Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.12.2010, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010  Bubbi Morthens heldur árvissa Þorláksmessutónleika sína í kvöld kl. 22 og að þessu sinni í Há- skólabíói. Bubbi hefur haldið tón- leika á þessum degi í rúmlega 20 ár og spjallað eins og honum einum er lagið við áheyrendur. Tónleikunum verður útvarpað á Bylgjunni. Þorláksmessu- tónleikar Bubba Fólk Mr. Silla sem er þekktust af því að hafa leikið með bandinu sínu Mongoose og að vera söng- kona múm er nú búin að stofna nýtt band sem hittist reglulega þessa dagana til að æfa enda ætla þau í stúdíó í byrjun janúar til að taka upp plötu. En þótt þau æfi nú á fullu er ekki enn búið að ákveða nafn á hljómsveitina. Í bandinu eru Kristinn Gunnar Blöndal sem lék á hljómborð í Botnleðju, Magnús Trygvason Eliassen sem er trommuleikarinn í Aniimu, svo eru tveir bassa- leikarar, þeir Gunnar Örn Tynes og Gylfi Blön- dal og gítarleikarinn Halldór Ragnarsson. Að koma í kaffi eða gítarspil? Að sögn Halldórs varð bandið þannig til að þau eru öll góðir vinir og ákváðu að fara að fikta eitthvað við hljóðfærin saman. „Í stað þess að hittast alltaf yfir kaffibolla og spjalla saman þá ákváðum við bara að hittast yfir hljóðfærunum og spila saman,“ segir Halldór. „Það má líka fá sér kaffi á milli æfinga en aðallega er bara gam- an að vera með vinum sínum,“ segir hann. Í byrj- un voru þau helst að vinna úr lagasmíðum Sillu en með tímanum eru þau öll farin að semja. „Já, fyrstu fimm lögin eru frá Sillu og við svona sömdum yfir það en núna eru allir farnir að koma með sína lagasmíði sem við spinnum sam- an. Við erum öll í öðrum hljómsveitum en það myndaðist glufa hjá okkur núna þannig að við rukum til og fórum að spila saman,“ segir Hall- dór. borkur@mbl.is Mr. Silla er komin með nýtt strákaband Nýtt band Ekki er búið að ákveða nafn á sveitina.  Plötubúðin 12 tónar og rekstr- arfélagið Ago ehf. undirrituðu í fyrradag rekstrarleyfissamning til sjö ára og felur samningurinn í sér að 12 tónar verði með tónlist- arverslun í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Verslunin 12 tón- ar var opnuð árið 1998 við Skóla- vörðustíg. Nýja 12 tóna verslunin verður á jarðhæð Hörpu. Á mynd- inni hér fyrir ofan sjást þeir Lárus Jóhannesson og Jóhannes Ágústsson í 12 Tónum árið 2007, með hrafni sem vakir yfir tónlist- inni með félaga sínum sem svífur á veggspjaldi efst á myndinni. 12 tónar verða með verslun í Hörpu  Dansararnir Brynja Pétursdóttir og Sandra Erlingsdóttir verða með danssmiðju, eða „workshop“, dag- ana 27. og 29. desember kl. 18.30-21 á Dansverkstæðinu á Skúlagötu 28. Kennt verður afró, hipphopp, krump og waacking. Finna má við- burðinn á Facebook með því slá í leitarglugga „Dans Brynju Péturs“. Danssmiðja á jólum í Dansverkstæðinu Hljómsveitin Heavy Experience gaf út plötu í vikunni samnefnda sveit- inni, en hún spilar þunga tónlist án nokkurrar raddar. Þeir lýsa því sjálf- ir á MySpace-síðunni sinni að „instru- mental“ tónlist þeirra sé undir áhrif- um frá Ennio Morricone og að henni sé best lýst á þann hátt að hún sé eitt- hvað svipað því og ef Dylan Carlson hefði gengið til liðs við hinn klassíska Coltrane-kvartett. „Það má nú ekki taka þetta sem við skrifuðum á MyS- pace-síðuna of bókstaflega,“ segir Al- bert Finnbogason, einn meðlimur sveitarinnar, en aðrir í sveitinni eru Brynjar Helgason, Tumi Árnason, Oddur Júlíusson og Þórður Her- mannsson. „Þetta á MySpace er nú svolítið grín hjá okkur, en samt ekki út í loftið,“ segir hann. Fyrir þá sem ekki þekkja til að þá er Dylan Carl- son einna þekktastur fyrir að hafa keypt haglabyssuna sem Kurt Coba- in skaut sig með en þeir voru félagar. Carlson hefur spilað lengi „drone“- tónlist sem var fáum að skapi til að byrja með en er vinsæl í dag. Morri- cone er þekktastur fyrir kvikmynda- tónlist en hann varð frægur eftir að hafa samið tónlistina við spagettí- vestrana. „Þetta er allt öðruvísi tónlist en við höfum verið að spila áður,“ segir Al- bert. „Persónulega hef ég verið mikið í svona mömmumartraða-tónlist, sem er hrá, hröð og með öskrum og látum. En þessi tónlist byggist meira á dýnamík en keyrslu. Við tókum plöt- una upp „live“ um eina helgina og er- um mjög ánægðir með afraksturinn. Það var bara ýtt á record-takkann og síðan spilað. Við sendum þetta síðan á Kimi Records sem vildu endilega gefa hana út. Þetta er tíu tommu vín- ylplata með aðeins nokkrum lögum, en hvert lag er yfirleitt um tíu mín- útur. Við erum ekki búnir að ákveða neina dagsetningu á útgáfutónleik- unum en þeir verða. Það er bara spurning hvar og hvenær,“ segir Al- bert. borkur@mbl.is Erfið reynsla er komin með nýja plötu Þyngsli Heavy Experience er búin að gefa út plötu. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Í gær gaf bókaútgáfan Útúrdúr út ræðusafnið Kæru vinir – ræðusafn 2000-2010 eftir Ásmund Ásmunds- son myndlistarmann. Bókin er safn ræðna sem listamaðurinn hefur haldið við hin ýmsu tilefni síðustu tíu ár og spanna vítt svið; allt frá fræði- legum úttektum á stöðu myndlist- arinnar við Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum til tæki- færisræðna við opnanir sýninga eða afmæli kollega. Ræðurnar einkennir flest það sem Ísland og Íslendingar þurfa í dag; jákvæðni, kurteisi og hjartahlýja. Flestar ræðurnar byrja á kæru vinir enda kærleikurinn einkennandi fyrir þennan listamann. Það er sama hvort hann talar við embættismenn eða vini sína, þá ber hann virðingu fyrir áheyrendum sínum og hvetur þá til dáða. En það er ekki nóg að hafa háar hugsjónir og jákvæðni þegar kemur að ræðuskrifum því léttleiki og húmor verður að fylgja ef það á að ná að hrífa áheyrendur. Af því á Ásmundur nóg, enda tryggir hann að ávallt séu einn til tveir brandarar í hverri ræðu. Þeir koma ekki óforvarandis. Því góður drama- túrg er búinn að undirbúa áheyr- endur áður en að brandaranum kem- ur þannig að hann fari ekki framhjá þeim án þess að að honum sé hlegið. Því hlær Ásmundur sjálfur aðeins fyrr í ræðunni til að hita áheyrendur upp og sýna þeim að þar sem hann hlæi megi þeir líka slaka á og hlæja. Til að ná góðum hlátri áheyrenda eru gæði brandarans nefnilega ekki svo mikilvæg heldur að áheyrendur viti að þeir megi og eigi jafnvel að hlæja. Jákvæði listamaðurinn Ásmundur hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og hlaut Menningarverðlaun DV árið 2003 fyrir verk sitt Steypu. Mörg verka hans hafa vakið athygli eins og hinn vinalegi óður hans til uppgangsins og velmegunarinnar frá árinu 2005 en þá byggði Ásmundur turn úr tómum olíutunnum sem hann hellti steinsteypu ofan í, á svipaðan hátt og gert er í kampavínsturnum. Þá er kampavínsglösum raðað upp og freyðivíni hellt yfir þannig að það fer í öll glösin. Jákvæði rithöfundurinn En þetta er ekki í fyrsta sinn sem ritverk eftir Ásmund birtist því hann er höfundur að 101 Artists Quotes sem hann gerði í samstarfi við Justin Blaustein og bókinni Díana í snjón- um sem kom út árið 2008. Í bókinni um Díönu segir frá ævintýrum hennar ef hún hefði lifað áfram. „Já, það var svona fan-fiction bók,“ segir Ásmundur. „Það er bara yndisleg bók um ynd- islega manneskju frá aðdá- anda hennar,“ segir hann. Í nýju bókinni heldur hann áfram í einlægri að- dáun, því í ræðum hans er að finna „öll réttu orðin: allar klisj- urnar um íslenska náttúru, kraftinn í íslensku listamönnunum, trúna á innilegt samband þjóða og sömuleið- is allar tuggurnar um uppreisn- argjarna listamanninn sem boðar landanum eitthvað nýstárlegt og hneykslanlegt“, segir í formála bók- arinnar. Valur Brynjar Antonsson skrifar hann og skrifar meðal ann- ars: „Ásmundur gefur fólki aldrei tilefni til að hneykslast á ræðum sín- um. Hann er hátíðlegur og kurteis, glaðbeittur og hreinskiptinn.“ Ásmundur bendir einnig á að myndir af honum við ræðuhöldin á þessu tímabili segi ákveðna sögu. Eða eins og hann orðar það svo fal- lega: „Klæðnaðurinn á mér og orð- færið er allt annað fyrir hrunið en eftir það. Það hefði verið fráleitt að vera með róttækni árið 2006 enda var ég alls ekki með slíkt. Núna þyk- ir það sjálfsagt og eðlilegt og þá auð- vitað gríp ég til þess.“ Jákvæðar ræður sem listaverk  Kampavínsfreyðandi brosmildi  Jákvæðni á jákvæðni ofan Ræðumaðurinn Ásmundur hefur sýnt það að hann er landi og þjóð til sóma. Ásmundur hefur haldið ýmsar sýningar eins og Ásmyndir á Smokka sem var á Mokka, Ís- lenskt bein í sænskum sokki í Gautaborg og Listamenn á barmi einhvers í Nýlistasafninu og síðar annan hluta þeirrar sýningar í Kling og Bang. En þekktust er líklega sýningin sem hann nefndi Into the Firmament og var sett upp árið 2005. Þar setur hann tómar olíutunnur upp í píramída og í staðinn fyrir kampavín flæðir steypa yfir allar tunnurnar. Ásmundur LISTAVERKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.