Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Kaupmenn í miðbænum og í Smáralind eru sammála um að jóla- verslun hafi verið með ágætum það sem af er aðventu. Íslensk hönnun er vinsæl til gjafa og kaupmönnum ber saman um að gæði og notagildi ráði miklu um jólagjafaval. Verslun hófst í Smáralind árið 2001, en verslun í miðbænum á sér töluvert lengri sögu. Ein þeirra verslana, sem einna lengst hafa starfað við Laugaveginn er Verslun Guðsteins Eyjólfssonar, en þar hafa karlmenn fengið „allt frá hatti og niður í sokka“ frá árinu 1918. Reyndar var verslunin fyrst við Grettisgötu, en hefur verið við Laugaveginn frá árinu 1929. Versl- unin hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Eyjólfur Guðsteins- son, sonur Guðsteins, tók við af honum og nú stendur Svava Eyj- ólfsdóttir vaktina, en hún er dóttir Eyjólfs. Verslunin er ein fárra við Lauga- veginn sem opnuð er klukkan níu á morgnana. „Við veltum því mikið fyrir okkur um tíma að opna klukk- an tíu, eins og í flestum búðum hér við Laugaveginn. Viðskiptavinir okkar tóku það ekki í mál,“ segir Svava. „Það er miklu betra aðgengi og auðveldara að fá bílastæði svona snemma á morgnana.“ Svava segir jólaverslun hafa farið vel af stað. „Þetta er svipað og í fyrra. Þá var mikið verslað og það kom okkur á óvart í þessu ástandi. Fólk kaupir praktískari gjafir núna en fyrir nokkrum árum. Til dæmis er mikið verið að kaupa nærföt og sokka til jólagjafa,“ segir Svava. Hún segir að einnig sé mikið keypt af peysum til gjafa. „Í fyrra voru náttfatajól. Ætli það verði ekki peysujól í ár.“ Líklega hefur sjaldan eða aldrei verið vinsælla að iðka ýmiss konar handverk en einmitt nú. Hand- verksmarkaðir spretta upp víða um land og einnig er töluvert um að fólk sé að selja afraksturinn á sam- skiptasíðum eins og Facebook. Hildur Jónsdóttir í versluninni Litir og föndur segir að mikið sé um að fólk búi til jólagjafir. „Fólk er að búa til skartgripi, töskur, koddaver og fatnað og ótalmargt annað,“ segir Hildur. Hún segir að það sé miklu algengara nú en fyrir nokkrum árum að fólk útbúi jóla- gjafirnar sjálft. Gæði og notagildi í jólagjöf  Kaupmönnum ber saman um að Íslendingar séu talsvert praktískari í jólagjafavali nú en áður  Vinsælt að búa til jólagjafir og föndurefni selst sem aldrei fyrr  Nærföt og sokkar í jólagjöf Innpökkun Ekki dugðu færri en fimm innpökkunardömur til að pakka inn dýrindis jólagjöfum í Smáralind í gær. Morgunblaðið/Eggert Jólafötin Í verslun Guðsteins Eyjólfssonar á Laugavegi hefur margur maðurinn fengið föt og sloppið við að lenda í jólakettinum Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, kaupmaður og fata- hönnuður í GUST í Bankastræti, segir mikið hafa selst í versluninni nú fyrir jólin, þó sé fólk ekki alveg jafn kaupglatt og í fyrra. „En við erum samt mjög sátt við okkar hlut,“ segir Guðrún Kristín. Hún hefur stundað verslunarrekstur í miðbænum í tíu ár og segir að í fyrra og hittifyrra hafi fólk mikið talað um að það skipti miklu máli að kaupa íslenska hönnun. „Við finnum ekki eins mikið fyrir því núna. Ég held að mjög margir séu að búa til sjálfir.“ Guðrún segir að það sem helst seljist til jólagjafa séu hlý föt, ullarpeysur og þæfðar kápur.Að sögn Guðrúnar hefur frost lítil áhrif á verslun í mið- bænum. „Hér er alltaf yndisleg stemning, alveg sama hvert hitastigið er. Svo fær fólk líka ferskt loft. “ Hlýjar peysur og ferskt loft í Bankastræti Sala á barnafötum hérlendis hefur aukist á undan- förnum árum, að sögn Sigrúnar Ellu Helgadóttur í barnafataversluninni Adams í Smáralind. Hún segir að jólaverslun hafi farið afar vel af stað í búðinni og að hún sé svipuð og í fyrra. Í Adams eru seld föt á börn á aldrinum 0-9 ára. „Léttir bolir og náttföt eru það sem fólk er helst að kaupa í jóla- gjafir. Þægileg föt eru líka vinsæl í jólapakkann. Það er greinilegt að fólk er mjög meðvitað um að kaupa vel við vöxt, þannig að barnið geti notað fötin lengur. Við sjáum mikinn mun á því hvað fólk er orðið praktískt í innkaupum,“ segir Sigrún. Nokkuð hefur dregið úr verslunarferðum landans á undanförnum árum og Sigrún segir að það hafi skilað sér í mun meiri sölu á barnafötum í versl- unum hér á landi. „Fólk verslar meira heima.“ Landinn orðinn praktískur í innkaupum Úr hafa verið seld undir merki Michelsen við Laugaveg- inn í yfir hálfa öld, en verslunin var stofnuð á Sauðár- króki árið 1909. „Ég verð ekki var við að kuldinn hreki fólk frá því að koma á Laugaveginn,“ segir Frank Ú. Michelsen, sem er af þriðju kynslóð Michelsen úrsmiða. „Verslunin hefur farið mjög vel af stað hjá okkur. Það er ekkert árið 2007 lengur, en miðað við ástandið held ég að ég megi una glaður við mitt.“ Frank segir að jólaverslun sé meiri nú en í fyrra og það hafi komið gleðilega á óvart. Úr eru meðal þess sem helst selst til jólagjafa í versluninni.„En við seljum mikið af íslenskum skartgripum, sem eru hannaðir og framleiddir hér á landi,“ segir Frank. „Fólk horfir líka meira á gæðin nú, en fyrir nokkrum árum.“ „Fólk horfir meira á gæðin“ Áslaug Jónsdóttir og Oddur Gunnarsson, kaupmenn í verslunni Líf og list í Smáralind, segja að verslunin í ár hafi verið svipuð og við venjulegt árferði. Með því eiga þau við eins og verslun var fyrir kreppu. „Við erum gríðarlega ánægð með verslunina. Það er greinilegt að fólk kaupir nú mun ódýrari gjafir en áður og við höfum brugðist við því með því að hafa gott úrval af slíkri vöru.“ Þau segja að fólk sé talsvert hagsýnna nú en áður. „Mér finnst fólk velta því meira fyrir sér en áður hvað það kaupir. Það er eins og verslunarhættir séu að færast í eðlilegt horf, það er eðlilegt að fólk velti því vel og vandlega fyrir sér í hvað peningarnir fara,“ segir Áslaug. Verslunarhættir að færast í eðlilegt horf „Við erum ekki búnar að öllu fyrir jólin,“ sögðu mæðg- urnar Linda Hildur Leifs- dóttir og Íris Óskarsdóttir, sem voru í barnafataversl- uninni Adams í Smáralind í gær ásamt dóttur Írisar, Gabríellu Lindu Zingara. Erindi þeirra var fyrst og fremst að finna jólakjól á Gabríellu Lindu. Fjólublár jólakjóll með doppum var mátaður og virtist ömmunni og mömmunni líka hann býsna vel. Það sama gilti um þá yngstu. Þrátt fyrir að vera ekki „búnar að öllu“ er skammt í að svo verði og mæðgurnar voru afar rólegar yfir kom- andi jólahaldi. „Það er verið að reka lokahnútinn í dag og við erum á síðustu stundu að velja jólakjólinn.“ Mæðgurnar segjast helst versla í verslunarmið- stöðvum. „Við förum helst í Smáralind og Kringluna. Það er svo hlýtt og gott og það skiptir svo miklu máli þegar maður er með lítið barn,“ segir Íris. „Svo eru þær búðir sem maður verslar oftast í ýmist í Smáralind eða Kringlunni.“ annalilja@mbl.is. Amma, mamma og barn velja lítinn kjól fyrir jólin Morgunblaðið/Eggert Jólakjóll Íris Óskarsdóttir, Linda Hildur Leifsdóttir og Gabríella Linda Zingara skoðuðu kjóla í Smáralind í gær. Þórdís Davíðsdóttir, Valgeir Skagfjörð og Davíð Alex- ander Magnússon spek- úleruðu í karlmannahöf- uðfötum í Herrafataverslun Guðsteins á Laugaveginum í gær. Valgeir mátaði sixpens- ara, en verslunin býður mik- ið úrval af ýmsum höfuð- fötum. Ekki verður gefið upp að svo stöddu hvort sixpens- arinn mun prýða höfuð Val- geirs eða hvort hann endar í jólapakkanum hjá ein- hverjum lánsömum vini eða ættingja. „Við verslum ekki reglu- lega í miðbænum en við kíkjum alltaf á Laugaveginn fyrir jólin,“ segir Valgeir. „Ef maður verslar einhvern- tímann á Laugaveginum, þá er það fyrir jólin og ég kem mjög gjarnan til Guðsteins á aðventunni.“ Þau segjast vera búin að ljúka við meirihluta jólaund- irbúnings, næstum því búin að öllu. „Það eina sem er eftir er að kaupa skötuna,“ segir Valgeir. „Þetta er allt að detta inn,“ segir Þórdís. „Eða ég held það.“ annalilja@mbl.is Mátaði hatt hjá Guðsteini og átti eftir að kaupa skötuna Morgunblaðið/Eggert Verslunarferð Margt fæst í verslun Guðsteins Eyjólfssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.