Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 ✝ Ástbjörg SigríðurGeirsdóttir fædd- ist í Reykjavík 9. nóvember 1915. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ í Reykjavík 26. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Geir Magnússon stein- smiður, f. 21. júlí 1894 í Reykjavík, d. 9. feb. 1979 í Kópa- vogi, og kona hans Ástríður Ágústa Sig- urðardóttir húsmóðir, f. 19. ágúst 1892 í Reykjavík, d. 9. nóv. 1974 í Reykjavík. Hinn 1. júní 1935 giftist Ást- björg Kornelíusi Hannessyni bif- vélavirkja, f. 3. júlí 1911 í Reykja- vík, d. 31. ágúst 1987 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Hann- es Stígsson, f. 29. okt. 1876 á Brekkum í Mýrdal, d. 9. des. 1966 í Reykjavík, og kona hans Ólafía Sigríður Einarsdóttir, f. 16. okt. 1886 í Stóra-Nýjabæ í Krísuvík, d. 16. nóv. 1970 í Reykjavík. Börn Ástbjargar og Kornelíusar eru 1) Axelsson, f. 31. okt. 1950, d. 5. okt. 1978, börn þeirra a) Ester, 10. maí 1973, maki: Svavar Vign- isson, f. 2. maí 1973, börn þeirra Vigdís, f. 7. jan. 1993, og Bjarki, f. 11. maí 1999; b) Geir, f.10. jan. 1976, maki: Dagný Ósk Ásgeirs- dóttir, f. 29. mars 1978, börn þeirra eru Berglind Ósk, f. 7. feb. 2005, Alex Þór, f. 11. mars 2007, og Bergur Freyr, f. 16. júní 2010. Seinni maður: Ómar Þórsson, f. 16. feb. 1951, barn þeirra c) Hel- en, f. 29. des. 1983. 4) Sigurður Kornelíusson, f. 2. júlí 1955, maki: Geirlaug Ingólfsdóttir, f. 26. sept. 1955, börn þeira a) Ingólfur Sig- urðsson, f. 23. mars 1978, maki: Hrafnhildur Faulk, f. 10. sept. 1978, börn þeirra Helga Xochitl, f. 11. sept. 2003, og Tómas Pétur, f. 25. apríl 2006. b) Fanney Dögg, f. 5. júní 1982, sambýlismaður: Vermundur Victor Jónsson, f. 18. des. 1979, barn hennar er Aron Ingi Svansson, f. 2. des. 2000, barn þeirra er Sara Hlín, f. 24. júlí 2006. c) Elías, f. 9. nóv. 1987. d) Elísa Björk, f. 14. mars 1994. Ástbjörg bjó alla tíð í Reykja- vík, frá 1951 í Bústaðahverfinu. Var hún heimavinnandi á meðan börnin voru ung, fór síðan að starfa við ræstingar, m.a. á Borg- arspítalanum og á Grensásdeild Borgarspítalans. Útför Ástbjargar hefur farið fram í kyrrþey. Ágúst Geir Korn- elíusson, f. 19. júní 1937, maki: Gullý Bára Kristbjörns- dóttir, f. 1. okt. 1938, barn þeirra er Guðrún Bára, f. 27. sept. 1959, maki: Þórarinn Már Þor- björnsson, f. 10. mars 1956, dætur þeirra eru Halldóra Björk, f. 19. des. 1980, maki: Gunnar Auðunn Ásgeirsson, f. 1. júlí 1980, synir þeirra eru Rúnar Andri, f. 21. jan. 2001, Hinrik Óli, f. 23. júlí 2004; og Lilja Rut, f. 25. júní 1984, dóttir hennar er Rakel Birta, f. 21. feb. 2004. 2) Ólafur Hannes Kornelíusson, f. 5. sept. 1945, maki: Guðný Jóhanna Kjartansdóttir, f. 13. feb. 1945, synir þeirra eru, a) Guðjón, f. 19. jan. 1966; b) Helgi, f. 22. feb. 1970, maki Þórhildur Guðmunds- dóttir, f. 11. nóv. 1970, dóttir þeirra er Elfur, f. 15. maí 1997. 3) Ástbjörg Kornelíusdóttir, f. 9. júní 1952, fyrri maður: Garðar Hún amma okkar er farin yfir móðuna miklu. Okkur langar til að segja nokkur orð til að minnast hennar. Amma bjó lengst á Hæðargarði í Bústaðahverfinu, og eigum við margar góðar minningar þaðan bæði frá því við vorum lítil og eins þegar við fórum að eldast. Amma var alltaf rosalega hlý, hafði góða nærveru og vildi allt fyrir okkur gera. Henni þótti alltaf voðalega vænt um að fá okkur í heimsókn. Við eigum öll minningar frá því að við fórum til ömmu á sumrin og slógum hjá henni garðinn, en eins og alltaf þegar við komum til henn- ar ömmu sá hún um að ekkert okkar færi svangt frá henni. Það var henni alltaf hjartans mál að fá að gefa okkur eitthvað þegar við komum, og breytti það engu þó að við værum alveg pakksödd, við urðum alltaf að þiggja eitthvað frá henni. Ýmislegt góðgæti, eitthvað alveg sérstakt sem við fengum bara í heimsókn hjá ömmu. Á góðum sumardegi fórum við út í garð til þín með uppblásna sund- laug, fylltum hana af vatni og lékum okkur í sólinni. Amma, manstu líka eftir jarðarberjunum sem þú rækt- aðir úti í garði? Já, þau voru góð. Það er nú ekki svo langt síðan þú tókst strætó og heimsóttir okkur, nokkur ár. Það er heldur ekki svo langt síðan að þú stóðst í eldhúsinu og eldaðir heimsins besta saltkjöt með fullt af kartöflum. Við vitum að þú manst eftir þeim tíma, alveg eins og við hin. Elsku amma, ótrúlega er stutt á milli, fyrir örfáum dögum sátum við saman að borða dásemdar afmæl- iskökuna sem mamma keypti fyrir þig til þess að hafa þegar þú yrðir 95 ára. Gleðin leyndi sér ekki, glitti meira að segja í nokkur tár og þú varst svo sæt og glöð, búin að dressa þig upp í fallega blússu sem þú hafðir keypt fyrir löngu fyrir til- efni sem þetta. Við komum öll til þín, slógum á létta strengi, hlógum og bulluðum saman. Fjölskyldan okkar kom frá Vestmannaeyjum og þú varst svo glöð með alla vini þína sem komu til að eiga stund með þér á afmæl- isdaginn. Sá dagur lifir í minningu okkar allra. Þú sagðir okkur einmitt líka hversu mikið þú hefðir óskað þess að getað lifað þennan dag en strax daginn eftir værir þú tilbúin til þess að deyja. Einhvern veginn snerum við þessu, slógum á létta strengi og hlógum saman, en við vissum það líka að þú varst að segja satt og að það væri ekki langt þangað til þú mundir kveðja okkur. Þegar við kvöddum þig í lok veisl- unnar minntir þú okkur aftur á það hversu ánægð þú værir með að hafa fengið þennan dag með okkur og á morgun værir þú alveg tilbúin að fara, vera hinumegin. Það var eins og einhver hefði heyrt í þér og ákveðið að þú fengir þá ósk þína uppfyllta. Geir og Helen. Okkur fannst svo gaman þegar við „bulluðum“ saman og gátum hlegið að því um leið og við tróðum okkur út af öllu konfektinu sem þú áttir alltaf í náttborðinu þínu og þú varst ekki minni bullari en við hin. Þó svo að Ester búi í Vestmanna- eyjum reyndi hún að koma til þín nánast í hverri ferð því hún vissi hversu glöð þú yrðir og einnig hún að fá að hitta þig þótt það væri ekki nema örstutt stund, það þurfti ekki mikið elsku amma. Krakkarnir hennar Esterar elska þig svo mikið og þeim þótt svo vænt um að koma til þín þegar þau komu í bæinn og knúsa þig, alltaf vöfðu þau sig svo þétt um hálsinn á þér að stundum lá við að þau kæfðu þig í knúsinu. Þér þótti það jafngott og þeim og hann Bjarki sagði þegar hann fékk fréttirnar um að nú væri stutt í að kallið kæmi, að ef hann ynni í lottó þá vildi hann óska þess að geta borgað allan peninginn til þess að þú færir aldrei frá okkur. Undir það síðasta fengum við ógleymanlegt og dýrmætt tækifæri til þess að kveðja þig á hinstu stund. Þú varst svo þreytt, en samt svo sátt við að kallið væri komið og við vitum að þú kvaddir þennan heim með bros á vör. Þegar Ester sagði þér að þau væru öll komin alla leið frá Eyjum til að hitta þig vissum við að þú heyrðir í henni og vissir vel af okkur hjá þér, það var bara eitthvað svo gott, þú svo falleg og yndislegt að fá að halda utan um þig. Mikið erum við fegin að hafa komið til þín og kvatt þig áður en þú fórst. Við hefð- um öll viljað hafa þig áfram og miklu lengur en það. Elsku amma, þú sagðir við okkur öll að þú vildir að jarðarförin þín yrði í kyrrþey. Að sjálfsögðu var farið að þinni ósk og þú fékkst óskaplega fallegan dag. Við vitum að þú varst hjá okkur, fylgdist með hvernig allt fór fram og munt halda áfram að fylgjast með okkur. Þú varst yndisleg amma og við munum sakna þín svo mikið en sem betur fer eigum við yndislegar minningar um þig sem við munum varðveita vel. Núna hvílir þú við hlið afa og við vitum að þið haldist í hendur og er- uð saman. Lífið bæði gefur og tekur. Við er- um öll þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér og áttuðum okkur á að allir þessir dagar sem liðu hjá væru lífið og hversu stutt það er. Elsku amma, minning þín lifir í hjarta okkar að eilífu. Ester. Elsku langamma, okkur fannst alltaf svo gaman að koma til þín og fannst mjög gaman þegar þú rugl- aðist stundum á okkur, þá fórum við að hlæja. Alltaf þegar við komum þá bauðstu uppá konfekt en Bjarki sagði alltaf að hann borðaði ekki súkkulaði en þú vildir endilega gefa honum. Við höfum alltaf elskað þig og okkur finnst svo leiðinlegt að núna ertu ekki lengur hjá okkur en við munum halda áfram að elska þig að eilífu. Langamma, þú varst engillinn minn og ég litli Bjarki þinn og Vigdís litla telpan þín Vonum að þér líði vel í Himnaríki, elskan mín. Við biðjum Guð um að nú líði þér vel í himnaríki, elsku langamma okkar. Langamma, þú varst nú meiri amman Konfekt þú elskar mikið en fjölskylduna meira Okkur fannst mikið gaman að vera alltaf saman Nú er ein stjarna á himninum þín Vonum að þér líði vel og á himnum er gaman. Þín Vigdís og Bjarki. Ástbjörg Sigríður Geirsdóttir Fallin er frá frábær frænka, hún Inga. Inga var flott og smart kona. Man þegar við vorum litlar tátur að fara með mömmu til Ingu og Millu að skoða afrakstur verslunarferðar- innar sem þær fóru í nokkrar í þá daga. Þær fóru yfirleitt nokkuð margar saman, yfirleitt var farið með Gullfossi í verslunarferðir og svo var sýndur fengurinn þegar heim var komið og þá safnaðist saman kven- fólkið í fjölskyldunni og haldin var „tískusýning“, ég man að maður sat með stjörnur í augum og horfði dol- fallinn á þær stöllur sýna fötin og segja ferðasögur, og mikið var hleg- ið. Ein minning er frá einni ferðinni sem þær fóru með Gullfossi til að ég held Edinborgar, og allar voru þær með töskur sem voru merktar með Eimskipafélagsmerkinu, (líkur haka- krossinum) þar sem þær eru hlaðnar pinklum og pokum að reyna að fá leigubíl en þær skildu ekki hvers vegna allir þessir lausu leigubílar gáfu í þegar þeir sáu frænkurnar. En loks náði ein að stoppa einn leigubíl- inn sem ekki komst undan einni frænkunni því að hún skutlaði tösk- unni í framrúðuna, hann baðið út höndum og sagðist ekki keyra nas- ista. Það var mikið hlegið þegar kom- ið var á hótelið og sagan var enn skemmtilegri þegar hún barst til eyrna litlum tátum sem horfðu með aðdáun og stolti á þessar heimskon- ur. Ingu verður sárt saknað, ekki hægt að koma lengur við í Nausta- bryggjunni og fá sér kaffi og skemmtilegar samræður. Gulla var nú mun duglegri en ég (Elísabet) að fara til Ingu í veikind- um hennar, og á Gulla eftir að sakna þess að geta ekki farið með þeim stöllum Eddu og Ingu í Kringluna, því að Inga hafði mikið gaman af að komast í nokkrar búðir og versla smá, þó að henni væri trillað um í hjólastól að milli verslana. Við Gulla höfum alltaf litið með stolti til Ingu og litið á hana pínulítið sem stóru systur, því að samgang- urinn var mikill á milli þeirra systra Millu (móðir Ingu) og mömmu okkar. Kæru systur; Amalía, Sigríður, Berglind og Birna, fallin er frá góð móðir og amma sem skilur eftir sig fallegar og skemmtilegar minningar. Ég veit að Inga ætlaði að lifa jólin Ingveldur Guðmundsdóttir ✝ Ingveldur Guð-mundsdóttir var fædd í Reykjavík 18. nóvember 1937. Hún lést á Landspít- alanum – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 30. nóvember síðast- liðinn. Ingveldur var jarð- sungin frá Fríkirkj- unni 16. desember 2010. og fæðingu barna- barnanna sem eru í vændum nú fyrir jól hjá Berglindi og hjá Birnu í vor, en því mið- ur þá náði hún því ekki Það hafa verið skemmtilegir endur- fundir hjá þeim mæðg- um Ingu og Millu og mamma (Palla) hefur nú ekki verið langt frá, og erum við vissar um að þær hafa farið að versla saman, eins og í gamla daga. Kæra frænka, far þú í friði, Guð blessi þig. Vertu hjá mér nóttin nálgast óðum náðarríki góði Jesú minn Heyr mitt kvak, ég legg það fram í ljóðum, leyf mér æ að nálagt faðminn þinn. Vertu með þá dagar lífsins dvína Drottinn minn, ég sífellt treysti þér þá mun ljós í dimmu dauðans skína, dýrðarsólin eilíft lýsa mér. (Eyjólfur Símonarson frá Bjarnarstöðum.) Elísabet og Guðlaug Jónsdætur. Kær vinkona mín, Inga, í 65 ár hef- ur nú kvatt þetta líf eftir mjög erfið veikindi. Lífsviljinn var óþrjótandi. Ég var búin að kveðja hana í júlí 2009 en hún reis upp að venju og fór á líkn- ardeildina á Landakoti í júlí og út- skrifaði sig þaðan í nóvember sama ár. Síðan hefur hún verið heima hjá sér með hjálp dætra sinna og systur sinnar, Ellu. Inga, dótturdóttir henn- ar, bjó í næsta húsi og kom oft með kvöldmat til hennar. Þetta allt fannst henni ómetanlegt. Alltaf var hún að bíða eftir einhverju, dóttir hennar flutti frá útlöndum í haust og síðan beið hún eftir dóttursyni sem átti að koma heim frá Kína fyrir jólin, síðan var von á barnabarni í desember og öðru í vor. Inga var mikill fagurkeri og hús- móðir. Allt var í röð og reglu hjá henni. Ekki lét hún sjá sig nema vel klædda og snyrta. Birgir hennar lést fyrir tíu árum og saknaði hún hans alltaf mikið. Ingu var mjög annt um sína fjölskyldu og voru barnabörnin og barnabarnabarnið hennar líf og yndi. Inga flutti á Mánagötu átta ára og bjó ég á Rauðarárstíg, rétt við göt- una hennar. Urðum við strax góðar vinkonur og varð okkur aldrei sund- urorða. Við brölluðum margt saman, ansi miklir prakkarar. Það var alltaf gott að koma til foreldra hennar, Millu og Guðmundar, þau voru mjög létt og skemmtileg. Ég bið guð að styrkja fjölskyld- una. Ingibjörg Einarsdóttir (Edda vinkona). Hann elsku afi minn var svo sannarlega vit- ur maður. Það eru ekki til orð til að lýsa því hversu mikið ég sakna hans, hann var flottasti og besti afinn í heiminum. Hann hafði mikinn áhuga á ís- lensku, íslenskufræðum og bók- menntum. Það var alltaf hægt að leita til hans Birgir Jónasson ✝ Birgir Jónassonfæddist í Laxárdal á Skógarströnd 11. apríl 1933. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. desem- ber 2010. Útför Birgis Jón- assonar fór fram frá Keflavíkurkirkju 17. desember 2010. ef maður lenti í ein- hverjum vandræðum með heimanámið og honum fannst sko ekki leiðinlegt þegar við barnabörnin hringdum til að fá hjálp eða til að segja honum frá okkar nýjustu einkunnum í skólanum. Hann varð alltaf jafn ánægður og stoltur af okkur öllum. Ég á óteljandi minn- ingar um yndislega afa minn og ég veit að hann mun fylgjast vel með mér og okkur öllum í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur þangað til við hittumst aftur. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref, ég hef ekkert að bjóða, ekki ögn sem ég gef, nema von mína og líf mitt hvort ég vaki eða sef, þetta eitt sem þú gafst mér það er alt sem ég hef. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Kiljan Laxness.) Sólveig K. Engilbertsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.