Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010
Emilía Þórðardóttir
fæddist á Grund á
Akranesi. Hún var
yngst 9 barna foreldra
sinna, Emilíu Þorsteinsdóttur og
Þórðar Ásmundssonar. Milla ólst
upp við gott atlæti, þar sem gam-
ansemi og vinarþel voru í hávegum
höfð, ásamt mikilli gestrisni, en
þetta voru einmitt þeir eðliskostir
sem mótuðu og fylgdu Millu alla
tíð. Faðir hennar, Þórður, var í far-
arbroddi á flestum sviðum, frum-
kvöðull bæði í landbúnaði og sjáv-
arútvegi sem og í verslun. Móðir
hennar, Emilía, var vel látin gæða-
kona, en eftir lát Þórðar árið 1943,
hélt hún heimili um áratugaskeið
með systur sinni, Petreu, og var
ávallt opið hús fyrir ættingja og
vini, þar sem allir voru boðnir vel-
komnir. Var mjög kært með þeim
systrum og mikið jafnræði. Þar á
Grundinni var jafnan glatt á hjalla,
og andrúmsloftið óþvingað.
Milla fór ung að starfa í hinni
nýju verslun föður síns, sem var
stærsta og veglegasta húsið, sem
þá hafði verið byggt á Akranesi. Í
Þórðarbúð fékkst allt milli himins
og jarðar og þar voru, auk líflegrar
verslunar við bæjarbúa, einnig mik-
il viðskipti við sveitirnar fyrir ofan
Akranes. Á efri hæðum hússins var
alls konar starfsemi, meðal annars
stór saumastofa. Þar störfuðu 10
konur, þegar mest var, og voru
margar flíkur saumaðar á unga
fólkið á Akranesi á saumastofunni,
en á þessum árum var allt félagslíf
í miklum blóma, og voru kjólarnir –
stuttir og síðir – notaðir á hinum
mörgu árshátíðum íþróttafélaganna
og þeim fjörugu skemmtunum og
dansleikjum sem haldnir voru í
Bárunni í hverri viku.
Á saumastofunni störfuðu með
Millu margar kátar og knáar stúlk-
ur sem áttu eftir að gera garðinn
frægan í revíunni „Allt er fertugum
fært“ eftir Theodór Einarsson.
Emilía Þórðardóttir
✝ Emilía Þórð-ardóttir fæddist á
Grund á Akranesi 9.
mars 1927. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 8. desember
2010.
Útför Emilíu fór
fram frá Fríkirkjunni
í Hafnarfirði 16. des-
ember 2010.
Revían var sett upp í
íþróttahúsinu við
Laugarbraut árið
1945, þegar Milla var
18 ára. Alls var reví-
an sýnd 6 sinnum
fyrir fullu húsi, og
munu hátt í 4000
manns hafa séð sýn-
ingarnar, en það var
meiri fjöldi en allir
íbúar bæjarins voru
þá, og segir það
nokkuð um vinsældir
revíanna á þeim ár-
um.
20 ára að aldri giftist Milla Páli
Ragnari Ólafssyni, loftskeytamanni
frá Hafnarfirði, og hófu þau búskap
í Hafnarfirði sama ár, nánar tiltekið
á Garðaveginum. Við unga frænd-
fólkið á Akranesi fengum jafnan að
fara í nokkra daga í senn, á hverju
ári til að dvelja hjá Millu frænku og
Palla. Það voru miklar ævintýra-
ferðir. Farið var með Laxfossi til
Reykjavíkur og tekinn strætisvagn-
inn vestur á Mela þar sem Palli
vann á Loftskeytastöðinni. Það var
mikil upplifun að dvelja hjá Millu
og Palla, og ekki síður að kynnast
krökkunum í Hafnarfirði og því
skemmtilega umhverfi sem þau ól-
ust upp í. Lærðum við marga leiki í
Firðinum, sem við síðan kynntum
félögum okkar á Skaganum.
Milla var yndisleg manneskja og
leið öllum vel í návist hennar. Hún
var glöð og kát alla daga og var
ekki að sýta orðinn hlut. Við frænd-
fólkið á Akranesi viljum þakka
henni þá vinsemd og góðvild sem
hún sýndi okkur alla tíð, og sendum
við börnum hennar og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Ásmundur Ólafsson.
Komið er að kveðjustund, elsku-
leg móðursystir mín og nafna, Em-
ilía Þórðardóttir eða Milla eins og
hún var kölluð, hefur kvatt þennan
heim, eftir stutta sjúkralegu.
Milla frænka var yngst í hópi
átta barna ömmu Emilíu og afa
Þórðar frá Grund á Akranesi. Nú
er Ingella sú eina sem eftir lifir. Í
systkinahópnum hafði Milla frænka
þá sérstöðu að hún var sú eina sem
„fór að heiman“ eins og það var
kallað, þ.e.a.s. hún flutti frá Skag-
anum og fór til Hafnarfjarðar með
Palla sínum. Það var því alltaf
ákveðinn ljómi yfir heimsóknum
okkar í Hafnarfjörð.
Milla var einstaklega skemmtileg
og kát en ekkert feimin við skoð-
anaskipti. Dæmalaust á ég eftir að
sakna hennar. Ómetanlegar minn-
ingar þjóta um hugann – skemmti-
leg símtöl og samverustundir. Við
Suðurgötusystur heimsóttum hana í
haust og áttum með henni ynd-
islega stund. Það eru forréttindi að
hafa átt hana svona hressa og káta
öll þessi ár, hláturmilda og ein-
hvern veginn aldurslausa konu sem
oft lifði eftir orðum Helen Keller
sem sagði: „Snúðu andlitinu að sól-
inni og þú sérð ekki skuggann.“
Fyrir hönd okkar systkina bið ég
Guð að blessa alla þá sem sakna
hennar.
Emilía Petrea Árnadóttir.
Ástkær föðursystir okkar, Emilía
Þórðardóttir frá Grund á Akranesi,
er látin 83 ára að aldri eftir stutta
sjúkrahúslegu.
Milla frænka eins og hún var
kölluð var yngsta barn Emilíu Þor-
steinsdóttur og Þórðar Ásmunds-
sonar frá Grund á Akranesi. Systk-
inin voru átta og bjuggu þau öll á
Akranesi nema Milla sem giftist
Páli Ólafssyni og fluttist hún til
Hafnarfjarðar og bjuggu þau þar til
æviloka.
Mikil samskipti voru milli frænd-
fólksins á Akranesi og í Hafnarfirði
og minnumst við þess hve gaman
var að heimsækja þau. Það var
mikil tilbreyting og tilhlökkun fyrir
ungt fólk í þá daga að ferðast með
Akraborginni og Hafnarfjarðar-
strætó til að heimsækja Millu, Palla
og fjölskyldu. Fyrstu árin bjuggu
þau á Garðaveginum og síðar í
Köldukinn. Heimili þeirra var sér-
staklega smekklegt og voru þau
höfðingjar heim að sækja og alltaf
var rými fyrir alla. Við höfum oft
rætt það systkinin og dáðst að
þeirri gestrisni og þolinmæði sem
þau sýndu okkur öllum. Milla og
Palli voru miklir félagar okkar og
þegar við síðar eignuðumst maka
og stofnuðum fjölskyldur þá var
þeim tekið opnum örmum.
Milla var yndisleg frænka, já-
kvæð, skemmtileg og velviljuð. Við
frænkurnar frá Grund og tengdaf-
rænkur á öllum aldri sem búum í
Reykjavík og nágrenni hittumst
mánaðarlega yfir veturinn og höf-
um gert í fjöldamörg ár. Þar hefur
Milla frænka verið hrókur alls
fagnaðar og verður hennar sárt
saknað.
Að lokum viljum við systkinin
þakka Millu samfylgdina og um-
hyggjuna sem hún sýndi okkur. Við
vottum Pálínu, Röggu, Óla, Dodda
og fjölskyldum þeirra samúð og er-
um við stolt að hafa átt Millu fyrir
frænku. Við teljum að við minn-
umst hennar best með því að halda
áfram að rækta vináttu og frænd-
semi og sýna hvert öðru áhuga og
athygli.
Blessuð sé minning Millu
frænku.
Edda, Ragnheiður, Emilía,
Þórður, Ásdís Elín og
Gunnhildur Júlíusarbörn.
Yngsta móðursystir mín, Emilía
Þórðardóttir, Milla frænka, hefur
kvatt okkur. Mér finnst hún hafa
fallið frá fyrir aldur fram þó að hún
hafi verið orðin 83 ára. Hún hafði
engan aldur og mér fannst svo
langt frá því að hún væri gömul.
Síðustu mánuðir voru henni erfiðir
vegna heilsubrests og af æðruleysi
var hún tilbúin að kveðja þennan
heim en ég var ekki viðbúin því að
missa hana svona skyndiega.
Hún hefur alla tíð skipað stóran
sess í lífi mínu og fjölskyldu minn-
ar. Milla frænka var sú eina af
systkinunum 8 frá Grund sem flutti
frá Akranesi á höfuðborgarsvæðið
og því var jafnan gestkvæmt á
heimili hennar og Palla mannsins
hennar. Það þótti sjálfsagt á þeim
árum að gista hjá Millu frænku
þegar einhver úr stórfjölskyldunni
brá sér í bæinn. Þau bjuggu alla tíð
í Hafnarfirði, fyrstu árin á Garða-
vegi 2 í nágrenni við tengdaforeldra
hennar en lengst af í Köldukinn 4
þar sem þau bjuggu sér og börnum
sínum fjórum fallegt og notalegt
heimili. Smekkvísi beggja var við-
brugðið og það lék allt í höndunum
á Palla enda smíðaði hann og gerði
flest það sem þurfti til að byggja
húsið. Milla var mikil húsmóðir og
góð og tók ávallt á móti okkur af
rausn og höfðingsskap og þó að við
kæmum oftast fyrirvaralaust í
heimsókn þá var hún búin að reiða
fram veisluborð á augabragði. Hún
hafði létta lund og ljúfa en var af-
skaplega jarðbundin og fátt sem
haggaði henni. Það var einstaklega
gott að vera í nálægð hennar. Með-
al fyrstu og helstu bernskuminn-
inga barnanna minna eru jóladag-
arnir hjá Millu og Palla. Um árabil
buðu þau okkur Guðjóni ásamt
börnum til sín á jóladag og það var
gaman að vera saman, styrkja
böndin og upplifa vaxandi fjölskyld-
ur okkar beggja. Í upphafi voru
þau 6 í heimili, Milla, Palli og börn-
in þeirra 4 og við Guðjón með elsta
barnið okkar en þegar þessum kap-
ítula lauk var hópurinn farinn að
telja tugina, öll börnin þeirra gift
og farin að eiga börn og við komin
með okkar 5 og eitt barnabarn.
Þessar stundir eru meðal þeirra
dýrmætustu í minningasjóðnum.
Nú eru margir úr fjölskyldunni
okkar frá Grund fluttir á höfuð-
borgarsvæðið og hópurinn hefur
dreifst víða. Fjölskylduböndin hafa
ávallt verið mjög sterk og til að
leitast við að þau rofni ekki höfum
við frænkurnar og tengdafrænkur
hist mánaðarlega á vetrum og átt
skemmtilegar stundir saman til
skiptis á heimilunum. Milla frænka
skipaði heiðurssætið í þessum hópi
og lét sig sjaldnast vanta. Hennar
verður sárt saknað. Eftir að Palli
féll frá flutti hún í litla og notalega
íbúð í húsi Þórðar sonar síns og
hans konu og naut efri áranna í
öruggu skjóli þeirra, umvafin hlýju
allra afkomenda sinna og tengda-
barna en samt óháð og sjálfbjarga.
Það er margs að minnast og
margt að þakka fyrir. Upp úr
stendur minning um yndislega
konu sem var traust og hlý og
ávallt glaðlynd.
Við Guðjón og börnin okkar vott-
um börnum Millu og fjölskyldum
þeirra innilega samúð og verum
minnug þess að söknuðurinn og
sorgin er vegna gleðinnar sem hún
veitti okkur.
Margrét Jónsdóttir.
Nú þegar myrkrið er hvað mest
hverfur yndislegur ljósgjafi af svið-
inu. Milla var glaðvær og skemmti-
leg kona, sem átti auðvelt með að
sjá spaugilegar hliðar tilverunnar
og gerði góðlátlegt grín, ekki síst
að sér og sínum. Milla var fé-
lagslynd og pólitísk þó blái liturinn
hafi verið farinn að dofna lítillega
undir það síðasta. Margar stundir
áttum við þar sem umræðuefnið var
Akranes og íbúar þar á hennar
yngri árum. En fyrir henni var
Skaginn alltaf það sem hún kallaði
heima. Hún sagði mér frá mann-
mörgu æskuheimilinu, Þórðarbúð
sem pabbi hannar rak og hvernig
allir starfsmenn þar og nágrannar
komu í morgunkaffi til mömmu
hennar. Þar var stanslaus straumur
fólks til klukkan hálftólf en þá var
lagt á borð fyrir hádegismatinn.
Sennilega var þetta fréttaveita þess
tíma.
Ung fór Milla á húsmæðraskóla í
Svíþjóð og þrátt fyrir heimþrá
minntist hún þess tíma með
ánægju. Um tvítugt flutti hún svo í
Hafnarfjörð þar sem þau Páll
bjuggu allan sinn búskap. Það var
ekki síður áhugavert að hlusta á
hana segja frá lífi og störfum þar.
Baslinu á fyrstu hjúskaparárunum
þegar vöruúrvalið var takmarkað
en samhjálpin og nálægðin var mik-
il. Frásagnarmátinn var skemmti-
legur, kryddaður með kímni og
spaugilegum athugasemdum um
menn og málefni. Milla var dama
fram í fingurgóma, alltaf vel klædd
og vel snyrt og með fína hár-
greiðslu. Viku fyrir lát hennar kom
ég á sjúkrahúsið þar sem hún lá
eins og hefðarfrú með vel snyrtar
hendur og fætur, meira að segja
rauðar táneglur. Hún átti orðið erf-
itt um mál en sagði samt skemmti-
sögur og gantaðist með að hún
hefði ekki viljað svart naglalakk.
Þannig var Milla í hnotskurn.
Líf hennar var ekki dans á rós-
um, en hún hafði einstaka hæfileika
til að kljást við lífið á jákvæðan hátt
og var sátt við líf sitt. Stoltust var
hún af stóra hópnum sínum, börn-
um, tengdabörnum, barnabörnum
og langömmubörnum. Andlit henn-
ar ljómaði þegar hún talaði um þau.
Ég votta þeim öllum innilega sam-
úð og kveð Millu með söknuði.
Helga Þórisdóttir.
✝ Anna Guðjóns-dóttir fæddist í
Ólafsvík 21. júní 1942.
Hún lést á heimili sínu
25. nóvember 2010.
Hún var dóttir
hjónanna Guðjóns
Magnússonar, f. 15.
ágúst 1913, d. 15.
ágúst 2000, og Erlu
Huldu Valdimars-
dóttur, f. 12. ágúst
1923, bænda í Hrúts-
holti í Eyjahreppi, og
þar ólst hún upp sín
bernsku- og æskuár.
Systkini Önnu eru: Inga, f. 26.
júní 1943, Helgi Óskar, f. 23. júlí
1945, Sesselja Hulda, f. 6. sept.
1946, Steinunn Guðrún, f. 3. nóv.
1947, Jenný, f. 16. nóv. 1949, Guð-
ríður, f. 15. júlí 1954, Magnús, f. 28.
maí 1956, og Erla Jóna, f. 21. júlí
1958.
Anna flutti árið
1962 að Neðra-Hóli og
hóf sambúð með Jón-
asi Jónassyni og ári
seinna gengu þau í
hjónaband. Börn
þeirra hjóna eru: 1)
Guðmundur Kjartan,
f. 15. mars 1963, kona
hans er Sigríður
Helga Skúladóttir, f.
30. júní 1965, börn
Skúli og Heiða. 2)
Guðjón, f. 20. júlí
1964, kona hans er
Friðrika Ásmunds-
dóttir, börn Anna, Ásmundur og
Guðlaug. 3) Elísabet, f. 14. nóvember
1965, maður hennar er Andrew Ses-
sions, börn Jónas og Maggý Melinda.
Útför Önnu hefur farið fram í
kyrrþey. Jarðsett verður í Borg-
arneskirkjugarði eftir að bálför hef-
ur farið fram.
Elsku hjartans Anna mín, nokkur
fátækleg kveðjorð að lokum – það er
sárt að verða að viðurkenna að það
er rétt sem segir í orðtakinu: „Eng-
inn veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur.“ Alltaf varst þú tilbúin að gera
allt fyrir mig og börnin okkar,
tengdabörn og barnabörn, alveg
burtséð frá því hvað þú fékkst til
baka, ást þín og umhyggja var alltaf
til staðar og veitt ómæld og án eft-
irsjár. Það er býsna margs að minn-
ast frá nær 50 ára samvistum en við
urðum ástfangin í maí 1961 og í byrj-
un júní 1962 fluttir þú til mín að
Neðri-Hól og við hófum sambúð þá
og svo gengum við í hjónaband 8.
sept. 1963, hjónaband sem entist til
dauðadags þíns. Það er svo gríðar-
margt sem ég gæti sagt, minning-
arnar óteljandi og allar á einn veg,
bara ást og ósérhlífni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Jónas Jónasson (Mannsi).
Anna Guðjónsdóttir
Afi minn var mikil
manneskja. Hann var
ekki maður margra
orða en í návist hans var maður
öruggur og elskaður. Hann var
tímalaus maður, barn í hjarta sínu
en á sama tíma með mjög fram-
úrstefnulegar skoðanir á mönnum
og málefnum miðað við marga af
hans kynslóð. Hann sagði skoðanir
Einar Hafsteinn
Guðmundsson
✝ Einar HafsteinnGuðmundsson
fæddist í Grindavík 9.
febrúar 1924. Hann
lést á heimili sínu,
Reykjanesvegi 10,
Ytri-Njarðvík, 21.
nóvember 2010.
Útför Einars fór
fram frá Keflavík-
urkirkju 3. desember
2010.
sínar alltaf af var-
færni, umburðarlyndi
og án allrar dóm-
hörku. Hann gerði
ekki mannamun
vegna stöðu eða
stéttar, enda átti
hann marga vini,
unga jafnt sem aldna.
Menn sem störfuðu
undir hans stjórn til
sjós héldu tryggð og
vináttu við hann alla
ævi.
Ég ólst að hluta til
upp hjá ömmu og afa
og á allri minni ævi man ég einu
sinni til þess að hann hafi byrst sig
við mig en hann bað mig líka sam-
stundis fyrirgefningar. Þannig var
afi.
Hann var andlegur maður og
velti fyrir sér tilgangi lífsins og
æðri mætti. Mér finnst ómetanleg-
ar stundirnar sem við áttum og
spjölluðum um þessi mál. Nú vona
ég að hann hafi fengið svör við ein-
hverjum af þeim spurningum sem
brunnu á honum í lifanda lífi. Afi
var einnig mikill húmoristi og átti
auðvelt með að sjá spaugilegu hlið-
arnar á lífinu, hann vissi það líka
manna best að hann var ekki full-
kominn maður frekar en neinn
annar. Líklega var hann svona um-
burðarlyndur og góður vinur þess
vegna. Hann studdi einnig ríkulega
við bakið á ástvinum sínum og það
skipti hann mjög miklu máli að
hafa fallegt í kringum sig. Enda
giftist hann gullfallegri konu,
henni ömmu minni, og áttu þau
saman farsæl og hamingjurík 60
ár. Þau byggðu saman fallegt
heimili þar sem maður er ávallt
velkominn og vel um mann hugsað.
Þetta hefur verið mér ómetanlegt í
lífsins ólgusjó. Afi var alltaf til
staðar og hefur verið stoð mín og
stytta í lífinu en einnig félagi og
góð fyrirmynd. Takk fyrir allt,
elsku afi minn.
Ása Lind Finnbogadóttir.