Morgunblaðið - 23.12.2010, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 23.12.2010, Qupperneq 6
18,6% og var að nálgast kunnuglegar slóðir frá byrjun verðbólguholskeflunnar á áttunda áratugn- um. En þróunin snerist aftur við og smám saman hefur dregið úr henni síðan ef undan er skilið smá- verðbólguskot sem varð í byrjun þessa árs. Þróunin undanfarna mánuði er mjög í anda þess sem Seðlabankinn hefur spáð. Karen Áslaug Vignisdóttir, hagfræðingur í Seðlabankanum, seg- ir eigi síður að mikilvægum áfanga sé náð. Seðlabankinn og greiningardeildir bankanna spá því að verðbólgan muni hjaðna áfram eftir ára- mót þannig að búast má við enn lægri tölum í jan- úar og að þá detti verðbólgan niður fyrir verð- bólgumarkmið Seðlabankans. Greining Íslandsbanka bendir á að auk útsöluáhrifa sem þá megi gera ráð fyrir muni breyting á verðmælingu út- varpsgjalds leiða til 0,4% lækkunar vísi- tölunnar í þeim mán- uði. Á móti muni gjaldskrárhækkanir stuðla að hækkun vísitölunnar, eins og jafnan í upphafi árs. Seðlabankinn spáir því að verðbólgan fari niður í 1,5% um mitt næsta ár og þótt hún aukist eftir það verði hún að mestu undir verðbólgumark- miðum út spátímann sem nær út árið 2013. Alla fyrirvara verður að hafa á þessu, eins og reynslan sýnir. Þeir sem spá áframhaldandi lækk- un verðbólgunnar gefa sér allir að kjarasamningar leiði til hóflegra launahækkana og krónan haldi áfram að styrkjast en hún hefur verið einn helsti áhrifavaldur um þróun verðlags síðustu árin. Hækkun á bensín- og olíuverði er helsta ástæða hækkunar á vísitölu neysluverðs í desembermánuði. Hækkun á flugfargjöldum til útlanda hefur einnig áhrif. Verð á bensíni og olíum hækkaði um 4% við verðkönnun Hagstofu Íslands í desember. Veldur þetta um 0,22% hækkun vísitölu. Þegar Hagstofan kannar verð á flugfargjöldum til útlanda er at- hugað verð á flugi alla næstu viku og vikuna þar á eftir og síðan heila viku ef flogið er eftir tvo mánuði. Miklar sveiflur koma fram á far- gjöldum yfir árið. Þannig hækkaði verðið í október um 15%, lækkaði um tæp 19% í nóvember og hækk- aði aftur um 15% í des- ember. Líklegt er að hærri fargjöld á annatímum, eins og um jólin, valdi mestu um sveiflurnar. Eldsneytishækkun eykur verðbólgu SVEIFLUR Í FLUGFARGJÖLDUM 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Veiðikortið fæst á N1 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Markmið Seðlabankans um að koma verðbólgunni niður í 2,5% hafa loksins náðst, eftir nærri sex ára bið. Verðbólgan fór hæst í 18,6% í byrjun síðasta árs en hefur síðan hjaðnað smám saman. Spár gera ráð fyrir því að enn lægri tölur sjáist á fyrri- hluta næsta árs. Vísitala neysluverðs í desember sem Hag- stofa Íslands gaf út í gær sýnir 2,5% hækkun verð- lags síðustu tólf mánuði. Þetta er nákvæmlega það mark sem Seðlabankinn hefur stefnt að í mörg ár. Stjórnvöld hafa síðasta áratuginn haft það markmið að hafa verðlag stöðugt. Það hefur ekki tekist síðustu árin. Tekið var upp formlegt verð- bólgumarkmið með yfirlýsingu Seðlabanka Ís- lands og ríkisstjórnarinnar í mars 2001. Þar er stefnan sett á að verðbólgan á tólf mánaða tímabili verði að jafnaði sem næst 2,5% og miðað við að það markmið náist ekki síðar en í lok árs 2003. Óðaverðbólga á níunda áratugnum Mikil verðbólga var hér á landi á síðustu ára- tugum 20. aldarinnar. Skriðan fór af stað með olíu- kreppunni á áttunda tuga aldarinnar og stöðvaðist ekki fyrr en eftir 1990. Verðbólgan fór fljótt upp í 50% en hámarkinu var náð 1983, við lok starfstíma ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens, þegar óða- verðbólgan fór yfir 80% markið. Skammtímamæl- ingar á þeim tíma sýndu raunar á annað hundrað prósenta hraða verðbólgunnar. Verðbólgan lék krónuna svo illa að ákveðið var að taka tvö núll aft- an af henni. Það sem kostaði 100 gamlar krónur 1980 átti að kosta eina nýja krónu. Mikil verðbólga er talin skaðvaldur. Hún veldur óvissu um raunverulegt verðmæti hlut- anna. Verðskyn neytenda slævist sem dregur úr aðhaldi og samkeppni. Verðbólgan át upp sparifé landsmanna, þegar það var ekki verðtryggt, en lækkaði skuldir lántakenda. Þannig færðust miklir fjármunir á milli kynslóða og þjóðfélagshópa. Það ýtti undir óskynsamlegar fjárfestingar, bæði ein- staklinga og fyrirtækja, og jók kostnað, til dæmis vegna vaxta sem þurftu að vera háir. Hagfræð- ingar telja að mikil og breytileg verðbólga leiði til minni hagvaxtar, þegar til lengdar lætur. 18,6% í janúar 2009 Verðbólgumarkmið Seðlabankans náðust fyrr en reiknað var með þegar þau voru sett. Þannig var verðbólgan undir markmiðum allt árið 2003 og fram í apríl 2004. Þá skaust hún upp í 3,2% og hef- ur ekki verið nálægt verðbólgumarkmiðum Seðla- bankans síðan. Önnur verðbólguskriða hófst í maí 2006 þegar hækkun vísitölunnar mældist yfir 7% markinu. Aðeins dró úr á árinu 2007 en skriðan sem hófst í byrjun árs 2008 stóð langt fram á þetta ár. Há- marki náði verðbólgan í janúar 2009 þegar hún var Langþráðu markmiði peningastefnunnar náð  Verðbólgan ekki verið minni í sex ár  Útlit fyrir frekari lækkun á nýju ári Verðbólga 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 Des. 2010 20% 18% 16% 14% 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Desember 2010 2,5% Verðbólgumarkmið Seðlabankans 2,5% Notkun á heitu vatni á höfuðborg- arsvæðinu fór upp í 14.800 rúm- metra á klukkustund í gær og er það mesta notkun síðan í kuldakast- inu um mánaðamótin janúar og febrúar 2008 þegar framleiðslan fór í 15.200 rúmmetra á klukku- stund. Eiríkur Hjálmarsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitu Reykjavík- ur, segir ekki víst að metið falli á þessu ári þar sem ekki sé útlit fyrir mjög biturt frost eða mikinn vind samfara frostinu næstu daga. Ný hitaveita frá Hellisheið- arvirkjun var tekin í notkun 4. des- ember síðastliðinn um leið og 80 ára afmælis hitaveitu í Reykjavík var minnst, en auk þess eru fram- leiðslusvæði heits vatns hjá OR á Nesjavöllum, í Reykjadal og Reykjahlíð í Mosfellsbæ og á Laug- arnessvæðinu og í Elliðaárdalnum í Reykjavík. Nýja hitaveitan sam- anstendur af varmastöð í virkj- uninni og hátt í 20 km lögn frá henni að heitavatnstönkunum á Reynisvatnsheiði. Framleiðsla hennar er stillt á 800 rúmmetra á klukkustund, en framleiðslugetan er mun meiri. steinthor@mbl.is Heita vatnið rennur vel Morgunblaðið/Júlíus Hellisheiðarvirkjun Gufustróka sem stíga frá virkjuninni á Hellisheiði má gjarnan sjá frá heitum og upphituðum húsum höfuðborgarinnar.  Mesta notkun á höfuðborgarsvæðinu í um þrjú ár  Fór upp í 14.800 rúmmetra á klukkustund í gær Mildi þykir að ekki hafi verr farið þegar dekk og felga losnuðu undan vöruflutningabifreið skammt frá Hvalfjarðargöngum á þriðjudags- kvöldið. Dekkið þeyttist framan á fólksbifreið sem kom úr gagnstæðri átt og er hún gjörónýt. Ökumaður og farþegi sem í fólksbifreiðinni voru sluppu því sem næst ómeiddir. Víst hefur það verið óhugnanlegt andartak að sitja í fólksbifreiðinni og sjá dekkið þeytast í áttina að sér. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Akranesi bar fólkið sig þó vel og þáði ekki áfallahjálp. Hins vegar var það flutt til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akranesi en útskrifað að henni lokinni. Málið er enn í rannsókn en talið er að illa hertar rær hafi valdið því að felgan og dekkið losnuðu. Að sögn lögreglu var innra dekkið einnig við það að detta undan. Einar Magnús Magnússon, upp- lýsingafulltrúi Umferðarstofu, segir atvikið eiga að vera öðrum víti til varnaðar. Ökumenn flutningabíla finni varla fyrir því ef rær eru lausar á afturhjólum, enda fleiri dekk und- ir. Hann áréttar að ábyrgðin er ávallt ökumannsins, að hafa bíl sinn í góðu standi. andri@mbl.is Minnstu mátti muna að illa færi Flak Bifreiðin gjöreyðilagðist við höggið enda geysilega mikið. Nú liggja fyrir útsvarsprósentur sveitarfélaga fyrir árið 2011. Meðal- útsvarið verður 14,41% í stað 13,12%. Af 76 sveitarfélögum leggja 66 á hámarksútsvar en tvö sveitar- félög leggja á lágmarksútsvar. Með yfirfærslu á málefnum fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga á næsta ári hækkaði útsvarsheimild um 1,2 prósentustig. Sveitarfélögin geta nú samkvæmt lögum ákveðið útsvar á bilinu 12,44% til 14,48%. Skorradal- ur og Ásahreppur eru með lægsta útsvarið á landinu, 12,44%. Meðaltals- útsvar 14,41%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.