Saga - 2004, Blaðsíða 206
Á eftir þessari upphafssetningu kaflans er vísað til Sölku Völku,
Fuglsins í fjörunni, 21. kafla, án útgáfuárs og blaðsíðutals.54 Hér má
glöggt sjá hvernig Hannes afritar frumtextann, styttir hann og af-
bakar. Öllu sem hann hefur talið óþarfa er sleppt, svo sem „á jörð-
inni“, forsetningunni „milli“ og lýsingarorðinu „sönn“ um ástina. Í
stað „um nótt á vori“ kemur einfaldlega „á vornótt“, „eins yndis-
legt“ verður „yndislegra“ og samkvæmt skólareglum tilviks-
íslenskunnar um ofnotkun ákveðins greinis verða „hestarnir“ á
„túnunum“ bara „hestar“ í „túnum“.
Þessi upphafni stíll með setningum úr skáldsögum Halldórs
sækir einkum á þegar Hannes er að lýsa hugarástandi Halldórs í
sambandi við konur. Þannig segir um stúlkuna sem Halldór á að
hafa kysst fyrst: „Fríða hvarf Halldóri sjónum. ‘Var þetta þá kanski
lífið: að hafa elskað eitt sumar í æsku, og ekki gert sér það ljóst fyr
en það var liðið.’“ (Bls. 156–157)55 Þetta skáldlega innskot, sem er
fleygað inn í praktískar upplýsingar um hjónaband Fríðu á
Skeggjastöðum, er hér augljóslega notað til að skapa það sem
Hannes í greinargerð sinni kallar „andrúmsloft og hugblæ“. Þannig
fylgir svo til hverri konu í lífi Halldórs tilvitnun við hæfi úr skáld-
sögum hans. Ein fær þetta: „Mikið er fyrsta kynferðisreynsla æsk-
unnar fjarskyld hennar fyrstu ástum, það er álíka munur og á dög-
un og degi.“ (Bls. 157)56
Um samband þeirra Halldórs og Helgu Jóhannsdóttur í Braut-
arholti hefur Hannes svo til engar heimildir. Í stað þeirrar aðferðar
að taka kafla úr skáldsögum Halldórs og hafa fyrir satt, grípur
Hannes hér til þess ráðs „að skálda í eyðurnar“. Það gerir hann með
því að láta kærustuparið ganga á Esju í rómantískri frásögn sem
sótt er í Sölku Völku. Um þetta segir hann í neðanmálsgrein 10 á bls.
572: „Hér er skáldað í eyðurnar, því að heimildir eru af skornum
skammti. En auðvitað hafa þau Halldór og Helga farið í göngu-
H E L G A K R E S S206
54 Á bls. 151 eru tvær tilvitnanir merktar nr. 1. Af samhenginu má ráða að fyrri
tilvitnunin eigi við Sölku Völku. Heimild fyrir þeirri síðari vantar í tilvísana-
skrá.
55 Vísað er í Heimsljós, Höll sumarlandsins, 18. kafla, að venju án útgáfuárs og
blaðsíðutals. Setningin er næstum rétt upp tekin, þó er „fyren“ frumtextans
skrifað „fyr en“. Sjá Halldór Laxness, Heimsljós (1937–1940). I. Önnur útgáfa
(Reykjavík, 1955), bls. 287.
56 Vísað er til 17. kafla Heimsljóss, Hallar sumarlandsins án útgáfuárs og blaðsíðu-
tals. Sjá Halldór Laxness, Heimsljós I, bls. 275.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 206