Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 40
 Það er óhætt að lofa magnaðri upplifun á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitarinnar í kvöld. Einn eftirtektarverðasti hljómsveit- arstjóri nútímans, Vasily Petrenko, fer höndum um hina stórbrotnu 5. sinfóníu Mahlers. Petrenko hefur lagt heiminn að fótum sér á síðustu ár- um með tilfinn- ingaþrunginni túlkun sinni. Vasily Petrenko stjórnar Mahler FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Gunnar játi og segi af sér 2. Stundaði sjálfsfróun í bíói 3. Íris Lind var næst inn 4. Sjaldgæf sjón skammt frá landi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  The Game, einn vinsælasti rappari heims í dag, verður með tónleika á Broadway 18. desember næstkom- andi. Miðasala er hafin í Mohawks, Kringlunni, og næsta víst að færri munu komast að en vilja. The Game með tón- leika 18. desember  Lalli töframað- ur gefur út aðra kennslumynd sína í töfrabrögðum og kemur hún út í þessari viku. Fyrri mynd hans, Á bak við tjöldin, kom út fyrir síðustu jól og hlaut mikið lof. Nú hefur Lalli sett saman aðra mynd, Töfrandi brögð, þar sem hann kennir forvitnu töfrafólki trixin á bak við brögðin. Lalli töframaður gefur út mynddisk Á föstudag Norðan 8-13 og él austast, annars mun hægari og víða léttskýjað. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum. Á laugardag Norðvestlæg átt og bjartviðri, en dálítil él við norður- og vesturströndina. Áfram kalt í veðri. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Stöku él austan til, annars léttskýjað. Kólnandi veður, frystir víðast hvar á morgun. VEÐUR Framarar komust í gærkvöldi tveimur stigum frá HK og sitja einir í 2. sæti N1-deildar karla í hand- knattleik eftir að þeir unnu 10 marka sigur á HK-ingum, 36:26. Markahæstur hjá Fram var Andri Berg Haraldsson sem skoraði sjö mörk en fékk svo að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálf- leik. Hjá HK var Ólafur Bjarki Ragn- arsson markahæstur með átta mörk. »3 Fram í 2. sæti eftir sigur á HK Rhein-Neckar Löwen hristi af sér slenið í þýska handboltanum í gær- kvöldi og sigraði Þýskalandsmeistara Kiel á heimavelli í Mannheim 28:24. Landsliðsmaðurinn Guðjón Valur Sig- urðsson kom inn á þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum. »1 Guðjón Valur kom inn á í sigri Löwen á Kiel Atvinnukylfingurinn Stefán Már Stef- ánsson verður kylfusveinn hjá vini sínum Birgi Leifi Hafþórssyni í loka- úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð- ina sem hefst á laugardaginn. Rætt er við Birgi í íþróttablaði Morg- unblaðsins í dag en hann er kominn til Katalóníu og þar spáir næturfrosti næstu daga og lítt skemmtilegu hita- stigi fyrir golfiðkun. » 2 Stefán Már verður kylfusveinn hjá Birgi ÍÞRÓTTIR Ágúst Ingi Jónsson Sigurður Sigmundsson „Hérna er búinn að vera þvílíkur fjöldi fólks og mikil hátíð,“ sagði Ragnhildur Þórarinsdóttir, ein átta Tungnakvenna sem buðu upp á kaffi og kleinur í gær í tilefni opnunar nýrrar brúar yfir Hvítá. „Við notuðum stærðarinnar spýtu sem gestabók og hún er þétt skrifuð beggja vegna. Þó skrifuðu ekki næst- um allir á spýtuna og hér er enn fullt af fólki,“ sagði Ragnhildur síðdegis í gær. Konurnar úr Biskupstungunum búa nú allar í Hrunamannahreppi austan árinnar og fannst ærið tilefni til að slá upp smáveislu við vinnubúð- irnar fyrir neðan Bræðratungu. Þær fengu brúarsmiðinn og fram- kvæmdastjóra Já-verks, Gylfa Gísla- son frá Kjarnholtum í Bisk- upstungum, í lið með sér. „Hópar fólks komu úr báðum sveitunum og í rauninni alls staðar að. Hér er blankalogn og friðarkertið fyrir utan rétt blaktir. Þetta er stór dagur og bros á andlitum. Þetta er mikil sam- göngubót, ekki bara fyrir okkur hérna fyrir austan, heldur fyrir alla Íslendinga,“ segir Ragnhildur. 500-700 bílar á sólarhring Brúin tengir saman Biskups- tungur og Hrunamannahrepp og með henni styttist vegurinn milli Flúða og Reykholts verulega. Áætl- að er að 500 til 700 bílar fari um veg- inn á sólarhring. Framkvæmdir hóf- ust í júní í fyrra og er verkið á áætlun. Heildarkostnaður við veg og brú er áætlaður ríflega milljarður. Vegurinn verður klæddur endanlegu slitlagi í vor. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er aðalverktaki að framkvæmdinni, en JÁ-verk er und- irverktaki við brúarsmíðina og unnu 40 til 50 manns við hana þegar mest var. Þessar samgöngubætur skipta miklu máli fyrir íbúa svæðisins. Grænmetisbændur sitthvorumegin við ána ákváðu af þessu tilefni að gefa grunnskólum í sveitum hver annars ferskt grænmeti í desem- bermánuði til að halda upp á tíma- mótin. Fjölbreytni eykst í ferðaþjónustu Ferðaþjónustan fagnaði einnig, en með nýju brúnni opnast nýir möguleikar fyrir ferðaþjónustuna. „Áður var alltaf talað um gamla góða gullna hringinn, en nú eru þetta orðnir margir hringir, margir útúrdúrar, og fjölbreytnin eykst í ferðaþjónustunni,“ var haft eftir Ás- borgu Arnþórsdóttur, ferðamála- fulltrúa uppsveita Árnessýslu, í fréttatilkynningu. Slíkt komi sér vel fyrir heimamenn jafnt sem ferða- fólk. Fjöldi fólks og mikil hátíð  Kaffi og kleinur í boði Tungna- kvenna við opnun Hvítárbrúar Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Samgöngubót Umferð var hleypt á nýja brú yfir Hvítá í gær og fögnuðu heimamenn og gestir þeirra af því tilefni. Kaffi og kleinur Systurnar Guðríður og Ragnhildur Þórarinsdætur frá Spóastöðum voru meðal átta kvenna úr Biskupstungum sem slógu upp veislu við vinnubúðirnar. Konurnar eru nú búsettar í Hrunamannahreppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.