Morgunblaðið - 23.12.2010, Page 8

Morgunblaðið - 23.12.2010, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Nokkur skjálftavirkni hefurkomið fram á mælum nærri rótum stjórnarsamstarfsins. Um það segir Evrópuvaktin:    Ónafn-greindir þingmenn Samfylking- arinnar veif- uðu þeirri hótun framan í Vinstri græna í fréttum RÚV í gærkvöldi, að þeir gætu vel hugsað sér að mynda nýja ríkisstjórn með Fram- sóknarflokki eða Sjálfstæðisflokki eða jafnvel að taka Framsóknar- flokkinn inn í núverandi ríkisstjórn eins og áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi.    Nú er auðvitað ljóst, að Samfylk-ing getur ekki myndað rík- isstjórn með Framsóknarflokknum einum. Til þess hafa þessir tveir flokkar ekki nægilega marga þing- menn.    Hins vegar mundu Sjálfstæðis-flokkur og Samfylking auð- vitað hafa meirihluta á þingi en væri Samfylking reiðubúin til að kaupa slíkt samstarf því verði að draga aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu til baka?    Í ljósi samþykkta síðasta lands-fundar Sjálfstæðisflokks er auð- vitað ljóst að sá flokkur mundi ekki ganga til samstarfs við Samfylk- ingu í ríkisstjórn án þess.    Og líkurnar á því, að Samfylkingmundi ganga að slíku skilyrði eru nánast engar.“    Samfylkingin hefur gengið fyrirhótunum í stjórnarsamstarfinu og haft nokkuð upp úr því krafsi. En þremenningarnir sem sátu hjá og sátu auk þess hjá þrem öðrum hafa breytt valdahlutföllunum. Alþingishúsið Hótinu betri STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.12., kl. 18.00 Reykjavík -7 skýjað Bolungarvík -3 léttskýjað Akureyri -13 heiðskírt Egilsstaðir -20 þoka Kirkjubæjarkl. -11 skýjað Nuuk 1 snjókoma Þórshöfn -1 heiðskírt Ósló -17 alskýjað Kaupmannahöfn -5 heiðskírt Stokkhólmur -18 heiðskírt Helsinki -10 skýjað Lúxemborg 2 þoka Brussel 0 þoka Dublin -3 léttskýjað Glasgow -7 þoka London 2 skýjað París 1 skúrir Amsterdam -2 þoka Hamborg -2 skýjað Berlín -2 snjóél Vín 1 þoka Moskva -7 snjókoma Algarve 16 skýjað Madríd 8 skúrir Barcelona 12 súld Mallorca 15 skýjað Róm 15 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg -11 alskýjað Montreal -1 alskýjað New York 1 skýjað Chicago -2 snjókoma Orlando 18 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:23 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:54 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:35 DJÚPIVOGUR 11:02 14:51 Mikið verður um að vera í mið- borginni á Þorláksmessu. Kórar, hljómsveitir, jólasveinar, töfra- menn, harmonikkuleikarar o.fl. munu setja svip sinn á þennan fjöl- skrúðuga síðasta dag fyrir jól. Þrír kórar Margrétar Pálma- dóttur söngstjóra munu syngja saman frá kl.16-18.30 á Ingólfs- torgi, Lækjartorgi, Bankastræti, Jólabænum, Laugavegi og á nokkr- um stöðum við Skólavörðustíg. Þetta eru kórarnir Cantabile, Stúlknakór Reykjavíkur ogVox Feminae. Þá mun trúbadorinn Svavar Knútur leika á sömu stöðum frá kl. 16. Ástvaldur Traustason þenur harmonikkuna milli kl. 14 og 16 á Skólavörðustíg við Geysi, Grýla og Randur mæta í Jólabæ- inn kl. 16.30. Hurðaskellir og bræð- ur hans verða þar hrókar alls fagn- aðar og taka á móti gestum á milli þess sem þeir heilsa vegfarendum. Retro og þrír stórtenórar Þá stígur stórsveitin Retro Stef- son á svið í Jólabænum kl. 20. Kl. 21 mæta síðan stórtenórarnir þrír á sviðið í Jólabænum, þeir Jó- hann Friðgeir, Garðar Thor og Gissur Páll, og syngja inn jólin eins og þeim einum er lagið við undir- leik Jónasar Þóris. Dagskrá lýkur kl. 23.00 en þá er jafnframt lokunartími flestra versl- ana miðborgarinnar og Jólabæj- arins á Hljómalindarreit. Jólin Grýla mætir á svæðið. Líf og fjör verður í miðbænum Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Rangá, ein elsta starfandi verslun höfuðborgarinnar, hefur verið sett á sölu. Verslunin var stofnuð af Jóni nokkrum Jónssyni og dætrum hans árið 1931 og fagnar hún því 80 ára afmæli sínu á komandi ári. Jón var ættaður frá Ekru á Rangárvöllum, en Ekra er á milli Rangánna og það- an er nafn verslunarinnar komið. „Blússandi starfsemi“ Rangá var fyrst til húsa á Hverfisgötu 71 en flutti árið 1948 að Skipasundi 56 og varð þar með fyrsta verslunin í Langholtshverfi. Rangá keypti Kjartansbúð í Efsta- sundi árið 1984 og voru verslanirnar tvær reknar hvor í sínu lagi í 8 ár. Árið 1991 voru þær sameinaðar í eina undir nafni Rangár í Skipa- sundinu, þar sem hún er nú til húsa. Rekstur Rangár hefur verið í höndum sömu fjölskyldunnar síðast- liðin 39 ár, eða allt frá því að kaup- mennirnir Agnar Árnason og Sigrún Magnúsdóttir keyptu verslunina ár- ið 1971. Saman ráku þau Rangá í heil 20 ár eða þar til Sigrún dró sig út úr verslunarrekstrinum. Agnar hélt rekstrinum áfram allt þar til um síðustu áramót þegar dóttir hans, Kristbjörg Agnarsdóttir tók við versluninni rótgrónu. „Ég tók við af pabba mínum um síðustu áramót en það má segja að ég sé búin að vinna hérna meira og minna í 30 ár. Ég var bara smástelpa þegar ég byrjaði svo það verður auð- vitað rosalega skrýtið og rosalega sárt að kveðja eftir öll þessi ár,“ seg- ir Kristbjörg, núverandi eigandi Rangár. Aðspurð segir hún rekst- urinn ganga mjög vel. „Þetta er al- veg í blússandi starfsemi, það vantar ekki. Við ætluðum að selja í fyrra en það gekk ekki þá. Við sjáum til hvernig gengur núna, hvort mark- aðurinn sé eitthvað öðruvísi.“ Heldur vonandi sjarmanum Að sögn Kristbjargar á versl- unin Rangá sér marga fastakúnna sem var auðvitað brugðið við að heyra fréttirnar af fyrirhugaðri sölu. „Auðvitað vill maður helst sjá hana áfram í svipaðri mynd og að hún haldi áfram að þjóna fólkinu í hverf- inu og haldi sínum sjarma.“ Verður skrýtið og sárt að kveðja Morgunblaðið/Ernir Rótgróin Kristbjörg Agnarsdóttir, eigandi Rangár, ásamt Einari Gísla og Unni Ósk, starfsmönnum verslunarinnar. Kaupmaðurinn á horninu » Rangá var stofnuð 1931 og var fyrsta verslunin í Lang- holtshverfinu. » Þegar Agnar tók við rekstrinum var fullt af litlum kaupmannsbúðum í hverfinu, sem hafa nú lognast út af ein af annarri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.