Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 FRUMSÝND 26. DESEMBER JÓLAMYNDIN Í ÁR KANNSKI GETA BÖRNIN BÆTT SAMBAND ÞEIRRA! STÓRSKEMMTILEG GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is LOKAÐ Í DAG ÞORLÁKSMESSU Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla Opnum aftur 26. desember - annan í jólum SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.isNánar á Miði.is MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 3.30 - 5.50 MEGAMIND 3D ENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 NARNIA 3 3D KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 NARNIA 3 3D LÚXUS KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 FASTER KL. 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 KL. 10.10 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 8 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL.4 - 6 L L 7 7 16 16 12 L NARNIA 3 3D kl. 6 - 9 FASTER kl. 8 - 10.10 AGORA KL. 6 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 7 16 14 L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR OPIÐ Í DAG ÞORLÁKSMESSU! ÍSL. TALT.V. - KVIKMYNDIR.IS Hann leitar hefnda á þeim sem sviku hann. Frábær hasarmynd! Í 3-DMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D 5% Fiskmarkaðurinn Hrefna Rósa Sætran Salka bbbmn Hrefna Rósa Sætran ef eft- irtektarverður kokkur. Hún hefur eldað afar spennandi rétti á sjónvarps- skjánum og er hæstráðandi í eldhúsinu á veit- ingastaðnum Fiskmarkaðnum þar sem fæst eitt besta sushi bæjarins og fjölmargt annað. Nú hefur Hrefna Rósa gefið frá sér sína fyrstu uppskriftabók sem er samnefnd veitingastaðnum góða. Og þemað er það sama, for- vitnilegir „fusion“-réttir. Hér er til að mynda eldað úr pomelo-ávöxtum, linskeljakröbbum og kornhænu- bringum í bland við heldur hefð- bundnari hráefni. Uppsetning bókarinnar er til fyr- irmyndar, myndirnar afar fallegar af girnilegum réttum og vel heppn- aður fróðleikur frá Hrefnu Rósu inn á milli, til að mynda um tilbúning á hinum fullkomnu sushi-hrísgrjónum og aðrar upplýsingar um sushi-gerð. Eftirréttakaflinn er sérlega vel heppnaður með spennandi réttum. Þetta er matreiðslubók fyrir að- eins lengra komna, kærkomin bók fyrir þá sem vilja elda framandi, feska og góða rétti og hræðast ekki frumleg hráefni og samsetningu á þeim. Smáréttir Nönnu – Fingramatur, forréttir og freistingar Nanna Rögnvaldardóttir Iðunn bbbbn Nönnu Rögn- valdardóttur þarf varla að kynna fyrir nokkrum eldandi lands- manni. Nú hefur hún bætt enn einni bók í út- gáfusafnið þar sem eru sam- ankomnar uppskriftir að hvers kyns smáréttum sem henta við öll tæki- færi; í sumaklúbbinn, afmælið, fermingarveisluna eða júróvisjón- partíið, nú eða bara þegar áhugi er á því að gæla við bragðlaukana heima- við. Bókin er ákaflega fjölbreytt og óhætt að fullyrða að finna megi smá- rétti við öll tækifæri í bókinni góðu hvort sem útbúa á tapas, samlokur, súpur eða konfekt eða hráefnið er ostur, hnetur, kjöt, poppkorn eða súkkulaði. Uppsetning bókarinnar er fín og viðeigandi að hafa smáréttabók í fremur litlu broti. Þá má geta þess að það gladdi augað að sjá notuð ný- yrðin brúnkur og tvíbökur fyrir kruðerí sem í daglegu tali kallast „brownies“ og „biscotti“. Smáréttir Nönnu ættu að vera skyldueign allra þeirra sem ein- hvern tímann vilja bjóða heim- ilismönnum eða gestum upp á ein- faldar en gómsætar krásir. Eldað með Jóa Fel Jói Fel Hjá Jóa Fel 2010 bbmnn Jóa Fel þarf vart að kynna, en hann hefur meðal annars gert 10 sjónvarpsþáttaraðir þar sem hann eldar girnilega rétti í eldhúsinu heima hjá sér. Og af því tilefni gefur hann nú út bók þar sem má finna yf- ir 400 uppskriftir úr þáttunum góðu. Bókin skiptist í tíu kafla þar sem hver er helgaður einni þáttaröð. Það að skipta bókinni eftir þáttaröðum hefur bæði kosti og ókosti. Það getur verið gaman að fletta upp- skriftabókum í leit að innblæstri eða hugmyndum að matseld og þá hentar vel að öllu ægi saman. Fyrir vikið verður bókin þó heldur óskipulögð og hætt við að lesendur fari á mis við eitthvað af girnilegu uppskriftunum ef þeir vita ekki nákvæmlegu hverju þeir eru að leita að í efnisyfirlitinu. Betur hefði mátt vanda til við um- brot bókarinnar. Hverri uppskrift fylgir mynd af viðkomandi rétti sem er afar smá stilla úr sjónvarpsþætt- inum þegar viðkomandi réttur var eldaður. Þá hentar kiljuformið ekki nógu vel fyrir eigulegar mat- reiðslubækur að mínu mati. En innihaldið er gott, og í bókinni má finna fjöldann allan af sérlega girnilegum réttum sem ætti að vera á flestra færi að reiða fram eftir uppskriftunum í bókinni. Sér- staklega eru kjöt- og villibráð- arréttir spennandi að ógleymdum kökum og brauði þar sem Jói Fel er á vissulega á heimavelli. Það gefur bókinni líka persónu- legt yfirbragð þegar Jói rifjar upp þáttaraðirnar hverja fyrir sig og til- urð þáttanna yfir höfuð. Eldað um veröld víða – Með kjaftfora listakokkinum Gordon Ramsey Opna bbbbn Sjónvarps- kokkurinn frægi leggur upp í ferðalag um heiminn og kynnir til sög- unnar fjöl- marga girni- lega rétti frá Indlandi, Grikklandi, Bretlandi, Ameríku og Kína svo fátt eitt sé nefnt. Það er gaman að fá smáforsmekk af girnilegum réttum frá öllum þessum löndum, uppskrift- irnar eru fjölbreyttar, spennandi og settar fram á aðgengilegan máta með viðeigandi myndum. Helst má kannski setja út á fjölda mynda af bókarhöfundi, mér taldist til að það væru 25 myndir af Gordon sjálfum í bókinni fyrir utan for- síðumyndina. Ítarupplýsingar eru klárlega kostur í bókinni þar sem Gordon sýnir og segir frá góðum aðferðum við að grilla sardínur, búa til pasta og steikja hörpudisk svo fátt eitt sé nefnt. Það hefur verið vandað virkilega til verka við gerð þessarar bókar og er hér á ferð afar eiguleg og góð matreiðslubók. Spennandi Fjölbreytt og framandi í Fiskmarkaðnum. Matreiðslubækur Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar matreiðslubækur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.