Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Það er mikið um það á þessu ári, 2010, að hinar og þessar stofnanir og fyrirtæki eigi afmæli, 80 eða 100 ára. En það hefur ekki verið minnst á það að árið 1910 gerðu Ís- lendingar manntal og er það aldargamalt í ár. Eftirfarandi texti er tekinn upp úr hagfræðiskýrslunni Manntal á Íslandi – 1. desember 1910, sem gefin var út af Stjórn- arráði Íslands 1913: „Á Alþingi 1909 bar doktor Jón Þorkelsson þáverandi þingmaður Reykvíkinga upp svolátandi tillögu til þingsályktunnar: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landstjórnina, að hún gangi sjálf fyrir því að taka manntal, er fram skal fara hér á landi 1910, og geri sjálf allar nauðsynlegar ráð- stafanir til þess, svo að hún sjálf sjái um að unninn sé úr því allur sá hagfræðilegi fróðleikur, sem þörf er á, en Hagfræðiskrifstofan í Kaupmannhöfn sé upp héðan leyst frá þeim starfa.“ Ályktunin var sam- þykkt í neðri deild og afgreidd til stjórn- arinnar frá þinginu.“ Það höfðu verið tek- in mörg manntöl á Ís- landi en þetta var það fyrsta sem Íslend- ingar tóku sjálfir og gerðu það þrátt fyrir að einhver ágrein- ingur væri um málið milli Stjórnarráðsins og fjármálastjórn- arinnar í Kaupmannahöfn. Var mjög til þess vandað. Niðurstöður þess voru meðal annars þessar: Árið 1910 voru Ís- lendingar 85.183, af þeim voru 43.411 sem lifðu af landbúnaði, 15.890 sem lifðu af fiskveiðum og svo voru verkamenn og verkakonur sem unnu í kaupstöðum og höfðu þar einhverja vinnu og eitthvað var af iðnaðarmönnum. Í manntalinu má finna ýmsar upplýsingar um hagi fólks sem fróðlegt er að skoða. Hvernig fólk færðist til, hvenær það kom inn í sóknina og hvaðan. Hve mörg börn það átti lifandi og dáin. Hvenær það var fætt og hvar. Það sem er sérstaklega merkilegt í þessu manntali eru lýsingar á bæj- arhúsum til sveita og upplýsingar um það í hversu mörgum her- bergjum fólk bjó í kaupstöðum. Til dæmis „3 heilþil og 2 hálfþil“. Með gerð Manntalsins 1910 voru Íslendingar framsýnir og vert er að minnast þess að öld er liðin frá því það var tekið. Í kjölfarið voru síðan samþykkt lög nr. 24, 20. október 1913 um Hagstofu Íslands. Ættfræðifélagið hefur unnið að því að koma Manntalinu 1910 út og eru komnar út Skaftafellssýslur vestur um að Borgarfjarðarsýslu. Vonandi verður hægt að halda þessari útgáfu áfram. Manntalið 1910 Eftir Hólmfríði Gísladóttur » Það sem er sér- staklega merkilegt í þessu manntali eru lýsingar á bæjarhúsum til sveita og upplýsingar um það í hversu mörg- um herbergjum fólk bjó í kaupstöðum. Hólmfríður Gísladóttir Höfundur er ættgreinir. Vegna fréttar í Mbl. 21.12. 2010 vilj- um við koma á framfæri að samn- ingur Álftaness við Fasteign (EFF) er hliðstæður samningum 11 annarra sveitarfélaga. Leiga og hug- myndafræði EFF fékk samþykki sveitarstjórnaráðuneytisins á sínum tíma. Sveitarfélögin sem eru leigu- takar, hjá eigin félagi, greiða leigu af brúttóverðmæti hinna leigðu eigna s.s. venja er í viðskiptum. Hlutafjár- eign í EFF var forsenda hagkvæmni þess að leigja fremur en að byggja. Bæjarfulltrúar Á- og D-lista sam- þykktu samninginn við EFF og hlutafjárkaup. Í fréttinni staðfestir forystumaður D-listans í Reykjanesbæ og formað- ur bæjarráðs þar að viðskipti þeirra við EFF séu svipuð viðskiptum Álftaness. Morgunblaðinu þykir ekki ástæða til að setja þessi ummæli í fyrirsögn fréttarinnar, heldur notar breiðletur til að vefengja samning Álftaness. Áður en ákvarðanir voru teknar um skuldbindingar með EFF fékk bæjarstjórn Álftaness sérfræðiálit, í samræmi við sveitarstjórnarlög, og einnig álit Grant Thornton, endur- skoðanda sveitarfélagsins. Endur- skoðandinn byggði umsögn sína á viðamikilli úttekt KPMG á rekstri EFF þar sem fram kemur að rekstur EFF sé mjög traustur. Endurskoðandi Álftaness segir m.a. í umsögn um kaup á hlutafé: „Öll áform og útreikningar EFF miða við að ávöxtun eiginfjár verði að lágmarki 10% á ársgrundvelli en undanfarin ár hefur arðsemi félags- ins verið umtalsvert meiri. Að gefn- um fyrirliggjandi forsendum félags- ins virðist ávöxtun eiginfjár félagsins vera hærri en sem nemur leigugreiðslum af undirliggjandi fjárfestingum.“ Samkvæmt leigu- og arðgreiðslum áranna 2007-8 var arður EFF til Álftaness hærri en leigugreiðslur af undirliggjandi fjárfestingum. Árið 2009 ákvað EFF að lækka leigu, þótt slíkt lækkaði arðgreiðslur. Í fram- haldi var tillaga Á-lista um að kaupa til baka lóð íþróttamiðstöðvar, greiða með hlutafé og lækka þannig skuldbindingar samþykkt, – bæði í bæjarstjórn og í EFF. Meirihluti D- lista í bæjarstjórn Álftaness, sem tók við af Á-lista, hefur þó ekki fullnustað þessa samþykkt og lækk- að leigu 2009 og 2010. Við óskum Álftnesingum gleði- legra jóla og nýárs og vonum að fjöl- miðlaumfjöllun um fjárhagsvanda Álftaness verði sanngjörn og mál- efnaleg á nýju ári. SIGURÐUR MAGNÚSSON, bæjarfulltrúi Á-lista, og KRISTÍN FJÓLA BERGÞÓRS- DÓTTIR, varabæjarfulltrúi Á-lista. Leigusamningur Álftaness við EFF er hliðstæður samningum annarra sveitarfélaga Frá Sigurði Magnússyni og Kristínu Fjólu Bergþórsdóttur Kristín Fjóla Bergþórsdóttir Sigurður Magnússon Senn kemur jólanna kyrrð, maður klökknar við. Við heyrum klukkur klingja inn, kvöldsins djúpa frið. Og kirkjukórar syngja, um komu frelsarans. Svo heilög hátíð verður, í huga sérhvers manns. Þú ert sem barn og bíður, þitt bærist hjarta ótt. Og langur tíminn líður, já liðinn er hann fljótt. Og jólakvöldið kyrra, sem kemur þessa nótt, með fögnuði og friði, ég finn hve allt er hljótt. Við jötu móðir kraup á kné, og kyssti drenginn sinn. Í fjárhúsi við friðsæl vé, var fæddur sonurinn. Nú hátíð lýsir hrein og tær, minn huga fyllir senn. Er englabirtan bjarma slær, og blessar alla menn. Já loksins kvöldið kemur, sem Kristur birtist hér. Og enginn öðrum fremur, er nálægari mér. Þá finn ég helgan friðinn, sem fegrar ljósið bjarta. Og fyllir sérhvert hjarta. Já vertu velkominn. SIGURÐUR RÚNAR RAGNARSSON, sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli. Senn kem- ur jólanna kyrrð Frá Sigurði Rúnari Ragnarssyni Þær voru afmælis- systur, Hólmfríður og dóttir mín, fæddar 13. mars með 53 ára millibili. Frá þeim degi sem dóttirin fæddist fóru að berast pakkar frá New York þar sem Hólmfríður bjó með sínum ynd- islega manni, Ingva S. Ingvarssyni, sem þá gegndi stöðu sendiherra Ís- lands þar. Ingvi hafði búið heima hjá ömmu og afa á Smáragötunni meðan hann stundaði háskólanám í Reykjavík og alla tíð litum við systur á hann sem fósturbróður mömmu. Þau hjónin voru afar glæsileg, en umfram allt einstaklega góðar, tryggar og heið- arlegar manneskjur. Við heimsótt- um þau til Parísar þegar þau bjuggu þar og engin okkar gleymir kvöldinu þegar þau buðu okkur í kvöldverð, þar sem Ingvi setti á sig gervi-yf- irskegg og lék þjón og Bergljót einkadóttir þeirra sýndi ballett. Allt sem þau gerðu varð að skemmtilegu ævintýri. Þau elskuðu Bergljótu sína fram- ar öllu öðru og þegar barnabörnin komu eitt af öðru varð líf þeirra auð- ugt. Þau ferðuðust með fjölskyld- unni og nutu margra gleðistunda. Ingvi lést í ágúst í fyrra og mikið saknaði hún Hólmfríður síns trygga förunautar til áratuga. Við Hólmfríður hittumst síðast í Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir ✝ Hólmfríður Guð-laug Jónsdóttir fæddist á Akureyri 13. mars 1922. Hún andaðist á hjúkr- unardeild Grundar í Reykjavík 28. nóv- ember 2010. Hólmfríður Guð- laug var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 9. desember 2010. september þegar við lágum á sömu deild á Borgarspítalanum. Á hverjum morgni kom hún inn til mín og kyssti mig góðan dag og á hverju kvöldi stóð hún við rúmið mitt og kyssti mig góða nótt. Í hennar augum var ég alltaf „Anna litla“. Eitt kvöldið sat hún hjá mér og sagði mér alls konar leyndarmál úr lífi fjölskyldu minn- ar. Hún sagðist ekkert ætla að yfirgefa þessa jarðvist nema ég vissi hitt og þetta sem nauðsyn- legt var að vita! Vænst þótti mér um hversu fallega hún talaði um ömmu og afa og mömmu mína. Þar skein einlæg væntumþykja og virðing í gegn. Hún saknaði Ingva síns mikið og á náttborðinu á spítalanum hafði hún mynd af honum í fallegum ramma. Þessari mynd hélt hún á löngum stundum og söknuðurinn eftir eiginmanninum leyndi sér ekki. Hólmfríður og Ingvi tóku þátt í öllum stórum stundum í lífi mínu, en þau voru líka stuðningur á erfiðum tímum. Vandað fólk og traust. Traust eins og klettar. Við mæðgur, mamma og systur mínar kveðjum yndislega konu með þakklæti fyrir órjúfanlega vináttu og tryggð. Við vottum elsku Bíbí og fjölskyldu hennar djúpa samúð og fullviss þess að nú eru Hólmfríður og Ingvi saman að nýju, vitum við að þau fylgjast með sínu fólki eins og þau gerðu alltaf. Hólmfríði kveð ég með orðunum sem hún kvaddi mig með á hverju kvöldi á spítalanum: „I love you“. Anna Kristine Magnúsdóttir. Ingibjörg Ingv- arsdóttir, Imma, hefur kvatt þetta jarðlíf. Minningar um vináttu og skemmtilegar stundir í Skál á Síðu leita á hugann og vilja komast á blað. Árið 1990 hófst sameign fimm aðila á jörðinni Skál í Skaftárhreppi. Við þrjár tilvonandi húsfreyjur í Skál þekktumst ekki fyrir þann tíma en tókum óðar til höndum þar til hús og umhverfi höfðu tekið stakka- skiptum og allir gátu verið stoltir af. Þar komu fram einstakir hæfileikar Immu við að gera Skálina heimilis- lega. Smekkvísi hennar og dugnaður kom okkur hinum húsfreyjunum oft til góða og gátum við margt af henni lært þegar kom að vali á húsbúnaði, allt var vandað og jafnframt litríkt og fallegt og af bestu gerð. Okkur varð fljótt ljóst að engin meðalmann- eskja á þessu sviði var þar á ferð. Fljótlega hófst skógræktin í Skál. Imma lagði þar drjúga hönd á plóg og var áhugasöm þar um, árangur- inn er nú þegar orðinn glæsilegur skógur. Imma hafði næmt auga fyrir fegurð náttúrunnar og Skálin hafði upp á margt að bjóða, til dæmis Skálarheiðina sem var perlan okkar, Skaftána, alltaf straumþunga og sí- breytilega, mosavaxið Skaftárelda- hraunið með sínum Skálarstapa. Oft var gengið vestur með fjalli eða Ingibjörg Ingvarsdóttir ✝ Ingibjörg Ingv-arsdóttir fæddist í Hafnarfirði 21. febr- úar 1931. Hún lést á heimili sínu 5. desem- ber 2010. Ingibjörg var jarð- sungin frá Hafn- arfjarðarkirkju 13. desember 2010. austur til að líta yfir í Holtsdalinn. Mér er minnisstætt þegar Imma benti mér eitt sinn að koma og líta út um þvottahús- gluggann í Skál. Sjálf stóð hún bergnumin og horfði út. Ég var ekki viss um hvað væri þar að sjá, en þá benti Imma á að glugginn rammaði inn Tófu- hornið, stuðlabergið og Unufossinn og hún sagði „þetta er eins og málverk“. Þá áttaði ég mig á þessu mikla undri, listaverki náttúrunnar. Fleiri ævintýri voru í farvatninu, þegar Skálarbændur fóru í útrás upp á heiðgrænar Síðuheiðar við Leiðólfsfell. Hófst þar Hellisáræv- intýrið þegar hafbeitarlöxum var sleppt í ána. Imma stendur enn ljós- lifandi í huga mér í brúnum vöðlum eiginmannsins úti í ánni við að hreinsa grindur, sem jafnóðum fyllt- ust aftur af gróðri og féllu um koll. Já margt og mikið var brasað og framkvæmdagleðin var ósvikin þótt oftast værum við öll blaut uppfyrir haus. Þá var nú ekki amalegt að koma heim í hús og njóta góðs matar og drykkjar og þar var Imma líka á heimavelli þegar kom að því að út- búa veisluborð og gera sér glaðan dag. Árin liðu og Skálarbændur fundu sér ný býli og nýjar veiðilendur. Enginn stöðvar tímans rás og nú hefur Imma kvatt okkur. Efst er í huga þakklæti fyrir að hafa átt sam- leið með Immu og fengið að upplifa Skálarævintýrið. Halldóri, börnum og barnabörnum sendum við Gísli innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Níelsdóttir. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar um- ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyr- irtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birt- ar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efn- isþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.