Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 ✝ Guðrún Brynjólfs-dóttir fæddist á Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-Landeyjum 17. desember 1914. Hún lést 15. desember 2010. Foreldrar hennar voru Margrét Guð- mundsdóttir og Brynj- ólfur Jónsson og var Guðrún yngst 12 systkina. Árið 1933 giftist Guðrún Haraldi Sölva- syni, f. 3. janúar 1904, d. 23. febrúar 1996. Guðrún og Har- aldur eignuðust þrjú börn. 1) Halla, gler- og myndlistarkona, gift Hjálm- ari Stefánssyni, fyrrv. útibússtjóra, þau eiga þrjá syni, Harald Gunnar, Þórarin og Stefán. 2) Marteinn, út- gerðarmaður á Siglu- firði, kvæntur Álfhildi Stefánsdóttur, fyrrv. bankastarfsmanni, þau eiga fjögur börn, Ólaf, Harald, Rúnar og Steinunni. 3) Sig- urlaug, lánaráðgjafi, gift Marteini Jóhann- essyni, starfsmanni Seðlabanka Íslands, þau eignuðust tvö börn, Kristbjörgu, sem er látin, og Birki. Guðrún og Haraldur hófu búskap á Siglu- firði en fluttust til Hveragerðis árið 1975. Eftir andlát Haraldar fluttist Guðrún búferlum til dóttur sinnar Sigurlaugar og bjó þar síðustu árin. Útför Guðrúnar hefur farið fram í kyrrþey. Og ysinn er þagnaður, húmið er hljótt Um huggandi, þaggandi, velkomna nótt. Ó hvað ég þráði þig, friðarins fró, Fangar nú huga minn sælunnar ró. (Geislabrot, Signý Hjálmarsdóttir) Elsku mamma. Þú varst ótrúleg kona með einstaklega sterka réttlæt- iskennd og vilja. Jákvætt hugarfar þitt og bjartsýni fleytti þér yfir marga erfiða hjalla í lífinu og jafn- aðargeð þitt var okkur fjölskyldu þinni góð fyrirmynd. Þér var ýmis- legt til lista lagt og varst mikill fag- urkeri. Þeir eru ófáir munirnir sem prýða heimilin í fjölskyldunni og hekluðu teppin sem ylja okkur. Þér leiddist að sitja aðgerðarlaus, varst alltaf með verkefni í vinnslu og varst að fram á síðustu stund. Þú varst ávallt skýr í hugsun og raunsæ þótt líkaminn gæfi sig á síðustu metrun- um. Þú fylgdist vel með líðandi stund og hafðir skoðanir á öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu. Þær voru ófáar stundirnar sem þú eyddir í rökræð- um um þjóðfélagsmálefni við afkom- endur þína og gast miðlað af ómet- anlegum fróðleik sem spannar nokkrar kynslóðir í fjölskyldunni. Nú þegar við kveðjum þig með söknuði vitum við að þetta var það sem þú þráðir, friðarins fró. Við systkini fengum tækifæri til að kveðja þig og eyða með þér stund í lokin. Við þökkum fyrir allan tímann sem við fengum með þér og kveðjum þig með söknuði og ástúð. Nú ertu komin til pabba, Kittýar, ömmu Mar- grétar og annarra nákominna ástvina sem hafa kvatt þennan heim. Allir sem urðu þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast þér munu minn- ast þín og umhyggju þinnar. Í barna- börnum og langömmubörnum lifir myndin af konunni sem lifði lífinu með reisn og tók mótlæti með jafn- aðargeði. Við eigum öll minningar um ógleymanlegar samverustundir fylltar gleði og söng. Þú talaðir kjark í okkur ef þér fannst við vera að missa trúna á sjálfum okkur og sýnd- ir öllum, jafnt ungum sem öldnum, einstaka þolinmæði. Er ég kveð þig mamma, í hinsta sinn, svo þakklát er fyrir tímann þinn. Tár ég felli niður kinn. Tómarúm í hjartanu finn. Tárast mín augu. Tárast mín sál, af saknaðartárum er tilveran hál. Far þú í friði, far þú í sátt, far þú þar sem þrautir ei átt. (Kristbjörg Marteinsdóttir) Halla, Marteinn, Sigurlaug og makar. Mig langar í örfáum orðum að minnast hennar ömmu minnar. Amma varð rétt tæplega 96 ára og þó svo líkaminn væri þreyttur síðustu mánuðina var hugsunin skýr allt fram á síðasta dag. Samband foreldra minna og ömmu og afa var mjög náið og samgangur mikill. Amma og afi voru alltaf mik- ilvægur hluti af nánustu fjölskyld- unni. Síðustu ár bjó amma hjá for- eldrum mínum en eftir veikindi snemma þessa árs dvaldi hún á spít- ala og síðustu mánuði á hjúkrunar- heimili aldraðra í Mörkinni. Ég fór oft í heimsókn til ömmu og oftast á kvöldin, rétt áður en hún fór að sofa. Við áttum oft mjög skemmti- legt spjall um allt milli himins og jarðar. Það var alltaf skemmtilegt að spjalla við ömmu og merkilegt hvers konar sýn hún hafði á hin ýmsu mál- efni. Hún hafði alla tíð mjög sterkar skoðanir og fylgdist vel með öllu því sem var að gerast, hvort sem það var á sviði heimsmála, pólitík á Íslandi eða hvaðeina sem á brann á hverri stundu. Ég varð t.d. steinhissa eitt kvöldið síðasta sumar þegar hún fór að spjalla við mig um golf en þá var hún að fylgjast með Tiger Woods og hans brösótta gengi í golfinu. Ég hafði ekki hugmynd um að amma fylgdist með golfi og hvað þá að hún þekkti Tiger Woods. Amma hafði ákveðna yfirsýn sem ég held að maður geti bara öðlast eft- ir því sem maður eldist. Þessi yfirsýn gerði það að verkum að hún sá hlut- ina í öðru og skýrara ljósi en margir aðrir. Hún hafði t.d. myndað sér mjög ákveðna skoðun á trúmálum sem grundvallaðist á því að það mik- ilvæga væri að vera góður og sýna umburðarlyndi í garð annarra. Hún fylgdist alltaf vel með öllum sínum afkomendum og var sífellt að reyna að hjálpa og laga ef hún sá minnsta tækifæri á að leggja sitt af mörkum. Við munum öll sakna ömmu mikið en erum um leið mjög þakklát fyrir að hafa átt slíka fyrirmynd. Far í friði elsku amma. Þinn Birkir. Það er sumar og sól á Siglufirði, árið er 1965. Ég er á leið út í Bakka til ömmu Gunnu og afa. Til stendur að fara í heyskap. Amma er komin á fulla ferð með hrífuna og afi er að bagga hey rétt hjá. Rollurnar eru með lömbin upp til fjalla og verða fram á haust. Kannski fær maður að fara í réttirnar þegar að því kemur. Ég tek mér hrífu í hönd og reyni að hafa við ömmu í snúningnum en það reynist mér um megn þar sem hún hefur margra ára reynslu að baki auk þess sem hún er víkingur til vinnu. Þetta er sú mynd sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til baka um mín fyrstu 10 ár sem ég átti á Siglu- firði. Á þessum árum náði ég sem barn að kynnast ömmu Gunnu og Halla afa mjög vel þar sem ég var mikið úti í Bakka eins og það var kall- að. Á veturna gat ég setið tímunum saman og horft á brimið sem skall á Kantinum og fjörunni rétt fyrir neð- an húsið. Á meðan var amma að sýsla í eldhúsinu við bakstur og þess háttar þannig að anganina lagði um húsið. 1969 skildi leiðir þar sem foreldrar mínir, Halla og Hjálmar, ásamt Halla Gunna, mér og Stebba yfirgáfu Siglu- fjörð og fluttust til Danmerkur. Tveimur árum seinna flytjum við til Keflavíkur og amma og afi síðar til Hveragerðis ásamt Sillu móðursyst- ur minni og Madda. Mikill samgang- ur var á þessum árum og oft glatt á hjalla hvort sem við vorum í heim- sókn eða í útilegum, þar sem afi og Maddi tóku gjarnan lagið. Eftir að ég fékk bílpróf gerði ég mér iðulega ferð til Hveragerðis og heimsótti „gömlu“. Síðar rugluðum við Bára saman reytum og hún fann strax að hún hafði eignast ömmu og afa, sem var henni kærkomið. Bára og amma urðu síðar miklar vinkonur þótt aldursmunurinn væri mikill. Mikil eftirsjá var að afa þegar hann féll frá 1996, þá 91 árs. En amma Gunna, sem var 10 árum yngri en afi, átti sem betur fer mörg ár eftir og nutum við þess ríkulega. Hún var nefnilega þannig persóna að fólk sóp- aðist að henni hvort sem um vini eða ættingja var að ræða. Svolítið pólitísk og lá ekki á skoðunum sínum en tókst samt að vera nærgætin og sanngjörn. Undir lokin var líkaminn orðinn verulega lítilfjörlegur en hugurinn lindartær svo eftir var tekið. Elsku amma mín, takk fyrir að leyfa mér og mínum að eiga þig sem vin, vin sem alltaf var gaman að heimsækja, vin sem sárt er saknað. Þinn dóttursonur Þórarinn Hjálmarsson. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. (Höf. ók.) Elsku hjartans Gunna mín hvað ég á eftir að sakna þín. Hún var ein af mínum betri vin- konum, 96 ára gömul. Þótt aldursmunurinn hafi verið mikill eða 44 ár fann maður sjaldnast fyrir honum, því hún Gunna amma talaði alltaf eins og jafningi við unga sem aldna. Hún hafði gaman af að fylgjast með lífinu í kringum sig og hafði alltaf sterkar skoðanir á pólitík og fylgdist vel með því sem var að gerast úti í heimi. Réttlætiskennd hennar var mikil og alltaf vildi hún vel. Lífið hefur ekki alltaf farið mjúk- um höndum um hana, enda búin að upplifa ýmislegt á sinni löngu ævi. Hún sagði mér oft frá lífinu í Vest- mannaeyjum þar sem hún ólst upp og síðar hvernig var að vera unglingur í Landeyjunum. Það var oft erfitt í þá tíð á mannmörgum heimilum. Hún talaði um hvað það hefði verið sárt að sjá á eftir Maríu systur sinni úr berklum og hve hún sjálf var heppin að hafa lifað þann sjúkdóm af. Um tvítugt fluttist Gunna til Siglu- fjarðar þar sem hún bjó lengst af með manni sínum Haraldi Sölvasyni er lést 1996. Er ég kynnist þeim hjónum bjuggu þau í Hveragerði og tóku þau mér opnum örmum frá fyrsta degi. Ég fékk að eiga þau til jafns við hann Tóta minn. Fyrir mér voru þau himnasending því ég hafði misst mín- ar ömmur og afa barnung, því elskaði ég að vera nálægt þeim. Hún Gunna amma lét sig heldur ekkert muna um að taka systur mín- ar og þeirra börn inn í sinn stóra faðm, sem ég þakka hér fyrir þeirra hönd. Börnin okkar Tóta, þau Halla, Bjarki og Trausti, elskuðu þessa ljúfu konu sem þau kölluðu alltaf „löngu“ og eiga öll fallegar minning- ar og skemmtilega hluti eftir hana sem eru þeim afar dýrmætir í dag. Hún langa hafði líka gaman af að fylgjast með litla Trausta Snæ sem hún var langalangamma hjá og ljóm- aði alltaf er hann kom í heimsókn með okkur. Á mínu heimili eru margir hand- gerðir hlutir eftir hana og má þar nefna allt jólaskrautið sem hún hefur gefið okkur í gegnum tíðina, og alltaf var hún jafnhissa á að ég notaði það. Fram á síðasta dag var hún að föndra, sem hún hafði svo gaman af. Nýlega hafði hún lokið við að útbúa alls konar skrautleg og falleg jóla- kort handa mér. Að koma í kaffisopa til löngu var alltaf skemmtilegt og mörg voru samtölin sem við áttum um fyrri tíð og lífið sem þá var, ég geymi allar sögurnar og allt það sem hún trúði mér fyrir. Alltaf kom ég fróðari frá henni og þakklát fyrir að eiga hana fyrir ömmu. Hún var mér sönn amma alla tíð, og var það eitt af því síðasta sem ég sagði við hana. Nú ertu farin elsku amman mín, orðin þreytt á líkama og sál eftir þína löngu ævi. Ég og mín fjölskylda erum þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig og eiga svona lengi. Elsku Gunna mín, nú ertu komin til Halla afa og Kittýar þinnar sem þú saknaðir svo sárt. Þau hafa sjálfsagt tekið vel á móti þér. Hver minning dýrmæt er að liðn- um lífsins degi. Elsku vinkona hafðu þökk fyrir allt. Þín „ömmustelpa“ Bára Alexandersdóttir. Elsku hjartans langa mín. Hér kveð ég þig í hinsta sinn. Ég er svo þakklát fyrir allar þær yndislegu stundir sem við höfum átt saman alla mína tíð. Ég man þegar ég var lítil og við fjölskyldan keyrðum svo oft til Hveró þar sem þú og langafi bjugg- uð. Ég elskaði að koma í heimsókn til ykkar. Það var líka alltaf eitthvað spennandi í gangi þar, fuglar sem verptu í blómapottinn ykkar, jarðar- berjaplanta í garðinum og svo ekki sé minnst á köttinn sem reyndi ítrekað að veiða fuglana. Þú varst alltaf með einhver ráð í pokahorninu og leystir þetta kattavandamál með því að kaupa knallettubyssu til að hræða köttinn. Við krakkarnir áttum ekki til orð yfir því hvað langan okkar væri svöl. Við montuðum okkur oft af því að langan okkar gæti staðið á hönd- um! En grínið hjá þér lá í því að beygja þig niður og setja fingurna undir ilina – þú stóðst jú á höndunum. Nú í seinni tíð, eftir að langafi var fallinn frá, þú flutt til Reykjavíkur og ég aðeins eldri, náðum við svo vel saman. Ég kom oft til þín í handa- vinnukennslu og þér þótti alltaf jafn- gaman að sjá hverju ég var að vinna að í hvert skipti. Það eru ekki margir sem geta sagt að langamma sín hafi kennt sér að hekla, en það er eitthvað sem ég á eftir að búa að alla ævi. Elsku langa, takk fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef fengið að eiga með þér, þær minningar munu lifa áfram. Þín langömmustelpa, Halla. Elsku langa mín. Það er svo sárt að þurfa að kveðja, þú varst mér svo kær og þín verður sárt saknað. En ég get þó huggað mig við það að núna ertu komin á betri stað þar sem þér líður vel og hendur ykkar langafa hafa loks sameinast á ný. Ég er líka alveg viss um það að elsku mamma mín hefur tekið vel á móti þér. Það eru ótal góðar og fallegar minningar sem við eigum saman og ég geymi þær allar á vel völdum stað í hjarta mínu. En þær stundir sem við áttum saman í Hveragerði og þau ár sem þú bjóst heima hjá mér og hugsaðir um Martein litla bróður eru ógleyman- legar. Þú varst ótrúleg kona, þrátt fyrir að vera orðin 83 ára gömul varstu á fjórum fótum heima í stofu, með Martein á bakinu og lékst hest- inn hans. Einnig minnist ég þess að mamma mín var svo hrifin af pasta og eldaði stundum pasta með grænu pestói, þá heyrðist í þér „æi, ertu með þetta græna í matinn“. Það voru dásamlegar stundir sem við áttum saman. Alltaf þegar ég kom heim úr skólanum varst þú heima, tilbúin að dekra við mig og búa til eitthvað gott handa mér að borða. Á kvöldin lögðum við saman kapal og spiluðum inni í herberginu þínu og stundum vorum við föndrandi saman heilu helgarnar. Þú hefur alltaf verið mér svo góð elsku langa mín. Mér fannst alltaf svo gott að koma og tala við þig ef það var eitthvað sem lá þungt á hjarta mínu. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, tilbúin að hlusta, hlæja með mér, knúsa mig og gefa mér góð ráð. Elska þig langa mín, þín Tara. Guðrún Brynjólfsdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HERDÍS ANTONÍUSARDÓTTIR frá Núpshjáleigu á Berufjarðarströnd Skúlagötu 20 sem lést föstudaginn 17. desember á öldrunar- deild Landspítalans, verður jarðsungin frá Grafar- vogskirkju þriðjudaginn 28. desember kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar: Jóhanna Antonía Sigsteinsdóttir Sigurbergur Sigsteinsson Guðrún Hauksdóttir Oddný Sigsteinsdóttir Líney Rut Halldórsdóttir Sjöfn Sigsteinsdóttir Finnur Pálsson Þröstur Sigsteinsson Soffía Sturludóttir ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, HALLDÓR BJARNASON, Hjúkrunarheimilinu Mörk, lést á Landspítalanum Fossvogi aðfaranótt laugardagsins 18. desember. Útförin fer fram frá Langholtskirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 15.00. Bjarni H. Johansen, Sigurlaug Halldórsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Anna Björk Bjarnadóttir, Tómas Holton, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Erlendur Pálsson, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Halldór Heiðar Bjarnason, Lilián Pineda, Guðjón Már Magnússon, Sigrún Ásta Magnúsdóttir, Steinar Már Sveinsson, Hákon Örn Magnússon, langafabörn og systkini hins látna. ✝ Elskulegur sonur og bróðir, GUÐLAUGUR PÁLSSON, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Bjarnadóttir, Dagmar Pálsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.