Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 357. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Ný tíska: Gufuböð fyrir leggöng 2. Ásdís Rán og Ósk Norðfjörð … 3. Farsíminn bjargaði manninum 4. Forðaði peningum … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ljósmyndasýning Friðriks Arnar Hjaltested, Convoy, sem Morgun- blaðið sagði frá um helgina, hefur verið keypt upp í heilu lagi. Friðrik mun halda áfram að keyra með sýn- inguna um bæinn í húsvagninum. Morgunblaðið/Einar Falur Friðrik Örn seldi alla sýninguna sína  Í kvöld verður haldið jólaskák- mót Víkinga- klúbbsins og Skákklúbbs skemmtistaðarins Faktorý á Smiðju- stíg 6. Að loknu móti munu lista- menn skemmta gestum, m.a. Jóhann Eiríksson úr hljómsveit- unum Gjöll og Reptilicus. Dagskráin hefst kl. 20 með hraðskákmóti. Jólaskákmót haldið á Faktorý í kvöld  Í kvöld verður opið hús í Íslensku óperunni frá kl. 19 til 21. Antonía Hevesi, píanóleikari Íslensku óp- erunnar, mun fá til liðs við sig góða gesti úr íslenska söngheiminum og mun hópurinn flytja lög og samsöngva úr heimi jóla- og óperu- tónlistar. Að- gangur er ókeypis á þessa skemmtun. Opið hús í Íslensku óperunni í kvöld SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur smám saman úr vindi og ofankomu en dálítil él sunnan og austan til. Frost 4 til 18 stig, kaldast inn til landsins. VEÐUR Samtök íþróttafréttamanna hafa birt listann yfir þá sem urðu í tíu efstu sætunum í kjörinu á íþróttamanni árs- ins 2010. Þar eru fjórir handboltamenn og tveir knattspyrnumenn ásamt keppendum í frjáls- íþróttum, fimleikum, körfu- bolta og sundi. Sex karlar og fjórar konur skipa hóp tíu efstu að þessu sinni en kjörið sjálft fer fram 5. jan- úar. »2-3 Íþróttamaður ársins, tíu efstu Mæðgurnar Miglena Apostolova og Velina Apostolova eru í íslenska landsliðinu í blaki en faðir Velinu og eiginmaður Miglenu er landsliðsþjálf- ari. Landsliðið tekur þátt í alþjóðlegu móti í Lúxemborg í byrj- un ársins og verð- ur fjölskyldan þar í eldlín- unni. »3 Mæðgur í landsliði og heimilisfaðirinn þjálfar Íslandsmethafinn í sjöþraut kvenna og bronsverðlaunahafi frá heimsmeistaramótinu í frjáls- íþróttum 19 ára og yngri í sumar, Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, kom heim í gærkvöldi að loknum rúmlega viku æf- ingabúðum í Växjö í Svíþjóð. Þar æfði hún m.a. með ólympíu- meistaranum Carolinu Klüft. »3 Helga Margét æfði með Klüft í Växjö ÍÞRÓTTIR Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Loftið yfir Landakotshæð er þrungið dísætum greniilmi. Ilminn leggur frá jólatrjám, sem eru seld á bílaplaninu fyrir utan Landakotskirkju, eins og verið hefur á aðventu undanfarin 20 ár. Að sögn Baldurs Freys Gústafssonar, eig- anda Jólatrjáasölunnar Landakots, fær jólatrjáa- salan afnot af fjórum bílastæðum á bílastæði kaþólsku kirkjunnar ásamt afnotum af rafmagni. Í staðinn fá kirkjan og Landakotsskóli jólatré að eigin vali. „Þetta er úrvalsfyrirkomulag og allir njóta góðs af,“ segir Baldur. Trén eru ættuð frá Danmörku, nánar til- tekið af heiðum Jótlands og þau koma til landsins um mánaðamótin nóvember/desember. „Við kaupum alltaf tré af sama ræktandanum,“ segir Baldur. „Þetta er normannsþinur og trén eru ræktuð í sérstökum jólatrjáaskógi skammt frá Horsens.“ Talsvert færri tré eru pöntuð nú en fyrir nokkrum árum. „Fram að hruni fengum við alltaf u.þ.b. tvo fjörutíu feta gáma sem tóku um 2000 tré. Árið 2008 pöntuðum við einn gám sem tekur um 1000 tré og við höfum haldið okkur við það síðan. Áður seldum við trén yfirleitt á þremur til fjórum stöðum, en nú erum við eingöngu við Landakot,“ segir Baldur. Stóru trén seljast vel Heldur var jólatrjánum farið að fækka við Landakot í gær og Baldur taldi líklegt að trén myndu seljast upp síðar um daginn. „Líklega vanmátum við þörfina fyrir jólatré í ár, sér- staklega hvað varðar stóru trén,“ segir Baldur. Að hans sögn kallast jólatré stór, séu þau hærri en tveir metrar. Baldur segir það hafa komið sér á óvart hversu vinsæl stóru trén voru, en þau eru talsvert dýrari en minni trén. „Við héldum að vegna kreppunnar keypti fólk minni og ódýrari tré í ár. En það var nú ekki raunin. Fólk kaupir bara jólatré einu sinni á ári og vill þá hafa þau eftir sínu höfði. En litlu krílin, smæstu trén, fara fyrst, síðan fara þau stóru og millistóru trén fara síðast.“ Baldur þvertekur fyrir að kuldaboli og aðrar slíkar óvættir fæli fólk frá því að leggja leið sína upp á Landakotshæð til að skoða og þreifa á grenitrjám þar til draumatréð kemur í leitirnar. „Kuldinn hefur alls ekki þau áhrif að fólk komi ekki til að versla við okkur. Einu áhrif kuld- ans eru þau að fólk er fljótara að velja sér tré. Og það er hið besta mál.“ Jólatrjáasalan hefur verið í samstarfi við Styrktarfélag krabbameins- sjúkra barna undanfarna tvo áratugi. Í samstarf- inu felst að styrktarfélagið fær einn fjórða af öll- um ágóða sölunnar. „Við erum virkilega ánægð og stolt af því að þau skuli vilja starfa með okk- ur,“ segir Baldur. MGæði og notagildi í jólagjöf »18 Greniangan yfir Landakoti  Jólatrjáasali segir óvænt hversu mikið seld- ist af stórum jólatrjám í ár Morgunblaðið/Eggert Jólatré Baldur Freyr Gústafsson seldi jólatré á Landakotshæð á aðventunni. Stóru trén voru afar vin- sæl og kom það Baldri nokkuð á óvart, en hann átti von á að minni og ódýrari tré myndu seljast betur. Á föstudag (aðfangadag jóla) Austlæg átt, 5-10 m/s, skýjað með köflum eða bjart- viðri, en 10-15 og dálítil él við suðurströndina. Frost 0 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Á laugardag (jóladag) Austanátt 5-13. Él við suður- og austurströndina en annars þurrt og bjart að mestu. Hiti breytist lítið. Á sunnudag (annan í jólum) Hvöss suðaustan- og austanátt með snjókomu eða slyddu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.