Morgunblaðið - 23.12.2010, Side 30

Morgunblaðið - 23.12.2010, Side 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 ✝ Elínborg AnnaKjartansdóttir fæddist í Reykjavík 14. maí 1923. Hún lést á Fossheimum Sel- fossi 27. nóvember 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Jar- þrúður Þorláksdóttir úr Hafnarfirði, f. 10. des. 1897, d. 1. apríl 1991, og Kjartan Jak- obsson, f. 3. jan. 1893 í Galtafelli í Hreppum, d. 1. ágúst 1954 í Reykjavík. Systkini Elínborgar eru af fyrra hjónabandi Jón, f. 31.10. 1919, d. 24.1. 1984, Una, f. 24.7. 1921, d. 4.9. 2004, Guðný Bára, f. 17.11. 1926. Seinni maður Jar- þrúðar var Helgi Kristjánsson frá Ísafirði, f. 16.12. 1890, d. 11.5. 1974 í Reykjavík. Börn þeirra eru Sólrún, f. 28. júní 1933, Sigurður, f. 31. maí 1934, Þorlákur, f. 2. sept. 1936. Elínborg giftist Knúti Guðjóns- syni sjómanni úr Reykjavík, f. 1. ágúst 1921, hann fórst á sjó í ofsa- veðri 1963, en þá voru þau skilin. Börn þeirra eru 1) Nína Björg, f. stafaði andblær nýrra tíma. Örlögin ófu honum þó aðra og dapurlegri vegferð, því hann missti heilsuna á besta aldri. Við þær sorglegu að- stæður breyttust eins og nærri má geta allar aðstæður Jarþrúðar. Hún varð því að leysa upp heimili þeirra í þeirri mynd sem þau höfðu byggt upp saman, börnin voru fjögur og var þeim ráðstafað til farsællar vist- ar eftir aðstæðum, öllum til að byrja með til ömmu sinnar að Unnarholti í Ytri-Hrepp, Elínborgar Pálsdóttur, og Guðjóns Jónssonar bónda. Bára fór síðan að Berghyl og ólst þar upp. Elínborg fylgdi móður þar til hún stofnaði sjálf heimili. Elínborg veiktist og var um tíma á Vífils- stöðum en náði fullri heilsu. Nýr kafli hefst í lífi hennar er hún flytur austur á Selfoss 1948 og þá með Nínu dóttur sína. Egilstímabilið er gengið í garð og mikill uppgangur á Selfossi. Hún kynnist manni austan úr Fljótshlíð, Arnþóri Guðnasyni frá Kotmúla, og hinn 4. nóv. 1950 gifta þau sig og fara að búa, lengst á Lyngheiði 4. Arnþór rak verkstæði í skúrnum þar heima og gerði við bíla, allt þar til hann lést 1. sep- ember 1998. Þau áttu ekki börn. El- ínborg var listræn, stundaði og kenndi m.a. postulínsmálun í mörg ár. Hún vann lengi hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Elínborg var jarðsungin í kyrr- þey frá Selfosskirkju 8. desember 2010. 10.12. 1940, gift Árna Valdimarssyni, f. 31.2. 1936. Börn a) Guð- mundur Árni, f. 27.8. 1957, d. 14.3. 1958. b) Anna Sigríður. c) Steinar, eiginkona hans er Friðsemd Erla Þórðardóttir. d) Þröstur. e) Elínborg Arna, eiginmaður hennar er Magnús Vignir Árnason. f) Valdímar. 2) Drengur f. 6. janúar 1942, d. í febrúar sama ár. 3) Sesselja, f. 2.6. 1944, fósturfor- eldrar hennar voru Guðfinna Guð- jónsdóttir og Fritz Berndsen, hún er gift Frans Jezorski, f. 13.7. 1940. Börn Franz, giftur Ingibjörgu Bald- ursdóttur, og Guðfinna, gift Bald- vini Guðjónssyni. Elínborg ólst upp hjá foreldrum sínum fyrstu árin en svo fluttust þau til Hafnarfjarðar og fengu inni hjá Sigurði, bróður hennar. Sigurður er sagður hafa haft miklar mætur á Kjartani, enda kvað hann hafa verið afburða efnilegur og listfengur ung- ur maður og sagt var að frá honum Dýr minning hjalar djúpt í draumi þagnar hér dulinn kraftur vekur hugans ró. Það glymur hátt í sögu lífsins sagnar nú syrtir að, að kveðja þig sem dó. Hér fellur grein af stofni styrkrar ættar samt stendur heil í sannri andans glóð. Þitt líf og saga byggir urðu bættar mér ber að flytja þér, mitt kveðjuljóð. Við sjáumst ei nú sortnar hafsins bára sælöðrið hvíta breiðist yfir strönd. Mín augu blindast köldum trega tára er taug þín slitin við mín heimalönd. Hér stend ég einn og horfi út á hafið hugur minn bundinn árunum með þér. Hefur þitt brotthvarf mína giftu grafið eða getur þú áfram stutt og hjálpað mér. Oft slitna festar sterkust bresta böndin þó birtir skjótt þá batna hugans sár. Og tjaldi myrkurs lyftir hulin höndin sem himnesk þerrar burtu sorg og tár. Svo lengi vakað ein og beðið bænar albúin þess að kveðja og stíga um borð. Þú hafðir eignast vonar stjörnur vænar og vorsins guði treyst og svarið orð. Hér eru kærar kveðjur til þín sendar og klökkir vinir þakka ljúfa stund. Þér kyndill lýsir loft til lengstu grenndar á landið nýja baða sólir grund. Þú áttir glóð í önd til efsta dags þó yfir fennti að fyrrum heita minnist. Hér vígjast tónar til þess loka lags að lítil blóm í vetrarsnjónum finnist. Nú styttist nótt svo litkast loft og lyng og laufi skrýðist björk og skógarrjóður. Þá kvaka fuglar kátir allt um kring hér kveðinn verður lífsins dýrsti óður. Þá far þú heil til fegri sviða heims á fáki þeim sem engar vættir hindra. Í ljósi vors og ljúfum söngva hreims þú sérð þar röðulgullin dýr á veginn sindra. Biðjum þann kraft sem stýrir himin- stjörnum styðja þig nú og leiða um vonarlönd. Töfrar sem eru huldir heimsins börnum heimkynni lífs sem deyr á jarð- arströnd. Gakktu nú heil í hásal nýrrar borgar heilbrigð og glöð nú hópast vinir að. Horfin er kröm í elli sárrar sorgar sagan er framhald ný við röðulstað. Árni Valdimarsson. Ég ætla að vera svona kona eins og amma Ella var. Ég hef alltaf dáðst að henni fyrir margt og eftir því sem ég þroskast átta ég mig betur á hvað hún bjó yfir mörgum kostum. Sem lítil stelpa var ég mjög montin af hvað ég átti unga og skemmtilega langömmu, hún var svo smart, klár og alltaf í svo góðu skapi. Þegar við krakkarnir vorum í heimsókn rótaði hún í öll- um skápum eftir einhverju sem hún gæti gefið okkur og ef hún fann ekkert sniðugt þá í það minnsta gaf hún manni gamalt jólakort með fallegri mynd á eða ávexti í dós. Reglulega bauð hún okkur á rúntinn í bjöllunni og með fylgdi appelsínflaska og lakkrísrör. Í rauninni á ég ekki eina einustu neikvæða minningu um ömmu Ellu, hún og afi voru svo hamingjusöm og hún talaði aldrei illa um nokk- urn mann. Hún var hógvær og ljúf en samt gustaði af henni glæsileik- inn. Hún hafði sterka réttlætis- kennd, var traust og hafði frábær- an húmor enda hló hún oft mjög dátt. Skápurinn hennar í eldhúsinu var fullur af myndum af henni og afa Adda þar sem þau höfðu verið að ferðast um heiminn og njóta lífsins eða með fjölskyldunni, alltaf svo kát og hamingjusöm. Mín upp- lifun var að amma gerði allt sem hún vildi og lét alla sína drauma rætast. Ég trúði því að amma hlyti að hafa verið einstaklega heppin með allt fyrst hún hafði það svona gott. Seinna lærði ég hins vegar að svo var ekki. Hún lenti í mörgum raunum á lífsleiðinni, mörgum sem fæstir myndu megna að komast heilir í gegnum en þær ætla ég ekki að telja upp hér enda myndi amma ekki vilja það, það var ekki hennar stíll. Þeim erfiðleikum sem amma tókst á við á lífsleiðinni vissi ég ekki af fyrr en hún var dáin. Hún sagði bara frá því jákvæða, aldrei var hægt að skynja nokkra beiskju, eftirsjá eða neikvæðni í sögunum hennar eða í hennar fasi. Ég ætla að gera eins og þú myndir gera, hugsa bara um góðu stund- irnar og hætta að vera sorgmædd yfir því að þú sért dáin elsku amma. Ég er svo glöð yfir því að hafa fengið að kynnast þér og hvað þú lifir sterkt í okkur sem lifum þig. Þú varst svo sterk og hélst fjölskyldunni vel saman. Ófá eru skiptin sem boðin voru látin berast að það væru kjötbollur í brúnni í hádeginu hjá ömmu Ellu, þá komu stundum 25 munnar og endalaust kom úr pottinum af bollum. Það gladdi þig ekkert meira en að vera með fólkið þitt í kringum þig, allir svo góðir, eins og þú hefðir sagt. Elsku amma, þó svo að ég hefði viljað hafa þig lengur þá veit ég að þú varst orðin svo þreytt og nú ertu komin til afa og aftur orðin ung og smart eins og ég man þig. Þið eruð eflaust að rúnta um himnaríki á ljósbláum Pontiac og njóta þess að vera saman aftur. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar og fyrir að sýna mér og kenna að það er allt hægt. Þegar ég hugsa um þig og hvernig þú tókst á öllu því mótlæti sem þú mættir, þá er ég viss um að ég get snúið öllum aðstæðum mér í hag með dugnað, vilja og jákvæðni að vopni. Eiginleika sem þú hafðir svo sannarlega og ég veit að ég erfði frá þér, eiginleika sem ég ætla að rækta svo ég geti orðið líkari þér. Þín Lóa. Amman mín yndislega er látin. Þessi gjafmilda og góða manneskja sem ég var svo heppin að fá að vera samferða í rúm 50 ár. Það er mikið lán að fæðast inn í stóra og góða fjölskyldu og amma var pott- urinn og pannan í flestu sem við tókum okkur fyrir hendur. „Sæl elskan, bollur hjá mér í hádeginu, taktu alla með og svo ávextir með rjóma á eftir … eða súkkulaðibúð- ingur.“ Svo var tínt í poka alls kon- ar kræsingar og gúmmelaði, stytt- ur eða eitthvað fallegt. „Æ, elskan mig langar svo að gefa þér eitt- hvað.“ Ef manni varð á að hrósa einhverju sem hún átti, þá var við- kvæðið: „Já, ég ætlaði einmitt að gefa þér þetta elskan.“ Smáköku- bakstur, pönnukökur, smörrebrauð og öl, endilega komið í eitthvað nammilegt elskurnar mínar. Svona var lífið endalausar veislur á Lyng- heiðinni og alltaf var afi með í þessu öllu og gerði góðlátlegt grín að öllu saman á meðan amma valdi í hann bestu bitana. Svo kom tæknin og amma fékk sér GSM- síma og þar voru númer ættingj- anna og svo auðvitað Hreyfill, aga- lega gaman að skreppa í prívatbíl að hitta fjölskylduna fyrir sunnan. Aldrei neitt mál að skreppa með rútunni í bæinn og rækta frænd- garðinn. Endalaust gefandi af sér elskusemi og falleg orð, handmálað postulín og sína einstöku skemmti- legu nærveru. Ég er elst af fimm systkinum og var fyrsta barnabarnið og naut þess alla ævi að vera dekruð og alltaf kallaði hún mig prinsessuna hennar ömmu og hans afa þótt hún dekraði okkur öll endalaust. „Pass- aðu nú að vera í háleistum elskan, já og hafðu um hálsinn, láttu ekki slá að þér elskan mín.“ Þegar aura- ráðin eða vinnan leyfði ekki úti- legur og litlu ömmuungana langaði þessi ósköp að gera eitthvað skemmtilegt brá hún á það ráð að tjalda fyrir okkur í garðinum sín- um og kom út með vínarbrauð og mjólk á tómatsósuflöskum til að gleðja okkur. Svo seinna eftir að hún tók bílprófið taldi hún ekki eft- ir sér að skreppa með barnabörnin og barnabarnabörnin á litla fólksvagenbílnum í skottutúra. Jólin voru okkar tími. Mamma saumaði náttföt handa mér og ég fékk alltaf að gista á jólanóttina hjá ömmu og afa. Þá var nú heldur betur dekurstund. Fyrst voru það myndatökur með kertaljós, síðan raðaði hún Síríus-suðusúkkulaði- molum á lekkeran disk við hliðina á jólabókinni og svo var epli til að hreinsa tennurnar á eftir svo ég þyrfti nú ekki að ómaka mig við fara fram úr og verða ískalt á tás- unum. Að vakna á jóladagsmorgun við ömmuknús, heitan súkku- laðibolla og smörrebrauð í ömmu- bitum, það jafnast ekkert á við það. Elínborg Anna Kjartansdóttir var einstök manneskja og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að vera henni samferða í öll þessi ár. Ég hef lært svo margt gott af henni ömmu minni elskulegu og hún var mér fyrirmynd á mörgum sviðum. Hún var alltaf jákvæð, sá ekki nei- kvæðar hliðar á neinu heldur gerði gott úr öllu og aldrei hallmælti hún einum einasta manni. Þegar ég rifja upp árin okkar saman verð ég svo þakklát og glöð og þótt ég tár- ist af söknuði þá er það vegna þess að gleðin var svo stór. Takk fyrir allt elsku amma mín og ég bið að heilsa afa. Anna Sigríður Árnadóttir. Elínborg Anna Kjartansdóttir Guðný Bjarnadótt- ir föðursystir okkar, sem hér er kvödd, var góð manneskja, hóg- vær og grandvör. Hún ólst upp í stórum hópi syst- kina og frændsystkina á Reykjum í Mosfellssveit þar sem foreldrar hennar, Ásta Jónsdóttir kaupmaður og Bjarni Ásgeirsson alþingismað- ur, ráðherra og síðar sendiherra, ráku félagsbú með móðurbróður hennar, Guðmundi Jónssyni skip- stjóra og konu hans Ingibjörgu. Systkini Guðnýjar voru fjögur, bræðurnir Ásgeir, Jóhannes og Jón Vigfús, sem allir eru látnir og syst- irin Ragnheiður, sem lést af slys- förum aðeins 11 ára gömul. Lát hennar var þeim öllum mikið áfall og hafði það veruleg áhrif á líf Guð- nýjar. Amma og afi tóku síðar í fóstur Hrafnhildi Harðardóttur og var mjög kært með Guðnýju og henni. Guðný var stórglæsileg ung kona Guðný Bjarnadóttir ✝ Guðný Bjarna-dóttir fæddist á Reykjum í Mosfells- sveit 23. desember 1923. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 11. desember 2010. Útför Guðnýjar fór fram frá Áskirkju 21. desember 2010. og „umsvermuð“ af glæsipiltum þess tíma. Hlutskarpastur í að ná ástum hennar varð Jón Halldórsson, loftskeytamaður hjá Eimskipafélagi Ís- lands, og eignuðust þau eina dóttur, Rósu Guðnýju. Okkur systrum er minnisstætt hversu gaman var að heim- sækja þær mæðgur Guðnýju og Rósu þegar við vorum litl- ar. Þar var alltaf eitthvað spenn- andi að hafa, útlenskt sælgæti og fínirí sem Jón hafði komið með fær- andi hendi úr siglingunum. Á þess- um krepputímum var úrval lítið í verslunum hér og því ævintýri að komast í tæri við útlenskt dót. Guðný var eftirlát við okkur stelp- urnar og fengum við það sem hug- urinn girntist, ef það var mögulegt, og svo var vakað fram á nætur þeg- ar við fengum að gista. Ekkert var bannað. Veislur eru líka eftirminnilegar þegar Jón kom í land, en þá fylltist húsið af fólki. Guðný tók öllum vel og þjónaði gestum og gangandi. Líklega hefur þessi mikli gesta- gangur reynt á hana til lengdar þótt aldrei léti hún það í ljós. Þær mæðgur Guðný og Rósa voru mikið tvær einar þegar Jón var langdvöl- um í siglingum og var amma Ásta þá oft hjá þeim enda mjög kært með þeim mæðgum. Dvöldu þær jafnan saman ásamt Hrafnhildi á æskuslóðum Guðnýjar á Reykjum sumarlangt, þar sem fjölskyldur bræðra hennar bjuggu. Eftir að heilsu Guðnýjar hrakaði, sjónin dapraðist og hún var orðin ein eftir fráfall Jóns fluttist hún á Hrafnistu í Reykjavík. Þar dvaldi hún í góðu yfirlæti og lét vel af dvölinni þar. Rósa Guðný var móð- ur sinni einkar góð og dvaldi Guðný á heimili hennar allar helgar á með- an heilsan leyfði. Barnabörnin og barnabarnabörnin veittu henni mikla gleði og hún var hreykin af þeim. Guðný var sannfærð um að þegar þessari jarðvist lyki myndi hún hitta foreldra sína og systkini og hún fengi þá heilsu og sjón á ný, enda alin upp við þá lífsskoðun. Hver veit nema henni hafi orðið að ósk sinni. Margrét móðir okkar og við syst- ur vottum Rósu frænku okkar, börnum hennar, barnabörnum og Árna Helgasyni sambýlismanni hennar okkar dýpstu samúð við frá- fall Guðnýjar. Við kveðjum hana með ljóði föður hennar og afa okk- ar, Bjarna Ásgeirssonar: Dagsljós dvínar á skari, dimmir um vog og nes. Hljóður stend ég og stari, stjarnanna rúnir les. Dvínar á dagsins skari. Ásta Ragnheiður og Guðrún Jóhannesdætur. Elsku frændi okk- ar. Fagur kvistur fallinn er fyrir nöprum dauðans vindi. Lífsins braut nú lokið er líka margra von og yndi. Helgi Sveinsson ✝ Helgi Sveinssonvar fæddur í Bjarnastaðahlíð í Skagafirði 18. júlí 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Sauð- árkróki 25. nóv- ember 2010. Útför Helga fór fram frá Reykja- kirkju í Tungusveit 4. desember 2010. Falla af augum sviðasár sorgarþrungin harmatár. Það er besti bautasteinn betri en nokkur erfðasjóður að hafa verið hjartahreinn, hugprúður og drengur góður. Nú er svifin sæl þín önd sólbjört hrein í dýrðarlönd. (Guðbjörg Sigurðardóttir) Elsku Helgi, hvíldu í friði. Takk fyrir allt. Guð blessi þig. Steingrímur, Halldóra, Sig- urlaug, Skapti, Helgi Stein- ar, Ingibjörg, Guðmundur og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.