Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2010 Saman hafa verið teknar ábók hugleiðingar Matthías-ar Johannessen sem birtarhafa verið á netinu undir nafninu Á vígvelli siðmenningar. Í formála bókarinnar talar Jakob F. Ásgeirsson um tilraun Baugsmanna til að brjótast til áhrifa á öllum sviðum þjóðfélagsins sem hin mestu átök síðan á Sturlungaöld. Það verður að teljast ofmælt. Jakob lýs- ir einnig hvernig Matthías hafi tek- ið til vopna í þágu siðlegs lífs á Ís- landi en bætir síðan við hinu aug- ljósa að Matthías hafði varla val um með hverjum hann stæði þegar sonur hans, ríkislögreglustjórinn, var eitt helsta skotmark níðsher- ferða Baugsmanna. En varla getur réttlát barátta Vaclav Havels gegn alræði og ógeði öfgavinstrimanna talist eitthvað minna göfug af því að hann hafði ekkert val þar sem faðir hans hafði verið auðmaður. Í bókinni eru kunnug stef eldri kyn- slóðarinnar sem bendir á að hvorki Eliot né Auden var aðlaður en poppstjörnur og eigandi plötu- búðar. Það snertir mann af hve miklum hæfileika hann notar ljóð til að skerpa á því sem hann meinar, en einnig eftirtektarvert hvað skáldin í kynslóðinni sem kemur á eftir honum nota mikið lagatexta poppstjarnanna. Matthías hefur mikið vald á ís- lenskri tungu. Texti hans er mátt- ugur, slunginn þekkingu og reynslu. Málsgreinarnar ná há- punkti á útreiknuðum og meðvit- uðum tímapunkti, setningarnar hitta beint í mark. Það er lærdóms- ríkt að lesa texta hans, þó ekki væri nema vegna stílsins. Matthías fjallar á áhugaverðan hátt um skáldskap og fræga andúð Baudelaires á því að vera nytsöm manneskja. Það er erfitt að segja hvort það hafi skaðað eða bætt skáldskap Matthíasar að hann hef- ur svo sannarlega verið nytsöm manneskja í þessu lífi. Matthías var þátttakandi í tveim- ur stríðum; kalda stríðinu og síðan tilraun auðmanna til að ná öllum völdum á Íslandi. Þar sem kalda stríðið vannst er meiri áhersla á hin átökin. Vangaveltur um vangetu dómstólanna í Baugsmálinu eru áhugaverðar, sama má segja um greiningu hans á níðsherferðum Baugsmiðlanna. Skemmtilegust er umfjöllun hans um hirðdekur og hvernig við „dúðum metnað okkar í dúnmjúka blekkingu frægð- arinnar“. Matthías fjallar þónokkuð um út- rásina sem hann telur að eigi frek- ar að nefna innrásina í sparifé landsmanna. Hann bendir á að sjálfur hafi hann verið flæktur í þann lygavef sem auðmennirnir spunnu í kringum glæpi sína, en núna sé „vefurinn fallinn og enginn dauður, nema kóngulóin“. Um þá ríku menn sem hann þekkti í gamla daga, segir Matt- hías; „Hugsjón þeirra var sú að auðgast fyrir almenning“, sem er ólíkt því sem síðar var. Göfuglyndi Matthíasar skín í gegn. Hann sá enga ástæðu til að miklast af sigri í kalda stríðinu og núa þeim því um nasir sem áttu nóg með að afbera það að hafa eytt ævinni í baráttu fyrir hugsjónir sem voru hrundar til grunna. Ólíkt flestum pólitískum andstæðingum sínum hefur hann líka haft gáfur og getu til að horfa framhjá pólitík þegar hann fjallar um skáldskap. Bókin er listavel skrifuð og at- hugasemdir Matthíasar meitlaðar og sitja með lesandanum lengi. Það er frábært að fá bók frá þessum Fjölnismanni okkar tíma, Ivan Bunin okkar lands, þótt Matthías hafi ekki þurft að flýja land þar sem öfgavinstrimenn náðu aldrei mikilvægum völdum hér nema í mennta- og menningarheiminum. Fjölnismaður okkar tíma talar af vígvellinum Á vígvelli siðmenningar bbbmn Eftir Matthías Johannessen Bókafélagið Ugla 2010, 256 bls. BÖRKUR GUNNARSSON BÆKUR Morgunblaðið/Kristinn Matthías Johannessen „Bókin er listavel skrifuð og athugasemdir Matt- híasar meitlaðar og sitja með lesandanum lengi.“ Þetta er stór bók, 632 bls. ívænu broti, litprentuðmeð ótal myndum ogskýringarteikningum og nauðsynlegum skrám. Hér er afar ítarleg heimildaskrá og skrár um ljósmyndir, íðorð, alþjóðleg fræði- orð og íslensk sveppaheiti. Meg- inmál bókarinnar er síðan tvískipt. Fyrri parturinn og sá styttri (136 bls.) fjallar almennt um sveppi og sveppafræði, eðli sveppa og form- gerð, sveppi í lífríkinu, gerð er grein fyrir nytjum og skaðsemi, sögu rannsókna, bæði í alþjóðlegu og íslensku samhengi. Í lok þessa bókarhluta er fjallað um sveppa- söfnun og greiningu. Síðari hluti bókar er miklum mun lengri og er lýsing á íslenskum sveppum og flokkum þeirra. Ég fæ ekki betur séð en frá- gangur bókar sé góður. Myndir mættu raunar vera stærri, en ég get alveg fallist á þau rök sem fram koma í formála að stærri myndir kalla á stærra brot og þar með óhandhægt. Ég rakst á örfáar prentvillur og þó einkum skipt- ingavillur milli lína sem meiri hætta er á í tvídálka broti. En fyrir hverja er þá þessi bók? Notagildi hennar er margvíslegt. Hér geta eigendur timburhúsa séð hvaða sveppir ógna ríki þeirra og hvernig á að verjast þeim og hvað ber að varast í þeim efnum. Trjá- ræktendur sjá hér glögglega hvaða sníkjusveppir og ryðsveppir geta leikið gróður þeirra grátt, ef svo má segja um ryðsveppi. Þeir sem breyta lífrænum úrgangi í mold eiga hér fróðleiksbrunn og ekki síst þeir sem safna sveppum, verka þá og borða sér til bragðbætis. Hér er verkunaraðferðum lýst og hvað hentar best. Hér er greint frá hlutverki sveppa við öl- og ostagerð, svo nokkuð sé nefnt og síðan geta menn fengið fótsveppi sér til ama. Eiginlega er þetta bók sem veitir svör við ótal spurn- ingum og raunar vakna fleiri spurningar en mann grunar um leið og svörin birtast! Það kom mér á óvart að hér hafa greinst um 2000 sveppategundir, þar af um 700 stórsveppategundir; og væntanlega á enn eftir að bætast í sumblið. Sveppir eru beinlínis allt í kringum okkur – og undir iljum, jafnvel þar sem feyra er í malbiki! Þeir eru mikilvægur hlekkur í þeirri hringrás náttúrunnar sem er lífinu nauðsynleg. Sveppir eru eig- inlega afskaplega merkilegar líf- verur og í raun ótrúlegt að sjá hvað skilgreiningar á kerfum við upphaf 21. aldar eru sumpart óljósar þegar að sveppum kemur. Ég ætla mér ekki þá dul að fara í fræðilega sauma á þessu riti, ég nálgast það sem mikill áhugamað- ur um sveppatínslu og -át, auk þess sem ég rækta tré, held við timburhúsi og á safnhaug og er stórum fróðari eftir lesturinn um betrumbætur á öllum þessum svið- um! Bókin er læsileg af því að hún er á góðri íslensku. Hins vegar er umræðuefnið mjög sérhæft, fræði- orð eru í hverri línu og ótal nýyrði blasa við augum og lesandi þarf að fara hægt yfir síður og einbeita sér, og þó eru orðin gegnsæ í besta máta. Mörg þessara orða hefur Helgi búið til, einkum nöfn á sveppum og þau eru hugvitssamleg og mörg hver falleg og nær öll lýs- andi. Nú veit ég ekki hvaða nöfn Helgi bjó til en hér eru nokkur úr skrá um íslensk sveppaheiti: blá- silfri, bumbutrekla, dvergdusill, glanstrefill, glitberkill, gullspaði, hrímhetta, kveiftrefill og mætti svo halda áfram til loka stafrófsins. Það er af sem áður var þegar menn notuðu orðið gorkúla um alla sveppi. Færeyingar eiga hins veg- ar orðið hundaland um það svæði sem sveppir þekja: þeir eiga að vaxa þar sem hundar míga. Þessi bók er mikið eljuverk og hefur verið áratugi í smíðum og ber vott ríkulegri þolinmæði, alúð og virðingu fyrir viðfangsefninu. Ég óska Helga Hallgrímssyni til hamingju með verkið. Þetta er ekki bara sveppabók, þetta er Sveppabókin, sem allir áhugamenn um þessar dularfullu lífverur þurfa að eiga og lesa. Sveppir, sveppir alls staðar Sveppabókin – Íslenskir sveppir og sveppafræði bbbbn Eftir Helga Hallgrímsson. Skrudda 2010. 632 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Helgi Hallgrímsson „Þessi bók er mikið eljuverk...“ segir m.a. í dómnum. METSÖLULISTI BÓKAVERSLANA byggir á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur (stórmörkuðum, bensínstöðvum o.fl.). Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman listann fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda. Metsölulisti Félags bókaútgefenda 22. til 28. nóvember Allar bækur 1 Léttir réttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Hagkaup 2 Furðustrandir - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 3 Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 4 Stóra Disney matreiðslubókin - Ýmsir höfundar / Edda 5 Bók fyrir forvitnar stelpur! - Þóra Tómasdóttir/Kristín Tómasdóttir / Veröld 6 Gunnar Thoroddsen - Guðni Th. Jóhannesson / JPV útgáfa 7 Þokan - Þorgrímur Þráinsson / Mál og menning 8 Útkall, pabbi hreyflarnir loga - Óttar Sveinsson / Útkall 9 Eyjafjallajökull - Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson / Uppheimar 10 Ertu Guð, afi? - Þorgrímur Þráinsson / Vaka- Helgafell Íslensk og þýdd skáldverk 1 Furðustrandir - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 2 Ég man þig - Yrsa Sigurðardóttir / Veröld 3 Ljósa - Kristín Steinsdóttir / Vaka- Helgafell 4 Morgunengill - Árni Þórarinsson / JPV útgáfa 5 Svar við bréfi Helgu - Bergsveinn Birgisson / Bjartur 6 Önnur líf -Ævar Örn Jósepsson / Uppheimar 7 Heimanfylgja - Steinunn Jóhannesdóttir / JPV útgáfa 8 Handritið að kvikmynd - Bragi Ólafsson / Mál og menning 9 Martröð millanna - Óskar Hrafn Þorvaldsson /JPVútgáfa 10 Áttablaðarósin - Óttar M.�orðfjörð / Sögur Æviminningar 1 Gunnar Thoroddsen - Guðni Th. Jóhannesson / JPV útgáfa 2 Jónína Ben - Sölvi Tryggvason / Sena 3 Það reddast - Inga Rósa Þórðardóttir / Hólar 4 Þóra Biskups og raunir íslenskrar.... - Sigrún Pálsdóttir / JPV útgáfa 5 Alvara leiksins - ævisaga Gunnars Eyjólfssonar - Árni Bergmann / JPV útgáfa 6 Árni Matt : frá bankahruni til byltingar - Árni M.Mathiesen / Veröld 7 10.10.10 - atvinnumannssaga Loga Geirssonar - Henry Birgir Gunnarsson / Vaka-Helgafell 8 Á valdi örlaganna - Þórunn Sigurðardóttir / JPV útgáfa 9 Fátækt fólk - Tryggvi Emilsson / Forlagið 10 19. nóvember - ævim. Hauks Guðmundssonar - Freyja Jónsdóttir / Sögur útgáfa Barnabækur 1 Bók fyrir forvitnar stelpur! - Þóra Tómasdóttir/Kristín Tómasdóttir / Veröld 2 Þokan - Þorgrímur Þráinsson / Mál og menning 3 Ertu Guð afi? - Þorgrímur Þráinsson / Vaka- Helgafell 4 Jólasyrpa 2010 - Disney / Edda 5 Þú getur eldað! - Annabel Karmel / Vaka-Helgafell 6 Lítil saga um latan unga - Guðrún Helgadóttir / Vaka-Helgafell 7 Jólasveinarnir - Iðunn Steinsdóttir / Salka 8 Jólasmásyrpa 2010 - Disney / Edda 9 Töframaðurinn - Michael Scott / JPV útgáfa 10 Strumpafjör 1 - Peyo / Iðunn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.