Morgunblaðið - 23.12.2010, Síða 23

Morgunblaðið - 23.12.2010, Síða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Svangir í Hegningarhúsi Það eiga ekki allir kost á því að fara út úr húsi til að sækja sér mat. Þá er gott að geta hringt á skyndibitastað með heimsendingu og þar með leyst vandann. Golli Undirritaður er aðalvarðstjóri á Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra. Á Fjarskipta- miðstöðinni starfa 19 lögreglumenn og af þeim eru 16 á vöktum. Ég er einn þeirra og ég og mín vakt verðum að vinna yfir jóladag- ana. Við, eins og reyndar allir aðrir lögreglumenn og viðbragðsaðilar, vilj- um hafa það rólegt um hátíðina. Við, ásamt starfsfólki Neyðarlínunnar, er- um tenging ykkar við viðbragðsaðila í landinu. Neyðar- línan við sjúkrabíla, lækna, slökkvilið, björgunarsveitir og barnavernd- aryfirvöld. Fjarskiptamiðstöðin við lögregluna í landinu. Reynslan hefur sýnt að kom- andi dagar munu reyna nokkuð á okkur. Uppsöfnuð spenna, þreyta, vanlíðan og pirringur mun leita upp á yfirborðið og oftar en ekki brjótast út þessa daga og þá kemur til okkar kasta. Áfengi er einn af þeim þáttum sem spila inn í, en það er ekki algilt. Fyrir nokkrum árum stóð ég frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um að ræsa út tugi ef ekki hundruð björg- unarsveitarmanna á sama tíma og landsmenn voru flestir að renna niður eftirréttinum og um það bil að fara að taka upp jóla- pakkana á aðfangadagskvöld. Mjög ölvaður maður hafði ráfað út úr fjölskylduboði, illa klædd- ur og úti var nístingskuldi. Mað- urinn fannst nær dauða en lífi eftir fárra klukkustunda leit. Það þarf ekki nema einn til að hafa áhrif á marga. Á að- fangadagskvöld fer fólk í betri föt- in, líka lög- reglumenn. Þau föt eru ekki þau bestu til að fara í slagsmál og átök. Einn jóladags- morgun þegar ég mætti til vinnu, en þá vann ég úti á landi, þá voru tveir bræður í fangaklefa. Þeir höfðu sett mark sitt á aðfanga- dagskvöld hjá fjölskyldu sinni og þeim lög- reglumönnum sem voru á vakt- inni. Ágreiningur um börn brýst oft fram með hatrammari hætti þessa daga. Sér í lagi þar sem dæma hefur þurft um umgengni. Umburðarlyndi er nánast ekk- ert og einu fórnarlömbin eru börnin. Öskrandi foreldar fyrir utan hús hinna, kappakstur milli hverfa þar sem verið er að elta hinn aðilann og fleiri slík tilvik. Ekkert af þessu er vegna hags- muna barnsins heldur vegna hefndarþorsta fullorðinna ein- staklinga sem eru orðnir blindir af bræði og oftar en ekki æstir upp af utanaðkomandi aðila, vini eða vinkonu. Í þessum tilfellum ber hugurinn fólk hálfa leið út í vitleysu. Framundan eru dagar gleði og friðar. Vonandi getið þið not- ið þess, sama hvaða trú þið að- hyllist. Eftir Guðmund Fylkisson » Á aðfanga- dagskvöld fer fólk í betri fötin, líka lög- reglumenn. Þau föt eru ekki þau bestu til að fara í slagsmál og átök. Guðmundur Fylkisson Höfundur er aðalvarðstjóri á Fjarskiptamiðstöð ríkislög- reglustjóra. Framundan eru dagar gleði og friðar Steinhörð andstaða al- mennings og umboðsmanns þjóðarinnar – forsetans, hefur hindrað fyrirætlun ríkisstjórnarinnar, að leggja Icesave-klafann á Ís- lendinga. Stjórnarand- staðan á Alþingi hefur einn- ig staðið vaktina, gegn verkamönnum nýlenduveld- anna, sem þekktir eru undir nafninu Icesave-stjórnin. Þrátt fyrir viðleitni rík- isstjórnarinnar, að halda öllum upplýs- ingum leyndum fyrir almenningi, hef- ur Icesave-málið þróast og er komið í allt aðra stöðu en fyrir 18 mánuðum. Fram hafa komið merkilegar upplýs- ingar, sem valda því að hægt er að tala um atburðarás sem leiðir til einnar eðlilegrar niðurstöðu. Lausn Icesave-deilunnar er fólgin í breyttri kröfuröð við úthlutun fjár úr þrotabúi Landsbankans. Í stað þess að kröfur í þrotabúið verði flokkaðar í tvo flokka samkvæmt neyðarlögunum, er lausnin fólgin í flokkun í fjóra flokka. Með því móti er fullnægt ESB- reglunni um lágmarkstryggingu og jafnframt þeirri kröfu, að innistæðu- eigendur njóti forgangs fram yfir al- menna kröfuhafa. Neyðarlögin (lög 125/2008) sem sett voru 6. október 2008 hafa einkum tvenns konar afleiðingar. Í fyrsta lagi skiptingar bankanna í nýja og gamla banka, sem búið er að framkvæma. Í öðru lagi var kröfum innistæðueigenda veittur forgangur umfram almenna kröfuhafa. Framkvæmd þessa síðara atriðis hefur ekki farið fram. ESA fellir úrskurði um neyðarlögin Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur tekið neyðarlögin til skoðunar í úr- skurðum dagsettum 4.12.2009 og 15.12. 2010. Endanlega er orðið ljóst að skipting bankanna og forgangur innistæðueigenda standast alla gagn- rýni. ESA viðurkennir að fyrrgreind tvö atriði brjóta hvorki í bága við samninginn um Evrópska efnahags- svæðið, EFTA-samninginn né heldur tilskipanir ESB. fólgin í þeirri einföldu aðgerð sem hér er reifuð. Einhverjum kann þó að detta í hug, að breyting kröfurað- arinnar sé afturvirk aðgerð og því ólögleg. Svo er sannanlega ekki, því að greiðslur úr þrotabúi Landsbankans hafa ekki ennþá farið fram. Jafnframt er ljóst að nýlenduveldin hafa ekki gildan Icesave-samning til að hnekkja lagasetningu um kröfu-röðina. Lausn Icesave-deilunnar er fólgin í breytingu á neyðalögunum, þannig að kröfuhöfum er skipt í fjóra hópa. Lagt er til að ákvæðið í neyðarlögunum, um forgang innistæðueigenda haldi sér. Hins vegar njóti þessar kröfur inni- stæðueigenda ekki jafnstöðu. Kröfu- röð innistæðanna verði þannig, að fremst kemur lágmarkstrygging ESB upp á 20.887 evrur, síðan inneignir upp að hámarki tryggingasjóða í Bretlandi og Hollandi, þar næst inneignir yfir hámörkum tryggingasjóðanna. Ef Alþingi hraðar breytingu á neyð- arlögunum, þannig að lágmarkstrygg- ing ESB fær forgang, er uppfyllt það skilyrði að útgreiðslur úr þrotabúi Landsbankans munu styðjast við gild- andi regluverk ESB. Íslendski trygg- ingasjóðurinn (TIF) fær þá nægilegt fjármagn úr þrotabúinu til að greiða lágmarkstrygginguna. Bretland og Holland hafa þá engar kröfur á hendur almenningi á Íslandi. Þegar framangreind breyting á neyðarlögunum hefur verið gerð, munu nýlenduveldin leggja af tilraunir til að beita Íslendinga fjárkúgun. Þess í stað munu þau hefja undirbúning til að verjast kröfum Íslendinga. Krefja verður Breta og Hollendinga bóta fyr- ir það tjón sem þessi ríki hafa valdið með efnahagsstríði gegn Íslandi og beitingu hryðjuverkalaga. Röksemdafærsla ESA byggist á þeirra staðreynd að Ísland er sjálfstætt ríki. Þjóð- réttarleg staða lands- ins hindrar að hægt sé að hrófla við ákvörð- unum Alþingis. Ekki verður gengið framhjá stjórnarskrá lýðveld- isins, eins og kom ber- lega í ljós varðandi þjóðaratkvæðið. Það sem ákveðið er með lögum um kröfuröð í þrotabú, verður ekki véfengt af erlendum ræningjum, þótt um sé að ræða alræmd nýlenduveldi. Icesave-samningar ríkisstjórnarinnar Síðan Icesave-kröfurnar komu fyrst fram, hefur ríkisstjórn Íslands verið á hnjánum frammi fyrir nýlenduveld- unum. Nú er búið að draga fram þriðja Icesave-samninginn, eftir að þeim fyrsta var hafnað af Alþingi (lög 96/ 2009) og almenningur hafnaði þeim númer tvö (lög 1/2010) í glæsilegu þjóðaratkvæði 6. marz 2010. Lög 96/2009 settu margvíslega fyr- irvara við ábyrgð á samningi Svavars- nefndarinnar og eins og kunnugt er höfnuðu nýlenduveldin því boði. Þar með slepptu Bretland og Holland eina tækifærinu sem þau munu fá, til að innheimta Icesave-kröfurnar. Í lög- unum er meðal annars fjallað um for- gang TIF að greiðslum úr þrotabúi Landsbankans, en nálgun laganna er óraunhæf. Í þessu sambandi má benda á, að til- skipun ESB um lágmarks-tryggingu, er í raun fyrirmæli um kröfu-röð, þar sem lágmarks-tryggingin kemur fyrst til úthlutunar úr þrotabúi. Ef lág- marks-tryggingin hefur ekki forgang, getur staðan hæglega orðið sú að tryggingasjóðirnir fái ekki upp í lág- markstrygginguna við skipti. Þetta er einmitt það sem mun gerast með Landsbankann, samkvæmt núgildandi lögum um kröfuröð. Breytt kröfuröð stenst lög og leysir vandann Engum vafa er undirorpið, að lausn Icesave-vandans fyrir Íslendinga er Eftir Loft Altice Þorsteinsson » Lausn Icesave-deil- unnar er fólgin í breytingu á neyðarlög- unum, þannig að kröfu- höfum er skipt í fjóra hópa í stað tveggja. Loftur Altice Þorsteinsson Höfundur er verkfræðingur og vísinda- kennari og situr í stjórn Þjóðarheiðurs – samtaka gegn Icesave. Breytt kröfuröð í þrotabú Lands- bankans leysir Icesave-deiluna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.