Morgunblaðið - 23.12.2010, Síða 32

Morgunblaðið - 23.12.2010, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 ✝ Ása Karlsdóttirfæddist í Reykja- vík 29. mars 1924. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 4. desember 2010. Foreldrar hennar voru Sigríður Péturs- dóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 22. júlí 1902 í Ólafsvík, d. 26. maí 1989, og Karl Guðmundsson, versl- unarmaður í Reykja- vík, f. 18. júlí 1901, d. 14. nóvember 1968, ættaður úr Reykjavík. Systkini Ásu eru: Erla, f. 13. febrúar 1928, d. 28. október 2006, Laufey, f. 4. maí 1929, og Birgir, f. 15. mars 1932, d. 7. maí 2003. Hálfsystir sammæðra er Hulda, f. 4. desember 1940. Hálf- systkin samfeðra eru Karl Guð- mundur, f. 17. ágúst 1937, Kolbrún Inga, f. 12. júlí 1934, d. 4. júní 1973, og Steinunn, f. 17. nóvember 1935. Hinn 10. júní 1944 giftist Ása Tryggva Steingrímssyni, f. 2. apríl 1922, d. 19. febrúar 1997. Foreldrar hans voru Steingrímur Magnússon, f. 6. janúar 1891, d. 30. maí 1980, og Vilborg Vigfúsdóttir, f. 14. febrúar 1892, d. 26. janúar 1980. Börn Ásu og Tryggva eru: 1) Guðrún, f. 12.11. 1944. Sonur hennar og Egils Thorarensen er Grímur. Sonur Gríms og Kristjönu Helgadóttur er Egill. 2) Karl Tryggvason, f. 17.3. 1947, maki Marja-Terttu Tryggvason, synir þeirra eru: a) Karl Kristian, maki The- resa og eiga þau son- inn August, b) Sam Henrik og c) Jan Erik. 3) Björn, f. 19.1. 1953, maki Ingibjörg Gunn- arsdóttir, sonur þeirra er Davíð og stjúpdóttir Pamela Tinna í sambúð með Gylfa Þór og eiga þau soninn Mána Þór. Synir Björns og Sól- rúnar Ólínu Siguroddsdóttur eru: a) Haukur, maki Fanney og eiga þau börnin Hildi, Bjarka og Söndru, b) Tryggvi, í sambúð með Eddu, dætur hans og Margrétar Bessadóttur eru Katla og Ása Krist- ín og c) Jónas Oddur. 4) Ingveldur M. Tryggvadóttir, f. 22.1. 1959, maki Hallgrímur L. Hauksson, börn þeirra eru: a) Ása Vilborg, maki Finnur og eiga þau dótturina Ingu Rós og b) Daníel Heiðar. Útför Ásu fór fram í kyrrþey frá Bústaðakirkju 13. desember 2010. Þegar komið er að kveðjustund og hugsað er tilbaka til tímans sem við nutum með Ásu ömmu kemur svo margt gott upp í hugann. Það er ekki annað hægt en að brosa þegar allar gömlu og góðu minningarnar um þessa bestu ömmu í heimi rifjast upp. Við munum aldrei gleyma frábærum stundum sem við áttum í Bjarma- landi og Hæðargarði. Eitt af því besta við að koma heim til Íslands í frí var að fá að gista hjá afa og ömmu í Bjarmalandi. Eftir að við fluttum heim vorum við svo heppnir að flytja í sama hverfi og ósjaldan lá leiðin í Bjarmalandið. Þar voru allir alltaf velkomnir. Við vorum sem ofdekraðir prinsar og þar var stjanað við okkur allan tímann. Hvort sem það var með þægilegri nærveru, glettnum húmor eða mat. Okkur bræðrum hefur alltaf þótt gott að borða og matarást okkar bræðra á ömmu er enn til staðar, réttir sem við munum áfram halda í heiðri eins og súkkulaðikakan með sultu á milli, djöflatertan ómótstæði- lega, heimagerða kæfan, aspassúpan, kalkúnninn, fyllingin, sósurnar að ógleymdum hálfmánunum og vanillu- hringjunum á jólunum. Allt sem hún töfraði fram var svo ljúffengt. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gerðir. Núna ertu komin til Tryggva afa og þið tvö sameinuð á ný. Eitt- hvað sem þú hefur beðið eftir. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar. Þínir að eilífu, Haukur, Tryggvi og Jónas Oddur Björnssynir. Elsku amma. Það er óendanlega sárt að þurfa að kveðja þig elsku amma. Það er mikill söknuður í huga okkar en einnig léttir því við vitum að þú hefur það betra núna þar sem þú hefur sameinast Tryggva afa aftur eftir langa fjarveru. Þú varst heims- ins besta amma. Þú varst alltaf stór hluti af lífi okkar og eigum við ógrynni af góðum minningum sem við ávallt munum bera í hjörtum okk- ar. Þú varst einstaklega gjafmild, hugulsöm og ávallt áhugasöm um hversdagslega atburði í lífi okkar. Við eyddum öllum okkar sumrum í Bjarmalandinu hjá ykkur afa og aldr- ei leiddist okkur nokkurn tímann. Að vakna í Bjarmalandinu og borða morgunmat með ykkur var alltaf jafngaman því það var eins og maður væri staddur á fínu hóteli því morg- unverðarborðið var ávallt drekkhlað- ið af mat. Því aldrei máttum við fara frá þér svöng. Hvort sem við vorum að stoppa í fimm mínútur eða fimm tíma. Elsku amma, við söknum þín meira en orð fá lýst en við hugsum um allar góðu stundirnar sem við átt- um saman og þá er erfitt að brosa ekki. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð geymi þig og varðveiti elsku besta amma. Ása Vilborg og Daníel Heiðar. Ása Karlsdóttir Látin er mín góða vinkona Unnur Bene- diktsdóttir. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eir þann 4. desember. Mér er ljúft að minnast hennar með nokkrum orðum. Við Unnur unnum saman á Reyð- arfirði fyrir 68 árum og urðum þá mjög góðar vinkonur. Unnur flytur til Reykjavíkur en kemur austur á Unnur Benediktsdóttir ✝ Unnur Benedikts-dóttir fæddist á Eiríksstöðum á Jök- uldal 12. apríl 1927. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir 4. desember 2010. Útför Unnar fór fram frá Bústaða- kirkju 10. desember 2010. hverju sumri í heim- sókn til fjölskyldu sinn- ar, þá hittumst við ávallt og áttum margar góðar og skemmtilegar samverustundir. Unnur var ákaflega góð og skemmtileg kona, og alltaf var gaman að vera með henni. Eftir að ég og fjölskylda mín flutt- umst í Kópavog fjölg- aði heimsóknum okkar til þeirra Unnar og Guðjóns, áttum við allt- af góðar stundir hjá þeim hjónum. Eftir að ég eignaðist sumarhús á Þingvöllum kom hún oft í heimsókn og þá var oft kátt í höllinni, hún var sérstakur húmoristi, alltaf glöð og kát. Unnur var alltaf mikill Reyðfirð- ingur og þegar við hittumst var alltaf spurt: „Hefur þú frétt að austan?“ Unnur mín átti við heilsuleysi að stríða síðastliðin ár og hefur verið til heimilis á Eir. Ég kveð þig með þessum orðum, vina mín. Á einu skrefi allar ferðir hefjast. óháð vegalengd og settu marki, þó einhversstaðar einhver kunni að tefjast enduð ferð er staðfesting á kjarki. Sumum er í sorgum hlíft, samkvæmt vonum mínum að vita að þeir eiga eilíft líf í afkomendum sínum. Við Hlöðver sendum börnum henn- ar og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég vil þakka Unni fyrir samfylgd- ina, og sérstaklega fyrir vináttuna í gegnum árin. Megi Guð helga og blessa minningu hennar. Þín vinkona, Ólöf Sigríður Björnsdóttir. Mig langar að minnast Sirrýjar frænku minnar í nokkrum orðum. Sirrý var ömmusystir mín og móður minni mjög kær, því var iðulega komið við í Stigahlíðinni ef við átt- um leið í borgina. Eftir að ég flutti að heiman fór ég sjálf að koma við í Stigahlíðinni, þar réð mestu að allt- af voru Sirrý og Þórarinn jafn ánægð að sjá mann, móttökurnar voru höfðinglegar og yfirleitt ein- hver heima. Á ég margar góðar minningar um spjall við þau Sirrý, Sigríður María Sigurðardóttir ✝ Sigríður MaríaSigurðardóttir fæddist á Efri- Flankastöðum, Mið- neshreppi, Gull- bringusýslu, 25. nóv- ember 1915. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 24. nóv- ember 2010. Útför Sigríðar Mar- íu fór fram frá Há- teigskirkju 8. desem- ber 2010. Þórarin og Hönnu, alltaf fékk maður nýj- ar fregnir af einhverj- um ættingjanna og þau fylgdust líka vel með fjölskyldunni minni. Þegar mamma varð 60 ára hélduð þið afmælisveislu í Njarð- vík en þú varðst 90 ára í sama mánuði, þó þú hafir nú ekki litið út fyrir það. Þið Fag- urhólssystur berið aldurinn sannarlega vel, veislan var ein- staklega vel heppnuð og áttum við yndislegan dag með ættingjum og vinum. Síðasta ár hefur aðeins hall- að undan fæti, þú brotnaðir og fékkst létta blæðingu en þú hristir það af þér og varst alveg eins og þú áttir að þér þegar ég hitti þig síðast í sumar. Takk fyrir hlýjuna og at- hyglina sem þú veittir mér og mín- um í gegnum árin. Elsku Hanna frænka, ég votta þér samúð mína. Katrín G. Pálsdóttir. Hulda Daníelsdóttir lést á líknardeild Land- spítalans 3. desember sl. eftir erfiða baráttu við skæðan sjúkdóm. Hún bar sig vel og kvartaði ekki. Þann 10. júlí 1948 giftist Hulda bróður mínum, Guðmundi Sigurðs- syni, bormanni. Þeirra sambúð var mjög góð og eignuðust þau tvö börn, Önnu hjúkrunarfræðing og Sigurð bormann. Anna á soninn Hans Erik. Guðmundur lést fyrir allmörgum ár- um. Hulda og Guðmundur keyptu húsið að Víghólastíg 9 í Kópavogi og bjuggu þar og ræktuðu garðinn sinn, sem þau höfðu mikla ánægju af. Þau byggðu sumarbústað og áttu þar marga ánægjudaga. Þau hjónin voru bæði lífsglöð og skemmtileg og áttum við margar gleðistundir saman. Við kveðjum Huldu með söknuði, en trúum því að nú hafi hún hitt Gumma sinn aftur og til eilífðar. Farðu vel, Guðríður S. Sigurðardóttir (Gýja). Þegar við Guðlaug fluttum á Víg- hólastíg sumarið 1975 eignuðumst við þar góða nágranna, Huldu og Guð- mund. Reyndar hafði ég kynnst Guð- mundi sem helsta borstjóra Jarðbor- ana ríkisins 15 árum fyrr, þar sem hann réð fyrir rannsóknarborunum á Tungnaáröræfum, og síðar í leit að jarðhita um sveitir, þar sem Guð- mundur lagði með árangursríkum borunum grunninn að flestum hita- Hulda Alda Daníelsdóttir ✝ Hulda Alda Daní-elsdóttir fæddist í Borgarnesi 19. nóv- ember 1926. Hún lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 3. desember 2010. Útför Huldu fór fram frá Hjallakirkju 14. desember 2010. veitum á landsbyggð- inni. Það styrkti svo enn vináttuböndin milli fjölskyldnanna að Anna dóttir þeirra eignaðist kjallara í húsi okkar. Hulda var af þeirri horfnu kynslóð kvenna sem helguðu sig heimilisstörfum. Hún var glaðlynd en hlédræg að eðlisfari og hafði sig ekki mikið frammi en stóð þó öll- um á sporði í umræðu þegar á reyndi. Hún bjó þeim Guð- mundi og börnunum hlýlegt heimili og hélt gestum höfðinglegar veislur. Guðmundur var víkingur til allra verka, ekki síður á heimili en í að- alstarfi. Hann hreif mig með sér í byggingu bílskúra og gróðurskála en miðstöð þeirra verkefna var í eldhús- inu hjá Huldu sem ætíð sá til þess að ekkert skorti í mat og drykk. Guðlaug og Hulda voru báðar miklar hann- yrðakonur og undu sér við þau efni meðan við karlarnir gösluðum í bygg- ingum. Þrátt fyrir tíu ára aldursmun voru áhugamálin svo skyld að við sóttum gjarnan leikhús saman og ferðuðumst vítt um landið, þræddum öll útnes á Norðurlandi, og heimsóttum önnur lönd svo sem England, Þýskaland, Grikkland og Taíland. Um áramót var nýju ári jafnan fagnað í gróðurskála þeirra og Hulda hlóð borð með kræs- ingum. Og ekki var síðra að heim- sækja þau í sumarbústaðinn í Hests- landi, þar sem Guðmundur og Anna breyttu óræktarmóum í gróskumik- inn skóg á fáum árum. Guðmundur féll frá fyrir nær 15 árum og átti margt ógert en Hulda hélt sitt heimili og ræktaði vini sína til síðustu daga. Ég óska börnum þeirra, Sigurði og Önnu, og Hans Eirik syni hennar vel- farnaðar og þakka einlæga vináttu. Sveinbjörn Björnsson. Það var eitthvað við hana Jónu sem heillaði mig frá fyrstu stundu. Hún var kven- skörungur, sjálfstæð kona sem vissi hvað hún vildi. Ekki var langt í húm- orinn og þá sérstaklega hafði hún mikinn húmor fyrir sjálfri sér. Hún var vinur vina sinna og átti stóran vinahóp. Hún hélt sambandi við marga af sínum æskuvinum ævilangt. Ef ég ætti að lýsa Jónu með einu orði þá kemur bara eitt orð upp í hugann, töffari. Ég hitti hana fyrst á aðfangadags- kvöldi, við Bjössi vorum að halda okk- ar fyrstu jól saman. Jóna og Steini tengdapabbi komu saman til að halda jólin hjá okkur. Þau byrjuðu á því að skála fyrir jólunum í kampavíni, Steini eldaði rjúpur og Jóna skrældi kartöflur. Það var notaleg tilfinning að vera með þessum öðlingum mín fyrstu jól fjarri æskuheimili mínu. Jólin voru svo sannarlega í þeirra hjarta. Jóna og Steini voru sannir vinir og gagnkvæm virðing þeirra á milli, svo eftir var tekið. Það var jú aðeins eitt ár á milli þeirra og ólust þau upp sam- an í Vesturbænum. Þessi vinátta rofnaði aldrei, þó að Steini byggi víðs- vegar um heiminn. Alltaf stoppaði hann hjá Jónu og spjallaði. Jóna sagði mér frá því að oftar en ekki leitaði Jóna Ólöf Jónsdóttir ✝ Jóna Ólöf Jóns-dóttir fæddist í Litla-Lambhaga í Saurbæjarprestakalli í Borgarfjarðar- prófastsdæmi 28. febrúar 1922. Hún lést í Sóltúni 25. nóv- ember 2010. Útför Jónu fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 8. desember 2010. hann ráða hjá henni við hinum ýmsu vanda- málum sem upp komu í hans einkalífi. Grunar mig að ekki hafi staðið á svörum hjá minni konu, þannig var hún. Hún hafði sterkar skoðanir og mikla rétt- lætiskennd. Já, vinátta Steina og Jónu var einstök og þegar hann og fjöl- skylda hans fluttu til Íslands varð Jóna fast- ur gestur á þeirra heimili á aðfangadagskvöld. Þegar Steini kvaddi þennan heim var Jóna áfram hjá okkur. Það verður tómlegt núna um jólin, engin Jóna. Við eigum svo margar skemmtilegar minningar um hana og þekkja börnin okkar ekk- ert annað en að hafa Jónu. Alltaf var jafn gaman að taka á móti henni, með fullan poka af gjöfum, mest hafði hún gaman af því að færa krökkunum gjafir enda voru þau henni sem hálf- gerð ömmubörn. Hrifningin var á báða bóga og alltaf mikil eftirvænting að opna pakka frá Jónu frænku. Stundum kom hún með rúllur í hárinu, æj, hún átti aðeins eftir að laga hárið og svo spurði hún: „er ég ekki nógu fín?“ Síðan skáluðum við fyrir jólunum og krakkarnir sýndu henni nýju jólafötin. Við hlustuðum á kirkjuklukkurnar í útvarpinu hringja inn jólin, kysstumst og kveiktum á kertum. Já, þá voru jólin komin. Jólin munu koma aftur í ár og þá skálum við fyrir Jónu okkar og jólunum. Elsku Jóna mín, við munum sakna þín en hafðu það sem allra best hvar sem þú ert, þú lifir áfram í hjörtum okkar og við minnumst þín með mik- illi hlýju. Kristrún, Björn, Katrín og Þorsteinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.