og eru stökkir og fínir að utan. Af spínati þarf einn stóran poka. Hitið 1 msk. olíu á pönnu, hellið spí- natinu út á og veltið um með sleif þar til það er orðið mjúkt. Steingrímur Sigurgeirsson Appelsínuönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.