Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 12
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Hátíð var í Háskólanum á Ak- ureyri í gær eins og venja er á Full- veldisdaginn. Því var og fagnað að tíu ár eru síðan útilistaverkið Ís- landsklukkan eftir Kristin E. Hrafnsson var vígt á skólalóðinni.    Íslandsklukkunni er alltaf hringt 1. desember og í gær kom það í hlut Viðars Guðbjörns Jó- hannssonar, 10 ára stráks úr Gler- árskóla, að hringja henni 10 sinn- um. Viðar sigraði í smásagnakeppni sem HA og Akureyrarbær héldu fyrir börn í 5. bekk grunnskólanna í bænum. Þema keppninnar var Framtíðarsýn – Akureyri 2020.    Ritgerð sína nefndi Viðar Guð- björn Á leið til hins betra. Í öðru sæti í ritgerðakeppninni varð Sig- urlaug Birta Helgadóttir úr Brekkuskóla og í því þriðja Ari Orrason úr Brekkuskóla. Alls bár- ust 78 sögur.    Á hátíðarsamkomunni í HA fluttu ræður Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráð- herra, Njörður P. Njarðvík prófess- or emeritus og Geir Kristinn Að- alsteinsson forseti bæjarstjórnar.    Stefán B. Sigurðsson rektor ávarpaði viðstadda við Íslands- klukkuna áður en Viðar Guðbjörn hringdi klukkunni með aðstoð vinar síns, Hermanns Elí Hafsteinssonar og Jóhönnu Guðrúnar Magn- úsdóttur formanns félags stúdenta við HA.    Árshátíð MA verður í íþrótta- höllinni annað kvöld en þar er um að ræða eina fjölmennustu vímu- lausu hátíð landsins árlega. Reiknað er með um 900 manns í veisluna.    Frá því var greint í fréttum ný- verið að farþegi hefði gert þarfir sínar í langferðabifreið í áætl- unarferð frá Reykjavík til Akureyr- ar. Fyrirtækið Bílar og fólk sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem tekið var fram að ekki var um að ræða nemendur úr MA eða VMA, eins og einhverjir ályktuðu vegna þess að uppátækið kom í ljós eftir að fólki var hleypt út við heimavist skólanna. Fyrirtækið biðst afsök- unar á að hafa valdið þeim misskiln- ingi á sínum tíma.    Baggalútur fór á kostum á jóla- tónleikum í Hofi um síðustu helgi. Sveitin og aðrar skyldar verða á Græna hattinum á morgun og laug- ardagskvöld; líka Hjálmar, Sig- urður Guðmundsson og Memfis- mafían. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Sigurvegari Viðar Guðbjörn Jóhannsson, til vinstri, skrifaði sigursöguna og hringdi Íslandsklukkunni ásamt vini sínum, Hermanni Elí Hafsteinssyni. Íslandsklukkunni hringt í 10. skipti 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Allgóð sátt virðist vera um að setja ákvæði um auð- lindir og nýtingu náttúruauðlinda í stjórnarskrá og einnig að skýra og auka rétt kjósenda til að greiða atkvæði um mál í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta má lesa út úr því sem þeir sem náðu kosningu á stjórn- lagaþing sögðu fyrir kosningar. Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing er því falið að fjalla sérstaklega um átta tiltekin atriði. Þingið má einnig fjalla um önnur mál sem það telur ástæðu til að skoða. Þetta eru allt mál sem mikið hafa verið rædd af almenningi og fræðimönnum, eins og grunnhugtök stjórnskipunarinnar, staða forseta, valdmörk þings og framkvæmdavalds, sjálfstæði dómstóla, kjördæmaskipan, þjóð- aratkvæði, framsal til alþjóðastofnana og auðlindir. Hversu miklu á að breyta? Mjög misjafnt var hversu skipulega frambjóð- endur settu fram stefnu sína. Sá stutti texti sem hver og einn birti í blaði sem dóms- og mannrétt- indaráðuneytið gaf út fyrir kosningar var í flestum tilvikum almennt orðaður og erfitt að draga miklar ályktanir af honum. Sumir af þeim sem náðu kjöri eru með heimasíðu þar sem nánar er farið ofan í áherslur. Fæstir þingfulltrúa settu hins vegar fram með skipulögðum hætti svör við þeim átta afmörk- uðu atriðum sem þinginu er falið að fjalla um. Raunar virðist aðeins einn af þeim sem náðu kjöri hafa sett fram skipulögð svör við þessum átta atrið- um, en það er Ari Teitsson, bóndi í Þingeyjarsýslu. Enginn þingfulltrúa lýsir því beinlínis yfir að ekki eigi að gera breytingar á stjórnarskránni, en greinilegt er að misjafnt er hversu langt menn vilja ganga í breytingum. Á meðan einn talar um að hlúa að þeim stofni sem fyrir er og snyrta greinarnar talar annar um „nýja“ stjórnarskrá. Sumum er hrunið ofarlega í huga. Andrés Magnússon læknir vill t.d. fá stjórnarskrá til að „græða þau svöðusár og bylmingshögg sem réttlætiskennd almennings hefur orðið fyrir“. Þorkell Helgason vill að stjórn- arskráin „verði þjóðinni eftir megni vörn gegn græðgi sérhagsmunaseggja og afglöpum í stjórn- arháttum“. Standa vörð um lýðræði og mannréttindi „Lýðræði“ og „mannréttindi“ eru orð sem margir nefna þegar þeir lýsa áherslum sínum. All- nokkrir frambjóðenda nefna persónukjör og að ráðherrar gegni ekki jafnframt þingmennsku. Fáir ræða stöðu forsetans með skýrum hætti og er erfitt að átta sig á hvað þingfulltrúar vilja gera við hann. Margir nefna hins vegar þjóðaratkvæðagreiðslur og virðist víðtækur stuðningur við að beita þeim oftar en gert hefur verið. Allir sem nefna auðlindir, en það gera allmargir, vilja festa í stjórnarskrá eign- arhald þjóðarinnar á auðlind- um. Enginn lýsir sig andvígan slíkri tillögu. Það má því ganga að því vísu að stjórn- lagaþingið geri tillögu um að slíkt ákvæði fari í stjórnarskrá. Hluti frambjóðenda nefnir að nauðsynlegt sé að skilja að ríki og kirkju, en einnig eru nokkrir sem leggja einmitt áherslu á að standa vörð um kristin gildi. Þeir sem fjalla um dómstóla nefna helst að draga þurfi úr pólitískum áhrifum á skipan dóm- ara. Fáir nefna framsal til alþjóðastofnana Stjórnlagaþingið á að fjalla um hugsanlegt framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana. Segja má að þetta sé nokkuð brýnt umfjöllunarefni í ljósi þess að Ísland hefur sótt um aðild að Evrópusamband- inu, en ekki verður hægt að ganga í sambandið nema breytingar séu gerðar á stjórnarskránni. Þeir sem kosnir voru á stjórnlagaþingið komu sér að mestu hjá því að ræða hvort þeir vildu setja slíkt ákvæði í stjórnarskrá. Yfirlýstir stuðningsmenn aðildar að ESB sem náðu kjöri á þingið lögðu enga sérstaka áherslu á þetta fyrir kosningar. Þetta er hins vegar eitt þeirra atriða sem eru líkleg til að valda ágreiningi á þinginu. Ari Teitsson segir að stjórnarskráin þurfi „að leggja línur um með hvaða hætti skal standa að framsali ríkisvalds til yfirþjóð- legra stofnana“. Nokkrir taka fram að þeir vilji að landið verði gert að einu kjördæmi. Kannski má vænta þess að samstaða verði um það í ljósi þess að flestir þing- fulltrúar koma úr einu og sama kjördæminu. Þor- kell Helgason hefur hins vegar bent á, að það sé ekki nóg að fulltrúar á stjórnlagaþingi nái sam- stöðu um tillögur, þeir þurfi líka að ná samstöðu með þjóðinni um breytta stjórnarskrá. Ákvæði um þjóðaratkvæði og auðlindir í stjórnarskrá  Stefna þeirra fulltrúa sem valdir voru á stjórnlagaþing er um margt óljós Morgunblaðið/Kristinn Stjórnarskrá Stúdentar við Háskóla Íslands brugðu ekki út af þeirri venju að leggja blómsveig á leiði Jóns Sigurðssonar 1. desember. Fullveldið kemur til umræðu á stjórnlagaþingi. Vinnumálastofn- un bárust til- kynningar um hópuppsagnir frá tveimur fyr- irtækjum í nóv- ember sem tóku gildi um mán- aðamótin þar sem alls er sagt upp 50 manns. Önnur tilkynningin er frá fyr- irtæki í útgerð þar sem 40 manns var sagt upp og hins vegar frá fyr- irtæki í fiskvinnslu þar sem tíu manns var sagt upp, skv. upplýs- ingum Vinnumálastofnunar. Fram kom í síðustu viku að flest- um starfsmönnum í landvinnslu út- gerðanna Auðbjargar ehf. og Atl- antshumars ehf. í Þorlákshöfn hefur verið sagt upp. Gripið var til þessara aðgerða í ljósi þess að hum- arvertíð lauk í nóvemberlok og vegna fyrirsjáanlegs verkefna- skorts og verri rekstrarskilyrða. 50 missa vinnuna hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi Tillögu Reykjaneshafnar um sam- komulag við kröfuhafa um end- urskipulagningu skulda hefur verið hafnað öðru sinni. Lánasjóður sveitarfélaga hafnaði tillögu frá 3. nóvember, og því var lögð fram til- laga sem tók tillit til þess. Síðari til- lagan var ekki samþykkt af öllum kröfuhöfum. Tillaga Reykjaneshafnar frá því í byrjun nóvember gekk út á það að gjaldföllnum greiðslum og drátt- arvöxum yrði bætt við höfuðstól skuldarinnar, og næstu afborgun frestað til 1. maí á næsta ári, auk þess sem kvaðir yrðu settar á höfn- ina á tímabilinu. Á þetta gat Lánasjóður sveitarfé- laga ekki fallist, vegna laga um starfsemi sína, og því lögð fram ný tillaga hinn 25. nóvember síðastlið- inn, þar sem tekið var tillit til þessa. Að lánasjóðnum undanskildum eru kröfuhafarnir 19 talsins. Einn þessara kröfuhafa féllst ekki á til- löguna, og telst henni því hafnað. Annar kröfuhafafundur verður haldinn 10. desember. Á fundinum verður grein fyrir þeim athugasemdum sem komið hafa fram við tillöguna, og farið yf- ir næstu skref. Tillögu Reykjanes- hafnar aftur hafnað Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing ber þinginu að taka sérstaklega taka til umfjöll- unar eftirfarandi þætti: 1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar. 2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmd- arvalds og valdmörk þeirra. 3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins. 4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds. 5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskip- an. 6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóð- aratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frum- varp til stjórnarskipunarlaga. 7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála. 8. Umhverfismál, þar á meðal um eign- arhald og nýtingu náttúru- auðlinda. Tekið er fram í lögunum að stjórnlagaþingið geti ákveðið að taka til umfjöll- unar fleiri þætti. Á að fjalla sérstak- lega um átta þætti LÖG UM STJÓRNLAGAÞING Alþingishúsið STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.