Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 29
DAGBÓK 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1.) Það er undarlegt að þurfa að faratil Íslands til að komast í hlýrra loftslag,“ sagði sænskur gestur Vík- verja þar sem þeir stóðu úti í úðanum í Reykjavík í gærmorgun. Úti var fimm stiga hiti, en sá sænski kvaðst vera að koma úr 20 stiga gaddi í fyrradag. Víkverji kannaði veður á nokkrum stöðum í gær og komst að því að skráð hitastig í Stokkhólmi var 10 mínusgráður, 16 mínusgráður í Ósló og við frostmark í London þar sem allt var á kafi í snjó. x x x Auðvitað eru það engin ný sann-indi að vetur eru mildari á Ís- landi en annars staðar í Norður- Evrópu. Öfugt við meginland Evr- ópu, þar sem geta ríkt miklar stillur þegar frystir, er hins vegar yfirleitt rok á Íslandi. Víkverji dvaldi um skeið í Bandaríkjunum og þar gátu veðurfréttamenn ávallt vindkælingar þannig að áheyrendur þeirra gætu áttað sig á því hversu kalt væri í raun og veru. Og það gat munað ansi miklu. Þetta gera íslenskir veð- urfræðingar aldrei, en Víkverja grun- ar að mörgum Íslendingum myndi bregða í brún ef þeir vissu hvað kalt er í raun þegar vindurinn næðir um á frostköldum dögum. Kannski er ástæðan fyrir því að vindkæling- arinnar er látið ógetið að menn myndu ekki hætta sér út fyrir hússins dyr ef þeir bara vissu. x x x Þegar talað er um vindkælingu erátt við áhrif kuldans á húðina að teknu tilliti til blásturs. Þar sem loft- hiti er yfirleitt lægri en líkamshiti er hiti miðað við vindkælingu yfirleitt lægri en lofthiti. Vísindamenn virðast reyndar ekki vera á eitt sáttir hvernig eigi að mæla þessi áhrif og benda m.a. á að einstaklingar séu misnæmir fyrir kulda. Kannski búa slíkar efasemdir að baki því að ekki er talað um vind- kælingu í íslenskum veðurfréttum. Víkverji er þess hins vegar fullviss að almenningur hefði ekkert á móti því að þessar upplýsingar fylgdu, þrátt fyrir að vísindin kunni að vera óná- kvæm. Veðurfræðingar hika ekki við að birta veðurspár, þótt ekki standist þær alltaf. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 slóttugur, 4 málms, 7 árnar, 8 snákur, 9 krot, 11 hreint, 13 slægju- land, 14 ókyrrðin, 15 galdra- tilraunir, 17 brúka, 20 fálm, 22 svali, 23 sjófuglinn, 24 rjótt, 25 nákvæmlegar. Lóðrétt | 1 skýrt, 2 skeið- gengur, 3 rusl, 4 far, 5 kvísl- in, 6 myrkvi, 10 svipað, 12 áhald, 13 ennþá, 15 óvani, 16 dýs, 18 fárviðri, 19 hinn, 20 dreng, 21 ímynd. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kunngerir, 8 sonur, 9 dolla, 10 púa, 11 merka, 13 rengi, 15 sennu, 18 Eddur, 21 næg, 22 forin, 23 gengi, 24 sann- indin. Lórétt: 2 unnur, 3 norpa, 4 endar, 5 iglan, 6 æsum, 7 hali, 12 kæn, 13 eld, 15 safn, 16 norna, 17 unnin, 18 eggin, 19 dengi, 20 reið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 2. desember 1929 Minnsti loftþrýstingur hér á landi, 920 millibör, mældist á Stórhöfða í Vestmannaeyjum þegar óveður gekk yfir landið. Alþýðublaðið sagði að „af- spyrnu-austanrok“ hefði verið í Eyjum. 2. desember 1932 Kristján Sveinsson augnlækn- ir opnaði lækningastofu sína í Skólabrú 1 og starfrækti hana í áratugi við miklar vinsældir. Hann var gerður að heið- ursborgara Reykjavíkur árið 1975. 2. desember 1941 Togarinn Sviði frá Hafnarfirði fórst út af Snæfellsnesi með 25 manna áhöfn. Hann var á heimleið af Vestfjarðamiðum með fullfermi. Fjórtán konur urðu ekkjur og 46 börn föð- urlaus. 2. desember 1950 „Öldin okkar“ kom út hjá Ið- unni. Hún flutti „minnisverð tíðindi 1901-1930“ og var „samin eins og dagblað,“ eins og sagði í auglýsingu. Ritstjóri var Gils Guðmundsson. Þessi bókaflokkur varð mjög vin- sæll. 2. desember 2000 Björk Guðmundsdóttir hlaut evrópsku kvikmyndaverðlaun- in í París sem besta leikkonan fyrir leik sinn í myndinni Dan- cer in the Dark. Áhorfendur völdu hana einnig sem bestu leikkonuna í atkvæðagreiðslu á netinu og Ingvar E. Sigurðs- son sem besta leikarann í Englum alheimsins. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Bjarni Stefánsson, sýslumaður á Blönduósi, fagnar sex- tíu ára afmæli í dag, fimmtudag. Bjarni hefur verið sýslumaður á Blönduósi frá 2002, en var þar áður sýslu- maður á Hólmavík og Neskaupstað. Í tilefni dagsins hefur hann pantað borð fyrir sig, eig- inkonuna Hrefnu Teitsdóttur og dótturina Ásu á góðu veitingahúsi í Boston í kvöld. Ása lauk í sumar prófi í söng- og upptökustjórn frá Berklee College of Music í Boston. Spurður hvort embætti hans myndi slaka á við að sekta vegna hrað- aksturs í tilefni dagsins og í fjarveru sýslumanns segist Bjarni vonast til að strákarnir stæðu vaktina. „Annars er það svo skrýtið að í gamla daga reyndi ég að komast sem hraðast, en nú reyni ég að hægja á liðinu og sekta þá sem fara of hratt,“ segir Bjarni. Þar vísar hann til þess að á áttunda áratugnum var hann fremstur íslenskra spretthlaupara og keppti í 100 og 400 metrum á Ólympíuleikunum í München og Montreal. „Íþróttirnar gáfu mér mikið og ég kynntist mörgu góðu fólki,“ segir Bjarni. „Ég fékk tækifæri til að ferðast víða um heiminn og taka þátt í Ólympíuleikum með allri þeirri gleði sem því fylgir og líka sorg eins og í München 1972. Það var skrýtið að vakna upp við þær hörmungar sem fylgdu gíslatökunni og morðunum í München. Þessi ár voru mikið æv- intýri fyrir strák vestan frá Súgandafirði.“ aij@mbl.is Spretthlaupari og sýslumaður sextugur Reynir að hægja á liðinu (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Ekki afskrifa neina hugmynd, nema þú sért fullviss um tilgangsleysi hennar. Not- aðu daginn til þess að skipuleggja þig betur. (20. apríl - 20. maí)  Naut Eigur þínar eru í brennidepli um þess- ar mundir og þú verður að gera upp við þig hvað þú vilt eiga og hverju þú þarft að henda. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú þarft að leggja þig sérstaklega fram til þess að ná tilskildum árangri. Ekki þrasa um það hvernig á að deila einhverju niður. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú veist ekki svarið fyrir víst fyrr en þú tekur á. Einhver þarfnast þín meira en þú hans/hennar. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Innsæi þitt kemur öðrum sífellt á óvart. Tækifæri í leiklistargeiranum kunna að vera framundan. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það lítur út fyrir að draumur þinn um ferðalag geti ræst. Ræddu fjáröflunarhug- myndir þínar við aðra og kannaðu viðbrögð þeirra. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú hefur málstað að verja sem þér er kær svo þú verður að standa af þér allar ásakanir jafnvel þótt grófar séu. Gerðu eitt- hvað skemmtilegt með smáfólkinu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það er naumast að þú daðrar! Sú/sá sem er skotin/n í þér finnst klikkuðu hugmyndirnar þínar aðdáunarverðar. Ný nálgun á fortíðina gæti hjálpað þér við að ná betri tökum á nútíðinni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það getur verið nauðsynlegt að hleypa nýju lífi í gömul sambönd. Notaðu kvöldið til að spjalla við góðan félaga. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ræddu við foreldra þína í dag ef hægt er. Félagslífið hefur setið á hakanum um tíma, gerðu eitthvað í því. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Vinnan verður leikur einn þegar yfirmaðurinn bregður sér frá. Kannski erfir þú eitthvað, færð gjafir eða leyfist að nota eitthvað sem aðrir eiga, þér til ánægju. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er um að gera að ráðast strax á vandamálið en láta það ekki breiða sig út yf- ir allt og alla. Líttu fyrst í eigin barm áður en lengra er haldið. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 6 9 8 5 5 6 6 4 5 2 1 5 9 6 4 7 1 4 1 8 7 9 8 1 7 2 4 9 1 2 1 7 8 6 7 5 6 1 9 7 1 4 5 2 5 7 6 4 2 7 5 6 7 3 9 1 5 7 4 7 6 3 2 4 3 7 8 6 2 1 5 6 1 7 2 8 3 5 4 9 8 7 2 6 1 6 9 2 1 5 4 8 3 7 7 1 8 2 6 3 9 4 5 4 7 5 6 1 8 3 2 9 9 3 6 7 2 5 1 8 4 8 2 1 3 4 9 7 5 6 5 8 7 4 9 2 6 1 3 1 4 9 8 3 6 5 7 2 2 6 3 5 7 1 4 9 8 8 7 3 4 5 6 1 2 9 1 5 6 2 9 3 7 4 8 9 2 4 1 7 8 6 5 3 3 4 5 6 2 7 8 9 1 7 9 8 5 3 1 4 6 2 2 6 1 9 8 4 5 3 7 6 3 2 8 1 5 9 7 4 5 1 7 3 4 9 2 8 6 4 8 9 7 6 2 3 1 5 2 8 6 1 4 3 5 7 9 9 3 5 2 8 7 6 4 1 4 1 7 9 6 5 8 2 3 8 9 2 4 7 1 3 5 6 5 7 1 6 3 8 2 9 4 6 4 3 5 9 2 7 1 8 1 5 4 8 2 6 9 3 7 3 6 9 7 5 4 1 8 2 7 2 8 3 1 9 4 6 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 2. desember, 336. dagur ársins 2010 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. c4 g6 2. d4 Rf6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. Be2 0-0 6. Bg5 c6 7. Dd2 a6 8. Hd1 b5 9. a3 Rbd7 10. Rf3 bxc4 11. e5 Rd5 12. exd6 f6 13. dxe7 Dxe7 14. Be3 R7b6 15. 0-0 Be6 16. Hfe1 Bf7 17. Bh6 Bxh6 18. Dxh6 Rxc3 19. bxc3 Dxa3 20. Hb1 Hab8 21. h4 Dxc3 22. h5 Dc2 23. Rh4 c3 24. hxg6 Bxg6 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem haldið var í Kaupmannahöfn ár- ið 1995. Íslenski stórmeistarinn Mar- geir Pétursson hafði hvítt gegn danska alþjóðlega meistaranum Mikkel Antonsen. 25. Hxb6! og svartur gafst upp enda staða hans töpuð eftir t.d. 25. … Hxb6 26. Rxg6 Dxg6 27. Bc4+ Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Dísa vann. Norður ♠865 ♥ÁD52 ♦102 ♣8765 Vestur Austur ♠D73 ♠Á10942 ♥G974 ♥K6 ♦D965 ♦G87 ♣32 ♣ÁD4 Suður ♠KG ♥1083 ♦ÁK43 ♣KG109 Suður spilar 3♣. Hjördís (Dísa) Eyþórsdóttir og Valer- ie Westheimer unnu meistaratvímenning kvenna á haustleikunum í Orlando. Þær fengu toppskor fyrir frammistöðu sína í spili dagsins. Austur vakti á 1♠, Hjördís doblaði til úttektar, vestur hækkaði í 2♠ og Valerie sagði 2G í merkingunni „tveir spilanlegir litir“. Hjördís þreifaði fyrir sér með 3♣ og þar lauk sögnum. Út kom spaði upp á ás og meiri spaði. Hjördís tók ♦Á-K og trompaði tígul. Spilaði næst laufi á kónginn heima og trompaði svo fjórða tígulinn. Austur yf- irtrompaði, tók ♣Á og kom sér út á spaða. Nú reyndi Hjördís að rúlla ♥10 til austurs, en vestur lagði gosann á tíuna. Tími til að staldra við og telja punkta. Að því loknu drap Dísa á ♥Á og spilaði hjarta í bláinn. Unnið spil og 23.5 stig af 25 mögu- legum. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 2. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.14 3,6 9.32 0,9 15.33 3,5 21.51 0,8 10.49 15.47 Ísafjörður 5.24 2,0 11.38 0,6 17.31 2,0 23.59 0,4 11.25 15.20 Siglufjörður 1.07 0,3 7.30 1,2 13.36 0,2 20.00 1,2 11.09 15.02 Djúpivogur 0.16 2,0 6.34 0,7 12.42 1,9 18.46 0,7 10.26 15.09 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.