Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 20
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Mannskepnan er þannig af Guði gerð að hún þráir að líkja eftir skapara sínum eins og sjá má í listsköpun og vísindastörfum. Sköp- unarþrá mannsins hef- ur gert margar og stór- ar vísindalegar uppgötvaðir sem eru í reynd ótrúleg afrek frá mannlegu sjónarmiði. Þegar N. Armstrong stóð á tunglinu stóð heimsbyggðin á öndinni. Geim- fararnir sneru aftur með grjóthnull- ung og úrskurðuðu tunglið vera líf- vana malarhaug. Vegna andlegs og líkamlegs atgervis var N.A. valinn fyrstur manna til að stíga á tunglið. Á heimleiðinni blasti við N.A. jörðin í allri sinni litadýrð og fegurð, N.A. fullvissaðist um að lífið á jörðinni væri sköpun Guðs, frelsaðist og gerð- ist kristniboði. Í trúarfordómum sín- um dæmdu þróunarsinnar N.A. geð- veikan, tóku steininn sem hann kom með og gerðu á honum lífg- unartilraunir en það var sama hvað þeir blésu og hnoðuðu steinninn vaknaði ekki til lífsins. Nokkru seinna fundu þeir sprelllifandi fisk í vatnspolli sem þeir höfðu nýlega lýst yfir að útdauður væri fyrir milljónum ára. 16 milljón ára steingervingur af broddgelti, kom í leitirnar, sem reyndist nákvæmlega eins í laginu og afkomendur hans í nútíð. Þráhyggjan lætur ekki að sér hæða og þrátt fyrir marga viðlíka fundi neita þróunarsinnar öllu sam- starfi við Guð – þeir skulu sko! Um áratuga skeið hafði „biblíumyndin“ þeirra af guttanum sem gekk á fjór- um en rétti sig úr kútnum smám saman og missti rófuna fyrirvara- og þróunarlaust í miðju upprisuferlinu, verið dreift um heiminn í kennslu- bókum og fræðiritum og rófulausir „húmanistar“ röktu ættir sínar með stolti til apanna. „Sköpunarsaga“ þróunarsinna er í einfaldaðri mynd þannig að í fyrndinni hafi steinar slegist saman með miklum hvelli og við ærandi hávaðann hafi einhverjum steinbrotum orðið svo bilt við að þau vöknuðu til lífsins. Það er svo sköpunarsinnum hulin ráðgáta hvernig „frumálfarnir“ fengu þá trú í upphafi vega að menn skyldu ekki þróast í átt til apa sem ætti þó að vera jafn sjálfsagt og hitt í vit- undarlausu þróun- arferli steinanna. En gamla „Alibaba“- myndin tilheyrir nú sögunni og hefur fyrir löngu „sannað sig“ og þróast í trúarbrögð sem eru samt ekki trúarbrögð af því að áhangend- urnir eru svo þróaðir að þeir hafna trú. Þróunarkenning C. Darwins hef- ur löngu afsannað sig. Þróunarkenn- ing nýaldarinnar er hins vegar bast- arður sem er löngu orðin að trúarbrögðum sem enn ríghalda í kenningarhugtakið sem er sauð- argæran sem smeygt er yfir úlfinn með góðum árangri. Undir kenning- arhugtakinu eru heilu þáttaraðirnar framleiddar sem eiga greiðan að- gang inn í fjölmiðla og skóla. Þessir þættir eru vinsælir náttúrulífsþættir úr sköpunarverkinu en trúboðar þró- unarátrúnaðarins eru þar kynnar og predika skoðanir sínar eins og um heilagan sannleik sé að ræða. Þrátt fyrir óútreiknanlegan kostnað og áratuga rannsóknir hefur ekki fund- ist vottur af lífi á öðrum reikistjörn- um en jörðinni. Allar tilraunir til að kveikja líf af „stórahvelli“ hafa orðið vísindunum til háðungar og sá óskap- legi kostnaður sem varið er til þeirra tilrauna m.a. úr trúboðssjóði ESB er óráðsía. Maðurinn getur ekki vakið sér afkomendur af grjóti, en hvað getur Guð ekki? „… Ég segi yður, að Guð getur vakið Abraham börn af steinum þessum“ (Mt 3:9). Guð getur líka gefið steinum mál. „Ég segi yð- ur, ef þeir þegja, munu steinarnir hrópa“ (Lk 19:40). Hér er það Jesús sem talar en með 5 brauð og 2 fiska í höndunum blessaði hann fæðuna og skapaði sjálfur mat handa þúsundum (sjá Jh 6: 11-13). Hann var reyndar uppi fyrir sköpun heimsins. „Faðir, gjör mig nú dýrðlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áð- ur en heimur var til“ (Jh 17:5). Sköpunin er lífið sjálft. Gróður og dýr hafa aðlögunarhæfni og geta breytt um útlit við mismunandi ytri aðstæður en eru þó áfram sömu teg- undar. Ótal lífverur voru skapaðar í upphafi hver eftir sinni tegund með yfirnáttúrlegri nákvæmni og fram- sýni hins persónulega lifandi Guðs sem kom samkvæmt dagskrá til jarð- arinnar í Jesú Kristi til að end- urheimta sköpunarverkið úr klóm glötunar og opinbera persónuleika sinn og kærleika. Guð gaf manninum sjálfstæði, frjálsan vilja sem hann gat ekki höndlað og gaf sig syndinni á vald en syndin er Guði andstyggð, banvænn „smitsjúkdómur“ sem allir jarðarbúar sýkjast af. Þegar synd- ugir menn sem Jesús hefur ekki „bólusett“ grufla í sköpunarverkinu er jarðýtan farin að snyrta blóma- beðin. Maður skyldi ætla að þeir sem telja sig svo „sterka“ að þurfa ekki á Jesú að halda gleddust yfir því að þeir „veiku“ eigi skjól í Jesú Kristi. Svo er ekki, þannig vinnur syndin og biblíudólgar og þróunarsinnar vaða fram á ritvöllinn með dauðann í pennanum. Frelsarinn og gyðingurinn Jesús vitnaði jafnan í ritningarnar og tengdi G-testamentið lífsstarfi sínu. Biblían kennir góða hluti og er boð- beri hjálpræðisverksins í Jesú sem býður alla velkomna líka þá sem vilja ræna Guð sköpuninni. „Því svo elsk- aði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi ei- líft líf“ (Jh 3:16). Ég bið öllum sköp- uðum Íslendingum Guðs friðar. Í upphafi skapaði Guð himin og jörð Eftir Ársæl Þórðarson » Allar tilraunir til að kveikja líf af „stóra- hvelli“ hafa orðið vísind- unum til háðungar og sá óskaplegi kostnaður sem varið er til þeirra tilrauna m.a. úr trú- boðssjóði ESB er óráðsía. Ársæll Þórðarson Höfundur er húsasmiður. Markaðssetning er grunnur að rekstri fyrirtækis, sem þarf að byggjast á heiðarleika. Þar eiga hlut að máli seljandi og kaupandi vöru og þjónustu. Síðustu árin hefur verið gert út á aukaþóknun til við- skiptavina sem oftar en ekki bygg- ist á punktakerfi sem hægt er að nota til kaupa á farseðlum, eða krónur á reikn- ing. Þessir punktar eru fyrst reiknaðir inn í verðið, þannig greiðir við- skiptavinur ávallt fullt verð fyrir þessa punkta. Á endanum er vinningur lítill. Þekktasta kerfið eru vild- arpunktar flugfélags og þeirra kortafyrirtækja, sem eru Vísa, Amex og Eurocard og þeirra í greiðslukortaviðskiptum. Sá sem þetta ritar hefur reynt þetta kerfi ítrekað. Í sumum tilfellum sýnast tilboðin góð en þegar nánar er skoð- að, eru þessir punktar einskis virði, t.d. hef ég safnað miklu af punktum vegna mikilla viðskipta. Þegar dæmið er reiknað til enda er útkom- an 0. Dæmi: 76 þús. punkta þarf til ferðar, á hvern farseðil, þessir punktar eru 76 þúsund sem krónu- punktar. Skattar og önnur gjöld fyrir báða farseðla eru um 65 þús- und kr, +/- Takmörk notkunartíma eru mikil. Ég nýtti punkta til Evr- ópu og Ameríku, u.þ.b. 38 þús punkta per farþega. Skattar og gjöld voru 64 þúsund, og að nota þessa punkta var ekki átakalaust, er starfsfólk kortafyrirtækis varð að koma að málinu til þess að þetta væri mögulegt. Á sama tíma var auglýst tilboð til Evrópu með sköttum. Án takmark- ana 15.900 kr. aðra leið á mann. Þetta var neikvætt dæmi þegar allt er reiknað . Ég og margir hafa fallið fyrir þessari blekkingu. Ég vil þó með fullri sanngirni hæla starfsfólki kortafyrirtækjanna fyrir að standa heilshugar að málum, gegn flug- félagi þessu. Punktarnir eru stór blekking. Opinberir starfsmenn fá greidda ferðapunkta fyrir ferð sem opinberar stofnanir greiða. Þar er spurning um siðgæði. Ég vil þó segja að einn frábær starfsmaður hjá flugfélaginu (Vildarklúbbi þess) stóð sig vel enda sá aðili alvanur í ferðabransa. Sú kona á allt hrós skilið, og er fyrirtækinu til sóma, var alveg frábær. Ekki virðist öllum starfsmönnum vera ljósar reglur um notkun og notagildi vild- arpunkta, né vera ljóst að fyrirtæki verður aldrei stærra en þeir sem við það skipta. Við sem freistuðumst til að nota það komum ekki auga á alla þá annmarka sem eru í þessu kerfi. Þegar upp er staðið þá hefur flug- félag þetta engu til kostað, korta- fyrirtækin afar litlu ef þá einhverju, seljendur vörunnar bera kostnað af öllu saman, sem kaupendur svo greiða á endanum. Korthafar eru ekki að hagnast um krónu. Ég og fleiri höfðum ekki reiknað dæmið rétt. Ég vil því segja öllum þeim sem freistast til að skrifa und- ir samninga að kanna nákvæmlega hvaða skilmálar eru til grundvallar. Kortafyrirtækin hafa gert lélega samninga við flugfélagið, meðvitað eða ómeðvitað. Þegar á reynir eru þetta lélegir samningar. Það er því betra að reikna í upphafi hvert er árgjald greiðslukortsins, hvaða skil- yrði eru fyrir notkun vildarpunkta. Skattar á vildarferðum virðast miklu hærri en á venjulegum far- seðlum. Næstum vikulega koma sértilboð á ferðum frá flugfélög- unum, innfaldir skattar, notk- unartími rúmur og svo eignast þú vildarpunkta í þeim tilfellum, sem geta verið viðskiptapunktar sem þú getur breytt í krónur, svo einfalt er það. Það er því betra að fá krónu- punkta en vildarpunkta GUÐJÓN JÓNSSON, fyrrverandi skipstjórnarmaður. Vildarpunktar flugfélaga Frá Guðjóni Jónssyni Guðjón Jónsson Bréf til blaðsins Þann 4. janúar 2011 kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið semmun fylgja Morgunblaðinu þann dag. Í blaðinu verður fjallað ummenntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa því á nám og námskeiða. MEÐAL EFNIS: Háskólanám.. Verklegt nám og iðnnám. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og góð ráð við námið. Kennsluefni. Tómstundanám- skeið og almenn námskeið. Nám erlendis. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni Skó lar o g ná msk eið Skólar og námskeið –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 22. desember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.