Morgunblaðið - 23.12.2010, Síða 22

Morgunblaðið - 23.12.2010, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Veðriðskiptirmiklu um vellíðan okkar. Íslenskt vetrar- veður er svipt- ingasamt og gengur á ýmsu og erfitt um að spá. Innanhúss- knattspyrnan býr við mun stöðugra umhverfi en sú sem stunduð er utan dyra, því henni hefur verið gerð umgjörð í gerviveröld. Ís- lenskt efnahagslíf á að þessu leyti margt sameig- inlegt með innanhúss- knattspyrnunni um þessar mundir. Vegna Icesave gerir Seðlabankinn spár um gengisþróun eftir pöntun og lætur eins og eitthvert vit sé í þeim. Samt er ekki viðurkennt að reikniverkið byggir á því að gjaldeyr- ishöftum verði haldið miklu lengur en nokkru sinni stóð til. Mikill leik- aragangur hefur verið uppi með svo kallaða pen- ingastefnunefnd og mikið skrafað um þau bil sem vextir voru lækkaðir um hverju sinni og hvaða áhrif þau kynnu að hafa á gengi og eftirspurn og þar fram eftir götunum. Áhrifin voru nánast þau sömu og þegar losaður er vindur í roki undir Hafnarfjalli. Það er eins og ekkert hafi gerst. Látið var eins og hvorki sé búið við gjald- eyrishöft, viðvarandi at- vinnuleysi og að auki dulið vegna fólksflutninga frá landinu. Og ekki var held- ur litið til þess að banka- kerfið er í slíkum hæga- gangi að ákvarðanir um vaxtaskref komast naum- ast út úr vasatölvum þeirra sem í vaxtafiktinu standa og halda að þeir séu að skapa nýjan heim. Fagnað er af barnslegri einlægni þegar verðbólgu- mælingar sýna að verð- bólga sé nú „í samræmi við markmið“ þegar töl- urnar sem skipta ein- hverju máli sýna að spár SÍ um hagvöxt hefðu eins getað komið frá völvu vik- unnar. Fjárlög eru enn byggð á slíkum hagvaxtarspám og eru því sömu gervivísindin og peningastefnunefndin föndrar við. Hagvöxtur er aðeins þriðjungur þess sem spáð var og á var byggt. Fjárlög eru því byggð á sandi. Sókn í mat- argjafir hefur aldrei verið meiri. Stolt er sært, bak er beygt og vonin kæfð. Langtímaatvinnuleysi í landinu hefur ekki í ára- tugi verið jafn þjakandi. Kaupmáttarhrap þjóð- arinnar er illbærilegt en skilar sér illa inn í mæli- kvarða kerfisins eins og staðan er. Verðbólga er vond ef hún fer úr böndum. En það skiptir máli af hverju hún dregst saman. Hún lækkar því miður ekki vegna ákvarðana um vexti um þessar mundir. Ákvarðanir SÍ síðasta árið hafa ekkert haft með hana að gera. Vonandi vita menn það á þeim bæ, ella gæti illa farið. Verðbólgu- mæling nú er einkum mæl- ing um samdrátt á flestum sviðum, hún er táknmynd um að enginn fæst til fjár- festinga í landinu sem neinu nemur vegna fjand- samlegs umhverfis, nið- urdrepandi afstöðu stjórn- valdanna í landinu, sívaxandi skattahækkana og stjórnmálalegrar upp- lausnar. Og þær atvinnu- greinar sem fyrir eru í landinu búa við samfelldar hótanir um upplausn og skemmdarverk og skatta- hækkun eftir skattahækk- un. Með því er dregið úr kjarki og ýtt undir kyrr- stöðu. Og einstaklingarnir eru látnir finna fyrir hinu sama sem veldur því að þeir halda ekki aðeins að sér höndum heldur draga sig inn í efnahagslega skel. Og þá lokast hringurinn, því fólkið í landinu er hinn eini raunverulegi drif- kraftur efnahagslífsins. Kippi fólkið að sér hend- inni vegna efnahagslegs áreitis stjórnvalda finnur markaðurinn og efnahags- lífið í heild samstundis fyr- ir því. Mælingar sem sýna lækkandi verðbólgu eru oftast fagnaðarefni. En þegar mælingarnar má rekja til samdráttar af því tagi sem hér var lýst er ekki víst að fréttirnar séu eins góðar. Efnahagslífið á Íslandi hefði átt að rétta við fyrir ári. Stjórnvöld landsins þvælast fyrir því} Hvað er verið að mæla? E infaldar pólitískar sálir líta á það sem nokkurn veginn sjálfsagðan hlut að stjórnarandstaða sækist eftir því að komast til valda og koma stefnumálum sínum í framkvæmd. En íslensk stjórnmál eru ofur sér- kennileg og fæstir verða varir við að stjórn- arandstöðuflokkar landsins þrái að komast í stjórn til að koma skikk á hlutina. Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafa ekki nýtt sér það hversu ráðþrota og sundruð ríkisstjórnin er. Það er eins og stjórnarand- staðan treysti sér ekki til verka og vilji halda sér til hlés. Hún hefur ekki komið fram með nægilega sannfærandi lausnir og skortir til- finnanlega eldmóð. Nú krefst þjóðarhagur þess að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vakni. Það er orðið átakanlega ljóst að ríkisstjórn Íslands er ónýt og til einskis gagns. Stjórnarandstaðan hefur hins vegar ekki náð að sýna að hún sé hið sterka afl sem þjóðin þarf á að halda. Stjórnarandstaðan dinglar þarna einhvers staðar, dauflynd, hugmyndasnauð og án sjálfstrausts. Engu er líkara en hún þjáist af síþreytu. Þessi sljóleiki stjórnarandstöðunnar er ástæða þess að í því óþolandi ástandi sem tilvist þessarar ríkisstjórnar er, þá eru alltof margir sem fullyrða að ekkert skárra sé í boði. Ef það er raunin þá er best að nota jólin til að leggjast undir sæng og biðja Guð að vaka yfir þjóðinni. Það veitir sannarlega ekki af náð almættisins ef ekkert pólitískt afl er þess megnugt að leiða þjóðina út úr kreppunni. Ríkisstjórn Íslands er nánast óstarfhæf vegna innri ágreinings, en áfram höktir hún þó. Tilvist hennar er orðin móðgun við þjóðina. Það er einfaldlega ekki hægt að bjóða fólki upp á það að í hverju málinu á fætur öðru taki stjórnarliðar að vinna gegn eigin stjórn og geri það af meiri metnaði og ákafa en hin eiginlega stjórnarandstaða landsins. Og kannski er mað- ur of grimmur við stjórnarandstöðuna. Af hverju ætti hún svosem að beita sér af krafti þegar hún getur látið einstaklinga innan stjórnarinnar vinna fyrir sig vinnuna og berja ríkisstjórnina til óbóta. En auðvitað er þetta ástand ekki boðlegt lengur. Í öðrum stjórnarflokknum eru ein- staklingar sem geta ekki unnið í ríkisstjórn. Þar líður þeim ekki vel, enda á ekki við þá að komast að samkomulagi við aðra. Reynslan hefur hins vegar sýnt að þessum einstaklingum líður fjarska vel í óeirðum og látum fyrir utan Alþingishúsið, enda finnst þeim flott og hæfilega byltingarsinnað að brenna eins og eitt jólatré og brjóta nokkrar rúður. Með því finnst þeim þeir sýna að þeir séu engir venjulegir kontóristar heldur fólk sem kýs önnur vinnubrögð en tíðkast hafa í hefð- bundnum stjórnmálum borgaralegra íhaldsmanna. Það þarf að frelsa þjóðina úr vondum greipum þessarar ríkisstjórnar. Stjórnarandstaðan verður að vakna, sýna dug og koma sér að verki. Það er svo margt sem þarf að gera. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Móðgun við þjóðina STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is S tofnar ýsu og steinbíts eru á niðurleið samkvæmt niðurstöðum stofnmæl- ingar botnfiska, svo- nefndu haustralli Haf- rannsóknastofnunarinnar nú í haust. Heildarvísitala ýsu lækkaði um 25% frá því í haustrallinu í fyrra. Hún var nú um 45% af því sem hún var árið 2004 þegar hún var hæst. Stofnvísitala steinbíts lækkaði einnig samanborið við mælinguna 2009. Hún var nú sú lægsta síðan haustrallið hófst árið 1996. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunarinnar um nytjastofna sjávar og aflahorfur á yfirstandandi fiskveiðiári, sem kom út í júní sl., segir m.a. að nýlið- unarvísitala steinbíts sé í sögulegu lágmarki. Veiðistofn steinbíts hefur verið að minnka síðan 2006. Lagði stofnunin til að steinbítsaflinn mið- aðist við kjörsókn sem samsvari 8.500 tonnum á fiskveiðiárinu 2010/ 2011. Heildaraflinn var ákveðinn 12.000 tonn á fiskveiðiárinu. Margir hafa reitt sig á ýsuna Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði að útvegs- menn hefðu talið á liðnu vori að fara ætti varlegar í ákvörðun aflamarks á steinbít en síðar varð raunin. Ýsustofninn hefur farið hratt niður allt frá árinu 2004. Friðrik bendir á að ýsan virðist vera að nálg- ast svipað ról og hún var á fram til 2001. Áframhaldandi samdráttur mun koma illa við marga. „Þetta er verulegt högg fyrir margar útgerðir sem byggja á ýsu- veiðum, til dæmis hafa Vestmanna- eyingar og fleiri byggt mjög á þeim,“ sagði Friðrik. Yfirlit um aflamark í ýsu, flokkað eftir fyrirtækjum í upp- hafi þessa fiskveiðiárs, sýnir að 50 stærstu útgerðirnar ráða yfir 84% af heildaraflamarkinu. HB Grandi hf. er með 2.577 tonn þorskígilda, Vísir hf. 2.292 tonn og Brim hf. 2.115 tonn. Af fyrirtækjunum 50 eru tíu í Vest- mannaeyjum. Aflaheimildir Vest- mannaeyinga í ýsu nema nú samtals 6.464 þorskígildistonnum. Smábátasjómenn Stjórn Landssambands smá- bátaeigenda (LSS) skoraði nýlega á sjávarútvegsráðherra að auka við veiðiheimildir í ýsu. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LSS, sagði að smábátasjómenn teldu sig alls stað- ar verða vara við aukna ýsu. Hann telur að göngumynstur ýsunnar hafi breyst og það sé eitthvað sem þurfi að athuga betur. Þetta valdi því að ýsan komi ekki jafn vel fram nú og áður í athugunum Hafrannsókna- stofnunarinnar. Meðan togurunum hafi gengið illa undanfarið að veiða ýsu hafi bátum á grunnslóð gengið það mjög vel. Hann nefndi að stofn- unin hefði fjölgað athugunarstöðum í Breiðafirði fyrir nokkrum árum en taldi að gera þyrfti betur varðandi grunnslóðina. Krókaaflamarksbátar eru með um 15% af ýsuhlutdeildinni en hafa verið að veiða upp undir fjórðung af allri ýsu á undanförnum árum. Þeir hafa getað leigt heimildir af stærri skipum, en það hefur gengið verr að fá heimildir leigðar undanfarin tvö ár, að sögn Arnar. „Þegar ég leit á þetta síðast voru krókaaflamarks- bátar búnir að veiða yfir 70% af út- hlutun sinni í ýsu á fiskveiðiárinu og rétt rúmur fjórðungur ársins liðinn.“ Hann sagði að sama gilti um steinbítinn og ýsuna. Steinbíturinn hefði verið nánast eingöngu við Vestfirðina og lítillega við suðaust- urhornið. Nú hefði útbreiðsla hans snaraukist við landið. „Við tökum steinbítstölunni líka með smá var- úð,“ sagði Örn. Í þúsundum tonna Vorrall (1985-2010) Haustrall (1996-2010) Ýsuvísitala í vor- og haustralli 1985 1990 1995 2000 2005 2010 800 600 400 200 0 Minna mældist af ýsu og steinbít Hvað má veiða mikið af ýsu? Leyfilegur heildarafli af ýsu á fisk- veiðiárinu 2010/2011 er 50.000 tonn. Miðað er við óslægðan afla. Fiskveiðiárið er frá 1. september til 31. ágúst. Hefur ýsukvótinn minnkað? Hafrannsóknastofnunin lagði til 45.000 tonna hámarksafla ýsu á fiskveiðiárinu 2010/2011 en kvót- inn var ákveðinn 50.000 tonn. Á almanaksárinu 2009 voru veidd 82.000 tonn af ýsu sem var 20% minna en árið 2008. Hvers vegna er minni ýsa? Nýliðun ýsu var mjög góð 1998- 2003. Árgangar 2004-2006 eru nærri meðallagi, árgangur 2007 frekar stór en árgangar 2008 og 2009 mjög litlir, samkvæmt skýrslu Hafrannsóknastofnunar- innar um nytjastofna sjávar 2009/2010 og aflahorfur fisk- veiðiárið 2010/2011. Stórir ár- gangar frá 1998-2000 ollu mikilli stækkun stofnsins frá 2001- 2004. Ýsustofninn hefur minnkað hratt undanfarin ár því nýir ár- gangar eru miklu minni en þeir sem eru að hverfa. Stofninn mun halda áfram að minnka þegar síð- ustu stóru árgangarnir hverfa. Spurt&svarað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.