Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 gleðileg BÍÓJÓL Opið fyrir sölu á gjafabréfum í Álfabakka kl. 10-17 og í Kringlunni kl. 14-22 Kassagerð Senu, svokersknislega sé tekið tilorða, hefur staðið sig velundanfarin misseri í glæsilegum útgáfum á heild- arverkum sveita eins og Ný- danskrar, Sálarinnar hans Jóns míns, Trúbrots og Þursaflokksins. Nú er komið að einni ástsælustu sveit landsins, Spilverki þjóðanna, sem starfaði tiltölulega stutt en af því meira listrænu afli á áttunda ára- tugnum. Á árabilinu 1975-1979 komu út sex breiðskífur og má enn finna enduróm þeirrar tónlistar í sveitum samtímans, má t.d. nefna Nýdanska í því samhengi og hina vinsælu sveit Moses Hightower. Orð eins og gróska, hugmynda- flug, áræði, sköpunarkraftur, elja og orka ná svona varla utan um það sem í gangi var hjá þessum hópi á þess- um árum, sem skipaður var Valgeiri Guðjónssyni, Agli Ólafssyni, Sigurði Bjólu og Sigrúnu „Diddú“ Hjálmtýs- dóttur. Því að þær sex breiðskífur sem þegar hafa verið nefndar dugðu engan veginn, viðkomu þurfti að hafa á plötum Stuðmanna, það þurfti að snara út Hrekkjusvínaplötunni, vinna eitt meistaraverk með Megasi (Á bleikum náttkjólum) og stofna eitt stykki hljómsveit, Hinn íslenska þursaflokk. Og er þá ekki allt upp talið. Höfugt og hægstreymt Meðlimir Spilverksins voru aðeins of ungir til að taka þátt í Bítlabylting- unni en voru aðeins farnir að láta að sér kveða í sýru- og proggrokki því sem reið röftum upp úr 1970. Stoðir Spilverksins urðu til í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og á sam- nefndri plötu þess sem út kom 1975 má heyra þjóðlagatónlist; breska, bandaríska og skandinavíska. Inni- haldið er bæði höfugt og hæg- streymt; lítinn sem engan áslátt er að finna og gítarar og píanó í burð- arrullum. Platan þótti bera með sér mikil tíðindi á sínum tíma, umslags- gerð þótti t.a.m. snjöll og hljómur og hljóðfæraleikur bæði vandaður og ríkur. Textar eru á ensku og eftir á að hyggja er platan einum of ríg- bundin á klafa áhrifavaldanna. Sveit- in var klárlega í mótun, enn var verið að leika sér með arfinn en persónu- legur, að maður tali ekki um sér- íslenskur hljómur var hins vegar handan við hornið. CD Nærlífi er nokkurs konar syst- urplata frumburðarins, áfram er haldið um svipaðar slóðir og efn- islega er hún ekki svo frábrugðin honum. Værðarlegar stemmur eru í meirihluta, allt flutt af mikilli fag- mennsku og list en frumleika er ekki fyrir að fara. Ef þessar tvær plötur væru það eina sem sveitin hefði skil- ið eftir sig hefði hún ekki orðið miklu meira en sæmilega stór neðanmáls- grein í íslenskri tónlistarsögu. Breytingar Allt breytist þetta þó með Götuskóm sem kom út seint sama ár (1976). Hið góða samstarf meðlima hafði greini- lega ýtt undir aukinn metnað, líkt og þeir væru farnir að átta sig á þeim kröftum sem þeir byggju yfir. Sagan er temabundin eins og tíðkaðist gjarnan hjá proggrokksveitum þessa tíma og segir frá degi í lífi blaðburð- arstráks (og er umslagið hannað út frá því). Textar nú á íslensku og það er magnað að heyra hvernig þeir lyfta tónlistinni upp á annað plan. Ekki ætla ég út í þá umræðu hér, hvort syngja eigi á íslensku eður ensku, en það er nokkuð sláandi að heyra þetta þegar hlustað er á plötur Spilverksins í einni beit. Meðlimir reyndust líka glúrnir textasmiðir, gátu vel raðað saman orðum og hér fer að bera á þeirri samfélagsrýni sem átti eftir að ein- kenna næstu plötur á eftir. Tónlistin er enn þjóðlagakennd en farin að færast ögn nær hefðbundnu poppi og rokki, meira fer t.d. fyrir áslætti og trumbuslögum. Eitthvað sem mætti kalla Spilverkshljóm er þá farið að síga í gegn. Meistaraverkið Sturla er jafnan kölluð meistaraverk sveitarinnar og er mér bæði ljúft og skylt að staðfesta að svo sé. Þú þarft að vera ansi mikið dauðyfli til að hríf- ast ekki með í þeim ungæðislega krafti sem hreint og beint lekur hér af hverjum tón. Hin fölskvalausa gleði sem fylgir því að vera í skap- andi samstarfi með vinum sínum er auðheyranleg, meðlimir voru þarna á þeim aldri þegar fólk gerir sín meist- arastykki (24, 25 ára) og tónlist, textar og hljóðfæraleikur; allt er þetta eins og best verður á kosið. Þegar brestur á með „Hæ hó“ sprettur gæsahúðin fram og ekki í síðasta skipti. Þegar Ísland kom út árið 1978 hafði Egill Ólafsson yfirgefið sveit- ina og stofnað Þursaflokkinn. Ísland er þó vart síðri en Sturla, þótt hún sé allt öðruvísi. Ungæðishátturinn er farin að rjátla af sveitinni en hljóm- sveitin er á þessum tíma einfaldlega það „góð“, á það miklu flugi, að mikið hefði þurft að ganga á til að hún hefði gloprað andanum niður. Þó að kvarnast hefði úr kjarnanum hafði það ekkert að segja og lögin tíu eru hvert öðru betra. Bráðabirgðabúgí reyndist svo verða svanasöngur sveitarinnar og ótrúlegt til þess að hugsa að fyrsta platan hafi komið út aðeins fjórum árum fyrr. Líkt og CD Nærlífi hafði verið framhald af fyrstu plötunni ber Búgíið með sér svipaðan hljóðheim og er að finna á Íslandi. En ólíkt Íslandi vantar nokkuð upp á kraftinn og bensínið klárast að mestu leyti þegar hún er u.þ.b. hálfnuð. Í fyrsta skipti í sögu sveitarinnar er þreytumerkja farið að gæta. Samanbundið Í kassanum er auk þess að finna plötuna Pobeda þar sem er að finna átján sjaldheyrð og áður ófáanleg lög. Hvalreki fyrir aðdáendur og gaman að heyra Spilverkið renna sér í gegnum Stuðmannalög eins og „Tí- volí“ sem sýnir hversu samanbundið þetta allt saman var á sínum tíma. Kassinn sjálfur er glæsilegur, með hnausþykkum bæklingi og Götuskór eru meira að segja í tvöföldu albúmi eins og upphaflega. Stórglæsileg út- gáfa og vel hæfandi fyrir eina allra merkustu hljómsveit Íslandssög- unnar. Kíkt á leiki mannanna Geisladiskar Spilverk þjóðanna – Allt safnið Spilverk þjóðanna (1975) bbbnn CD Nærlífi (1976) bbbnn Götuskór (1976) bbbbn Sturla (1977) bbbbb Ísland (1978) bbbbb Bráðabirgðabúgí (1979) bbbnn Pobeda (2010) bbbbn ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Spilverk þjóðanna „Þú þarft að vera ansi mikið dauðyfli til að hrífast ekki með í þeim ungæðislega krafti sem hreint og beint lekur hér af hverjum tón,“ segir um plötuna Sturlu, sem er jafnan talið meistaraverk sveitarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.