Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 45
Spennu-sagaMariosRead- ings Spádómar Nostradamusar er byggð út frá fræðum Josephs Campbells um hetjuna. Hans þekktasta verk, Þúsund andlit hetjunnar, hefur haft gríðarleg áhrif á sagnagerð nú- tímans. George Lucas tók hann upp á arma sína og sló í gegn með Stjörnustríðsmyndum sínum og í framhaldinu hóf Disney að fram- leiða myndir eftir fræðum hans. Skáldsagnahöfundar hafa einnig orðið fyrir miklum áhrifum af þess- um fræðum; Dan Brown, sem skrif- aði Da Vinci Code, er líklega þeirra þekktastur. Spádómar Nostrada- musar er formúlubók sem fylgir út- línum Campbells út í ystu æsar. Í sögunni sjáum við ófúsu hetjuna sem er þvinguð til aðgerða, yf- irburði hins illa sem hetjan stendur frammi fyrir og síðan er hvert skref sem tekið er í bókinni eins og beint úr fræðunum. Eins og Brown er Reading fágaður og ekkert kynlíf eða klám er á síðum hans. Slíkt er ekki gæfulegt fyrir sögu sem ætlar sér að verða metsölubók. En pynt- ingar og hrottaskapur er víða, sem er leyfilegt – nánast nauðsynlegt – til að verða metsölubók. Sjáandinn mikli Nostradamus orti þúsund spádómsvísur á 16. öld en aðeins 942 hafa varðveist. Hvað varð um þær 58 sem vantar? Út frá leik með þessa vangaveltu verður sagan til. Hún fjallar um baráttu hins illa og hins góða við að komast yfir þessar vísur. Fulltrúi hins góða, hin ófúsa hetja, rithöfundurinn Adam Sabir, dregst fyrir tilviljun inn í þessa baráttu. Með honum í liði er flokkur sígauna. Fulltrúi hins illa, Anchor Bale, er hrotti og sad- isti, meðlimur í leynifélaginu Cor- pus Maleficus, en illmennin sem hafa verið í því leynifélagi eru um það bil öll þau sem venjulegt fólk þekkir úr sögunni, allt frá Drakúla til böðulsins frá Dreissigacker. Eins og spennusagnahöfunda er háttur kynnir hann persónur verks- ins í gegnum athafnir og uppá- komur. Strax á fyrstu blaðsíðum verksins eru slagsmál, blóð, pynt- ingar og læti. Það getur verið ákaf- lega óáhugavert og ekki bætir úr skák þegar klisjukennd „spenna“ er búin til í sambandi kvenhetjunnar Yola, sem er sígaunastelpa, og karl- hetjunnar Sabir. Samræður þeirra eru eins og útprentaðar úr samtals- forriti sem prentar út spennuþætti á hverjum degi. Að því sögðu skal enginn gera lít- ið úr fræðum Campbells, sem var yfirburðamaður í goðafræðum, glöggur greinandi og fræði hans byltingarkennd. Enginn skyldi held- ur gera lítið úr spennusagnaform- úlunni. Hún virkar. Ef menn halda sig við lesturinn verður þessi bók mjög spennandi þegar á líður. Reading er vissulega að gera form- úlubók en hann gerir það mjög vel. Fyrir þá sem fannst Da Vinci Code frábær mæli ég hiklaust með þess- ari. Spádómar Nostradam- usar rætast árið 2012 Spádómar Nostradamusar bbbnn Eftir Mario Reading Iðunn 2010, 334 bls. BÖRKUR GUNNARSSON BÆKUR Reading Spádómar Nostradamusar verður spennandi þegar á líður. Ístað okkar illa innrættujólasveina kom brask-arasveinn, akfeitur og sæl-legur, tákn um velmegun verslunar og viðskipta, konungur sykurvatnsins skaut auganu í pung og skálaði í ropvatni í rauðri buxnadragt með þessa líka ómögulegu dúskhúfu. Fatnaður sem skýlir engu og hlífir engu – hverjum dettur í hug að klæðast skarlati en ekki vaðmálsbuxum og lopapeysu með vel þæfða prjóna- húfu á höfðinu! Smám saman hefur þessi af- káralegi klæða- burður þó lagst yfir sveinana okkar og dregið úr þeim alla hrekki enda ekki hægt að hrekkja með annað eins höf- uðfat. Í örsögum Sigurbjargar Þrast- ardóttur, jólasögum, eru jólasvein- arnir að velta fyrir sér húfum, mynstruðum, bláskellóttum, topp- húfum og lambhúshettum. Æv- intýrin eru margvísleg, gamli tím- inn rekst á nútímann og úr verður forvitnilegur núningur. Það er svo athugunarefni af hverju þessir ólánsömu jólasveinar, sem eru sí- fellt að fást við sínar innfluttu ómögulegu húfur, eru franskir yf- irlitum í pennateikningum Sig- urbjargar, franskir eða kannski prússneskir aðalssveinar með uppsnúin yfirskegg og spíss- hökutoppa. Draumur á jólanótt? Ekkert skarlat, takk Húfulaus her – jólasveinasögur bbbnn Texti og myndir eftir Sigurbjörgu Þrast- ardóttur. Kind útgáfa. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Hermann Stef- ánsson leikur sér með glæpa- sagnaformið, leitar aftur í ald- ir að innblæstri og útfærslu í sannkölluðum smá- krimma, ekki nema 28 síðum. Morð fyrir luktum dyrum er það afbrigði af „hvergerðiða“-sögu sem hefur heiti sitt af læstum herbergjum. Fléttan er í aðalhlutverki og aðalpersónur sög- unnar, sílspikaða rannsóknarlöggan og tregi aðstoðarmaðurinn, nánast óþarfar. Gamaldags glæpasmásaga og vel þess virði að lesa hana. Hver- gerðiða? Morð fyrir luktum dyrum bbmnn Eftir Hermann Stefánsson. Kind útgáfa. ÁRNI MATTHÍASSON BÆKUR 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Ofviðrið (Stóra sviðið) Þri 28/12 kl. 20:00 fors Mið 12/1 kl. 20:00 5.k Þri 25/1 kl. 20:00 Mið 29/12 kl. 20:00 frums Fim 13/1 kl. 20:00 6.k Mið 26/1 kl. 20:00 Sun 2/1 kl. 20:00 2.k Þri 18/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 8.k Lau 8/1 kl. 20:00 3.k Mið 19/1 kl. 20:00 Sun 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 9/1 kl. 20:00 4.k Fös 21/1 kl. 20:00 7.k Fim 10/2 kl. 20:00 10.k Ástir, átök og leiftrandi húmor Fjölskyldan (Stóra svið) Fim 30/12 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 19:00 Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Jesús litli (Litla svið) Mið 29/12 kl. 19:00 aukas Fim 30/12 kl. 19:00 Mið 29/12 kl. 21:00 aukas Fim 30/12 kl. 21:00 Gríman 2010: Leiksýning ársins Jesús litli - leikferð (Hof - Hamraborg) Lau 15/1 kl. 16:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 21:00 Lau 15/1 kl. 20:00 Þri 18/1 kl. 21:00 Fim 20/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 16:00 Mið 19/1 kl. 19:00 Fim 20/1 kl. 21:00 Sýnt í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í samstarfi við LA Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Lau 22/1 kl. 20:00 aukas Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Fös 28/1 kl. 20:00 aukas Aukasýningar vegna fjölda áskorana Elsku Barn (Nýja Sviðið) Fim 13/1 kl. 20:00 frums Mið 19/1 kl. 20:00 3.k Mið 26/1 kl. 20:00 5.k Fös 14/1 kl. 19:00 2.k Fös 21/1 kl. 20:00 4.k Sun 30/1 kl. 20:00 6.k Nístandi saga um sannleika og lygi Afinn (Litla sviðið) Fös 14/1 kl. 20:00 frums Fös 21/1 kl. 22:00 aukas Fös 28/1 kl. 19:00 11.k Lau 15/1 kl. 20:00 2.k Lau 22/1 kl. 19:00 7.k Fös 28/1 kl. 22:00 aukas Sun 16/1 kl. 20:00 3.k Lau 22/1 kl. 22:00 aukas Lau 29/1 kl. 19:00 Mið 19/1 kl. 20:00 4.k Sun 23/1 kl. 20:00 8.k Lau 29/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 5.k Mið 26/1 kl. 20:00 9.k Sun 30/1 kl. 20:00 Fös 21/1 kl. 19:00 6.k Fim 27/1 kl. 20:00 10.k Óumflýjanlegt framhald Pabbans Gjafakort Borgarleikhússins Töfrandi stundir í jólapakkann Jesús litli – síðustu sýningar í Reykjavík ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Þri 28/12 kl. 14:00 Mið 29/12 kl. 14:00 Þri 28/12 kl. 16:00 Mið 29/12 kl. 16:00 Aukasýningar milli jóla og nýárs komnar í sölu! Gerpla (Stóra sviðið) Fim 6/1 kl. 20:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Mið 12/1 kl. 20:00 Sun 30/1 kl. 20:00 Fjórar aukasýningar í janúar komnar í sölu. Tryggið ykkur miða! Fíasól (Kúlan) Þri 28/12 kl. 16:00 Sun 2/1 kl. 13:00 Lau 8/1 kl. 15:00 Mið 29/12 kl. 16:00 Sun 2/1 kl. 15:00 Sun 9/1 kl. 13:00 Fim 30/12 kl. 16:00 Lau 8/1 kl. 13:00 Sun 9/1 kl. 15:00 Missið ekki af Fíusól - sýningum lýkur í janúar! Hænuungarnir (Kassinn) Lau 15/1 kl. 20:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Lau 22/1 kl. 20:00 5 stjörnur Fbl. 5 stjörnur Mbl. Sýningum lýkur í janúar! Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Fim 30/12 kl. 19:00 Lau 15/1 kl. 19:00 Lau 22/1 kl. 19:00 Fös 7/1 kl. 19:00 Sun 16/1 kl. 19:00 Sun 23/1 kl. 19:00 Nýjar sýningar komnar í sölu!Ath! Sýningarnar hefjast kl. 19:00 Lér konungur (Stóra sviðið) Sun 26/12 kl. 20:00 Frums. Lau 8/1 kl. 20:00 4.sýn. Fös 14/1 kl. 20:00 7.sýn. Þri 28/12 kl. 20:00 2.sýn. Sun 9/1 kl. 20:00 5.sýn. Fös 21/1 kl. 20:00 8.sýn. Mið 29/12 kl. 20:00 3.sýn. Fim 13/1 kl. 20:00 6.sýn. Leikstjóri Benedict Andrews, einn fremsti leikstjóri í heimi! Kandíland (Kassinn) Fim 30/12 kl. 20:00 Frums. Fim 6/1 kl. 20:00 Lau 8/1 kl. 20:00 Mið 5/1 kl. 20:00 Fös 7/1 kl. 20:00 Höfundar; Íslenska Hreyfiþróunarsamsteypan Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Fim 3/2 kl. 18:00 Sun 13/2 kl. 14:00 Sun 20/2 kl. 17:00 Sun 6/2 kl. 14:00 Sun 13/2 kl. 17:00 Sun 27/2 kl. 14:00 Sun 6/2 kl. 17:00 Sun 20/2 kl. 14:00 Sun 27/2 kl. 17:00 Gjafakort á hátíðarverði fást í miðasölunni! Hvað EF - skemmtifræðsla (Kassinn) Þri 18/1 kl. 20:00 Mið 19/1 kl. 20:00 Aðeins þessar tvær sýningar! Gefðu Góðar stundir Gjafakort Þjóðleikhússins á hátíðartilboði! Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Rocky Horror (Hamraborg) Fös 11/2 kl. 20:00 24.sýn Lau 19/2 kl. 20:00 26.sýn Lau 12/2 kl. 20:00 25.sýn Fös 25/2 kl. 20:00 27.sýn Sýningin er ekki við hæfi barna Jesús litli (Hamraborg) Lau 15/1 kl. 16:00 1,sýn Sun 16/1 kl. 20:00 4. sýn Mið 19/1 kl. 21:00 6. sýn. Lau 15/1 kl. 20:00 2.sýn Þri 18/1 kl. 21:00 5. sýn. Fim 20/1 kl. 19:00 7. sýn. Sun 16/1 kl. 16:00 3. sýn Mið 19/1 kl. 19:00 Aukas Fim 20/1 kl. 21:00 8.sýn Út er kominn mynddiskurinn Stangveiðin 2010 – brot af því besta í veiðinni í sumar. Disk- urinn byggist á myndefni og við- tölum sem voru tekin fyrir stangveiðiþátt sem var vikulega á sjónvarpsstöðinni ÍNN í sumar sem leið. Umsjónarmaður efnisins, þulur og spyrill er Gunnar Bender en auk hans koma Aron Freyr Leifs- son og Leifur Benediktsson að dagskrárgerð. Á diskinum er rætt við veiði- menn víða um land, misþekkta og á ýmsum aldri, þar á meðal borg- arstjórann Jón Gnarr eftir að hann hefur landað maríulaxi, Ólaf Johnson, Jón Þór Júlíusson, Jón G. Baldvinsson og Kristin Sigmunds- son söngvara. Heilsað er upp á veiðimenn á ýmsum veiðisvæðum, þar á meðal í Laxá í Kjós, þar sem komið er við í opnun, í Grímsá, Laxá í Döl- um, Víðidalsá, Laxá í Aðaldal og Elliðaánum en þar er meðal ann- ars fylgst með ungum veiðimönn- um landa maríulöxum. Þættirnir byggðust á augnablikinu og er efnið með talsverðum fréttablæ. Veiðiannáll ársins á mynddiski

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.