Saga - 2004, Blaðsíða 189
Að grípa hugblæinn
Um vinnubrögð sín segir Hannes að þau hafi hann m.a. lært af Hall-
dóri Laxness sem hafi unnið mjög úr textum annarra, en sá sé mun-
urinn á ævisöguritara og skáldi, að ævisöguritaranum séu settar
tvennar skorður sem skáldið sé óbundið af. Hann verði að hafa það
„sem sannara reynist, ekki aðeins það, sem betur hljómar,“ og hann
verði að geta heimilda. „Það gerði ég svo sannarlega,“ segir Hann-
es, „bæði í eftirmála mínum og jafnóðum, eftir því sem þurfa þótti.“9
Bók Hannesar er sett saman úr textum eftir aðra. Um þessa texta
getur hann sjaldnast heimilda heldur setur fram sem sína eigin.
Þetta útskýrir hann með því að svona vilji almenningur hafa þetta.
Bókin sé „ævisaga handa almenningi“ og slík saga þurfi að vera
„aðgengileg, krydduð sögum og stílbrögðum, jafnvel skáldlegu
ívafi“, sem verði þó „að vera stutt heimildum“. Verkefni ævisögu-
ritarans sé að „gæða frásögnina lífi, lýsa aðstæðum og atvikum á
þann hátt, að lesendur finni af þeim bragð og keim.“10 Um þetta
segist hann hafa farið „í smiðju til Halldórs Kiljans Laxness og
margra annarra,“ auk þess sem hann hafi reynt að temja sér „hlut-
lægan frásagnarhátt í anda Íslendingasagna frekar en huglægan,
þar sem beitt er eins konar heilaspuna í stað traustra heimilda“.11
Þó hafi hann stöku sinnum gripið til stílbragða úr skáldsögum
Halldórs, eins og sér hafi „að sjálfsögðu“ verið heimilt, og minn-
ingabækur hans hafi hann nýtt sér á þann hátt að „breyta frásögn-
inni“ á þann veg að hún „félli að eðli og þörfum“ bókarinnar. Til þess
hafi hann „fullt leyfi samkvæmt viðurkenndum fræðireglum.“12
Þetta er ekki rétt. Samkvæmt alþjóðlegum og viðurkenndum
fræðireglum ber höfundi að vísa vandlega til heimilda sinna, bæði
hvað varðar rannsóknir og texta, þannig að ekki fari á milli mála
hvað sé hans og hvað annarra, og gildir þetta jafnt um ævisögur
sem önnur rit. Annað er „plagíarismi“, eða það sem á íslensku kall-
ast ritstuldur. Hann er þannig skilgreindur í viðurkenndu innlendu
uppsláttarriti:
ritstuldur (á frönsku: plagiat, eftir latínu: plagiare, „ræna
fólki“) gerir einkum vart við sig innan fagurbókm. og fræði-
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 189
9 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Greinargerð“, bls. 28, dálkur 2.
10 Sama heimild, dálkur 2.
11 Sama heimild, dálkur 2–3.
12 Sama heimild, dálkur 3.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 189