Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR Afmæli MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Antikklukkur og viðgerðir Sérhæfð viðgerðarþjónusta á gömlum klukkum og úrum. Guðmundur Hermannsson úrsmíða- meistari, ur@ur.is, s. 554 7770 - 691 8327. Dýrahald Labrador Retriever hvolpar. Hreinræktaðir. Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir. Tilbúnir til afhendingar. Verð kr. 160 þús. Upplýsingar í síma 695 9597 og í síma 482 4010. Fatnaður Victoria´s Secret náttföt Aðeins 8000 kr Víð erum á Markaðstorgi á Korpu- torgi. vsfotin@gmail.com Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Fótboltaborð Mini Kidz Lækkað verð. Verð kr. 8.919 m/vsk. Ótrúlega skemmtilegt fótboltaborð frá Riley. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), s. 568 3920. Fótboltaborð 120 cm frá RILEY. Frábært borð fyrir alla fjölskylduna. Verð 32.300 m/vsk. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), s. 568 3920. Matta rósin og Halastjarnan Ný sending af glösum ofl í Möttu rósinni og Halastjörnunni. Einnig glös í öðrum munstrum. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, Kópavogi. S. 544 4331. Augnablik Geisladiskur með lögum við ljóð Hákonar Aðalsteinssonar flutt af Nefndinni og gestum. Fæst í Hagkaupum, Tónspili, Samkaupum Egilsstöðum og hjá útgefanda í síma 863 3636. Netfang; darara@gmail.com. Þythokkíborð 120 cm -150 cm og 180 cm Verð frá 19.900,- 28.500,- 59.990,- www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), s. 568 3920. STIGA borðtennisborð Á enn nokkrar gerðir af STIGA borðtennisborðum Verð frá 48..500 á hjólum með neti. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), s. 568 3920. Mokka- jakkar Mokka- kápur FULLT VERÐ 95.000 69.900 Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhaldsstofan ehf. Reykja- víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi, launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl, stofnun fyrirtækja. Magnús Waage, viðurkenndur bókari, s. 863 2275, www.bokhaldsstofan.is. Bátar Strandveiðibátur Óska eftir strandveiðibát á 5-6 milljónir verður að ganga 14 mílur eða meira sími 840 9339 eða gudi@simnet.is Bílar Árg. '07, ek. 62.000 km, NISSAN QASHQAI LE, dísil, sjálfskiptur, leðurklæddur, glerþak,17" dekk. Uppl. í s. 660-3074 / 663-5363. Bílaþjónusta Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. Visa/Euro. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '08. 8924449/5572940. Húsviðhald Parket er okkar fag í 26 ár Verið í góðum höndum Notum eingöngu hágæða efni Förum hvert á land sem er FALLEG GÓLF ehf - Sími 898 1107 www.falleggolf.is - golfslipun@simnet.is Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald. Ragnar V. Sigurðsson ehf. Sími 892 8647. Í dag er 90 ára Ul- rich Marth, fv. for- stjóri Baader-þjón- ustunnar. Ulrich fæddist í Anklam í fv. Austur-Þýskalandi. Þar ólst hann upp og kláraði menntaskóla. Seinna nam hann sjávarlíffræði og við- skiptafræði við há- skólann í Hamborg. Hann gerðist um- boðsmaður fyrir Baa- der-fiskvinnsluvélar hér á landi, settist hér að 1959, og stofnaði Baad- er-þjónustuna, sem heitir Baader Ísland í dag. Hann hóf að kynna Baader- flatnings-, flökunar- og roðflettivélar. Á þessum tíma var allur fiskur handflakaður hér á landi, en með komu Baader-fisk- vinnsluvélanna hófst tæknibylting í frystihúsum landsins eða úr handflökun yfir í vélflökun. Þetta var mikil bylting á þeim tíma. Á næstu árum urðu flest frystihús landsins vélvædd með Baader- flökunar- og flatningsvélum. Seinna fóru þær í frystitogarana og enn seinna bættust síldarflök- unarvélar við. Ulrich tók þátt í þessari byltingu af miklum áhuga og dugnaði. En Ulrich kom víða við. Meðal annars hafði hann áhuga á ís- lenska hestinum og hestamensku. Þetta áhugamál vatt upp á sig. Hann keypti jörðina Sandhólaferju í Rangarvallasýslu til að stunda hestamennsku og ræktun. Í gegn- um fyrirtæki sitt Sigurður Hann- esson & Co hóf hann útflutning á þeim. Hann ferðaðist um allt land og heimsótti bændur og keypti hesta af þeim. Þannig kynntist hann landi og fólki mjög vel. Þessi Ulrich Marth útflutningur stóð yfir árin 1959 til 1972 er hann hætti því. Þetta var mikið umfangs, á þessum tíma flutti hann út á sjöunda þúsund hesta, mest til Þýskalands, Sviss og Norðurlandanna, einnig til Bandaríkj- anna, Kanada og lengst til Argentínu, alls til tuttugu og eins lands. Til að byrja með voru hest- arnir fluttir út með skipum þar til hann, fyrstur manna, flutti þá út með flugvélum. Einnig bauð hann mörgu fólki frá Þýskalandi og öðrum löndum til Sandhólaferju til að kynna ís- lenska hestinn erlendis, meðal annars rithöfundinum Ursulu Bruns sem skrifaði þá mikið í Þýskalandi um íslenska hestinn í bækur og tímarit, Walter Feld- mann o.fl. Það var oft mjög mann- margt og þröng á þingi í gamla húsinu á Sandhólaferju. Í dag er sonur Ulrichs, Jochum, forstjóri fyrir Baader á Íslandi og dótturdóttir hans, Jakobína Vals- dóttir, sér um reksturinn á Sand- hólaferju. Ulrich og kona hans Eleonora eiga þrjú börn, barnabörnin eru tíu og barnabarnabörn orðin átta. Þau eru bæði við góða heilsu, hafa undanfarin ár dvalist yfir vetrar- tímann í Portúgal en koma með farfuglunum á vorin til Íslands og búa þá á Sandhólaferju fram undir vetur. Ég óska tengdaföður mínum innilega til hamingju með afmælið og óska honum velfarnaðar um ókomin ár. Valur Marinósson. Nú þarf að setjast niður og „líta yfir far- inn veg“ eins og segir í skátasönglaginu góða. Það gerist sjálfkrafa þegar maður áttar sig á því að það eru yfir 30 ár síðan ég kynntist Þór Ingólfssyni í starfi Skátafélagsins Vífils í Garðabæ. Þór var nefnilega gjaldkeri félagsins þegar ég var að byrja mín foringjaár í skátastarfi og fyrstu heimsóknirnar mínar í Goða- túnið voru til að sækja ávísanir fyrir rútuferðum eða skálagjöldum vegna ýmissa ferða eða atburða. Karl Rúnar sonur Þórs var líka í skátastarfinu í Garðabænum og urðum við fljótt mestu mátar og vinir. Árin liðu og undirritaður endaði sem félagsforingi Vífils í átta ár og alltaf var Þór gjaldkeri með öll mál á hreinu og mikill máttarstólpi, hvort sem taka þurfti til hendinni í húsinu eða smíða eldhúsinnréttingu fyrir skálann. Öllu reddaði Þór og var alltaf að kenna og sýna okkur yngri skát- unum réttu handtökin. Þór var mikill húmoristi og stríddi okkur Karli lengi á því að loksins eitt árið þegar við ætl- uðum að fara að mála þakið á skáta- heimlilinu, þá var komið fram á haust og orðið kalt. Við drifum okkur upp á þak og rétt náðum að ýta málningunni út á þriðjung af þakinu, en málningin hefði dugað á allt þakið ef við hefðum tekið ráðum hans og gert þetta fyrr Þór Ingólfsson ✝ Þór Ingólfsson,búfræðingur, hús- gagnasmíðameistari og tryggingamaður, fæddist á Ísafirði 6. júlí 1933. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 8. desem- ber 2010. Útför Þórs fór fram frá Garðakirkju 16. desember 2010. um sumarið. Þór minnti okkur oft á það þegar við lögðum málninguna á þakið – og svo var hlegið. Alltaf var Þór tilbú- inn með tékkheftið á lofti og urðu þær ófáar heimsóknirnar í Goða- túnið til að sækja þær eða skila nótum til hans. Mikið var alltaf spjallað og hlegið og var ávallt gaman að heimsækja fjölskyld- una, en þau tóku öll þátt í þessu af lífi og sál. Ranný eig- inkona Þórs, sem lést fyrir nokkrum árum, studdi einnig dyggilega við bakið á okkur í skátastarfinu í margs konar viðburðum. Karl tók svo við starfi félagsfor- ingja í félaginu á eftir mér og þá var nú Þór gjaldkeri stoltur og studdi enn frekar við bakið á honum með veru sinni í stjórninni. Árið 1987 fékk Þór afhent gull- merki félagsins fyrir frábær störf og var síðan gerður að heiðursfélaga í Vífli árið 2002. Árin liðu og þegar Þór hætti í stjórninni árið 2001 voru liðin heil tuttugu ár. Þór var ávallt viðbú- inn og búum við skátar í Garðabæ enn að því og verður honum seint full- þakkað fyrir öll hans störf í þágu Víf- ils. Leiðir okkar lágu einnig í gegnum vinnuna okkar til fjölda ára, en við vorum báðir að vinna í Brunabóta- félagi Íslands og síðar hjá VÍS. Hvort sem var í vinnuferðum eða á hátíðum fyrirtækisins var Þór alltaf með og vann öll þessi verk með já- kvæðni að leiðarljósi. Talandi um árshátíðir, þá verð ég að nefna dans- inn, en hann var hjá Þór og Ranný eitt af aðaláhugamálunum. Þau voru þvílíkt snilldardanspar að það hættu allir að dansa og fylgdust bara með þegar þau svifu um gólfin. Alltaf voru þau bæði brosandi, hress og kát. Þannig minnist ég þeirra. Með þessum orðum þakka ég Þór samveruna og samstarfið og flyt inni- legar samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni til Karls Rúnars, Þórunnar Erlu, Dagrúnar Birtu, Rannveigar Þóru og Teddyar. Björn Hilmarsson. Árið 1985 var boðið til kynningar- fundar Kiwanis í Hafnarfirði. Kiwan- isklúbburinn Eldborg bauð til fund- arins. Á þennan fund mættu þáverandi svæðisstjóri, Hallbjörn Sævars, ásamt umdæmisstjóra Kiwanis, Þór Ingólfssyni. Þarna hófust kynni mín af Þór sem áttu eftir að duga vel og lengi. Ákveðið var að stofna nýjan Kiwanisklúbb í Hafnarfirði (Hraun- borg) og ég varð þar í forsvari, sem var ekki síst að þakka uppörvun og hvatningu Þórs. Hann var alltaf boð- inn og búinn til að aðstoða mig og leið- beina, því ég vissi ekki mikið um Kiw- anis og var þarna að stíga mín fyrstu Kiwanis-spor. Þór var duglegur að hringja í mig til að vita hvernig gengi og hafði mikinn metnað fyrir að þessi nýi klúbbur yrði að veruleika. Seinna fékk ég svo að kynnast Rannveigu konu Þórs og sjá hversu samheldin þau voru. Þau voru glæsi- leg hjón og það var unun að horfa á þau dansa saman. Þau dönsuðu af því- líkri list. Það var mikið áfall fyrir Þór þegar hans elskulega kona lést. Þór var alla tíð mikill félagsmála- maður. Hann var virkur í skátahreyf- ingunni og mjög öflugur Kiwanis- félagi og þá sérstaklega í Kiwanisklúbbnum Setbergi sem hann var í til dauðadags. Ég á góðar minn- ingar um hjálpsaman félaga og vin sem studdi af alúð mig og klúbbinn minn. Guð blessi þá sem nú eiga um sárt að binda. Magnús Jónasson, fyrsti forseti Kiwanisklúbbs- ins Hraunborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.