Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Ekkert er sjálfgefið í umferðinni og eins gott að ökumenn hafi hugann við aksturinn ef ekki á illa að fara. Sumir gleyma sér við að tala í símann án handfrjáls búnaðar, aðrir eru uppteknir við reykingar og hjá sumum á kaffibollinn eða gos- flaskan óskipta athygli. Þegar pollur verður allt í einu á vegi öku- manns með þeim afleiðingum að það gusast yfir bíl og annan getur verið hætta á ferðum. Til þess að minnka áhættuna er því öllum fyrir bestu að aka eftir aðstæðum hverju sinni og beina athygl- inni að akstrinum og nánasta umhverfi. Morgunblaðið/Kristinn Gusugangur hættulegur í umferðinni Ríkisstjórnin sæk- ir heldur á sam- kvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gall- ups og mælist nú með 36% prósenta fylgi í stað 30% í síðustu könnun. Aðeins 16% eru ánægð með stjórnarandstöð- una og 60% eru óánægð. Stjórnarandstaðan naut meiri vinsælda í síðustu viðhorfs- könnun, sem gerð var í mars. Þá voru 22% ánægð með störf stjórn- arandstöðunnar og rúmur helm- ingur óánægður.Vinsældir sex ráð- herra ríkisstjórnarinnar hafa minnkað frá því í mars sl. Ríkissjón- varpið greindi frá þessu í gær. Ráðherrar minnka í áliti, þ. á m. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra. Tæplega 21% aðspurðra sagðist ánægt með störf hennar en 63% óánægð. Katrín Jakobsdóttir er vinsælust ráðherranna en Árni Páll Árnason óvinsælastur. Hvorki ánægðir með stjórnina né stjórn- arandstöðuna Ólga Ríkisstjórnin siglir ólgusjó. Áskriftarverð Morgunblaðsins hækkaði 1. desember og kostar nú mánaðaráskrift 3.990 kr. Helg- aráskrift að Morgunblaðinu kostar nú 2.500. Lausasala virka daga helst óbreytt 350 kr. Lausasala um helgar helst óbreytt 590 kr. Net- áskrift kostar 2318 kr. Breytt áskriftarverð Morgunblaðsins Sögulegur gripur var afhentur við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær þegar afkomendur Ragnars Ásgeirssonar afhentu skrifpúlt Sveinbjarnar Egilssonar skálds og eins helsta áhrifamanns um end- urreisn íslenskrar tungu. Ragnar Ásgeirsson keypti púltið á sínum tíma af Einari Benedikts- syni skáldi en síðustu ár hefur það verið í eigu Ragnars Önund- arsonar, systursonar hans. Ragnar sá til þess að púltið yrði gert upp og hafa forsetaembættið og Þjóð- minjasafnið nú fallist á að varðveita púltið og fara saman með eign- arrétt að því. Er þar með tryggt að skrifpúltið verði á þjóðminjaskrá. Skrifpúlt Svein- bjarnar afhent Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Klárt Ragnar Önundarson og Ólafur Ragn- ar Grímsson handsala málið. Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Ég fullyrði að þetta mun verða dýr- ara fyrir ríkið, þó þetta sé kannski sparnaður fyrir Sjúkratryggingar Ís- lands, því ef börnin þurfa að leggjast inn á spítala er það ekki ódýrari kost- ur,“ segir Bára Sigurjónsdóttir, sem rekur Heimahjúkrun barna. Sjúkratryggingar hafa tilkynnt að hætt verði að greiða fyrir þjónustuna vegna sparnaðarkrafna. Heimahjúkr- un barna er sjálfstætt rekin eining þar sem vinna 12 hjúkrunarfræðing- ar og sinna þeir um 30 til 40 börnum á mánuði að jafnaði. Þjónustan hefur verið til staðar í um 20 ár, foreldrum að kostnaðarlausu. Lífsgæði að geta verið heima „Þetta eru öll alvarlegast veiku börnin, þessi börn sem voru alltaf inni á spítala hér áður fyrr ef þau þá lifðu. Með þessu værum við að fara ein 20 ár aftur í tímann,“ segir Bára. Fleiri einkarekin fyrirtæki í heilbrigðisgeir- anum eru með sambærilegan samn- ing við Sjúkratryggingar Íslands en Bára segist ekki vita til þess að við- skipti við þau verði skorin niður með sama hætti. Hún segist spyrja sig hvers vegna langveik börn séu tekin fyrir. „Þetta snýst um lífsgæði barns- ins og fjölskyldunnar og þau felast í því að gera þeim kleift að vera heima. Að ætla að taka það af þeim og senda þau aftur inn á spítala sýnir bara að þetta hefur ekki verið reiknað til enda.“ Skorið niður við langveik börn  Sjúkratryggingar Íslands hætta að greiða fyrir þjónustu Heimahjúkrunar barna  Skref tekið „20 ár aftur í tímann“ FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Desemberuppbótin er árviss glaðningur sem flestum launþegum berst í jólamánuðinum. Atvinnuleit- endur sem eru tryggðir í atvinnu- leysistryggingakerfinu fá einnig desemberuppbót. Samkvæmt almennum kjara- samningum á að greiða desem- beruppbótina fyrir 15. desember. Hún er nokkuð breytileg eftir stétt- arfélögum og viðsemjendum þeirra. Samkvæmt lauslegri könnun Morg- unblaðsins virðist algengt að upp- bótin sé frá 44.100 kr til 72.399 kr. Hún er t.d. 46.800 kr. í kjarasamn- ingum á almennum vinnumarkaði. „13. mánuðurinn“ að hverfa Ýmist er talað um desemberupp- bót eða persónuuppbót í samning- unum. Desemberuppbótin er föst tala sem innifelur orlof og tekur ekki t.d. vísitölubreytingum. Ef starfslok verða fyrir borgun desem- beruppbótar skal greiða áunna des- emberuppbót samhliða starfslokum. Bankamenn, eða starfsmenn fjár- málafyrirtækja, fá ekki sérstaka desemberuppbót en fá þess í stað „13. mánuðinn“ sem flestir láta raunar deila niður á alla mánuði ársins. Friðbert Traustason, fram- kvæmdastjóri Samtaka starfs- manna fjármálafyrirtækja, segir að í raun séu nýir starfsmenn ráðnir upp á árslaun sem deilist á 12 mán- uði. Um 30% starfsmanna fjármála- fyrirtækja, eldri hópurinn, heldur enn í gamla fyrirkomulagið og hef- ur valið að dreifa laununum þannig að hann fái tvöföld laun í desember. Ríkisstjórnin samþykkti í fyrra- dag að atvinnuleitendur, sem tryggðir eru innan atvinnuleysis- tryggingakerfisins, skuli fá ein- greiðslu í desember. Full uppbót til þeirra er 44.857 kr. og verður hún greidd þeim sem hafa staðfest at- vinnuleit á tímabilinu frá 20. nóv- ember til 5. desember 2010. Þeir sem hafa verið skráðir án vinnu í samtals tíu mánuði á þessu ári og eru að fullu tryggðir fá eingreiðsl- una óskerta. Þeir sem ekki eru með fulla atvinnuleysistryggingu fá ein- greiðslu í samræmi við trygging- arhlutfall sitt. Sama gildir um þá sem hafa haft vinnu hluta úr árinu. Eingreiðsla, miðað við óskert tryggingarhlutfall, verður aldrei lægri en 11.214 kr. Eingreiðslurnar verða borgaðar út í síðasta lagi 31. desember. Ríkiskassinn fer heldur ekki var- hluta af gleðinni sem fylgir desem- beruppbótinni, hvort heldur hjá launafólki eða atvinnuleitendum, því uppbótin er skattlögð eins og laun. Desemberuppbótin vegur ekki jafnþungt hjá öllum  Atvinnuleitendur fá nú desemberuppbót og er full uppbót 44.857 krónur Desemberuppbót miðað við fulla vinnu Efling SA almennur vinnumarkaður, ríki, hjúkrunarheimili, sjálfseignarstofnanir 46.800 kr. VR Samtök atvinnulífsinsBHM 53.100 kr. BHM Íslenska ríkið 44.100 kr. BHM Reykjavíkurborg 50.000 kr. HS Orka Starfsmf. Suðurnesja,Vestmannaeyja, Hafnarfj. 71.600 kr. Samningsaðilar Upphæð Efling Kópav., Seltjarnarn., Mosfellsb., Hverag. og Ölfus BHM Launanefnd sveitarfélaga Samfl.bstarfsm. Launanefnd sveitarfélaga 72.399 kr. „Þetta er bara hræðilegt, því þessi þjónusta er gjörsamlega ómiss- andi. Ef að þetta verður raunin þurfa foreldrar kannski að fara upp á spítala allt að þrisv- ar á sólarhring, eða jafnvel leggjast þar inn, í stað þess að geta verið heima hjá sér,“ segir Áslaug H. Hálf- danardóttir, tónlistar- kennari og móðir lang- veiks drengs. Áslaug á fjögur börn, þar af einn son sem þjáist af óút- skýrðum meltingarsjúkdómi, og sér fram á verulega röskun á öllu daglegu lífi fáist ekki lengur heimaþjónusta fyrir drenginn. Hún óttast einnig að boðleiðir muni lengjast mjög geti foreldrar ekki lengur hringt beint í hjúkr- unarfræðing sem hafi persónulega þekkingu á veikindum barnsins, komi eitthvað upp. Mikil röskun á daglegu lífi HEIMAÞJÓNUSTA VIÐ LANGVEIK BÖRN ÓMISSANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.