Saga - 2004, Blaðsíða 209
Þarna á hátindinum trúir Halldór Helgu fyrir því að „sig dreymdi
um að verða mikill maður, láta að sér kveða, auka hróður Íslands.“
(Bls. 160) Á móti trúir Helga honum fyrir því að foreldrar hennar
séu á móti ráðahagnum. Þar með ljóstrar hún upp leyndarmálinu
sem Hannes síðan gerir uppskátt um, og er eitt af nýmælunum í
bók hans, ástæðunni fyrir því að slitnaði upp úr trúlofun þeirra.
Hugarástandi Halldórs, þegar Helga guggnar á því að strjúka með
honum burt, er síðan lýst með hugsunum Sölku Völku þegar Arn-
aldur hefur svikið hana: „Þetta var ein af þeim nóttum lífsins þeg-
ar jafnvel gráturinn er freðinn í barminum. Höll hrynur eftir höll,
borg eftir borg, og það heyrist ekkert hljóð. Það er einsog saga heils
mannkyns líði þar undir lok í þögninni. Jörðin verður aftur auð og
tóm. Og myrkur leggst yfir djúpin.“ (Bls. 191)59
Um samband Halldórs og Málfríðar Jónsdóttur barnsmóður
hans byggir Hannes á viðtali Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Maríu
Halldórsdóttur, og án þess að geta heimildar gerir hann beina ræðu
Maríu að sinni eigin hlutlægu lýsingu:
Auk þess að geta ekki heimildar fer Hannes rangt með orð Maríu
sem er aðeins að tala um upplifun móður sinnar. Hannes kemur
Halldóri að í myndinni og verða þau tvö gangandi berfætt í sand-
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 209
fjöllum. Austan Mosfellsheiðar sést
Þingvallasvæðið með vatninu og yfir þar
til landsuðurs á Lyngdalsheiði, austur
um láglendi Suðurlands, til Vestmanna-
eyja og óravídd til hafs.58
58 Egill J. Stardal, „Esja og nágrenni“, Þættir um nágrenni Reykjavíkur. Árbók
Ferðafélags Íslands 1985, bls. 106–108. Hannes vitnar ekki í blaðsíðutal og læt-
ur nægja að vísa í sérprent úr Árbókinni sem nefnist „Esja og Mosfellsheiði“
en það er tæpar 60 bls. að lengd.
59 Um þetta er vísað í Sölku Völku, Fuglinn í fjörunni, 26. kafla, án útgáfuárs og blað-
síðutals. Tilvísunarmerkið er rangt, 9 í stað 8. Textinn er á bls. 445 í Sölku Völku.
Hann er ekki alveg rétt upp tekinn hjá Hannesi sem skrifar „leggst“ í stað „legst“.
60 „‘Hún hefur augun hans Dóra!’ Guðrún Guðlaugsdóttir ræðir við Maríu
Halldórsdóttur.“ Nærmynd af Nóbelsskáldi. Halldór Kiljan Laxness í augum sam-
tímamanna. Ritstjóri Jón Hjaltason (Akureyri, 2000), bls. 31.
Frumtextinn
„Mamma sagði mér oft hve yndislegt
þetta sumar hefði verið, veðrið gott og
gaman að ganga berfætt í sandinum,
hvítum og hlýjum,“ segir María Hall-
dórsdóttir. 60
Texti Hannesar
Þetta var yndislegt sumar. Veðrið var
gott, og þeim Halldóri og Málfríði fannst
gaman að ganga saman berfætt í sandin-
um á ströndinni, hvítum og hlýjum. (Bls.
201)
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 209