Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Nokkurra daga afar strangt nám- skeið í snjómokstri er nú að baki í höfuðstað Norðurlands. Flestir lík- lega komnir í mjög góða æfingu.    Varla var maður búinn að moka heim að dyrum svo blaðberinn kæm- ist með góðu móti að lúgunni í fyrra- málið þegar aftur þurfti að hendast út með skófluna svo blaðberinn kæmist með góðu móti að lúgunni í fyrramálið.    Mér sýnist á spánni að skófluna sé hægt að geyma inni í skúr þar til á sunnudag enda loks klárt að jólin verða hvít hér nyrðra og því þarf ekki meira í bili. Og ég gleðst í hjarta mínu, skóflunnar vegna.    Árleg blysför í þágu friðar verður gengin á Akureyri í dag. Lagt verð- ur af stað frá Samkomuhúsinu kl. 20 og gengið út á Ráðhústorg þar sem flutt verða ávörp og sungið. Kerti verða seld í upphafi göngunnar.    Sérþjónusta við fatlaða flyst al- farið frá ríki til sveitarfélaga um ára- mótin og af því tilefni undirrituðu í gær fulltrúar nokkura sveitarfélaga við Eyjafjörð samning um sameig- inlegt þjónustusvæði. Akureyri verður leiðandi sveitarfélag í hópn- um og sér um að veita fötluðum á svæðinu öllu þjónustu.    Akureyri hefur séð um málefni fatlaða frá árinu 1997 skv. samningi við ríkið. Reynslan er því fyrir hendi.    Markmið samningsins eru eink- um að tryggja fötluðum samþætta og heildstæða þjónustu, laga þjón- ustu að þörfum og óskum fatlaðra með hliðsjón af ólíkum aðstæðum og stuðla þannig að auknu sjálfstæði þeirra; efla félagsþjónustu á svæð- inu; þróa samstarf sveitarfélaga á svæðinu og að stuðla að hagræðingu í rekstri með samþættingu þjónustu- og rekstrarþátta.    Forystumennirnir á myndinni hér til hliðar skrifuðu undir samn- inginn: Guðný Sverrisdóttir f.h. Grýtubakkahrepps, Eiríkur Björn Björgvinsson frá Akureyri, Jónas Vigfússon, Eyjafjarðasveit, Jón Hrói Finnsson, Svalbarðsstrand- arheppi, og Guðmundur Sigvaldson, Hörgárbyggð.    Adrei hafa fleiri komið í heiminn á fæðingardeild Sjúkrahússins á Ak- ureyri á sama árinu og nú. Sonur Vilborgar Sigurðardóttur og Arnars Tryggvasonar, sem fæddist á sunnu- daginn, er 500. barnið sem fæðist á deildinni í ár, að því er fram kemur á vef Vikudags.    Fæðingametið á FSA var sett 1990 þegar 461 barn fæddist en það met var slegið 11. nóvember. Barn númer 501 fæddist í vikunni og von er á fleiri í heiminn fyrir áramót.    Íbúar í Eyjafirði voru 100 fleiri 1. desember síðastliðinn en ári áður og íbúum Akureyrar fjölgaði um 165 á tímabilinu, það er tæpt eitt prósent.    Starf bæjarritara á Akureyri verður lagt niður frá og með áramót- unum skv. ákvörðun bæjarráðs á dögunum. Fjórir greiddu atkvæði með tillögu um að leggja embættið niður en Ólafur Jónsson sjálfstæð- ismaður sat hjá.    Karl Guðmundsson bæjarritari mun gegna nýrri stöðu verkefn- isstjóra innra eftirlits frá og með næstu áramótum. Hann mun einnig að hluta til gegna stöðu verkefn- isstjóra innkaupa á meðan verkefn- isstjórinn er í fæðingarorlofi. Ekki meiri snjó, meiri snjó Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samstarf Guðný Sverrisdóttir, Eiríkur Björn Björgvinsson og Jónas Vig- fússon. Standandi f.v. Jón Hrói Finnsson og Guðmundur Sigvaldason. 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 HITAVEITA SPJARAÐU ÞIG WWW.CINTAMANI.IS CINTAMANI CENTER LAUGAVEGI 11, 101 REYKJAVÍK, S. 517 8088 CINTAMANI KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK, S. 533 3003 CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3, 210 GARÐABÆ, S. 533 3805 ESTER Dúnúlpa með hettu og loðkraga. Tveir renndir vasar að framan og einn innanávasi. Hettu er hægt að taka af. Fylling er 95% dúnn og 5% fiður sem gerir úlpuna létta og hlýja. Stærðir: XS-3XL ÍS LE N SK A /S IA .I S/ C IN 52 87 6 12 /1 0 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 1 dagur til jóla Í dag, á Þorláksmessu, standa ís- lenskir friðarsinnar fyrir blysför niður Laugaveginn í Reykjavík, líkt og þeir hafa gert á hverri Þorláks- messu í þrjá áratugi. Safnast verð- ur saman á Hlemmi og leggur gangan af stað stundvíslega kl. 18. Fólk er hvatt til að mæta tíman- lega. Að venju munu friðarhreyf- ingar selja kyndla á Hlemmi áður en gangan leggur af stað. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni. Í lok göngunnar verður svo haldinn stuttur úti- fundur á Ingólfstorgi. Einnig verður farin friðarganga á Ísafirði. Lagt verður af stað frá Ísafjarðarkirkju kl. 18 og gengið niður á Silfurtorg þar sem verður hefðbundin dagskrá með tónlist, ljóðum og mæltu máli. Friðarganga niður Laugaveginn Morgunblaðið/Sverrir Blys Friðarganga á Þorláksmessu er hefð. Helgistundir þjóðkirkjunnar verða milli sex og sjö hundruð allt land um jól og áramót. Á höfuðborg- arsvæðinu verða til dæmis 160 messur og helgistundir í kirkjum þessa daga. Reynsla síðustu ára sýn- ir að flestar kirkjur eru fullsetnar við aftansöng á aðfangadag. Að auki verður helgihald á sjúkra- húsum, dvalarheimilum og víðar. Upplýsingar um messur má meðal ann- ars finna á heimasíðum sóknanna og á www.kirkja.is. Það eru margir sem ekki geta sótt jólaguðsþjónustur í kirkjum af ýmsum ástæðum. Prestar annast því helgihald á sjúkrahúsum, fang- elsum og á dvalar- og hjúkrunarheimilum um land allt. Auk þess er ár- leg jólamessa fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa í Reykjavík. Mikill fjöldi Íslendinga tekur þátt í jólahaldi á erlendri grund. Helgi- hald fyrir Íslendinga búsetta erlendis var á aðventu í London, Kaup- mannahöfn, Lúxemborg og í Noregi. Jólamessa verður í Osló fyrir Ís- lendinga þar. Tugþúsundir taka þátt í kirkjuhaldi á jólum Að undanförnu hafa Vinir Sólheima staðið fyrir jólamarkaði í kjall- aranum í Iðu. Markaðurinn hefur verið opinn frá kl. 13-18 alla daga fram að jólum, en lengur í dag, á Þorláksmessu. Listaverk íbúa Sólheima eru til sölu á markaðnum, einnig hin þekktu Sólheima-kerti svo og krukkurnar með lífræna góðgætinu og bakarísvörurnar úr lífræna hrá- efninu frá bakaríi Sólheima. Að auki má finna alls konar gjafavöru, leikföng, fatnað og fylgihluti sem velunnarar í röðum heildsala hafa gefið á markaðinn. Vinir Sólheima með jólamarkað í Iðu Breytingar verða á akstri Strætó bs. um jól og áramót eins og jafnan á stórhátíðum. Á Þorláksmessu mun strætó aka eftir hefðbundinni áætlun. Á aðfangadag verður ekið eins og á laugardegi til um kl. 14.00 en þá hætta vagnarnir akstri. Hve- nær það nákvæmlega verður fer eftir staðsetningu endastöðva. Á jóladag verður enginn akstur. Á annan í jólum verður ekið sam- kvæmt hefðbundinni sunnudags- áætlun. Milli jóla og nýárs verður akstur með hefðbundnum hætti, en á gamlársdag verður ekið eins og á laugardegi til um kl. 14 en þá hætta vagnarnir akstri. Hvenær það verð- ur nákvæmlega fer eftir staðsetn- ingu endastöðva. Á nýársdag verð- ur enginn akstur, en frá og með 2. janúar verður akstur með hefð- bundnum hætti. Allar nánari upplýsingar er að finna í leiðabók og leiðarvísa á www.stræto.is eða í þjónustusíma Strætó bs., 540 2700. Enginn strætó á ný- ársdag og jóladag Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirrit- að reglugerðir um úthlutun byggða- kvóta fyrir fiskveiðiárið 2010/2011. Þær eru sambærilegar reglugerðum síðustu fiskveiðiára í öllum aðalatrið- um. Heildarúthlutunin nemur 4.564 tonnum sem er um 17% aukning frá fyrra fiskveiðiári þegar hún var 3.885 tonn. Því til viðbótar koma 972 tonn sem ekki nýttust í fyrri úthlutun en eru samkvæmt nýjum reglum yfir- færanleg milli ára. Alls fara því 5.536 tonn til úthlutunar til smærri byggð- arlaga í landinu. Alls fá nú 44 byggðarlög í landinu úthlutun byggðakvóta sem er nokkru fleira en undanfarin ár. Staðir sem ekki fengu úthlutun í fyrra eru Vog- ar, Arnarstapi, Stokkseyri, Djúpi- vogur, Hellissandur og Rif. Byggða- kvóti getur mestur orðið 300 tonn og fær eitt byggðarlag, Flateyri, svo háa úthlutun en þau sem koma næst á eftir fá umtalsvert minna. Lægst getur úthlutun verið 15 tonn. Byggðakvótinn verður 5.536 tonn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.