Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Ekki óraði mig fyrir því þann 9. nóvember að 30 dögum seinna yrði okkar síðasti samveru- dagur að sinni. Það er með trega í hjarta og tár á hvarmi sem ég kveð þig, kæri vinur. Ég fæ sennilega seint skilið hver var til- gangurinn með því að taka þig svona skyndilega frá okkur en væntanlega hefur vantað góðan skipstjóra um borð í eitt af fleyjum Sumarlandsins. Ég er þakklát dóttur minni og afastelpunni þinni fyrir að hafa verið með svona skýra sýn á hvað biði eftir daga þína á þessari jörð og það gleð- ur mig í sorginni að vita af þér á góð- um stað. Mér langar til að þakka þér fyrir öll árin sem eru að baki, þakka þér fyrir okkar kynni, þakka þér fyrir að hafa reynst börnunum mínum svona góður afi, þakka þér fyrir að hafa reynst mömmu góður maður, já þakka þér fyrir allt og allt. Margar góðar stundir áttum við saman á Sundlaugaveginum, í sveit- inni, í útilegum og útlandinu. Það er ekki hægt annað en brosa og jafnvel flissa þegar maður rifjar upp gamlar stundir. Við höfum t.a.m. ósjaldan getað hlegið að dúkamarkaðssögunni og vísað til hennar við ýmis tækifæri. Þú hafðir líka óendanlegan áhuga á veiðimennsku, m.a. í sveitinni og hvað var ekki búið að prófa í því samhengi, það voru veiðistangir, brellur, net, draga net út með fjarstýrðum bátum og já, jafnvel strengja net yfir vatnið eins og tennisnet. Ég veit ekki heldur hversu oft við mamma vorum búnar að súpa hveljur þegar þú skutlaðir þér út á gúmmíbát sem kannski væri fínn fyrir 8 ára strákpjakk en tvísýnt þegar fullorð- inn karlmaður var kominn út á hyl- djúpt vatnið á honum. Við bjuggumst fastlega við að þú myndir kafsigla á augabragði, en það var nú aldeilis ekki og með þrautseigjunni og áræð- inu tókst þér yfirleitt að komast klakklaust frá þessu og óhætt að segja að þú eigir aflamet í vatninu góða. Strákarnir eiga án efa eftir að reyna leika þennan leik eftir ef maður þekkir þá rétt enda gekk þér vel að smita þá af veiðibakteríunni. Það var líka mjög skemmtilegt að ferðast um landið með ykkur mömmu. Bæði vegna þess að þið haf- ið farið víða og þekkið marga góða staði en svo var þetta líka svo þægi- legt, fyrst með tilkomu Dreyra en þegar sagaclass Fagri-Blakkur kom til sögunnar þá var þetta bara eins og að vera á 5 stjörnu hóteli að ferðast með ykkur. Fjölskyldan var þér alltaf ofarlega í huga og velferð hennar en þú varst líka umvafinn stórum vinahópi og víst er að stórt skarð hefur verið höggvið með brotthvarfi þínu. Það er komið að leiðarlokum, alltof snemma. Helen og Lilja sakna afa síns mikið en Bryndís er fullung til að skilja hvað hefur gerst. Minningin um þig mun hins vegar lifa í hjörtum okkar og við munum segja Bryndísi frá þér og sýna henni myndir af afa sínum. Missir mömmu er mikill og megi góður Guð gefa henni styrk í sorginni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við elskum þig. Anna María, Vilhjálmur, Helen María, Lilja María og Bryndís María. Gunnar Trausti Þórðarson ✝ Gunnar TraustiÞórðarson fæddist 9. september 1941 í Súða- vík. Hann lést á deild 11E á Landspítalanum 9. desember 2010. Útför Gunnars fór fram frá Laugarnes- kirkju 21. desember 2010. Mig langar, í nokkrum orðum, að minnast mágs míns, Gunnars Trausta Þórðarsonar, sem lést um aldur fram hinn 9. desember á Landspítalanum. Gunnari kynntist ég fyrst fyrir um það bil þrjátíu og fimm árum, eftir að ég og Silla systir hans fór- um að vera saman. Hann bjó þá með fjöl- skyldu sinni í Kefla- vík, þar sem hann var skipstjóri. Ég sá það fljótt að Gunnar var hreinskilinn og hreinskiptinn en jafn- framt vildi hann fólki vel og var fljót- ur að taka upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín, ef á þurfti að halda. Gunnar bjó nokkuð lengi í for- eldrahúsum og Silla sagði mér að hann hefði gefið sér fyrstu úlpuna sem keypt var í búð en heimilið var lengst af mannmargt og ekki alltaf úr miklu að spila. Eftir að við Silla fluttum suður hittumst við oftar, bæði fórum við stundum suður í Keflavík eða Gunnar og fjölskylda komu hingað inn eftir. Eftir að Gunnar skildi og fluttist inn í Reykjavík kom hann stundum til okkar á sunnudagsmorgnum með barnabörnin með sér. Fyrst voru það María og Heiðar og síðar bættust fleiri í hópinn og var oft glatt á hjalla og margt rætt. Ég dáðist oft að því hvað Gunnar var í góðu sambandi við börnin sín og barnabörn og hversu hænd þau voru að afa sínum. Ég er líka viss um að börnunum sínum var Gunnar betri en enginn þegar á þurfti að halda. Eitt af því sem var lengi vel fastur liður hjá okkur Sillu og börnunum okkar, Örnu og Jóa, var að fara í skötu til Gunnars á Þorláksmessu. Skatan sem var boðið upp á var gjarnan af sterkari gerðinni. Alltaf var boðið upp á vestfirskan hnoðmör eins og sæmir þessari skötuhefð. Stundum var það þannig að væri Gunnar byrjaður að sjóða áður en við komum, þá var hægt að ganga á lykt- ina. Eitt af áhugamálum Gunnars og eftirlifandi sambýliskonu hans, Lilju Þórarinsdóttur, var ferðalög og ferð- uðust þau á húsbíl, sem þau áttu, víða um land. Á vorin fóru þau svo í Skagafjörðinn, að Kárastöðum, en þaðan er Lilja og þar undi Gunnar sér vel. Oft töluðum við Silla um að gaman væri að hitta þau einhvers staðar í útilegu en einhvern veginn varð aldrei af því og nú er það allt í einu of seint! Fyrir þremur eða fjórum árum, keyptu þau annan bíl frá Þýskalandi sem var innréttaður hér heima og fóru þau um allt á honum. Þau voru virk í Húsbílafélaginu og fóru í marg- ar ferðir á þeirra vegum. Maður varð ekki oft var við að eitt- hvað amaði að Gunnari. Hann var ekki maður sem bar það á torg ef eitt- hvað var að og gerði lítið úr öllu slíku sem snerti hann. Þess vegna urðum við eiginlega mjög hissa þegar hann var allt í einu kominn á sjúkrahús og síðan greind- ur með krabbamein. Núna, aðeins um það bil mánuði seinna, er hann allur og eftir sitja all- ir hans ástvinir og vinir í sárum. Gunnar var góður maður sem kvaddi allt of snemma og víst er að hann er mörgum harmdauði. Lilju, börnum hans, barnabörnum og systkinum votta ég mína dýpstu samúð. Far þú í friði, kæri vinur. Jón. Nú kveðjum við ástkæran föður, tengdaföður og yndislegan afa. Margar góðar minningar leita á hug- ann sem ljúft er að rifja upp. Ég man þegar Heiðar sonur okkar Jóns Birg- is fæddist fyrir tæpum tuttugu árum hve afinn ljómaði af hamingju og stolti yfir dýrmætu barnabarninu. Hann kom oft við hjá okkur litlu fjöl- skyldunni að heimsækja barnið og jú okkur foreldrana líka en barnið átti hug hans allan. Þegar Heiðar stálp- aðist lék hann við hann sem jafningi, hann skreið í gólfinu sem hestur, keyrði bíla, lék með bolta og hvað það sem barnið hafði gaman af. Hann var aldrei smeykur við að meðhöndla ungbarnið og var alltaf boðinn og bú- inn að passa. Hann hafði yndi af að bjóða Heiðari í bíltúra í afa bíl og ef skipta þurfti á bleiu kom hann við hjá Sillu systur sem bjargaði málunum. Þegar María dóttir okkar fæddist tveimur árum síðar var gleðin ekki minni, fleiri börn til að leika við og gleðjast með. Eftir því sem barna- börnunum fjölgaði í fjölskyldunni varð ríkidæmi hans meira. Hann eignaðist forláta húsbíl og fleiri kom- ust með í bíltúra öruggir í beltum. Afi hafði alltaf eitthvað fyrir stafni með börnunum sínum eins og Kartöflu- félagið þar sem allir fengu ábyrgð- arhlutverk sem formaður, ritari, tínslustjóri og fleira. Svo var veiði- félag og veiðiferðir á húsbílnum að ótöldum öllum ferðunum í sveitina hennar Lilju í sauðburð og veiði á litla bátnum sem afi átti. Tengdapabbi var góður maður með skemmtilegan húmor og þann góða eiginleika að taka sjálfan sig ekki of alvarlega. Hann var mjög hjálpsamur og alltaf hægt að leita til hans með hvað sem var, passa börnin, mála, laga eða flytja og ekki fannst honum mikið mál að láta eftir íbúðina sína þegar við þurftum að flytja út úr okkar í um mánaðar tíma. Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tengda- pabba né afa fyrir börnin mín og verð ævinlega þakklát fyrir allar góðu minningarnar. Tengdapabbi var maður athafna og mátti aldrei vera að því að drolla neitt, hann kom oft í stuttar „Kramer“-heimsóknir eins og við kölluðum þær í gamni (sbr. Kra- mer í Seinfeld-þáttunum) og var yf- irleitt farinn áður en kaffið var komið á könnuna. Hann og Lilja eru rík af samheldinni stórri fjölskyldu og stórum vinahópi. Hann kom með hraði og kvaddi með hraði. Hann var orginal. Góður Guð veri með fjöl- skyldu og vinum á þessum erfiðu tím- um. Minningin um góðan mann lifir. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. Þín tengdadóttir Edda. Fallinn er frá Gunnar Þórðarson, eða Gunni bílstjóri eins og við köll- uðum hann iðulega strákarnir á út- gerðarsviði HB Granda. Gunni bíl- stjóri var skemmtilegur karakter, hann hafði góðan húmor, var einstak- lega orðheppinn og góður sögumað- ur. Það var oft fjör á kaffistofunni í Bakkaskemmunni þegar Gunni var kominn í hornið sitt og fór að rífast um pólitík eða segja sögur, orðheppni hans var oftar en ekki upphaf að miklum hlátri og gleði. Í seinni tíð tók Gunni sér langt sumarfrí til að geta ferðast á húsbílnum og sinnt fjöl- skyldu og veiði, alltaf voru nýjar og skemmtilegar sögur eftir hvert frí. Gunnar var líka afar greiðvikinn maður, þó svo að það hafi komið fyrir að það væri uppselt hjá honum, eins og hann orðaði það, þegar hann var orðinn fullbókaður. Því miður njótum við Gunna ekki lengur í horninu sínu á kaffistofunni í Bakkaskemmunni, en við komum til með að minnast hans með frösum sem hann lét falla í gegnum tíðina. Gunni, við viljum þakka þér fyrir frá- bær kynni. Fjölskyldu hans og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. strákanna á útgerðarsviði HB Granda, Birkir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNEY I. GUÐMUNDSDÓTTIR, áður Háteigsvegi 50, lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn 21. desember. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 15.00. Blóm afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Páll Birgir Jónsson, Guðrún Baldursdóttir, Guðmundur Rúnar Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Sigurður Valur Jónsson, Margrét Gunnarsdóttir, Ómar Jón Jónsson, Valborg Röstad, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ARI JÓHANNESSON fv. póstrekstrarstjóri, Gullsmára 9, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 21. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 15.00. Svanfríður Stefánsdóttir, Kristín Aradóttir, Kjartan Kjartansson, Anna Þóra Aradóttir, Karl Viggó Karlsson, Jóhannes Ari Arason, Sigrún Hallgrímsdóttir, Árni Alvar Arason, Elsa Ævarsdóttir, Sigrún Arna Aradóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðursystir okkar, GYÐA JÓNSDÓTTIR, Kleppsvegi 2, andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti mánudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 29. desember klukkan 13.00. Skúli Már Sigurðsson, Gísli Jón Sigurðsson, Örn Sigurðsson. ✝ Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar, tengda- pabbi og afi, ERLING SIGURLAUGSSON bifvélavirkjameistari, Nesbala 3, Seltjarnarnesi, lést þriðjudaginn 21. desember. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju, fimmtu- daginn 30. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinson- samtökin á Íslandi. Halldóra Sigurgeirsdóttir, Reynir Erlingsson, Rúnar Erlingsson, Ingilaug Erlingsdóttir, Jóhann Kjartansson og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og afi, HÖRÐUR INGVALDSSON, Naustabryggja 2, Reykjavík, lést af slysförum laugardaginn 18. desember. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 28. des- ember. kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún Hallsdóttir, Tinna Harðardóttir, Brynjar Þór Bjarnason, Jens Harðarson, Aleksandra Pantic, Ingvaldur Rögnvaldsson, Helga Hafdís Gústafsdóttir, Þóra Ingvaldsdóttir, Pétur Kristjánsson, Haukur Ingvaldsson, Henny Kartika, Barði Ingvaldsson, Valgerður Ragnarsdóttir, Eyrún Ingvaldsdóttir, Sigurður Scheving Gunnarsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.