Saga - 2004, Blaðsíða 112
Þeira d(ottir) var Vigdis ok Aasdis ær ™tti fyrr Þorbiorn Þor-
valldz s(on) brodir Mana-Liotz. þeira d(ottir) var Þvridr ær
™tti Þorgrimr Oddz s(on) þeira s(on) var Geirmvndr i M™fa
hlid ok .xíííj. born onnur. Vighdisi Kolla d(ottvr) atti Þorbiπrn
hinn digri. þeira d(ottir) var Þuridr ær atti Þrondr at Vatni.
Bπrn þeira varv Þorir. Biarni. Tiorfi. Valgerdr er ™tti Runolfr
byskvps s(on). Asdisi Bardar d(ottvr) ™tti sidarr Skuli Iorund-
ar s(on). þeira d(ottir) var Valgerdr.
Sömu ættartölu er að finna að stofninum til í Sturlubók og Hauks-
bók. Það er því ekkert í varðveittum gerðum sem gefur til kynna að
Kolskeggsstíllinn hafi verið einráður eða fornari — umfangsmiklar
ættartölur eru samkenni allra gerðanna. Sömuleiðis er hægt að sjá
ummerki um fornan fróðleik í öllum gerðunum.
Björn M. Ólsen taldi að söguleg byrjun Sturlubókar og Hauks-
bókar væri verk manns frá byrjun 13. aldar sem „vildi gera hinar
fornu og rýru sagnir af landnámum söguríkari í samræmi við að-
ferð og áherslu samtímamanna sinna.“83 Jón Jóhannesson tók und-
ir þetta en taldi að Sturla hefði umturnað Landnámu með miklum
sögulegum fróðleik, m.a. fjölmörgum innskotsköflum úr þekktum
og óþekktum Íslendingasögum og inngangsköflum um landafund-
ina. Hann ætlaði að Sturla hefði samið Kristni sögu sem framhald
Landnámu.84 Þar tók hann undir hugmyndir Konrads Maurers um
samfellt sögulegt rit sem Maurer hafði bendlað við Ara fróða en Jón
færði þessa fræðimennsku yfir á Sturlu Þórðarson. Tilgangurinn
með þessu umróti Sturlu á fornu X-Landnámunni var, samkvæmt
Jóni, „að rita samfellda sögu Íslendinga frá upphafi til sinna daga
að dæmi Snorra Sturlusonar og annarra, er höfðu samið löng yfir-
litsrit …“.85 Sveinbjörn Rafnsson tekur undir þessa hugmynd um
sögulegt yfirlitsrit en telur að Styrmisbók hafi líka verið sögulega
uppbyggð og að Kristni saga hafi einnig fylgt Styrmisbók.86 Þannig
reynir hann að gera sérstöðu Melabókar skýrari með því aftengja
A U Ð U R I N G VA R S D Ó T T I R112
22 kynna að þessi klausa sé úr Melabók því að á spássíu stendur „Landnaama“
og þannig vísar hann iðulega til Melabókar (Þórðarbók, k. 171 nm.). — Sjá
einnig Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 62.
83 Björn M. Ólsen, „Landnámas oprindelige disposition“, bls. 298: „vilde göre
den gamle, nøgterne landnamshistoriske fremstilling mere sagamæssig, mere
stemmende med sin samtids smag og metode.“
84 Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 70–71.
85 Sama heimild, bls. 224.
86 Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók, bls. 73.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 112