Morgunblaðið - 23.12.2010, Side 31

Morgunblaðið - 23.12.2010, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Elsku besti afi minn, ég á eftir að sakna þín rosalega mikið. Ég á aldrei eftir að gleyma því hversu gaman það var að vera með þér í Dímon, þær eru ófáar góðu stundirnar sem við áttum saman. Afi var svo ótrúlega góður að gefa mér vasahníf og passa að hann biti nógu vel til þess að ég gæti setið út í garði og tálgað í hjólbörurnar, það var líka rosalega gaman að hjálpa honum að slá garðinn og hlaupa upp og niður með grasið í hjólbörunum. Það var rosa gaman að fara með afa í búðir og versla því hann gaf okkur alltaf eitthvað í búðinni, eitt- hvað annað en hinir. Svo fórum við í sumarbústað í maí það var mjög gaman, afi rétti mér alltaf „einn kaldan á kantinn“ sem var s.s. pepsí í dós, rosa gott í pottinum, svo grilluðum við mikið saman og hann fyllti mig af speki og við spjölluðum mikið saman þegar við vorum að fara að sofa þau kvöld! Ég hringdi svo oft í þig þegar mig vantaði að vita eitthvað sem mamma og pabbi gátu ekki svarað og afi átti öll svörin alltaf. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þú varst langbesti afi sem maður getur hugsanlega átt og verður þín Guðmundur Þór Kristjánsson ✝ Guðmundur ÞórKristjánsson fæddist á Ísafirði 1. október 1954. Hann lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði 10. desember 2010. Útför Guðmundar Þórs var gerð frá Ísa- fjarðarkirkju 17. des- ember 2010. sárt saknað en við vitum að núna ertu kominn til að passa hana Þóreyju okkar og það hafa orðið fagnaðarfundir hjá ykkur Þinn Ásgeir Þór Elmarsson. Við sátum í skóla- stofunni og biðum eftir kennaranum. Eftir smá stund heyrðist í einhverjum sönglandi kennaranum sem söng karlakórs- lög meðan hann labbaði út gang- inn. Það er erfitt að hugsa til þess að við eigum aldrei eftir að upplifa þessa tíma aftur. Þegar kennarinn og nemendurnir misstu sig í spjalli og pælingunum í námsefninu og öðru en námsefninu. Já, Mummi var góður kennari, það er ekki annað hægt að segja. Hann kenndi okkur ekki bara vélfræði og grunn- teikningu, heldur kenndi hann okk- ur líka á lífið eins og að ruglið og dópið ættum við að forðast og að lífið væri ekkert alltaf sanngjarnt. Hann var eldklár karl og mikill grúskari og það var ósjaldan sem hann kom inn í stofuna og sagði: „Strákar, ég var á Wikipedia“ og svo sagði hann okkur frá þeim nýj- ustu og sniðugustu tækniundrum heimsins og náði að hella yfir okk- ur fróðleiknum sem hann hafði nóg af. Hann var alltaf að læra meira og lesa sér til um svo margt. Ein- hvern tímann höfðum við það að orði að hann gæti örugglega gert við allt frá sláttuvélum upp í kjarn- orkukafbáta. Eitt af því sem mér finnst minn- isverðast um Guðmund er hlátur- inn hans. Hann var alltaf svo hress karl, sama í hverju hann lenti. Í tímum hjá Mumma var mikið hleg- ið, hann hló með okkur og ekki síst að okkur, hann sagði okkur gam- ansögur úr sínu lífi eða brandara sem stundum fjölluðu um kleinu- hringi og prump. Við eigum eftir að sakna þín. Hvert sem leiðir okkar sem vorum í stálsmíðinni, í trésmíðinni eða strákanna í vélstjórn liggja tökum við allir helling af þekkingu og góðum minningum frá þér út í lífið. Mummi, takk fyrir okkur. F.h. nemenda Guðmundar Þórs sem útskrifuðust vorið 2008, Óskar Ágúst Albertsson. Allt frá fyrsta skipti sem ég kom inn á heimili Mumma og Ellu hef ég fundið að ég er velkominn hjá þeim. Einn af mörgum kostum Mumma var einmitt jákvæðnin og hversu opinn hann var og bar mikla umhyggju fyrir fólkinu sínu og fólkinu í kringum sig. Maður gat rætt um hvað sem var við Mumma Þór og hann hafði alltaf skoðanir á öllu og góð ráð um allt frá stjórnmálum, matargerð, vélum og öðrum tæknilegum atriðum og ekki síst góð ráð um lífið sjálft. Ekki get ég óskað mér betri tengdaföður en Mumma Þór. Það er ótal margra góðra stunda að minnast nú. Sérstaklega man ég þegar Mummi var mjög ákafur að fara með mér, Rakel og Jónu Láru í kolanámuna í Bolungarvík og þegar hann fór með okkur í Skála- vík þrátt fyrir að úrhellisrigning væri úti. Hann var alltaf svo stolt- ur af heimahögum sínum og ein- staklega fallegri náttúru Vest- fjarða. Hann kunni ótal sögur frá fyrri tíð sem hann deildi með okk- ur yngra fólkinu. Í sumar rættist loksins ævilangur draumur Mumma, þegar Dímon ÍS 87 var sjósettur eftir margra mánaða erf- iðisvinnu við að koma honum í sjó- fært ástand. Dímon er afrakstur af þekkingu og erfiðisvinnu Mumma Þórs en hann skapaði Dímon úr nánast engu. Mummi Þór passaði alltaf mjög vel upp á fjölskylduna sína og gerði allt til að henni liði sem allra best. Enginn kemur í stað Mumma en ég mun gera mitt besta til þess að passa upp á Rakel, Jónu Láru, Ellu og hina fjölskyldumeðlimina. Elsku Mummi Þór, takk fyrir allt. Hvíl í friði. Anders Schomacker. Það birtir af degi laugardaginn 27. nóv- ember 2010. Akureyri kúrir undir Hlíðarfjalli í skammdegisskímunni sem byrjar að kíkja inn um glugga bæjarbúa. Síminn minn hringir: „Þetta er búið Magga mín.“ Um leið vissi ég að amma mín, Margrét Páls- dóttir, hafði kvatt þennan heim og horfið á vit himnanna. Það dimmdi snögglega í sálu minni þó að birtan væri að aukast úti smátt og smátt. Um huga minn fóru svo ótal marg- ar minningar því að ég ólst upp hjá henni að miklum hluta; henni, afa og mömmu. Hugurinn leitaði heim í sveitina á Ljósalandi þar sem ég átti svo góða barnæsku og fyrir það get ég aldrei nógsamlega þakkað. Amma átti alltaf svör við öllu, al- veg sama hvað það var; hvort það var landafræði, tungumál, tilfinningamál eða hvað sem var. Og ef hún átti ekki svar þá fór hún á stúfana og fann það. Þannig var amma; alltaf fróð- leiksfús og góðum gáfum gædd. Það sannaðist meðal annars á málfari hennar sem var alla tíð vandað og gott íslenskt mál. Mín fyrsta minning um ömmu var þegar við áttum heima í gamla hús- inu svokallaða. Ég sit hjá henni og er nýkomin úr baði og hún er að greiða á mér hárið eftir baðið. Framtíðin átti eftir að leiða það í ljós að ég gat alltaf treyst á ömmu Margréti. Hún hvatti mig einarðlega í öllu mínu námi, bæði grunnskóla og framhaldsskóla. Hún veitti mér ómetanlega hjálp í grunnskóla þó að kennsluaðferðirnar og kennsluefnið væri órafjarri því sem hún átti að venjast úr sinni skólagöngu. Hún var Margrét Pálsdóttir ✝ Margrét KristrúnPálsdóttir, hús- freyja á Ljósalandi í Vopnafirði, fæddist í Ólafsfirði 21. sept- ember 1928. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 27. nóvember 2010. Margrét var jarð- sungin frá Vopna- fjarðarkirkju 6. des- ember 2010. einlægur aðdáandi tungumála og dundaði sér við það að læra esperantó og þýsku úr bréfaskóla þegar hún leit upp úr matargerð og bústörfum af öðru tagi. Ég man svo vel eftir því að hún hjálp- aði mér alltaf að læra fyrir öll próf og hlýddi mér yfir þangað til ég kunni efnið nánast upp á 10. Þegar ég flutti end- anlega frá Ljósalandi 18 ára gömul var eins og við fjar- lægðumst hvor aðra en aldrei svo mikið að við hefðum ekki um neitt að tala. Hún spurði mig oft hvað ég væri að lesa, svona utan skólabókanna, og hún sagði mér frá því sem þau afi voru að gera og margt annað. Ég saknaði þeirra mjög en vissi að þau yrðu mér aldrei framandi eða ókunnug þrátt fyrir fjarlægð. Amma var mikill réttlætissinni og það var ósjaldan sem hún tók upp hanskann fyrir mig, til dæmis þegar mig langaði að gera eitthvað með afa sem hann vildi ekki leyfa mér að gera. Þá tók hún hann á eintal og eft- ir smástund mátti ég koma með. Það var alveg merkilegt því að afi var mjög fastur fyrir þegar hann ákvað eitthvað en hún hafði lag á að láta hann skipta um skoðun á auga- bragði. Elsku amma, ég sakna þín á hverj- um degi en á svo margar góðar minningar að þú ert ljóslifandi í huga mínum ennþá. Og í huga okkar allra. Ætla að enda þetta á ljóði eftir Megas sem mér finnst eiga vel við: Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. Vertu sæl, amma mín, og hafðu þakkir fyrir allt. Þín dótturdóttir og nafna, Margrét Alda Karlsdóttir. ✝ Friðþjófur Val-geir Óskarsson fæddist á Sunnuhvoli í Vestmannaeyjum 19. apríl 1944. Hann lést 30. nóvember 2010. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urbjörg Þorsteins- dóttir húsmóðir, f. að Sæbergi í Vest- mannaeyjum 12. jan- úar 1915, d. 8. nóv- ember 1990 og Óskar Jónsson, vélstjóri og kennari, f. á Seyðisfirði 3. sept- ember 1910, d. 2. ágúst 1991. Frið- þjófur var næstelstur fjögurra systkina sem öll fæddust í Vest- mannaeyjum, en þau eru Helga, f. 29. október 1942, búsett í Garða- Fyrri eiginkona Friðþjófs var María Skagfjörð, en þau skildu. Friðþjófur ólst upp í Vestmannaeyjum til ellefu ára ald- urs en flutti með foreldrum sínum og systkinum til Njarðvíkur árið 1955. Hann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst árið 1964 en að því námi loknu vann hann við það að koma útibúi Samvinnu- bankans á laggirnar í Keflavík. Friðþjófur var afkastamikill á þessum árum og mjög virkur í margs konar félagsstörfum, en einnig íþróttum. Hann náði t.d. inn í landsliðið í körfubolta. Hann veiktist hins vegar alvarlega að- eins 24 ára gamall og varð að bakka með alla sína drauma. Þrátt fyrir mikil veikindi vann hann sem bókari í Samvinnubankanum í Keflavík, Hafnarfirði og Reykja- vík, lengstan hluta starfsævinnar. Fiddi eins og hann var jafnan kall- aður og Magnea bjuggu síðustu árin í Hátúni í Reykjavík. Útför Friðþjófs fór fram í kyrr- þey frá Fossvogskapellu 10. des- ember 2010. bæ, Stella Gróa, f. 24. janúar 1949, bú- sett í Garðabæ og Sigþór, f. 14. apríl 1953, búsettur í Njarðvíkum. Eftirlifandi eig- inkona Friðþjófs er Magnea Ósk Ósk- arsdóttir, f. í Sand- gerði 7. maí 1949. Þau eignuðust ekki börn saman, en hún á 6 börn fyrir. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Sigurð- ardóttir rithöfundur, f. að Króki í Skagahreppi, Austur Húnavatns- sýslu, 17. ágúst 1925 og Óskar Júl- íusson, f. í Bursthúsum Hvalsnesi 19. apríl 1909, en hann vann við smíðar stærstan hluta ævi sinnar. „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð …“ (Opb 21:1.) Nú hefur Guð feykt skýjunum til hliðar og þekjan hefur rofnað. Á einu augnabliki breytist allt. Sólin, birtan og þessi ólýsanlegi himinblámi. Ég sekk inn í himinblámann og Guð er skyndilega allt umvefjandi. Elsku hjartans bróðir minn, þannig líður mér þegar þér líður vel. Þá færist yfir mig friður og óumræðanleg gleði. Eins og sjálfur Guð sé á milli okkar og leiði okkur eins og tvö lítil börn, hvort til sinnar handar, eftir veginum heim til sín. Allt lífið hefur hann leitt okkur og hann gaf okkur móður sem kenndi okkur að biðja og vona á drottin, fjórum litlum börnum. Hvílík gjöf! Þakka þér Guð fyrir gjafir þín- ar. Fiddi bróðir minn var hetja. Líf hans var þrautaganga, en alltaf í trú. Hvílík gjöf! „Og hann mun þerra hvert tár af aug- um þeirra. Og dauðinn mun ekki fram- ar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið. (Opb 21:4.) Guð varðveiti þig um eilífð. Þín elskandi systir, Stella Gróa. Hann Friðþjófur skólabróðir þinn er dáinn. Þessi dapurlegu skilaboð færði mér samherji minn í málefnum Bifrastar, Þórir Páll kennari. Við vor- um á erfiðum fundi í kennslustofu í gamla skólanum okkar, í sal þar sem við stunduðum íþróttir forðum, en heitir Aðalból nú, og ekkert þar inni minnir á vasklega kappleiki forðum. Móttökustaður þessarar sorglegu fréttar gat ekki verið táknrænni. Einn alefnilegasti íþróttamaður bekkjarins góða sem brautskráðist frá Bifröst vorið 1964 var allur. Ég reyndi að halda mig við efni fundar- ins, en hugurinn tók að reika. Ég sá Fidda í anda senda þrumuskot í körfuhringina sem þá voru í þessum sama sal og vinurinn gerði það með þriggja stiga stæl. Ósjálfrátt varð mér litið á vegginn gegnt mér og þar sem karfan góða var forðum sást nú aðeins lítilsháttar litarbreyting. Svona bítur tímans tönn. Engar körf- ur lengur til að minna á snilli Njarð- víkingsins unga, sem hafði allt sem til þurfti til þess að verða afburðamaður í sinni grein. Nú horfinn eins karfan, en munurinn sá að hún skilur eftir sig dauft far á vegg, Fiddi hins vegar óvenju bjarta mynd í huga okkar bekkjarfélaganna. Í myndinni lifir hann með okkur sem glæsilegur, kátur og ljúfur drengur og frábær félagi. Af sam- skiptum mínum við skólafélaganna eftir að við fengum fréttir af andláti Fidda, veit ég að ég tjái hug okkar allra þegar ég segi að hann hafi ein- faldlega verið flestum þeim kostum búinn sem prýða má einn mann. Hann hóf störf í Samvinnubankan- um í Keflavík strax eftir að við kom- um úr skólanum vorið 1964, stundaði íþróttir og félagsstörf á Suðurnesjum af miklu kappi og allt lék í lyndi. Allir framangreindir eðliskostir þessa dugmikla skólabróður okkar nutu sín til fullnustu í leik og starfi. En því miður ekki lengi. Hann fór of geyst. Aðeins fjórum árum síðar veikist hann mjög alvarlega og spítali varð hans athvarf á þriðja ár. Þá náði hann það góðri heilsu á ný að hann gat haf- ið hlutastarf í bankanum í Hafnar- firði og starfaði þar á fjórða ár og auðnaðist síðan að hefja fulla vinnu í útibúi bankans á Háaleitisbraut. Þar varð hann að hætta störfum vegna veikinda sinna árið 1994, eftir liðlega 25 ára starf hjá Samvinnubankanum og síðar Landsbankanum. Í annað sinn á nokkrum mánuðum hverfur bekkjarfélagi á braut, þeir fyrstu úr hópnum okkar góða. Við sendum eiginkonu, systkinum og öðr- um ástvinum Fidda einlægar samúð- arkveðjur. Far í friði, kæri vinur. F.h. bekkjarfélaganna í Bifröst 1962-1964, Óli H. Þórðarson. Friðþjófur Valgeir Óskarsson Morgunblaðið birtir minning-argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einn- ig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í inn- sendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.