Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 ✝ Ragnar Guð-mundsson fæddist á Leiðólfsstöðum í Laxárdal, Dalasýslu, 18. ágúst 1929. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 23. nóvember 2010. Foreldrar hans voru hjónin Guð- mundur Guðbrands- son, bóndi og silf- ursmiður á Leiðólfsstöðum, f. á Sámsstöðum í Lax- árdal 5. ágúst 1886, d. 4. okt. 1960, og Sigríður Ein- arsdóttir, f. á Hróðnýjarstöðum 25. maí 1892, d. 18. maí 1982. Guð- mundur og Sigríður eignuðust fimm börn. Systkini Ragnars eru: Jófríður f. 17. sept. 1913, d. 15. jan- úar 2003, Kjartan, f. 21. mars 1916, Ingiríður, f. 15. okt. 1917, d. 21. mars 2002, og Margrét, f. 16. mars 1922, d. 23. sept. 2009. Ragnar hóf búskap í Reykjavík árið 1954 með Friðgerði Þórð- ardóttur, f. 11. október 1930, frá Hjarðarholti í Laxárdal í Dalasýslu. Foreldrar Friðgerðar voru Þórður Jónsson, f. 13.12. 1899, d. 22.4. hann störf við Miðbæjarskólann í Reykjavík þar sem hann starfaði allt til ársins 1969 er hann hóf störf við Árbæjarskóla. Þar starfaði hann, bæði við almenn kennslustörf og sem yfirkennari allt til ársins 1990. Eftir að Ragnar lauk störfum við Árbæjarskóla fékkst hann mikið við ýmiss konar smíðar, einna helst í samvinnu við félaga og vini sem hann hafði kynnst í Árbæjarskóla. Hann var afkastamikill við smíðar og þótti leggja mikinn metnað í að skila af sér vönduðu verki á því sviði. Ragnar átti sér fjölmörg áhugamál og bar veiðiskap þar hæst, jafnt skot- og stangveiðar sem og veiðar á sjó. Ragnar þótti afar laginn við laxveiðar sem hann var farinn að stunda við Laxá í Döl- um vel innan við fermingu undir leiðsögn föður síns. Seinna á lífs- leiðinni átti hann eftir að starfa, í ein þrettán sumur, sem leið- sögumaður fyrir erlenda veiðimenn við Laxá í Dölum. Ragnar og Frið- gerður áttu farsælt hjónaband. Þau ferðuðust mikið saman og nutu samveru við ættingja og vini. Stangveiðar voru sameiginlegt áhugamál þeirra sem þau sinntu í vötnum og í ám landsins. Útför Ragnars verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag, 2. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. 1967, og Nanna Stef- ánsdóttir, f. 12.3. 1900, d. 9.5. 1956. Ragnar og Frið- gerður giftu sig 20. júlí 1957. Synir þeirra eru 1) Logi Ragn- arsson, f. 18.2. 1960, maki Jóhanna Stein- grímsdóttir, f. 17.3. 1961, þeirra börn eru Halla Hrund, f. 12.3. 1981, og Haukur Steinn, f. 13.8. 1990. 2) Valur Ragnarsson, f. 13.1. 1964, maki Sigríður Björnsdóttir, f. 2.4. 1962. Dóttir Sigríðar er Ingunn Ýr Guð- brandsdóttir, f. 17.5. 1983, og dóttir Ingunnar og fyrrum sambýlis- manns hennar, Hannesar Þ. Sig- urðssonar er Freyja, f. 16.11. 2006. Dóttir Vals og Sigríðar er Vaka, f. 3.5. 1989. Ragnar ólst upp á Leiðólfs- stöðum. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Reykjum í Hrúta- firði 1944-46 og 1947-48 og síðar við Kennaraskóla Íslands þaðan sem hann lauk prófi árið 1951. Ragnar stundaði kennslu við Lang- holtsskóla 1953-1954. Sama ár hóf Það var fallegt veður, frost og stilla daginn sem Ragnar tengdafaðir minn sigldi burt úr þessu jarðlífi. Margar minningar streyma fram frá ótalmörgum samverustundum, ferðalögum og veiðiferðum í fé- lagsskap vina og fjölskyldu. Ragnar naut sín best þar sem einhver ný og spennandi verkefni voru í gangi við að hanna, byggja eða breyta. Hann var aðalmaðurinn í að byggja húsið okkar og var þar vinnugleði í fyrir- rúmi. Hann var yfirleitt sá sem hafði mesta úthaldið, áfram skyldi halda. Oft byrjaði hann að vinna um klukk- an sex á morgnana og síðan var unnið áfram fram eftir kvöldi. Allir voru virkjaðir, vinkonur okkar Loga í að járnabinda og vinir í steypuvinnu eða negla þakplötur. Ragnar var mikill fjölskyldumaður og í góðum tengslum við börn og barnabörn fram á síðasta dag. Tók þátt í lífi þeirra og fylgdist með verk- efnum þeirra. Hann kunni listina að lifa, að njóta stóru sem og smáu stundanna í lífinu. Segja má að lífs- sýn hans birtist í Hvatningu, ljóði Ólafs Ragnarssonar, Látt’ ekki daga lífs þíns lit sínum glata, þótt birtur þér hafi verið bráðþungur dómur. Þótt lækning sé engin í augsýn er aldrei að vita hvað framtíð þér færir ef fast þú heldur í vonir. Látt’ ekki leifturmyrkva í sinni loka þér sýn fram á veg og hvorki gæfu né gleði úr greipum þér smjúga. Á þetta líttu sem áskorun nýja, átak sem styrkir vænlega reynslu sem veitir þér viðbótarþroska. Líttu á fólkið þitt ljúfa og lífsglaða vini, fjársjóð af minningum fögrum, fögnuð andrár og daga. Ég þakka fyrir dýrmætar minn- ingar sem við eigum sem vorum svo lánsöm að vera samferða Ragnari í þessari jarðvist. Jóhanna Steingrímsdóttir. Elsku Ragnar minn. Mig langar að senda þér smá- kveðju að leiðarlokum því ég er óend- anlega þakklát fyrir að hafa fengið að njóta samvista með þér undanfarin 25 ár. Það var á vormánuðum 1986 að ég og Valur sonur ykkar Diddu fór- um að rugla saman reytum. Þið tókuð mér og Ingunni Ýri dóttur minni opnum örmum og eignuðumst við í ykkur dásamlega tengdaforeldra og ömmu og afa. Ég komst fljótlega að því að þú hafðir góðan mann að geyma. Þú varst óþreytandi við að hlúa að þínu fólki og nutum við svo sannarlega góðs af því en handlagni þín átti sér engin takmörk. Það var sama hvað vantaði; þú gast alltaf reddað hlutunum. Sama hvort það var skápur, parket, eldhús eða jafn- vel heilt hús. Bústaðurinn okkar á Hellrum er minnisvarði um þig, þús- undþjalasmiðinn, Ragga Gumm, eins og við kölluðum þig svo oft. Það voru ófáar stundirnar sem við Valur áttum með þér við byggingu bústaðarins. Dýrmætar stundir sem geymast mér í minni. Þú kenndir mér, með þinni ótrúlegu þolinmæði, að smíða. Ég lifi að minnsta kosti í þeirri trú að ég kunni eitt og annað í þeim efnum eft- ir að hafa notið leiðsagnar þinnar. Þú kenndir mér fleira en að smíða. Þú kenndir mér líka að veiða á flugu. Aftur var það þessi óþrjótandi þol- inmæði þín sem varð til þess að ég get kastað flugu og veitt lax. Þú gast endalaust hlustað á söguna þegar ég fékk fyrsta laxinn á hitts. Ég veit ekki hvort sagan var svona góð eða hvort þú varst bara að hvetja mig áfram. Hvatning var einmitt nokkuð sem einkenndi þig því þú notaðir hvert tækifæri til að hvetja þitt fólk til dáða þannig að okkur virtust allir vegir færir. Einhvern veginn sást þú alltaf ljósu punktana í öllu sem mað- ur gerði. Sama hver vitleysan var. Já, Raggi þú varst lífsglaður maður og það var gaman að vera samferða þér. Þegar þú greindist með krabba- mein í sumar tókst þú því með stök- ustu ró. Þú sagðir okkur að þú værir sáttur við lífið, hefðir átt góða ævi og vildir engu breyta. Æðruleysi þitt hjálpar okkur sem eftir sitjum að takast á við framhaldið. Minningin um góðan mann sem var fjölskyldu sinni ómetanleg stoð og stytta í lífs- ins ólgusjó mun gera okkur kleift að brosa í gegnum tárin. Takk fyrir, elsku tengdapabbi, Sigríður (Sigga). Okkur systur langar að minnast afa okkar, Ragnars Guðmundssonar, með örfáum orðum. Við eigum fjöldann allan af minningum um afa Ragnar. Við barnabörnin höfum orð- ið þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp í sama hverfi og amma og afi svo samgangurinn hefur alla tíð verið mikill. Nálægðin varð til þess að sam- band okkar við afa og ömmu varð mjög náið og höfum við eytt ófáum stundum hjá þeim. Þegar við vorum yngri var aðalsportið að fá að gista hjá ömmu og afa í Hraunbænum því þar var taumurinn örlítið slakari og gleðin ávallt við völd. Skrifstofan hans afa þótti okkur heillandi staður og fengum við að leika okkur þar tím- unum saman. Síðar lögðum við hana undir okkur við lærdóm og það var hvergi betra að vera í prófatörn. Afi Ragnar var góður afi. Ekki síst fyrir þær sakir að hann var mikill félagi okkar og það var gaman að spjalla við hann um allt á milli himins og jarðar. Hann hafði mikinn áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur og það var ávallt hvatning að finna hversu stoltur hann var af afrekum barna- barnanna, stórum sem smáum. Elsku afi, við kveðjum þig með tregatárum en í hjörtum okkar lifir minning þín sem við munum halda á lofti um ókomna tíð. Takk fyrir allt. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma Didda, missir okkar er mikill og þinn sýnu mestur. Við búum svo vel að eiga hafsjó af fal- legum og skemmtilegum minningum um afa sem munu reynast okkur öll- um dýrmætar í framtíðinni. Guð gefi þér styrk. Ingunn og Vaka. Það var rétt eftir að ég tók á loft frá Boston til Kaliforníu að ég frétti að afi hefði líka flogið af stað í nýtt ferðalag – en í þetta skipti alla leið til himna. Ég sat í flugvélinni og hugs- aði um allar þær björtu minningar sem ég á og tengjast honum. Hann var svo skemmtilegur og góður afi – svo mikill kennari, félagi og fyrir- mynd mín í mörgu. Að eyða tíma með afa var til dæmis alltaf sérstakt sport. Ég man hvað það var spennandi að fá að læra að smíða með honum, að fara á kennara- jólaböllin með honum í Árbæjarskóla og að spyrja eftir honum á kennara- stofunni í frímínútum. Sem barn í skólanum tók ég strax eftir því hvað hann var vinamargur og vinsæll, enda svo alþýðlegur, jákvæður og greiðvikinn við alla. Ég man að ég hugsaði að mig langaði til að verða eins. Hluti af minningunum um afa tengist líka ótal frábærum veiðiferð- um. Stundum veiddist mikið en stundum minna. Hvernig sem gekk ítrekaði afi hins vegar alltaf við mig að í veiðinni yrði maður að vera þol- inmóður og þrautseigur. Það þýddi lítið að gefast upp, maður yrði bara að prófa sig áfram og þetta kæmi allt að lokum. Þessi góði hugsunarháttur hans úr veiðinni hefur sannarlega oft nýst mér vel þegar krefjandi við- fangsefni ber að höndum. En til við- bótar því að fá að fylgja afa Ragnari að í ólíkum verkefnum og viðburðum þykir mér vænst um allar þær góðu hversdagsstundir sem við áttum við eldhúsborðið í Árbænum. Umræð- urnar um pólitík, dægurmál, veiði, æskuár afa og ömmu og ferðalög voru svo skemmtilegar, enda iðulega mikið rökrætt, hlegið og spáð í spilin. Í gengum samvistirnar finnst mér ennfremur standa upp úr hvað afi var alltaf mikill jafningi okkar barna- barnanna og áhugasamur um það sem við vorum að taka okkur fyrir hendur. Hann var nefnilega talsmað- ur þess að maður nýtti lífið enda mik- ill framkvæmdamaður sjálfur. Hver man ekki eftir afa í Noregi að byggja sumarhús eða afa að kaupa sér sex- hjól? Þetta eru dæmi um hvað afi var góð fyrirmynd í því hvernig gera má lífið skemmtilegra. Þegar maður hugsar um svona ævintýramennsku kemur kannski engum á óvart að þegar ég var að velta fyrir mér nýj- um hugmyndum sagði afi oft hvetj- andi: „Halla Hrund, ég er alveg sann- færður um að þú eigir að gera þetta, þú lærir svo margt af því.“ Það var því alltaf gaman að deila með honum brjáluðum hugmyndum því eins og hann orðaði það: „Það gæti bara hreinlega margt verið vitlausara en að drífa í þessu, hver veit nema þetta gangi bara upp.“ Þetta veganesti hef- ur sannarlega reynst mér vel í gegn- um árin sem ég er þakklát fyrir. Þegar við afi hittumst svo í síðasta skipti í haust sagði hann meðal ann- ars við mig að lífið væri óútreiknan- legt og að það góða biði oft handan við hornið. Þessi góðu orð og allt það mikilvæga sem afi kenndi mér mun ég halda áfram að rækta með mér í framtíðinni um leið og ég hugsa til hans. Takk fyrir allt, elsku afi. Halla Hrund. Kveðja frá bekkjarsystkinum Þeim fækkar í hópnum sem út- skrifaðist frá Kennaraskóla Íslands 1951. Nú hefur Ragnar Guðmunds- son kvatt hópinn. Ragnar kom utan af landi í Kenn- araskólann eins og flestir nemenda sem voru í þessum árgangi. Hann var Dalamaður. Ragnar var mjög hress í framkomu, en aldrei mikið fyrir að troða sér áfram. Hann var hins vegar alltaf tilbúinn að taka þátt og vera með þegar eitthvað stóð til hjá hópn- um. Það var mjög gott að leita til hans, hann var svo verkhygginn. Hann þurfti ekki að úttala sig mikið um hlutina heldur gekk í verkið. Svo hafði hann sérlega gott skap og lúmskan húmor en trygglyndi var þó sá þáttur í fari hans sem við mátum mest. Hann var vel á sig kominn lík- amlega, góður leikfimimaður og virt- ist halda sinni stælingu til endadæg- urs. Mér er minnisstætt þegar við fjög- ur pör úr skólanum vorum að æfa dans undir stjórn Sigríðar Valgeirs- dóttur. Það var glaðværð í hópnum og við vönduðum okkur enda áttum við að sýna á árshátíð skólans. Fleiri skemmtileg atvik koma upp í hugann þegar hugsað er til skólaáranna. Hópurinn sem útskrifaðist 1951 hef- ur haldið nokkuð vel saman og hist árlega ásamt mökum. Þá hefur verið farið eitthvað út fyrir borgina og gist þar. Ragnar og kona hans Friðgerð- ur Þórðardóttir tóku fullan þátt í þessum samverustundum. Í vor ætl- uðum við að hittast eins og endranær en þá tóku eldgosin af okkur ráðin svo við gátum ekki farið á þann stað sem búið var að velja. Þegar við kom- um saman á næsta ári verður Ragn- ars sárt saknað. Ragnar kenndi allan sinn feril í Reykjavík og var mjög farsæll í starfi. Það var sótt eftir því að hann tæki að sér starf aðstoðarskólastjóra (yfirkennara eins og það hét þá) við Árbæjarskóla 1970 og sýndi það hve mikils trausts hann naut hjá fræðslu- yfirvöldum. En hann sagði því starfi lausu eftir 14 ár og fór aftur í al- menna kennslu. Hann vildi enda sinn feril sem almennur kennari og keppti ekki að frekari vegtyllum. Þannig var skapgerð hans. Með því að minnka þá ábyrgð og þá miklu vinnu sem fylgdi stjórnunarstarfinu gat hann betur sinnt smíðunum sem hann hafði bæði mikla löngun og hæfileika til að vinna. Trúlega hefði honum staðið til boða að taka að sér starf skólastjóra en það var ekki hans keppimark að komast hærra í metorðastiganum. Hann kappkostaði að skila vel því verki sem honum var trúað fyrir og það fullnægði metnaði hans. Ragnar var afskaplega notalegur félagi og þó að mánuðir liðu án þess að við sæjumst var viðmótið alltaf það sama, léttleiki og glaðværð. Við bekkjarsystkinin þökkum honum samfylgdina gegnum árin og sendum Friðgerði og afkomendum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Kári Arnórsson. Fallinn er frá gamall samkennari og góður vinur. Á árunum 1952-’55 komu nokkrir ungir kennarar til starfa við Miðbæjarskólann í Reykja- vík, þar á meðal var Ragnar. Við vor- um oft nefndir ungu kennararnir því þónokkur aldursmunur var á okkur og meirihluta þeirra kennara sem fyrir voru. Samskiptin við eldri kenn- arana voru til fyrirmyndar enda gát- um við mikið af þeim lært. Starfsandi og félagslíf var til sóma undir góðlát- legri stjórn Pálma Jósefssonar skóla- stjóra. Sá sem þessar línur ritar kenndi í mörg ár í næstu stofu við Ragnar. Við fylgdumst því vel með nemendum hvor annars og áttum mikil og góð samskipti. Gaman var að sjá hve vel hann náði til nemenda sinna, enda var hann þeim sem besti vinur. Eftir að Miðbæjarskólinn var lagð- ur niður vorið 1969 tvístraðist kenn- arahópurinn að sjálfsögðu þó að margir flyttu sig yfir í Austurbæjar- skóla. Ragnar hóf störf við Árbæj- arskóla og var þar yfirkennari um árabil. En áhugamál hans um smíðar hafði að lokum yfirhöndina. Margir ættingjar hans og vinir hafa því á liðnum árum notið lagni hans og kunnáttu á þeim vettvangi. Eftir að leiðir skildu í Miðbæjar- skólanum höfum við af og til hist á heimilum hvor annars og ávallt verið fagnaðarfundir. Það fékk mikið á okkur hjónin þegar Ragnar hringdi í haust og sagði frá veikindum sínum og ekki væri talið að hann ætti langt eftir. Við heimsóknir til Ragnars heima og á líknardeildina dáðist ég að æðruleysi hans og léttleika við þessar aðstæður. Mest var þó dvalið við gamlar minningar. Minnst var eins úr hópi okkar „ungkennaranna“ Þráins Guðmundssonar, fyrrverandi skólastjóra, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Við höfðum mikinn áhuga á skák og var Þráinn þar fremstur í flokki. Nú var Ragnar ekki frá því að gaman væri að taka nokkr- ar skákir en því miður varð ekki af því. Við hjónin samhryggjumst Diddu og fjölskyldunni við þeirra mikla missi og biðjum þeim Guðs blessun- ar. Þorvaldur Óskarsson. Tíminn er haf, en það endar við strönd. Þú munt ef til vill ekki hitta mig á morgun. (Bob Dylan.) Tímaþröng, vandamál og mann- ekla voru einkenni verkefna sem ég fól Ragnari. Hann svaraði með vinnuhörku, lausnum og mannafla í bland við vinsemd, glettni og enda- laust flóð af sögum um skemmtilegt fólk og góða veiði. Óvænt vandræði komu Ragnari aldrei úr jafnvægi – eitt símtal leysti venjulega vandann, frændur og vinir gengu frá öðrum verkum til að liðsinna. Verkstjóri, vinur og gleðigjafi – ég minnist með gleði í hjarta góðra samverustunda í fjölskylduveislum og við smíðar. Eft- ir stendur völundarsmíð sem við njótum og skissur af því sem ekki náðist að klára. Ragnar er farinn, en hann lifir áfram í afkomendum sín- um. Samúðarkveðjur sendi ég Diddu, Val, Loga og fjölskyldum. Björn Ágúst Björnsson. Heiðursmaðurinn Ragnar Guð- mundsson er fallinn. Ragnari kynnt- ist ég fyrst fyrir fjórum áratugum og rofnaði það samband ekki. Bar aldrei Ragnar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.