Saga - 2004, Blaðsíða 236
Í formála ritstjóra segir að Saga Íslands VI sé samin fyrir almannafé und-
ir forsjá Forsætisráðuneytisins. Bókin verður því að vissu marki hin opin-
bera saga þessa tímabils, það er að segja saga valds og verslunar, glæpa og
refsinga, saga þeirra sem komust hæst upp í metorðastigann og líka hinna
sem féllu lægst. Söguritari kemur skilaboðum yfirvalda á framfæri í efnis-
vali og áherslum: kjarninn er viðleitni ráðandi stéttar til þess að setja lög og
fylgja þeim eftir; koma á reglu og friði sem haldist. Undir lokin í kafla sem
ber heitið „Rétttrúnaður og ríkisvald, yfirlit“ segir höfundur:
Áhersla stjórnvalda á aga, reglu og refsingar og aukin afskipti af lífi
fólks er áberandi í heimildum frá 17. öld. Þetta var talin nauðsyn
breysku mannfólki sem hætti annars við að villast af réttri leið og falla
fyrir freistingum og vekja þannig reiði Guðs. En hinu má ekki gleyma
að Guð var jafnframt talinn mildur faðir sem vildi mannfólki vel. Og
þess verður líka að gæta að sá agi og afskipti sem lýst var stuðlaði að
reglu og friði og aukinni siðmenningu og siðfágun með vaxandi ríkis-
valdi (bls. 392, sbr. 92–93, 106).
Hér held ég að söguritari leggi á afgerandi hátt dóm á þá sögu sem hann
segir; hann tekur afstöðu með yfirvöldum sem aga og fága mannfólkið eins
og þjöl sem sléttar hrjúfan við. Vitaskuld er óvinnandi vegur að endur-
skapa hugarfar almennings gagnvart guði og yfirvöldunum, ekki einungis
vegna þess að heimildir skortir, heldur ekki síður vegna þess að ritheimild-
ir binda hendur manns, þær eru langflestar tilorðnar fyrir atbeina yfir-
valda. Af annáluðum frásögnum af réttarhöldum, lagatilskipunum og yfir-
þyrmandi trúarritum er venjulega ráðið að almenningur hafi á liðnum öld-
um verið haldinn bænrækni og guðsótta. Höfundur Sögu Íslands VI fullyrð-
ir til að mynda að altarisgöngur hafi þótt lífsnauðsynlegar og allur þorri
fólks þráð mjög að ganga til altaris (bls. 330, 342). Viðtaka altarissakrament-
is var þó beinlínis valdboð kirkjulegra yfirvalda undir kóngsins vernd. Það
er hæpið að staðhæfa að vinnandi fólk hafi kallað lífsnauðsyn og þráð það
sem því var skipað að njóta, enda risu upp ýmis mál á prestastefnum á 17.
öld vegna þess að einstaklingar þverskölluðust við að ganga til altaris. Í
Vísitasíubókum Brynjólfs Sveinssonar Skálholtsbiskups kemur allvíða fram
að sóknarmenn hlýddu ekki ætíð biskupsboði um að koma til kirkju þegar
hann vísiteraði en báru við önnum við búsýslu, enda biskup á ferð um há-
sláttinn. Helgi nefnir ekki dæmi um þvílíka tregðu þótt hann segi frá ferða-
garpinum Brynjólfi biskupi og skrifi í valdsmannstón: „Allir skyldu koma
til kirkju þegar biskup vísiteraði …“ (bls. 336).
Á einum stað spyr höfundur hvort fólk hafi tileinkað sér „réttan skiln-
ing á undirstöðuatriðum lútherskrar trúar“ og kemst að því að kirkjan hafi
náð til fólks með boðskap sínum vegna þess hve góðar viðtökur urðu við
Húspostillu Gísla Þorlákssonar Hólabiskups og Passíusálmum séra Hall-
gríms Péturssonar (bls. 338). Í þessu samhengi hefði átt að leggja áherslu á
að eftir gildandi kirkjuskipan var sú skylda lögð á húsbændur að halda
R I T D Ó M A R236
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 236