Morgunblaðið - 23.12.2010, Page 44

Morgunblaðið - 23.12.2010, Page 44
HÓLMFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR BÆKUR Steindrekinn er margverð-launuð fyrsta bók rithöfund-arins Andrews Davidsonsog fjallar um stórmynd- arlegan og sjálfselskan klámmynda- leikara og -leikstjóra sem lendir í slæmu bílslysi og endar illa brenndur á sjúkrahúsi. Þar kynnist hann hinni skrýtnu og leyndardómsfullu Marianne Engel, sem starfar sem myndhöggvari en dvelur á geðdeild sjúkrahússins. Hún segir þau hafa verið elsk- endur fyrir mörg hundruð árum, hún þá nunna og skrifari en hann málaliði á flótta. Hún rekur ævintýri þeirra og berst sagan m.a. til Japans, Ítalíu og Íslands en þess má geta að Davidson er af ís- lenskum ættum. Við sögu koma til dæmis víkingar, japanskar nunnur, forn handrit og helvíti. Steindrekinn er nokkurs konar ævintýri fyrir fullorða og er um margt forvitnileg. Hún á eflaust meira erindi í dag ef oft áður, nú þeg- ar vampírur, varúlfar og alls konar hjátrú virðast falla vel í kramið. Það vantar þó ákveðna spennu í frásögn- ina sem aldrei nær almennilegu flugi, það kemur stundum hökt þegar hoppað er frá nútímanum og til for- tíðar og þar hefði mátt gera betur. En að öðru leyti er þetta ágætis afþrey- ingarlestur fyrir þá sem halda ímynd- unaraflinu í þjálfun. Steindrekinn bbbnn Eftir Andrew Davidson. Jentas, 2010. 472 bls. Ást í gegnum aldirnar 44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2010 Út eru komin tvö ný rit í röðinni Lær- dómsrit Bókmennta- félagsins. Þar með eru ritin í bókaflokk- num orðin 80 talsins síðan útgáfa þeirra hófst árið 1970. Um sifjafræði sið- ferðisins er eftir Friedrich Nietzsche, Robert Jack þýðir. Þetta er eitt þeirra rita Nietzsches þar sem hugsun hans er hvað skýrust og beittust. Ritið er skrifað um sama leyti og Handan góðs og ills, sem hefur komið út í röð Lær- dómsrita, og hverfist um sömu spurn- ingar á beinskeyttari hátt. Ritið skiptist í þrjár ritgerðir. Í þeirri fyrstu er sjónum beint að hugtakaparinu „gott og illt“. Önnur fjallar um tengsl hugtakanna sekt og skuld og sjónum beit að fylgifiski þeirra, hinni slæmu samvisku. Þriðja ritgerðin geymir ítarlega greiningu á meinlætahugsjónum. Verkið er sagt skemmta, hneyksla, og opna nýjar leiðir í hugsun og lífi. Perceval eða sagan um gralinn eft- ir Crétiens de Troyes er þýdd af Ás- dísi Magnúsdóttur. Sagan var samin undir lok 12. aldar og er frægasta verk de Troyes, sem notaði heim Art- úrs konungs og riddara hringborðs- ins sem sögusvið sagna sinna. Lærdóms- ritin orðin áttatíu Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það er undarleg tilfinning að lesa verk sem er alþjóðleg metsölubók eftir breskan höfund sem gerist á Íslandi. Aðalsöguhetjan heitir Magnús Jónsson og drekkur sig fullan á Grand Rokk og kallar Reykjavík leikfangaborg. Fulltrúi hins illa er íslenskt prestsgrey úr hinni vinalegu sveit í kringum Hruna og Völsungasaga ásamt Íslend- ingasögunum er notuð sem orsök skelfilegs glæps og efni sögunnar. Michael Ridpath heitir höfundurinn og varð metsöluhöfundur með sinni fyrstu bók Free to trade. Hann er menntaður sagnfræðingur sem gerðist bankastarfsmaður og náði góðum árangri í viðskiptum með skulda- bréf. En það er mikill hraði í viðskiptum, segir hann. „Á hverjum degi ertu að taka ákvarðanir um milljónir dollara og strax farinn að setja þig inn í önnur mál. Mig langaði til að gera eitthvað sem krafðist meiri yfirlegu, eitthvað sem maður staldraði við og nostraði við. Ég byrjaði að skrifa bók. Vaknaði klukkan fjögur á morgnana og skrifaði áður en ég mætti til vinnu. Fyrsta bókin varð að metsölubók þannig að það varð ekki aftur snúið. Í þeirri bók og þeim næstu á eftir notfærði ég mér þekkingu mína úr banka- starfseminni en þótt ég bætti mig sem höfundur minnkaði salan. Þess vegna ákvað ég að snúa mér að öðru efni. Ég var með tvö efni sem ég lagði fyrir marga félaga mína, annarsvegar um heiðarlega lögreglu í Sádi-Arabíu og hinsvegar um íslenska lögreglu. Enginn vina minna hafði nokkurn áhuga á að heyra meira af efninu frá Sádi-Arabíu en alla langaði til að heyra af sög- unni sem myndi gerast á Íslandi. Þannig að ég fór að lesa um Ísland og byrjaði á Njálu. Sem mér finnst frábær bók. Ég hafði komið hingað í heimsókn vegna fyrstu bókarinnar minnar og átti því nokkra félaga hér, en ég jók við vina- safnið með því að koma mér í kynni við Íslend- inga í Englandi. Ísland er ótrúlega sjarmerandi land. Þetta er fimmta heimsóknin mín og manni virðist allir hafa tvö störf. Einhver er Íslandsmeistari í fótbolta en líka í fullu starfi sem banka- maður. Allir blaðamennirnir virðast þekkja hver annan og í eitt skiptið var ég að tala um Björk á bar við fé- laga minn sem samsinnti því sem ég sagði um hana og bætti síðan við; og hún er einmitt þarna fyrir aftan þig. Og þarna sat hún við borð á sama kaffihúsi og við,“ segir Ridpath. Morðtíðnin ekki það lág Magnús Magnússon, þýðandi Íslendingasagn- anna, kom Ridpath á þær slóðir þar sem hann fann sér efni í glæpasöguna sína. „Hann er einn frægasti Íslendingurinn í Bretlandi,“ segir Rid- path. „Mér fannst gaman að Hringadróttinssögu og það að sagan sé undir svona miklum áhrifum af norrænu goðafræðinni opnaði möguleika á tengingu við Ísland. Ég velti fyrir mér hvað ef þessi saga, Gauks saga, sem nefnd er í fornsög- unum en enginn veit um hvað fjallaði, væri til og að hún væri einhverskonar framhald af Völs- ungasögu. Út frá því vann ég plottið í bókinni.“ Það er áhugavert fyrir Íslending að lesa bók- ina, þó að ekki sé nema fyrir það að sjá landið með augum gestsins. Sumt er með spaugilegum póstkortaanda, eins og þegar Íslendingur mælir sér mót við aðalsöguhetjuna við Höfða í Reykja- vík. Hvaða Íslendingur myndi mæla sér mót við einhvern á þeim stað? Aftur á móti er það fal- legur staður til að hittast á ef menn vilja hafa fallegan og draugalegan bakgrunn. Andi krepp- unnar og fjárhagsvandræði Íslendinga er ástæða margra slæmra ákvarðana þeirra. Aðspurður hvort það hafi ekki verið erfitt fyr- ir hann að skrifa morðin inn í söguna sem ger- ast hjá þjóð sem er með svona lága tíðni drápa segir hann að þótt morðtíðni okkar sé lág sé hún ekki svo lág. „Það eru 2-3 morð á ári hér og þið eruð um 300 þúsund sem þýðir um 1 morð á hundrað þúsund manns. Hjá okkur er Nott- ingham verst með um 5 á hvert hundrað þúsund en London er ekki nema með um 2 á hvert hundrað,“ segir Ridpath. Förum hratt út úr kreppunni Það mat Ridpaths að enginn hefði viljað lesa um sádiarabískan lögreglumann en allir viljað lesa um íslenskan er áhugavert með hliðsjón af því að þjóðin var sett á hryðjuverkalista af bresku ríkisstjórninni og líka því að eftir þorskastríðin urðu margir Bretar fyrir tekju- missi vegna okkar. „Ég ólst upp í nágrenni Grimsby og sá hvernig borgin breyttist frá því að vera blómleg borg vegna fisksins og í það að verða fátækleg þegar hans naut ekki lengur við. En Bretar almennt upplifðu Íslendinga sem minnimáttar og því held ég að þið hafið haft víð- tækan stuðning á meðal þjóðarinnar. Þótt Bret- ar hafi verið heimsveldi upplifðu þeir sig miklu oftar sem lítilmagnann í deilum eins og í Napóleonsstríðunum og í fyrri og seinni heims- styrjöldinni enda mannafli þeirra þjóða sem deilt var við mun meiri. Baráttan um Bretland í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem Þjóðverjar réðust á okkur með mörg þúsund flugvélum en við höfðum aðeins nokkur hundruð til varnar er barátta sem kveikir í Bretum og þeir eru stoltir af. En stoltið kviknar ekki við baráttu þar sem við vorum þeir stóru að níðast á þeim minni. Þess vegna skammast ég mín fyrir þjóð mína vegna þessara hryðjuverkalaga. Án þess að hafa fyrir því nein rök er það bæði von mín og trú að þið komist upp úr kreppunni hraðar en fyrstu áætlanir gera ráð fyrir. Eftir kynni mín af fólk- inu og hversu vel menntuð þjóðin er og hversu vel og mikið hún vinnur þá trúir maður ekki öðru. Án þess að landið sé sambærilegt við Suð- ur-Kóreu á annan hátt en þann að þar er líka vel menntað og vinnusamt fólk lít ég til þess að þeir urðu líka nánast gjaldþrota undir lok síð- ustu aldar og komust hratt út úr því,“ segir Rid- path. Kreppan verður í næstu bók Hann er nýbúinn með aðra bók sína sem ger- ist á Íslandi og mun koma út á næsta ári. Þar mun hann fjalla meira um kreppuna en í henni munu bitrir Íslendingar skipuleggja morð á áhrifamönnum úr íslensku útrásinni og ráða- mönnum og það jafnvel breskum. Aðspurður hvort breski fjármálaráðherrann komi þar við sögu, glottir hann og segir að þessir bitru Ís- lendingar í bókinni horfi til hans með illu auga, en neitar að gefa meira upp. Hann er nú að safna sér efni í þriðju bókina sem mun eiga sér stað á Íslandi. Michael Ridpath hefur selt nokkrar milljónir eintaka af bókum sínum, ef hann heldur áfram góðri sölu sinni munu nokkur hundruð þúsund lesenda fá að ferðast til Íslands í gegnum bækur hans og kynnast morðóðum mönnum við Þingvallavatn, inni í friðsömum sveitum Árnessýslu eða á hlandblautum stræt- um Reykjavíkurborgar. Höfundurinn Ridpath varð metsöluhöfundur með sinni fyrstu bók Free to trade. Hann er menntaður sagnfræðingur sem gerðist bankastarfsmaður. Morgunblaðið/Kristinn Ísland er ótrúlega sjarmerandi land Ný skáldsaga enska rithöfund- arins Michaels Ridpaths er spennusaga sem gerist á götum Reykjavíkur. Í næstu bók hans verður íslenska kreppan í aðal- hlutverki, en hann telur þó að við komumst hratt út úr henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.