Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 ✝ Marinó Frið-rik Krist- insson fæddist í Grimsby á Eng- landi 17. sept- ember 1910. Hann lést í Reykjavík 20. júlí 1994. Foreldrar hans voru Gestur Kristinn Guð- mundsson, skip- stjóri í Reykjavík, f. 8. okt. 1881, d. 26. apríl 1931, og Ágústa Margrét Sigríður Valdi- marsdóttir, húsfreyja í Reykjavík, f. 2. sept. 1890, d. 21. sept. 1973. Stjúpfaðir hans var Þorsteinn Ingi- mar Sigurðsson, sjómaður og út- gerðarmaður í Reykjavík, f. 19. nóv. 1891, d. 28. sept. 1954. Systk- ini Marinós voru Oddný Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 13. des. 1931 í Reykjavík, d. 11. júní 1934; Þóra Þorsteinsdóttir, f. 30. okt. 1933 í Reykjavík og Sigurður Þor- steinsson, f. 11. apríl 1936 í Reykjavík, d. 20. okt. 1984. Maki 1, 25. okt. 1935: Hrefna Ás- geirsdóttir. f. 22. feb. 1917, d. 22. apríl 1939, húsfreyja. Kjörsonur þeirra (systursonur Hrefnu): 1930 og cand. theol. frá Háskóla Íslands 1936. Hann stundaði nám í söng og orgelleik hjá Sigurði Birk- is í Reykjavík 1930-1936. Marinó var skrifstofumaður í Reykjavík 1930-31, lögreglumaður um tíma og vann við ýmis önnur störf. Mar- inó var veitt Vallanes á Völlum 1936 frá 1. sept. og vígður 16. ágúst sama ár, veittur Ísafjörður 22. júní 1939 og Valþjófsstaður í Fljótsdal 1942 frá 1. júní, veitt Vallanes á Völlum í annað sinn 1960 frá 1. júní sama ár, og lausn 1966 frá 1. júní sama ár. Settur sóknarprestur í Sauðanes- prestakalli 1966 frá 1. júní sama ár og veitt Sauðanes 1967 frá 1. júlí sama ár. Settur prófastur í Norð- ur-Þingeyjarprófastdæmi 1966 til 1971. Honum var veitt lausn frá embætti fyrir aldurs sakir 1. des. 1979. Hann vann við kennslu- og prófdómarastörf á Hallormsstað og víðar á Héraði, kenndi við Grunnskólann á Þórshöfn 1967 til 1973 og var prófdómari við skól- ann 1967 til 1977. Marinó starfaði í KFUM á menntaskóla- og háskóla- árum 1925 til 1936. Stundaði þá einnig frjálsar íþróttir hjá íþrótta- félaginu Ármanni og var m.a. met- hafi í kúluvarpi og spjótkasti. Hann hafði afburðafagra söngrödd og var þekktur fyrir söng sinn, tón- og orgelleik. Hann söng með karlakór KFUM og síðar Karlakór Reykjavíkur og tók þátt í söngför kórsins til Norður-Ameríku haust- ið 1946. Vann jafnframt mikið að söngmálum og kirkjukórastarfi á prestskaparárum sínum 1936-1979. Hrafn, f. 2. okt. 1938, d. 3. jan. 1986. Maki 2, 16. nóv. 1940: Þór- unn Valgerður Björnsdóttir, f. 22. feb. 1917, d. 17. feb. 1984, hús- freyja. Þau skildu. Maki 3, 19. júlí 1949: Þórhalla Gísladóttir, f. 11. mars 1920 í Skógargerði í Fellum, N-Múl., d. 18. apríl 2006 í Reykja- vík. Börn Þórhöllu og Marinós: 1) Dagný, f. 12. maí 1947, 2) Hrefna, f. 31. mars 1950, 3) Ágúst, f. 5. maí 1951, 4) Gísli Már, f. 16. sept. 1952, 5) Rósa Kristín, f. 28. nóv. 1953, 6) Steinunn, f. 13. júní 1958, 7) Kol- beinn, f. 15. júlí 1959, 8) Úlfur Heiðar, f. 23. des. 1961. Marinó varð stúdent frá MR Marinó ólst upp í Reykjavík með móður sinni, sem vann ein fyrir sér og honum, þar til hún giftist Þor- steini sem reyndist Marinó vel í alla staði svo og börnum hans. Marinó var með stærstu og sterk- ustu mönnum, beinvaxinn, þrekinn og mikill íþróttamaður á yngri árum. Hann var glaður í bragði og bar mót- læti og heilsubrest með trú og þol- gæði, var lítið fyrir hégómaskap og gekk í öll störf inni á heimilinu og ut- andyra. Hann hafði einstaklega hlýtt viðmót, var vinsæll og vel liðinn prestur og kennari, börnum sínum ástríkur og góður faðir og barna- börnum ógleymanlega gæskuríkur afi. Með ást, virðingu og þökk. F.h. systkina, Ágúst Marinósson. Séra Marinó F. Kristinsson Þórhalla Gísladóttir og séra Marinó Friðrik Kristinsson. ✝ Ágústa Mar-grét Sigríður Valdimarsdóttir fæddist í Reykja- vík 2. sept- ember1890. Hún lést í Reykjavík 21. september 1973. Foreldrar henn- ar voru Valdimar Rögnvaldsson, f. 8.4. 1869, d. um 1934 í Englandi og k.h. Rósa Maren Þórðardóttir, f. 21.1. 1869 á Lækjarbakka í Reykjavík, d. í Reykjavík 7.1. 1950. Barnsfaðir Ágústu var Gestur Kristinn Guðmundsson, f. 18.10. 1881, d. 26.4. 1931. Barn þeirra: Marinó Friðrik Kristinsson, f. 17. 9. 1910 í Grimsby, d. í Reykjavík 20.7. 1994. Maki Ágústu, 17.10. 1931: Þor- steinn Ingimar Sigurðsson, f. 19.11. 1891 á Meiðastöðum í Garði, d. 28. 9. 1954 í Reykjavík. Börn þeirra: Oddný Steinunn Þorsteinsdóttir, f. 13.12. 1931 í Reykjavík, d. þar 11.6. 1934. Þóra Þorsteinsdóttir, f. 30.10. 1933 í Reykjavík og Sigurður Þor- steinsson, f. 11.4. 1936 í Reykjavík, d. þar 20.10. 1984. Ágústa flutti á barnsaldri með for- eldrum sínum til Englands og ólst þar upp. Hún talaði góða ensku og var oft fengin til að vera túlkur eftir að hún flutti aftur til Íslands 1911. Þá var hún einstæð móðir og gekk í alla vinnu sem fékkst til að komast af; þvoði þvotta, vann í fiski, fór í síld, vann í netagerð. Eftir að hún giftist Þorsteini var hún heimavinnandi húsfrú, lengst af á Bergþórugötu 27. Þar áttu þau Þorsteinn fallegt heimili þar sem gott var að koma. Ágústa var söngelsk, listræn, trú- uð, myndvirk, mikilvirk og fé- lagslynd. Hún var í kórum og vann að félagsmálum, hún átti marga vini og hjálpaði mörgum. Ágústa var falleg og myndarleg kona, bar sig vel og klæddi sig smekklega.Við hátíðleg tækifæri klæddist hún íslenskum búningi og bar hann glæsilega. Hún var fagur- keri og kunni betur við að hlutirnir væru ekta. Hún var hreinskiptin og hispurslaus og við hana var hægt að tala um alla hluti og öll viðkvæm vandamál. Hún var brosmild og glað- lynd, yndisleg og góð móðir og amma. Guð blessi minningu Ágústu og Þorsteins. Með ást, virðingu og þökk. F.h. barnabarna, Dagný Marinósdóttir. Ágústa M. S. Valdimarsdóttir Frá vinstri: Ágústa Margrét Sigríður Valdimarsdóttir, Þóra Þorsteinsdóttir, Sigurður Þorsteinsson og Þor- steinn Ingimar Sigurðsson. ✝ Þórhalla Gísladóttir var fædd íSkógargerði í Fellum, N-Múl. 11. mars 1920. Hún lést í Reykjavík 18. apríl 2006. Foreldrar hennar voru Gísli bóndi í Skógargerði, f. 9.2. 1881, d. 30.12. 1964, Helgason, bónda sama stað, Indriðasonar og Ólafar Helga- dóttur frá Geirúlfsstöðum, og Dagný, f. 4.3. 1885, d. 2.3. 1979, Pálsdóttir, bónda Fossi á Síðu, V- Skaft, síðar Sandfelli í Skriðdal, S- Múl., Þorsteinssonar og Margrétar móðir í Fellahreppsumdæmi 1944- 1947; Fljótsdalshreppsumdæmi 1955-1965; Þórshafnarhrepps- umdæmi (ásamt Sauðanes- og Sval- barðshreppsumdæmi) 1.10. 1967- 31.12. 1975. Hún var starfandi í um- dæminu frá 1966 og sem heilsugæsluljósmóðir á Þórshöfn 1972-1979. Þar var þá læknislaust langtímum saman frá 1968. Hún vann við hjúkrunarstörf á Elliheim- ilinu Grund, Reykjavík, 1979-1982 og á Hvíta bandinu frá 1982-1993. Ólafsdóttur frá Steinsmýri í Með- allandi, V- Skaft. Gísli og Dagný í Skógargerði áttu 13 börn sem öll komust upp, fjórir bræður og níu systur. Maki Þörhöllu, 19.7. 1949, var séra Marinó Friðrik Kristinsson, f. 17.9. 1910 í Grimsby, d. 20.7. 1994 í Reykjavík. Þórhalla tók ljósmæðrapróf frá LMSÍ 30.9.1943 og próf í almennri hjúkrunarfræði og kennarapróf í hjálp í viðlögum 1973. Hún var ljós- Þórhalla var vinsæl og vel látin í ljósmóður- og hjúkrunarstörfum sín- um, fór um sjúklinga sína nærfærn- um höndum og var alltaf róleg og hughreystandi á hverju sem gekk. Hennar starfsaðstæður voru þær að taka á móti börnum á sveitabæjum langt frá allri læknisþjónustu og huga að sjúklingum í læknislausu, dreif- býlu, víðlendu og torfæru héraði norður við Íshaf. Hefur margur verið nefndur hetja fyrir minna. Þórhalla spilaði á orgel og hafði góða söngrödd. Hún söng í kirkjukór- unum og með manni sínum við kirkju- legar athafnir og á mannamótum. Mikið var sungið á heimili þeirra Marinós, þau sungu þar sjálf, létu börn sín syngja, sungu með góðum gestum og héldu þar kóræfingar. Þór- halla annaðist lengst af alla umhirðu á kirkjunum. Fermingarkyrtla, rykki- lín og altarisdúka varð að þvo og strauja, fægja kertastjaka og silfur og þrífa kirkjuna hátt og lágt. Eftir messur var kirkjugestum boðið í veislukaffi með heimabökuðu brauði á prestssetrinu. Þangað kom fólk líka oft til að láta skíra börn sín, gifta sig eða hitta sinn sálusorgara. Þórhalla starfaði með kvenfélögum bæði fyrir austan og norðan og hafði yndi af því. Hin mörgu Skógargerðissystkini endurbyggðu hús foreldra sinna í Skógargerði og gerðu það að ættar- setri. Þórhalla tók þátt í því af lífi og sál og brýndi fyrir börnum sínum að huga að því framvegis. Eftir 1979 bjuggu Þórhalla og Mar- inó á Bergþórugötu 27 til æviloka. Þau eru jarðsett á Valþjófsstað. Blessuð sé minning þeirra. Með ást, virðingu og þökk. F.h. systkina, Hrefna Marinósdóttir. Þórhalla Gísladóttir ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, CORNELÍU INGÓLFSDÓTTUR. Þór Helgason, Karl Jóhann Ásgeirsson, Ragnheiður Helga Gústafsdóttir, Þórólfur Ingi Þórsson, Eva Margrét Einarsdóttir, Jóhannes, Gabríel og Lilja. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, ÓLAFS ÁGÚSTSSONAR, Skaftahlíð 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaða, síðar í Mörkinni, hjúkrunarheimili. Erla Eyjólfsdóttir, Loftur Andri Ágústsson, Kristjana Petrína Jensdóttir, Ingibjörg Ágústsdóttir, Árni Sigurjónsson, Svanhildur Ágústsdóttir. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ERLENDSSON kennari og fv. framkvæmdastjóri HSÍ, Hraunbæ 103, áður Rauðalæk 67, Reykjavík, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 19. desember. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 11.00. Ingileif Jónsdóttir, Birgir Björn Sigurjónsson, Anna Jóna Hauksdóttir, Kristín Jónsdóttir, Þórarinn Eyfjörð, Jón Erlendsson, Eva Úlla Hilmarsdóttir, Magnús Birgisson, Hrafnhildur Hjaltadóttir, Árni Birgisson, Salvör Gyða Lúðvíksdóttir, Sigrún Eyfjörð, Þorsteinn Eyfjörð og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR A. FÆRSETH, Sautjándajúnítorgi 7, áður Smáraflöt 40, Garðabæ, andaðist á líknardeild Landakots sunnudaginn 28. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar krabba- meinssjúkra og líknardeildar Landakots. Þökkum auðsýnda samúð. Börn og aðstandendur hins látna. Grétar Halldórsson Höfundur: Fanney. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.