Saga - 2004, Blaðsíða 235
lands á 20. öld, hafa miðlað samborgurum sínum í ræðu og riti og skal þetta
álit skýrt litlu nánar.
Dæmi um þá áherslu sem höfundur leggur á að veita sjónarmiðum
sem hátt ber í nútímasagnfræði og falla, ef að er gáð, í sama farveg og stefna
ríkisvaldsins á Íslandi, er umfjöllun um Jón Arason Hólabiskup. Helgi
segir: „Menn sjá hann vart lengur sem varnarmann þjóðréttinda …“ [letur-
br. ritdómara] eða sjálfstæðishetju, heldur líta á hann sem fulltrúa hinnar
almennu kaþólsku kirkju, konungssinna og skáldmæltan ættjarðarvin (bls.
85). Ég veit raunar ekki við hverja höfundur á með orðinu „menn“ — hvort
það merkir þá sem láta í ljós skoðanir í ritum ellegar hvort merkingin er
„almenningur“. Þessi umfjöllun höfundar er dæmigerð fyrir það hvernig
opinber nútímasöguskoðun hafnar sjónarmiðum þjóðlegrar sjálfstæðisbar-
áttu en gengur til liðs við þá stefnu ríkisvaldsins að þurrka út sveitir og
þorp innanlands en kalla í staðinn á „alþjóðasamfélagið“.
Sömu nútímasýnar gætir í umfjöllun um einokunarverslunina. Höf-
undur hefir losað sig rækilega undan viðhorfum sem ríktu meðan stóð á
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Honum er í mun að sýna fram á velvild kon-
ungs gagnvart þegnum sínum á Íslandi og dregur taum kaupmanna sem
hann segir að átt hafi við ýmsa erfiðleika að etja: harðæri, óhagstætt verð-
lag á heimsmarkaði, stríðstíma og sjórán, sem allt bitnaði á kaupmönnum
jafnt og Íslendingum. Höfundur bendir á að einokunarverslun hafi ekki
skollið á í upphafi 17. aldar, heldur verið fyrir hendi því að Björgvinjar-
kaupmenn höfðu áður einkarétt til Íslandsverslunar. Helgi leggur áherslu á
að af hálfu konungsvaldsins var verslunarfyrirkomulagið hugsað með vel-
ferð allra þegna konungs að leiðarljósi en Kaupmannahöfn skyldi njóta
þess sér til framdráttar. Höfundur neitar því að einokun hafi verið komið á
til að kúga og arðræna Íslendinga en vill líta svo á að dönskum kaupmönn-
um hafi verið um megn að reka verslunina svo vel væri en á Íslandi var
hvorki borgarastétt sem gat tekið hana að sér né framsýnir Íslendingar er
vildu leitast við að bæta efnahagsástand landsmanna yfirhöfuð. Íslending-
ar máttu því sjálfum sér um kenna að nokkru leyti og gátu enda að nokkru
hjálpast við launverslun við Englendinga (bls. 309–310, 318).
Á þennan hátt setur tíminn mark sitt á hina opinberu sögu; nú færast
Íslendingar eftir vild markaðsmenningar óðfluga undir vald erlendra
kauprisa og því verður íslenskur sjálfsþurftarbúskapur óþægilegur í sögu-
legu ljósi og nær litlu máli en ljómi leikur um fyrirmenn útlendrar borgara-
stéttar. Í umfjöllun um einokunarverslunina í þessu bindi er megináhersla
lögð á að skýra sjónarmið danskra kaupmanna og yfirboðara þeirra en ekki
gert yfirlit yfir fyrirkomulag verslunar hér heima, hvergi sýnt hverjar voru
brýnustu innflutningsvörur landsmanna, hvar voru hafnir og kaupsvæði á
einokunartíma ellegar leiðir í verslunarstaði og yfirlit yfir íslenska útflutn-
ingsvöru er vafið inn í næsta kafla á undan sem ber heitið „Búskapur og
hnignun“.
R I T D Ó M A R 235
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 235