Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 20
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Brunnklukkur finnast um allt land en tjarnaklukkur, náskyldur ætt- ingi þeirra, finnast aðeins á einum stað á Íslandi: í nokkrum tjörnum á afmörkuðu svæði fyrir ofan Djúpavog. Líkt og brunnklukkur geta tjarnaklukkur flogið og þeim ætti ekki að verða skotaskuld úr því að leggjast í landvinninga. Það hafa þær hins vegar ekki gert og er þessi sjálfskipaða einangrun tjarnaklukkna náttúrufræðingum nokkur ráðgáta. Nú stendur til að friðlýsa Innri- Hálsa fyrir ofan Djúpavog, alls um 146 hektara, til að vernda búsvæði tjarnaklukknanna. Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur hjá Náttúrufræðistofnun Ís- lands, hefur rannsakað tjarna- klukkurnar og þegar hann fór á búsvæði þeirra síðast, ásamt Hálf- dáni Björnssyni á Kvískerjum, árið 1990 var töluvert um þær í mörg- um tjörnum. Vegna hins mikla fjölda hefði mátt búast við að ein- hverjar tjarnaklukkur hefðu ákveðið að fljúga út í hinn stóra heim en svo virðist hins vegar ekki vera. Erling segir þó ekki útilokað að þær séu víðar á landinu en þær hafi hins vegar hvergi annars stað- ar fundist. „Þetta vekur athygli vegna þess að það er svo mikið af henni á þessum bletti.“ Aðeins sárafáir hafi barið tjarnaklukkur augum, varla fleiri en 4-5 núlifandi Íslendingar. Tjarnaklukkur eru töluvert minni en brunnklukkur. „En þetta er rándýr. Hún lifir á smákröbbum og fleiri vatnadýrum,“ segir Er- ling. Heimakærar tjarnaklukkur  Finnast aðeins ofan við Djúpavog  Geta fært sig um set en gera það ekki Ljósmynd/Erling Óskarsson Rándýr Tjarnaklukkur eru um 6,5 mm á lengd og 3,5 mm á breidd. Brunnklukkur eru mun frægari en tjarnaklukkur og eru m.a. þekktar af þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þar er þeim er lýst sem skaðræðiskvikindum sem sitji um að fljúga upp í menn og börn og éta úr þeim lifrina. Erling Ólafsson segir engar slíkar sögur til um tjarnaklukkur enda hafi enginn vitað um tilvist þeirra fyrr en árið 1936. Þá bentu heimamenn skordýrasafn- aranum Geir Gígju á að í nokkrum tjörnum væru óvenjulitlar brunnklukkur og reyndust það vera tjarnaklukkurnar. Erling segir að sögunum um brunn- klukkurnar hafi hugsanlega verið ætlað að hræða börn frá því að þvælast við vatnsbakka. Brunnklukkur og tjarnaklukkur eru alveg meinlausar. Éta ekki lifrina úr fólki Erling Óskarsson Alfons Finnsson Ólafsvík Útgerðarfélagið Nesver ehf á Rifi fékk á dögunum afhentan nýjan Cleopatra-bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni stendur Ásbjörn Óttarsson og fjöl- skylda. Arnar Laxdal Jóhannsson verður skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Tryggvi Eðvarðs SH 2 og leysir af hólmi eldri bát með sama nafni. Bát- urinn mælist 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Tryggvi Eðvarðs er af gerðinni Cleopatra 38. Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummings QSM 11 og er 610hp, tengd ZF-gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno. Hann er einnig útbúinn með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan, tengdum sjálfstýr- ingu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða og línuspil og færaspil er frá Beiti. Öryggisbúnaður er frá Viking. Rými er fyrir tólf 660 lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upp- hituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með elda- vél, örbylgjuofni og ísskáp. Sóknarpresturinn í Snæfellsbæ, Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, blessaði bátinn við komuna til Rifs. Arnar Laxdal skipstjóri sagði að þeir hefðu fengið leiðindaveður á heimleiðinni, vestan 20 metra, og hefði báturinn farið vel í sjó. Morgunblaðið/Alfons Nýr bátur Tryggvi Eðvarðs SH-2. Nýr bátur til hafnar á Rifi Bæjarstjórinn á Akureyri og sveit- arstjórar Eyjafjarðarsveitar, Grýtu- bakkahrepps, Hörgársveitar og Svalbarðsstrandarhrepps undirrit- uðu í gær samning um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjón- ustu við fatlaða en um áramót flyst sérþjónusta við fatlaða alfarið frá ríki til sveitarfélaga. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2011 til og með 31. desember 2014. Í fréttatilkynningu þess efnis seg- ir að sveitarfélögin fimm beri sam- eiginlega ábyrgð á fjármögnun þjón- ustu innan svæðisins og greiða tekjuauka vegna þjónustu við fatl- aða, það er að segja 0,25% af út- svarsstofni til Akureyrarbæjar. Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga vegna þjónustu við fatlaða renna til Akureyrarbæjar sem og tekjur af rekstri einstakra þjónustu- eininga. kjartan@mbl.is Sameigin- leg þjónusta fyrir fatlaða Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eyjafjörður Sveitarfélögin taka sig saman í málefnum fatlaðra. Úrval af badminton spöðum og boltum frá RSL Skútuvogi 10F - 104 Reykjavík - S: 5688988 Gsm: 8921570 - hellas@simnet.is Gerið kröfur veljið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.