Saga - 2004, Blaðsíða 64
um, sem sést enn betur á inntaki dagbókarfærslnanna, vekur at-
hygli þegar haft er í huga að hún segir til sín þegar á öðrum fjórð-
ungi 19. aldar eða mun fyrr en talið hefur verið að afmælishald hafi
almennt rutt sér til rúms hér.
Afmælishald með ytra tilstandi krefst þess að fólk hafi svigrúm
til dagabrigða umfram það sem almennt hátíðahald útheimtir. Svo
var ekki með það „innhverfa“ afmælishald sem kemur fram í dag-
bók Hálfdánar. Afmælishald af hvaða tagi sem er krefst aftur á móti
ákveðinna hugarfarssögulegra forsendna sem fræðimenn hafa e.t.v.
efast um að hafi verið til staðar í því rótgróna bændasamfélagi sem
var við lýði hér þegar Hálfdán færði dagbók sína. Má þar nefna
innsýn í tímatal sem gerir mönnum kleift að henda reiður á sérstök-
um mánaðardegi og tengja fæðingu sína og afmæli við hann, sem
og línulegan tímaskilning þar sem eitt (ævi-)ár tekur við af öðru í
stöðugri framrás frá vöggu til grafar. Slíkur tímaskilningur greinir
sig frá „hringlaga“ tímahugtaki sem byggist á því að ein árstíð (hér
á landi einkum sumar og vetur) taki eilíflega við af annarri.19 Þriðja
slíka forsendan er svo nægilega sterk sjálfsvitund sem geri það
merkingarbært í huga einstaklingsins að halda persónuleg áramót
á fæðingardegi sínum ár eftir ár.
Í tíð Hálfdánar var skipting ársins í misseri enn mjög rótgróin
og hin forna vikutalning í lifandi notkun meðal almennings. Fólki
var því jafnan kunnara í hvaða viku sumars eða vetrar, þorra eða
góu það var fætt og taldi það aldur sinn eftir því hve margar
jólanætur eða heila vetur það hafði lifað.20 Þetta gamla tímatal kem-
ur glöggt fram í dagbók Hálfdánar.21 Sem menntamaður var Hálf-
dán þó einnig handgenginn tímatali kirkjunnar og er dagbókin
byggð upp á grundvelli þess.22 „Tæknilegar“ forsendur hans til að
H J A LT I H U G A S O N64
19 Sú breyting sem varð á heimsmynd manna við vísindabyltinguna á 16.–17.
öld og miðlað var til almennings á upplýsingartímanum markar þáttaskil í
þróuninni frá „hringlaga“ til „línulegs“ tímaskilnings. Hér á landi átti sú þró-
un sér þó ekki síst stað á 19. öld. Skipti þar miklu að frá 1837 voru árlega gef-
in út almanök á íslensku. Davíð Ólafsson, „Að skrá sína eigin tilveru“, bls.
62–63 og 65. — Loftur Guttormsson, „Bókmenning á upplýsingaröld“, bls.
251–252. — Árni Björnsson, „Tímatal“, bls. 97.
20 Árni Björnsson, „Tímatal“, bls. 70–71 og 100. — Árni Björnsson, Saga daganna,
bls. 14. — Árni Björnsson, Merkisdagar á mannsævinni, bls. 151.
21 Sjá t.d. Lbs. Lbs. 2729 8vo. Minnisbók, 24.4.1856.
22 Sjá Árna Björnsson, „Tímatal“, bls. 100. — Árni Björnsson, Merkisdagar á
mannsævinni, bls. 151.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 64