Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 ALLAR VERSLANIR FULLAR AF JÓLAVÖRUM Næg bílastæði! Opið til 23 í dag Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hætta er á að geislaplötur vinsælla íslenskra tónlistarmanna eins og Spilverks þjóðanna og Baggalúts komist ekki í eins marga jólapakka í ár og jólagjafakaupendur vildu vegna truflana á samgöngum í Evr- ópu undanfarna daga og vikur. Sending sem átti að berast útgáfu- fyrirtækinu Senu í gærmorgun frá safnstöð Flugleiða í Belgíu komst ekki til landsins en bundnar eru von- ir við að hún komist til skila í dag. Að sögn Ástu Eddu Stefáns- dóttur, innflutningsstjóra Senu, hef- ur frakt safnast upp vegna þess að allt var stopp á flugvöllum í Evrópu auk þess sem vörubílar hafa komist lítt áleiðis. Þannig tók það vörubíla- farm frá Tékklandi, þar sem Sena lætur framleiða fyrir sig, fimm daga að komast til Belgíu. „Þá eru Flugleiðir í vandræðum með að hreinsa upp fraktina. Mér skilst að það sé mikið til út af því að þeir hafa ekki getað lent í Bret- landi,“ segir Ásta Edda. Spilverkið í hættu Á meðal þess sem er í sending- unni sem setið hefur föst í Belgíu eru endurprentanir á jólaplötum Baggalúts annars vegar og Sigurðar Guðmundssonar og Memfismafíunn- ar hins vegar. Liggur því aug- ljóslega mikið á að plöturnar komist í hús fyrir jól. Auk þess er fyrsta prentun á heildarútgáfu á plötum Spilverks þjóðanna föst ytra. Segir Ásta að plöturnar hafi verið pantaðar tímanlega en í stað- inn fyrir tveggja daga afgreiðslu- tíma sé hann orðinn fimm dagar. „Þetta á að koma í fyrramálið [í dag]. Það verður bara allt sett á fullt að dreifa þessu sem allra fyrst. Við setjum auglýsingar í útvarp til að auglýsa þetta því það er svo mikil eftirspurn. Þetta var sama sagan með Fangavaktina í fyrra. Hún kom ekki fyrr en á Þorláksmessu. Það náðist að dreifa henni ansi víða og hún seldist nánast upp. Þannig að það er ennþá von,“ segir Ásta Edda. Jólaplöturnar frosnar í Belgíu  Útgáfufyrirtækið Sena vonast til að fá geislaplötur til landsins í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg Spilverkið Óvíst er hvort plata sveitarinnar komi til lands fyrir jól. Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Sala á sólarlandaferðum virðist hafa gengið vel fyrir þessi jól. Fleiri velja nú þann kost að verja jólum og áramótum í sólarströnd heldur en tvö síðustu ár. Vinsælustu áfangastaðirnir eru sem fyrr Kanaríeyjar og Spánn. Forsvars- menn ferðaskrifstofa segja þó töluvert langt í land eigi að miða við uppgangsárin 2006 og 2007 sem voru algjör metár í utanlandsferðum. Sala á skíðaferðum hefur sömuleiðis farið vel af stað en lagt verður í fyrstu skipulögðu skíðaferðirnar í janúar. „Fyrsti hópurinn hélt utan til Kanaríeyja 11. desember og einhverjir þeirra verða fram yfir jól og áramót, svo sendum við tvær fullar vélar til Tenerife og Las Palmas nú í vikunni,“ segir Tómas Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Ekki hafi verið farið til Tenerife á vegum Heimsferða síðan 2007 svo Tómas segir það hreina viðbót nú í ár. Þannig megi tala um meira en 100% aukningu frá því í fyrra. 15-20% aukning milli ára „Við merkum aukningu frá því í fyrra og þá sérstaklega í ferðum til Kanaríeyja,“ segir Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrvals- Útsýnar sem einnig rekur Plúsferðir. Í heild sé aukningin 15-20% á milli ára. Nokkuð fjölbreyttur hópur heldur utan í sólarlandaferðir um jólin þótt aldurshópurinn fimmtíu ára og eldri sé stærstur. Báðir eru þeir Tómas og Þorsteinn sammála um að sala á ferðum til fjölskyldufólks sé að taka við sér. Markaðurinn á fjölskylduferðum yfir sum- artímann virðist þó enn frekar lítill enda skal engan undra það eftir niðurgang síðustu ára. Skíðaferðir byrja í lok janúar en sala er hafin af fullum krafti. Einsleitari hópur sækir í þær ferðir enda er skíðaíþróttin ekki allra. Í góðærinu var eitthvað um skíðaferðir yfir jólin en sá markaður virðist hafa dottið upp fyrir eftir hrun að sögn Tómasar. „Skíðaferðirnar hjá okkur eru nánast að verða uppseldar og svo lítur veturinn mjög vel út, bæði í sólar- landaferðum og öðrum ferðum.“ Sömu sögu er að segja um skíðaferðirnar hjá Úrvali-Útsýn. Íslendingar sækja aftur í sól um jól  Sala á sólarlandaferðum gekk vel fyrir jólin og ferðaskrifstofur merkja aukningu milli ára  Vinsælustu áfangastaðirnir eru Kanaríeyjar og Spánn  Fjölskyldumarkaðurinn að taka við sér Morgunblaðið/Ómar Sólbað Margir vilja heldur flatmaga á ströndinni en í sófanum yfir jólin. Þeir létu ekki kuldann á sig fá mennirnir sem vinna að vegamerkingum í höfuðborginni. 10 mínusgráður virðast ekki hafa nein áhrif á þá. En eins og gefur að skilja eru ýmis verk sem ekki er hægt að vinna í þessum kulda. Morgunblaðið/Ernir Kuldinn bítur ekki á þá Meðal þeirra sem ekkert jólafrí fá og þurfa frekar að bæta á sig vinnu um hátíðirnar eru atvinnumenn í knatt- spyrnu sem leika með liðum á Bret- landseyjum. Nokkrir Íslendingar eru þar á meðal og segist Grétar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton Wande- rers, reyna hafa jólin svolítið íslensk en hann mun njóta þeirra í faðmi fjöl- skyldunnar. Dagskráin er þétt hjá Grétari Rafni og félögum því á annan í jólum mætir liðið West Bromwich Albion á heimavelli, þremur dögum síðar, 29. desember, tekur við útileikur gegn stórliði Chelsea og strax á nýársdag öðru stórliði, nefnilega Liverpool, einnig á útivelli. Hátíðardag- skránni lýkur svo á leik gegn Wigan 4. janúar á heima- velli. „Þetta er hefð- in á Bretlandi og þeir vilja helst ekki breyta þessu,“ segir Grétar Rafn. „Það er líka frábær stemning í kring- um þessa leiki. Sérstaklega á annan í jólum, en það er mjög stór leikdagur fyrir Breta og gaman að fá að taka þátt í því.“ Fjölskylda Grétars er þegar komin til hans og var tekin með full ferða- taska af íslenskum jólamat og öllu til- heyrandi. Grétar fær að njóta að- fangadags með fjölskyldunni þó hann verði að fara varlega í matinn, enda æfing snemma á jóladag. Eftir leik- inn gegn WBA tekur svo við hótellíf fram á nýja árið, og sér hann fram á að fagna nýja árinu á hótelherbergi. Þó svo álagið sé mikið segist Grét- ar ekki getað kvartað, enda um draum allra knattspyrnumanna að ræða, þ.e. að fá að leika knattspyrnu allt árið og gegn stórliðum á borð við Chelsea og Liverpool á næstu dög- um. andrikarl@mbl.is Reynir að hafa jólin svolítið íslensk Grétar Rafn Steinsson Brotist var inn hjá Mæðra- styrksnefnd Kópavogs á sunnudaginn og stolið þaðan 20 matarpokum. Sigurfljóð Skúla- dóttir, formaður nefndarinnar, segir sorglegt að svona nokkuð skuli gerast. Þetta sé tilfinnanlegt tjón. Þjófurinn náði að opna glugga með kúbeini. Hann stal matarpok- unum, en í þeim var kjöt og fleira gott í jólamatinn. 20 matarpokum stolið frá mæðra- styrksnefnd Hjálp 20 matar- pokum var stolið. Bryndís Hlöðversdóttir dósent og deildarforseti lagadeildar hefur verið ráðin rektor Háskólans á Bif- röst í stað Magnúsar Árna Magn- ússonar og verða formlega rekt- orskipti hinn 5. janúar. Óskaði Magnús Árni eftir að láta af störf- um og mun hann nú snúa sér að kennslu og rannsóknum. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var því haldið fram að ástæða brotthvarfs Magnúsar Árna hafi verið trúnaðarbrestur vegna sam- einingaráætlana við Háskólann í Reykjavík. Í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi ítrekaði Hrafnhildur Stefánsdóttir, formað- ur stjórnar skólans, að Magnús Árni hefði sjálfur óskað eftir að hætta og á það hefði verið fallist. Bryndís tekur við af Magnúsi á Bifröst Bryndís Hlöðversdóttir Magnús Árni Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.