Saga


Saga - 2004, Blaðsíða 234

Saga - 2004, Blaðsíða 234
„Siðskipti, siðbót og siðbreyting“, Kristni á Íslandi. Útgáfumálþing á Akur- eyri 15. apríl 2000 og í Reykjavík 23. október 2000. Ágústa Þorbergsdóttir bjó til prentunar (Reykjavík, 2001), bls. 125–131). Rök Lofts fyrir því að langan tíma hafi tekið að innræta almenningi gildi lútersks siðar eru athyglisverð og segir Helgi í nefndri ræðu að þau hafi komið óvænt og að sér „sýnist Loftur hafa rétt fyrir sér um það að þessu marki hafi ekki enn verið náð um 1630“. Í yfirliti í Sögu Íslands VI segir Helgi: „Hvað sem leið hugarfari fólks og afstöðu til einstakra mála, má fullyrða að allur þorrinn hafi beygt sig undir aga og lifað í samræmi við það sem til var ætlast“ (bls. 392). Af þess- um orðum er helst að ráða að Helgi víki sér undan að taka rökstudda af- stöðu í því mikilvæga máli hvort almenningur bar í hug sér eða bar af sér lúterskan rétttrúnað á 17. öld, enda sést af ritaskrá að Helgi hefir ekki gefið sér tíma til þess að leita í óútgefnum 17. aldar bréfa- og vísitasíubókum bisk- upa, prestastefnubókum og dómabókum að vitnisburðum með eða móti skoðunum Lofts. Til eru, held ég, í þessum skjölum ýmsar vísbendingar í sömu átt og Loftur bendir, að þeim verður lítillega vikið hér aftar. Í formála ritstjóra segir að í ársbyrjun 2001 hafi Helgi tekið að sér að semja sögu siðbreytingarinnar í þetta ritverk en sá hluti þess sem fjallar um 17. öld á sér lengri aðdraganda og skiptist milli þessa bindis og hins sjö- unda sem senn má vænta. Eðlilegast hefði verið að bæði bindin væru undir í þessari umsögn því þau mynda samfellt yfirlit yfir ákveðið tímabil og það sem vansagt kann að þykja í þessu verður ef til vill fullsagt í því næsta. Fjöl- ritað hefti um 17. öld eftir Helga Þorláksson kom út árið 1981 og var þá kynnt sem „þættir úr drögum að Sögu Íslands VI … ætlað til stuðnings við kennslu í Íslands- og Norðurlanda sögu“ við Háskóla Íslands. Í rúma tvo áratugi í kennslustundum við skólann má ætla að 17. aldar saga Helga hafi hlotið alla þá gagnrýni sem unnt er að láta í ljós og varla hefir hann komist hjá því í leiðinni að fjalla um siðskiptatíma fyrir 1600. Á löngum kennslu- ferli hefir hann því haft tækifæri til þess að móta og boða meginhluta þess- arar sögu; verkið er því nánast skothelt og aðfinnslur óþarfar; löngu var fyrirséð hvers mátti vænta. Ritið ber sterkan svip höfundar síns, efnið er byggt jöfnum höndum á samtíðarheimildum og söguritum ákveðinna nútíðarháskólamanna. Stíllinn er fjörlegur og hispurslaus, bókinni er skipt í hæfilega kafla undir hnyttnum fyrirsögnum sem gjarnan standa í hljóð- stöfum, gerðar til þess að æsa löngun lesenda til þess að vita meira og eru eins konar markorð sem hæfa vel í kennslu, löguð til þess að muna, til dæmis: „Hugsjónamaður á Hólastól“, „Búnaður og búendur“, „Ásókn og ágóði“, „Ágirnd og ættarhugnun“, „Guðs réttferðuga reiði“ og „Heiður og hefnd“. Verkið er í alla staði kunnáttusamlega unnið yfirlitsrit, hugsað sem kennslu- og fræðirit og því síst við hæfi að rekja efni þess kafla fyrir kafla með vangaveltum um hvað og hvernig mætti lesa öðruvísi úr heimildum en Helgi gerir. Þetta verk geymir, að ég held, þá opinberu söguskoðun um Íslandssögu 16. og 17. aldar sem sagnfræðingar, skólaðir við Háskóla Ís- R I T D Ó M A R234 Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.