Morgunblaðið - 15.12.2010, Side 18

Morgunblaðið - 15.12.2010, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú liggurfyrir Al-þingi frumvarp fjár- málaráðherra um farþegagjald og gistináttagjald. Í umsögn fjárlagaskrifstofu seg- ir að áætlað sé að þessi gjöld afli ríkissjóði 400 milljóna króna tekna á ári og í fyrstu grein frumvarpsins segir að markmið laganna sé að „afla tekna til að stuðla að uppbygg- ingu, viðhaldi og verndun fjöl- sóttra ferðamannastaða, frið- lýstra svæða og þjóðgarða. Jafnframt að afla tekna til þess að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins.“ Það er því óhætt að segja að markmiðið sé göfugt, en þrátt fyrir það hljóta að vakna veru- legar efasemdir um að veita fjármálaráðherra heimild til slíkrar gjaldtöku. Núverandi fjármálaráðherra hefur sýnt að hann ber afar takmarkaða virðingu fyrir sér- tækri gjaldtöku af þessu tagi og lítur þessi eyrnamerktu gjöld svipuðum augum og sauðaþjófar litu sauði nágrann- ans fyrr á öldum. Útvarpsgjaldið er skýrt dæmi um þetta. Í fjárlögum sem fjármálaráðherra lagði fram í haust var gert ráð fyrir að 140 milljónir króna af út- varpsgjaldinu rynnu beint í ríkissjóð án viðkomu í Efsta- leitinu. Fjármálaráðherra sagði við fréttastofu Ríkis- útvarpsins, sem hafði meiri áhuga á þessu gjaldi en ýmsum öðrum, að ekkert væri at- hugavert við þetta. Útvarps- gjaldið væri tekjur ríkisins, lagt á til að mæta kostnaði við tiltekna hluti en það þýddi ekki að sá aðili fengi þá fjárhæð sem gjald- ið gæfi. Þetta viðhorf fjármálaráð- herra er sérstaklega umhugs- unarvert í ljósi þeirrar ríku til- hneigingar núverandi ríkisstjórnar að finna upp á nýjum gjöldum til að leggja á almenning ofan á síendur- teknar skattahækkanir. Svo dæmi sé tekið verður ekki hjá því komist að horfa á fyrirhuguð veggjöld í þessu ljósi. Almenningur hlýtur að velta því fyrir sér hvaða líkur séu á því að fjármálaráðherra muni láta þann nýja gjaldstofn í friði takist að koma honum á. Eru umtalsverðar líkur á að Steingrímur J. Sigfússon standist þá freistingu að leggja nokkrar krónur aukalega á bíla sem aka Hellisheiðina til Hveragerðis eða Selfoss? Spurningar af þessu tagi hljóta að vakna í ljósi viðhorfa fjármálaráðherra og um leið ríkisstjórnarinnar allrar til eðlis eyrnamerktrar gjaldtöku. Þegar ríkisstjórnin hefur það yfirlýsta viðhorf að eyrna- merkt gjöld séu í raun aðeins viðbótarleið til að afla aukinna skatttekna í ríkissjóð, þá hljóta allar viðvörunarbjöllur að fara af stað þegar ríkisstjórnin ræð- ir ný gjöld. Og þegar skatt- heimtan er þegar komin út fyr- ir gjaldþol almennings ættu bjöllurnar að hringja af enn meiri ákafa en ella. Viðhorf ráðherra til eyrnamerktra skatta á sér sögulegar hliðstæður } Gjaldþol almennings Julian Assange,forsprakki Lekavefsins, hafði ekki fyrr fengið samþykkta kröfu um að verða látinn laus gegn trygg- ingu, en Svíar áfrýjuðu og frestast því ákvörðun í málinu í það minnsta þar til í dag. Verði niðurstaðan sú sama á næsta dómstigi er ólíklegt að hann losni strax. Tryggingar- gjaldið er hátt, eða um 40 millj- ónir króna, þannig að jafnvel þótt fljótt næðist að öngla aur- unum saman gæti tekið hann fast að því viku að losna, því breska bankakerfið er svo lengi að sannreyna ávísanir, eins og ýmsir hafa kynnst. Ekki eru svo sem efni til að leggja dóm á framsalskröfu Svía, en hún virðist þó eiga mun greiðari leið að hjarta breskrar lög- og dómgæslu en nýleg tilmæli hins ís- lenska sérstaka saksóknara. Hver er skýringin? Þeg- ar lesnar eru frá- sagnir af ásök- unum tveggja sænskra kvenna á hendur forstjóra Lekavefsins virðist með ólíkindum ef sá áburður getur leitt til sakfell- ingar hans. Með hliðsjón af því er lipurð breskra dómstóla við meðhöndlun framsalskröfu enn athyglisverðari en ella og því ekki undarlegt að spurningar vakni um hvort öðrum og óskyldum þáttum sé blandað saman við meðferð málsins. Hvað sem segja má um leka- starfsemina er dapurlegt ef breskir dómstólar láta undan utanaðkomandi þrýstingi, eins og hent hefur marga að undan- förnu. Hröð viðbrögð Breta við framsalskröfu frá Svíþjóð hljóta að undra sérstakan saksóknara} Misgóð þjónusta Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! S vo orti þjóðskáldið hafísárið mikla 1888 og vakti að vonum lands- athygli. Merkilegur andskoti hvað þessi orð skáldsins eiga líka vel við í dag, á þessum ömurlegustu tím- um allra tíma þar sem allt er að fara til fjand- ans ef það er ekki löngu búið að því. Hvar- vetna blasir við að það sé allt í kalda koli hjá þessari ömurlega ömurlegu þjóð sem er upp- full af aumum aumingjum. Ég meina, þessi þjóð er svo lélega léleg að hún hlustar ekki á mig og okkur þessa sem vitum hvað er á seyði, okkur sem sjáum hvað er að, okkur sem erum með það á hreinu hvað á að gera! (Við þessir sem vitum hvað er á seyði, hvað er að og hvað á að gera erum reynd- ar ekki alltaf sammála en það er vegna þess að hinir við, þ.e. aðrir við en ég, eru soddan aumingjar, eiginlega aumir aumingjar). Stórslysa land, fóstrað af feiknum og raunum, fóðrað með logandi kaunum, stórslysa land! Hvað er að þessari þjóð?! spurði einhver um daginn og annar svaraði: Hún er með gullfiskaminni! Biluð þjóð hrópaði einn, annar sat fastur í botnlausu vonleysi yfir því hvað þjóðin væri ömurleg og sá þriðji kveinkaði sér yfir því að Íslendingar væru upp til hópa huglausir. Já, víst er hún ömurleg þessi huglausa þjóð og ekki bara það: Hún er ömurlega ömurleg og það er reyndar allt ömurlegt í kringum okkur, ekki bara þessi ömurlega þjóð með sína ömurlegu menningu og ömurlegu tungu, heldur líka þetta vandræða land, skakkt eins og skot- hendu kvæði: Vandræða land, skakkt eins og skothendu kvæði skapaði Guð þig í bræði, vandræða land! Ég vona það, kæri lesandi, að þú hafi náð að sökkva þér niður í ömurleika þessa jarðlífs með mér, þessa jarðkífs, í það minnsta ef litið er til Íslands, mér skilst að það sé allt svo miklu betra annars staðar: Vesæla land! Setið er nú meðan sætt er, senn er nú étið hvað ætt er, vesæla land! Þrátt fyrir það er ég ekki á leiðinni burt, því það er allt svo ömurlega ömurlegt allsstaðar á þessu ömurlega öm- urlega landi að það er eiginlega frábært! Árni Matthíasson Pistill Hordregið örverpi Ránar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Í slenskir fornleifafræðingar horfa fram á mögur ár, sjóð- ir sem styrkt hafa rann- sóknir eru nær tæmdir og framlag á fjárlögum er nú skorið niður við trog. Fyrir tveim ár- um var veitt alls um 122 milljónum króna til rannsókna, nú stefnir í að næsta ár verði fjárhæðin komin nið- ur í tæpar 26 milljónir; niðurskurð- urinn er upp á 80%. Engir nýnemar fengu inngöngu í greinina í Háskól- ann í haust vegna sparnaðar. Á síðustu 10-15 árum hefur ver- ið gróska í íslenskum fornleifarann- sóknum vegna myndarlegra fram- laga úr nokkrum sjóðum. Þannig eru nú um 70 fornleifafræðingar í Félagi íslenskra fornleifafræðinga auk 20 nemenda. Fornleifastofnun Íslands og erlendir samstarfsaðilar hafa unnið að umfangsmiklum rann- sóknum í Mývatnssveit sem vakið hafa athygli erlendis. „Hér gerist lokakaflinn í for- sögu Evrópu,“ segir einn höfund- anna, Adolf Friðriksson, fornleifa- fræðingur og forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands. „Járn- aldarbændurnir sem hingað komu fluttu með sér þekkingu sína og reynslu, menningu og siði og mörk- uðu fyrstu spor mannkyns á ónumdu landi. Það er óvenjulegt fyrir forn- leifafræðinga að hafa aðgang að jafn skýrum ummerkjum um athafnir mannsins frá þessu tímabili.“ Hann segir eðlilegt að skera verði niður framlög en mikilvægt sé að halda lágmarksstarfsemi gang- andi, ella geti uppbyggingin síðasta áratuginn horfið. Og rannsóknirnar hafi efnahagslegt gildi. Fornleifar séu á um 120 þúsund stöðum á land- inu og mörg verkefni fornleifafræð- inga snúist um að byggja upp nýja áningarstaði fyrir ferðamenn. Og fornleifafræðingar hafi verið dugleg- ir við að afla erlendra styrkja. Adolf segist halda að greinin afli ríkissjóði meiri tekna en útgjalda og einnig landkynningar í sjónvarpsþáttum sem nýtist ferðaþjónustunni. Allar hirslur að tæmast Kristnihátíðarsjóður, sem stofnaður var árið 2000, veitti í fimm ár fé til rannsókna á þekktum sögu- stöðum sem tengjast kristni, nefna má Hóla, Skálholt, Þingvelli, Kirkju- bæjarklaustur, Skriðuklaustur og Gásar. En síðustu krónurnar úr sjóðnum voru nýttar árið 2006. Verið er að klára á þessu ári síðustu styrki úr Þjóðhátíðarsjóði, sem veitt hefur rannsóknastyrki síðan á áttunda áratug síðustu aldar, og Fornleifa- sjóður, sem stofnaður var 2003, sker sínar styrkveitingar úr 25 milljónum á þessu ári í 17 milljónir 2011. „Þegar fjárlögin detta nánast út stendur Fornleifasjóður einn eftir, allir reiða sig á hann og þá er lítið til skiptanna,“ segir Lilja Björk Páls- dóttir, formaður Félags íslenskra fornleifafræðinga. „Ég er hrædd um að það verði lítið um rann- sóknir. Það er alltaf ákveðinn stofnkostnaður við að fara í verk, hvort sem það er skrán- ing eða uppgröftur.“ Ekki er alltaf hægt að fresta rannsóknum. Sums staðar eru fornleifar í hættu vegna landbrots, t.d. á Gufuskálum og við Kolku- ós. Lilja Björk mun stýra rannsóknum á Gufuskálum sem verða nær alveg kost- aðar af erlendum aðilum. Hún segir að auðvitað sé ekki hægt að bjarga öllu en það sé sorglegt að sögulega mikilvægar leifar einfald- lega hverfi í sjóinn. Fornleifarannsóknir að verða hornreka? Ljósmynd/H. M. Roberts Friðlýst Fornleifauppgröftur að Gásum við Eyjafjörð. Þar var mikill versl- unarstaður á miðöldum og hugsanlega fram á 16. öld. Í þjóðminjalögum frá 2001 er ákvæði um að framkvæmda- aðila sé skylt að greiða fyrir rannsókn á fornleifum sem finnist á framkvæmdasvæði. Komið hefur fyrir að bændur hafi ætlað að endurnýja t.d. útihús og rekist þá á leifar sem talið hefur verið brýnt að rann- saka. Orðrómur hefur heyrst um að stundum hafi mönn- um óað við kostnaðinum og einfaldlega hætt við framkvæmdir. En Forn- leifasjóður hefur gjarnan hlaupið undir bagga í slíkum tilfellum til að tryggja að kostnaðurinn riði bændum ekki á slig. Hann verður síður fær um það þegar fornleifafræðingar þurfa að treysta á stöðugt minnkandi sjóðinn vegna harka- legs niðurskurðar á fjárlögum. Hjálpandi hönd lömuð? FORNLEIFASJÓÐUR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.