Saga - 2004, Blaðsíða 72
afm. dagr minn. byrja ég nú mitt 47da aldursár. Drottinn! þú hef-
ir skapað mig, og ræður hvað leingi eg skal dvelja her veittu mer
náðar aðstoð þína til að geta lifað hér þer til dýrðar, þú veitst
hvað mer mæta mun á kom. ári láttu það verða mér og mínum
til blessunar, láttu þinn anda daglega á því leiða mig, áminna,
fræða hugga og gleðja mig, og bera mer daglegt meðvitni að eg
sé þitt barn. heyr það, heyr það góði Faðir og Guð!53
Í þessari færslu örlaði á nýjum tón í afmælisbænum Hálfdánar er
hann bað um að komandi ár mætti verða sér og sínum til blessun-
ar. Nokkrum árum síðar (1850) hóf Hálfdán líka að biðja fyrir öðr-
um á tímamótum ævi sinnar, þ.e. börnum sínum og sóknarbörn-
um.54 Hugrenningar hans snerust því ekki aðeins um sjálfan hann
og störf hans heldur náðu einnig til þeirra sem stóðu honum næst.
Síðar bættust svo „heiðingjar“ í fjarlægum heimsálfum við en trú-
boðsáhugi var eitt af því sem Hálfdán tók í arf frá fóstra sínum.55
Árið 1852 bað Hálfdán þess svo að hann mætti lifa sér og öllum sín-
um til gagns ætti honum að auðnast áframhaldandi líf.56 Þar kom
fram sama hugsun og í fyrra versinu sem myndaði upptakt að af-
mælishugvekju Zschokkes.57 Andaktsbók hans kom þó ekki út í
Danmörku fyrr en ári eftir að Hálfdán færði þessa bæn í letur. Hér
er líka um klassísk stef í kristinni trú og siðgæði að ræða sem teng-
ist áherslu hennar á iðni og náungakærleika. Ekki er því að undra
að sömu hugsunar gæti í þessum tveimur textum sem tengjast
sama tilefni, eru frá svipuðum tíma og eru sprottnir upp úr andleg-
um jarðvegi af svipuðum toga, það er persónuhverfum og tilfinn-
ingatengdum kristindómi. Skýra þessar hliðstæður hvers vegna
hugvekja Zschokkes gegndi jafn viðamiklu hlutverki í afmælishaldi
Hálfdánar og raun ber vitni.
H J A LT I H U G A S O N72
53 Lbs. Lbs. 2729 8vo. Minnisbók, 28.2.1847. Frekari dæmi um innilegan stíl má
t.d. sjá í sömu heimild, 28.2.1852.
54 Sama heimild, 28.2.1850.
55 Hálfdán hvatti m.a. Helga son sinn til að gerast kristniboði. Jón Helgason,
„Helgi lektor Hálfdánarson“, bls. 12–13.
56 Lbs. Lbs. 2729 8vo. Minnisbók, 28.2.1852.
57 Versinu lauk svo: „Men ak, har jeg anvendt det vel / Til mit og mine Brødres
Held?“. Zschokke, Huusandagtsbog, bls. 439. Hálfdán sló oftar á þessa strengi,
t.d. í síðustu afmælishugleiðingu sinni. Sjá Lbs. Lbs. 2729 8vo. Minnisbók,
28.2.1865. Stundum skilgreindi hann gagnsemina og þá sem hennar skyldu
njóta nákvæmar. Á næstsíðasta afmælinu talað hann t.d. um „andlegt stríð“
sitt fyrir „sálargagni“ sóknarfólks síns. Sama heimild, 28.2.1864.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 72