Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 14
Loka þurfti nokkrum af fjölförnustu flugvöllum Evr- ópu vegna fannfergis og á vegum myndaðist víða ring- ulreið vegna snjóþyngsla og hálku. Í Bretlandi hefur ekki snjóað svo mikið svona snemma vetrar síðan 1993 og þurfti að loka tveimur stórum flugvöllum. Þessi bíl- Reuters stjóri í Epsom var einn fjölmargra, sem höfðu í nógu að snúast við að hreinsa snjó af bílum sínum á Bretlandi. Dagblaðið Bild sagði að gærdagurinn hefði verið sá kaldasti 1. desember í 100 ár í Þýskalandi. Þar fór frostið allt niður í 18 gráður á Celsius. Evrópa skelfur í kuldakasti 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Þessi samskipti lækna og lyfjafyr- irtækja eru mjög viðkvæm og læknar þurfa stöðugt að vera á varðbergi vegna hugsanlegra hagsmuna- árekstra,“ segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Í fréttaskýringu í Morg- unblaðinu í gær var m.a. fjallað um markaðssetningu lyfja, rannsóknir, gæði lyfja og verðlagningu. Steindór Erlingsson, vísindasagnfræðingur, hefur skrifað þingmönnum og kallað eftir skýrum reglum um samskiptin. Landlæknir segir að lyfjamál séu stöðugt til umfjöllunar hjá embætt- inu og mikilvægt sé að stjórnvöld al- mennt séu vakandi fyrir þessum málaflokki. Halda verði lyfjakostnaði sem mest í skefjum, en um leið að tryggja gæði. Mikið hafi áunnist á síðustu árum við að beina sjúkra- stofnunum og einstaklingum í notkun ódýrari, en þó sambærilegra lyfja. Löggjafinn hafi lagt sitt af mörkum og Landlæknisembættið hafi tekið þátt í að upplýsa lækna um mismun- andi kostnað og kosti og galla. Lyfjafyrirtækin berjast um hlutdeild á markaðnum „Almennt eru læknar meðvitaðir um faglegar skyldur sínar og gagn- vart samfélaginu,“ segir Geir. „Læknafélagið hefur sett ákveðnar reglur um samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja, en ég get ekki dæmt um hvort það er fullnægjandi. Læknar hafa farið í ferðir á kostnað lyfjafyr- irtækja og mér finnst almennt að læknar eigi að vera á varðbergi gagn- vart slíku, en við getum ekki bannað fólki að fara í slíkar ferðir. Oft eru þær skipulagðar til að afla frekari þekkingar á sérsviði viðkomandi læknis og í öðrum tilvikum er um hópa að ræða, sem eru taldir mik- ilvægir fyrir viðkomandi flokk sjúk- dóma. Lyfin eru á frjálsum markaði og lyfjafyrirtækin berjast um hlut- deild á þessum markaði. Hinum meg- in eru rúmlega þúsund manns á land- inu sem hafa leyfi löggjafans til að skrifa og ávísa þessum lyfjum sem kosta samfélagið marga milljarða á ári. Þetta eru því mjög viðkvæm sam- skipti. Því má heldur ekki gleyma að læknar þurfa að vera vel upplýstir um þá valkosti sem eru í boði hverju sinni hvað varðar val á lyfi,“ segir Geir. Lyfjastofnun nálarauga Varðandi rannsóknir á lyfjum seg- ir landlæknir að mjög sé treyst á er- lendar systurstofnanir og fagtímarit. Hérlendis sé Lyfjastofnun það nál- arauga sem ný lyf þurfi að fara í gegnum áður en þau eru skráð á markað. Fleiri lyf séu skráð í ýmsum öðrum löndum heldur en á Íslandi . Læknar þurfa stöðugt að vera á varðbergi  Læknar hafa farið í ferðir á kostnað lyfjafyrirtækjanna, segir landlæknir „Við getum ekki bannað fólki að fara í slíkar ferðir,“ Geir Gunnlaugsson ERLENT Sendiráðsgögnin, sem samtökin Wikileaks komu í hendur valinna fjöl- miðla, sýna djúpan ágreining milli Bandaríkjanna og Pakistans vegna öryggis kjarnorkuvopna. Í gær kom fram að herinn í Pakistan hefði íhug- að að koma forseta landsins, Asif Ali Zardari, frá völdum eða taka hann af lífi. Jafnframt kom fram að Zardari hefði sagt við Joe Biden, varaforseta Bandaríkjanna, að óttaðist að pakist- anska leyniþjónustan hygðist ráða sig af dögum. Breska blaðið Guardian vitnaði í Anne Patterson, sendiherra Banda- ríkjanna í Pakistan. „Okkar helsta áhyggjuefni er ekki að herskár ísl- amisti steli heilu vopni, heldur mögu- leikinn á að einhver, sem starfi við að reka kjarnorkuáætlun Pakistana smygli smám saman nógu miklu efni til að á endanum verði hægt að smíða vopn,“ skrifaði Patterson 2009. Einnig er vísað í áhyggjur Breta og Rússa vegna þessara mála. Yfirlýsing Pakistana Pakistanar vísuðu í gær á bug að nokkur hætta væri fyrir hendi. Í yf- irlýsingu frá pakistanska utanríkis- ráðuneytinu, þar sem í tvígang var talað um „Vikilikes“, sagði að lekinn væri „misvísandi“ og „meinfýsinn“. Robert Gibbs, talsmaður Banda- ríkjaforseta, sagði í gær að kröfur um að Hillary Clinton, ut- anríkisráðherra Banda- ríkjanna, segði af sér vegna þeirra upplýs- inga, sem fram kæmu í skjölunum, væru „fá- ránlegar og út í hött“. Julian Ass- ange, stofnandi Wikileaks, sagði í við- tali við vikuritið Time að Clinton ætti að segja af sér ef í ljós kæmi að hún Pakistanar segja áhyggjur ástæðulausar Undir álagi Hillary Clinton, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í fyrradag á fund leiðtoga OECD- ríkja í Astana í Kasakstan.  Bandaríkin óttast að hryðjuverkamenn nái í kjarnavopn HIV-smituðum er nú tekið að fækka í heiminum og tekist hefur að draga úr fordómum og efla réttindi smit- aðra. Þetta kom fram í ávarpi Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, í tilefni af al- þjóðlega alnæmisdeginum í gær: „Með ákveðni og samstöðu hefur tekist að brjóta blað í baráttunni við alnæmisfaraldurinn.“ Ekki eru þó aðeins jákvæð teikn á lofti. Alnæmistilfellum hefur fjölgað á ný í Bandaríkjunum og Evr- ópuríkjum á borð við Bretland og Þýskaland. Vöxturinn þar er rakinn til sinnuleysis ungs fólks, sér- staklega karla, sem ekki gæta sín í kynlífi. Í Mið-Asíu og Austur-Evrópu hefur tekist að draga úr því að smit berist úr mæðrum í ný- fædd börn, en hins vegar eru miklar áhyggjur af útbreiðslu sjúkdómsins meðal eitur- lyfjaneytenda, sem sprauta sig. Dregur úr útbreiðslu HIV á heimsvísu SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Góðar fréttir Ban Ki-moon Tyggigúmmi hefur frá upphafi ver- ið bannað í kennslustofum um allan heim. Nú hefur tyggjóið fengið uppreisn í grunnskóla í Suður- Þýskalandi. Í Volkenscwhand-skólanum í Bæjaralandi verður tyggigúmmi hér eftir leyft. Skólastjórinn segir að það hjálpi nemendum að ein- beita sér og standast álag, sér- staklega í prófum. Einnig er jórturleðrið talið gott fyrir tannheilsu nemendanna. Armæðuvaldur kennara hlýtur náð SUÐUR-ÞÝSKALAND Interpol lýsti í gær eftir Julian Ass- ange, forsprakka Wikileaks, og fór fram á að hann yrði handtek- inn vegna ásakana um nauðgun, sem settar hafa verið fram í Svíþjóð. Mark Stephens, lögmaður Ass- ange, sagði að ástæðan fyr- ir handtökuskipuninni væri birting gagna úr sendi- ráðum Bandaríkjanna víða um heim. „Þetta eru ofsóknir, ekki lögsókn,“ sagði Stephens. Ekki er vitað hvar Assange dvel- ur. Í frétt frá AFP segir að hann sofi sjaldan tvær nætur á sama stað. Stjórn Ekvador bauð Assange hæli, en Rafael Correa forseti dró boðið til baka á þriðjudag. Sarah Palin, fyrrverandi forseta- frambjóðandi í Bandaríkjunum, hef- ur krafist að bandarísk stjórnvöld meðhöndli Wikileaks eins og hryðjuverkasamtök og láti frysta eignir starfsmanna þeirra. Ofsóknir, ekki lögsókn HANDTÖKUSKIPUN INTERPOL Á HENDUR JULIAN ASSANGE Julian Assange Meirihlutanum í borgarstjórn og sjálfstæðismönnum ber ekki saman um það hversu mikil áhrif fyrirhug- aðra hækkana álagningar í Reykjavík verði á hag fjölskyldna í borginni. Besti flokkurinn og Samfylkingin birtu í gær útreikninga sína sem sýna að mánaðarleg útgjöld hjá meðalfjöl- skyldu muni aukast um allt að 4.100 krónur eða um 50 þúsund krónur á ári. Inn í þá tölu reiknast útsvar, fast- eignaskattur á íbúðir, lóðarleiga, leik- skólagjöld, skólamatur og frístunda- heimili. Sjálfstæðismönnum reiknast hinsvegar til að hækkunin nemi 8- 12.000 krónum á mánuði, eða 100-150 þúsundum á ári, eins og sést í með- fylgjandi töflu. Sjálfstæðismenn telja að meirihlut- inn noti of fáar breytur í sínum út- reikningum og segi því aðeins hálfa söguna. Til dæmis séu ekki teknar með gjaldskrárhækkanir sem bitni á fjölskyldum með fleiri en eitt barn í leikskóla. Sjálfstæðismenn telja einn- ig nauðsynlegt að taka með í reikn- inginn breytur á borð við gjöld OR og kostnað við tómstundir, t.d. gjald í sund, Fjölskyldu- og húsdýragarð og sumarnámskeið barna. una@mbl.is Segja raunhækk- un útgjalda meiri Áhrif hækkana á fjölskyldu í Reykjavík Samtals mánaðarlaun fyrir skatt: 700.000 kr. | 2 börn á leikskóla | 1 barn í grunnskóla Fasteignamat íbúðar 2010: 24.000.000 | Lóðarverð (15%) 2010: 3.600.000 2011: 21.600.000 | 2011: 3.240.000 Kostn. 2010 Kostn. 2011 Leikskólagjöld - barn 1 227.205 239.360 Leikskólagjöld - barn 2 0 59.840 Skólamáltíð 52.500 57.750 Sorphirða 16.300 21.300 Fasteignaskattur 51.360 48.600 Lóðaskattur 2.880 5.346 Útsvar 1.050.739 1.064.448 OR gjöld 105.600 134.400 Frístund 87.833 105.399 Síðdegishressing Frístund 22.575 27.090 Samtals án tómstunda 1.616.992 1.763.534 Samtals með tómstundum 1.655.522 1.820.844 Mismunur: 146.542 kr. 165.322 kr. Samkvæmt útreikningum sjálfstæðismanna í borgarstjórn hefði fyrirskipað bandarískum sendi- erindrekum að njósna um embættis- menn hjá Sameinuðu þjóðunum vegna þess að slíkt væri í trássi við al- þjóðleg lög. „Ég átta mig ekki alveg á hvers vegna við ættum að láta okkur skoð- un eins manns með vefsíðu einhverju varða,“ sagði Gibbs Á leiðtogafundi OECD-ríkja í gær ræddi Clinton lekann á Wikileaks að fyrra bragði við nokkra leiðtoganna, sem koma fyrir í skjölunum, sumir með niðrandi hætti, þar á meðal An- gelu Merkel, kanslara Þýskalands, Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, Nick Clegg, aðstoð- arforsætisráðherra Bretlands, og Mikheil Saakashvili, forseta Georgíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.